Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SÆVAR ÍSFELD, andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja að morgni 24. mars. Sigurborg Sævarsdóttir, Gretar l'sfeld, Alda Guðný Sævarsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn. BJARNI PÉTURSSON fyrrv. bóndi og stöðvarstjóri, Fosshóli, Suður-Þing., Hólmgarði 46, lést þ. 24. mars á Borgarspítalanum. Sigurbjörg Magnúsdóttir. t Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN ÓFEIGSSON, Hæðargarði 33, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 27. mars kl. 13.30. Judith Júliusdóttir, Jón Björnsson, Jóhanna Björnsdóttir, Sigurjón Jónasson, Ófeigur Björnsson, Hildur Bolladóttir, Anna Lísa Björnsdóttir, Haukur Alfreðsson. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, MAGÐALENA ANDRÉSDÓTTIR, Ásbraut 17, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 28. mars kl. 15.00. Blóm vinsamlega afþökkuð. Guðrún K. Eggertsdóttir, Sigurður Pétursson, Bjarni Eggertsson, Sveinbjörg Eggertsdóttir, Jón Grétar Sigurðsson, Þorleifur Eggertsson ogbarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR frá Borgarhóli, Eyjafjarðarsveit, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 28. mars kl. 13.30. Stefán Þór Jónsson, Arnheiður Jónsdóttir, Sigmar Kristinn Jónsson, Jón Eyþór Jónsson, Þorgerður Jónsdóttir, Þóra Hildur Jónsdóttir, Auður Hauksdóttir, Freyr Ófeigsson, Guðbjörg Harðardóttir, Atli Freyr Guðmundsson, Þorsteinn Vilhelmsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRIR KONRÁÐSSON bakarameistari, Krummahólum 29, Reykjavík, er andaðist þann 20. mars sl. verður jarðsunginn frá Fossvógskirkju þriðju- daginn 28. mars kl. 13.30. Blóm vin- samlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið Hrönn Jónsdóttir, Fylkir Þórisson, Bárbel Valtýsdóttir, Helga Þórisdóttir, Jens Þórisson, Jón Þórisson, Konráð Þórisson, Vöröur Þórisson, Hrafnhildur Óskarsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Margrét Auðunsdóttir, Margret Benedikz, Þorbjörg Þórisdóttir, Ólafur R. Pálsson, barnabörn og barnabarnabarn. BJÖRN ÓFEIGSSON + Björn Ófeigsson fæddist í Ráða- gerði í Gerðahreppi 27. febrúar 1912. Hann lést á Kanarí- eyjum 19. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jóhanna Guðrún Frímanns- dóttir frá Hvammi í Langadal í A-Húna- vatnssýslu, f. 16. des. 1871, d. 25. maí 1952, og Ófeigur Ófeigsson frá Fjalli á Skeiðum, f. 23. ágúst 1858, d. 31. maí 1942. Árið 1926 fluttust foreldrar Björns til Reykjavík- ur og bjuggu þar það sem eftir lifði ævi. Systkini Björns eru Sólveig Jóhanna, f. 1894, Tryggvi, f. 1896, Guðrún Anna, f. 1898, Ólafur Frímann, f. 1900, Þórdís ísabella, f. 1902, dó ung, Ófeigur, f. 1904, Þór- dís, f. 1908, og Guðmundur Frímann, f. 1915. Hinn 20. maí 1939 kvæntist Björn Jensínu E. S. Jónsdóttur, f. 18. maí 1915, d. 2. janúar 1976. Börn þeirra eru: 1) Jón, arkitekt, f. 1. mars 1941, kona 27. sept. 1969 Sunna Guðna- dóttir flugfreyja, d. 5. des. 1984. Þeirra börn eru Birna Jenna, f. 1971, viðskiptafræði- nemi við Háskóla íslands, Björk, f. 1975, nemi, hún á dótt- ur, Sunnu Björk, og Jenna Lilja, f. 1976, nemi. Fóstursonur Jóns, sonur Sunnu, er Friðrik Árnason, f. 1965. 2) Jóhanna, f. 19. april 1944, var flugfreyja, en er nú starfsmaður skáta- hreyfingarinnar. : ' Hún er í sambýli með Sigurjóni Jónssyni, fram- reiðslumanni. 3) Ófeigur, f. 14. febr. 1948, gullsmiður og myndlistamað- ur, hans kona er Hildur Bolladóttir, f. 13. maí 1949, klæðskerameist- ari. Þeirra börn eru Bolli, f. 1970, gullsmíðanemi, Björn, f. 1973, nemi. 4) Anna Lísa, f. 12. apríl 1953, flugfreyja. Hún er gift Hauk Alfreðssyni rekstrarverkfræðingi og eiga þau fjögur börn á lífi: Alfreð, f. 1974, Björn Arnar, f. 1977, Jóhönnu Hildi, f. 1981, Hannes Pál, f. 1990, sem lést fjögra daga gamall, og Jenný, f. 1991. Nú síðustu ár hefur Björn búið með Judith Júlíusdóttur i í Reykjavík. Björn tók virkan þátt í fé- lagsmálum. A unga aldri var hann virkur í skátahreyfing- unni og var formaður í félagi vefnaðarvörukaupmanna og í kaupmannasamtökunum. Hann tók þátt í starfi Skógræktarfé- lags Reykjavíkur allt frá 1960 og var gjaldkeri þar til 1989. Hann var verslunarskólageng- inn og var eftir það um tíma í Englandi í skóla í verslunar- fræðum. Jarðarför Björns fer fram frá Bústaðakirkju á morgun og hefst athöfnin kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. FYRSTU kynni mín af Bimi voru upp úr 1950 þegar ég var við plöntuafgreiðslu hjá Skógræktarfé- lagi Reylqavíkur. Þá var lítið um plöntur og voru þær pantaðar með löngum fyrirvara. Stundum og reyndar oftast var ekki til nóg. Björn var í hópi þeirra sem þarna komu ár hvert. Hann hafði keypt land í Norðlingaholti um fimm ha, algjört örreytisholt. Þar var þá varla stingandi strá. Þetta girti hann, byggði sér bústað og plantaði þarna ár hvert með sinni fjölskyldu. Þau fóru upp eftir um Jónsmessu og voru þarna fram að réttum. Björn stundaði reyndar sína vinnu í bæn- um, lengi sem skrifstofumaður hjá Júpiter og Mars, síðar sem heild- sali og fatakaupmaður í Aðalstræti 4 og seinast sem heildsali með ýmiss konar fatnað. Það var gaman að koma til Jennu og Bjöms. Þar var sífelld ánægja og gleði, heimilið fagurlega búið listaverkum okkar fremstu mynd- listarmanna, svo og verk eftir Björn, en hann var mjög listrænn og var góður teiknari og málari og naut lista í ríkum mæli. Það var einstakt samband Jennu og Björns, hann íhugull viðskipta- og fram- kvæmdamaður, listrænn og ná- kvæmur, Jenna listræn, áköf og mikið náttúmbarn og skapaði hon- um sérstaklega fallegt heimili. Það hefur líklega sameinað þau’ mest. Við hjónin vorum nánir vinir þeirra í mörg ár, fómm saman í náttúru- rannsóknarferðir, gangandi eða ríð- andi. Jenna átti í mörg ár gæðing er Kolskeggur hét og var hann (DaCía Fersk blóm og slíreytingar við öll tækifærí Persónuleg þjónusta. * Fákafeni 11, simi 689120. %'-n--n"H"W"írn'Tt'Bt-Ti--ír-n"n'wwrrn-i mikið yndi. Við fómm í skógrækt- ar- og sólarlandaferðir og alltaf var viðmótið hið sama hjá þeim, aðals- framkoma í hvívetna. Það var gott að vera með Bimi, hann var einlægur og sagði alltaf sína meiningu hreint út án þess að særa neina. Hann var fæddur heið- ursmaður. Eftir að Jenna dó var Björn minn mjög einmana og við vinir hans sáum að hann þarfnaðist föranaut- ar í stað. Hann var svo heppinn að hann fann sér förunaut sem honum geðjaðist vel að, og nú síðari ár hafa þau Jutith og hann helgað hvort öðm sameiginlegar stundir. Þeim hefur liðið vel saman og ég þori að fullyrða að öllum vinum þeirra þótti slíkt hið sama. Nú seinustu árin átti hann við veikindi að stríða og var Jutith sér- lega umhyggjusöm og nærgætin og mat hann það mikils. Þau breyttu um húsnæði, fluttu úr Brekkugerði að Hæðargarði í minna húsnæði sem var mjög hent- ugt fyrir þau. Þau stunduðu úti- veru, fóm eins oft og mögulegt var í bústaðinn, þar sem þau unnu sam- an við snyrtingu skógarins og lag- færingu. Á vetuma fóra þau gjam- an til Kanaríeyja og dvöldu þar með vinum sínum, s.s. Lámsi Blöndal og Þómnni, sem vom meðal þeirra bestu vina. Hann hringdi til okkar daginn áður en hann fór sína hinstu ferð til Kanaríeyja, glaður og hress að vanda, og óskaði okkur og Skóg- ræktarfélaginu alls hins besta í framtíðinni. Við þökkum allt sem hann gerði fyrir félagið fyrr og síð- ar. Blessuð sé minning hans. Vllhjálmur Sigtryggsson. Eftir hálfrar aldar samfylgd er komið að leiðarlokum. Ferðalögin í lífi ykkar mömmu vom mörg alveg frá því að ég man eftir mér og all- oft var ég með ykkur, m.a. í hnatt- ferð. Nú ert þú farinn í þína síðustu ferð og það innlegg sem þú lagðir inn með tilvem þinni hér á eftir að skila sér til okkar sem eftir lifum. Við vomm svo lánsöm að eiga þig að sem föður og lærðum mikið af þinni yfírveguðu framkomu og elskulegheitum við allt og alla. Áhugi þinn á fuglalífi, skógrækt og málaralist var ávallt mikill. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur var skap- andi og ávallt gafstu mikið af sjálf- um þér. Við systkinin áttum yndislegt heimili, fyrst á Vífilsgötunni, þar sem við fæddumst, og síðan í Brekkugerðinu. Alltaf var hugsað um okkar hag og væntumþykjan var í fyrirrúmi. Ogleymanlegt er hvað við áttum yndisleg sumur í Grenihlíð, þar sem þið mamma breyttuð móa í stórkostlegan tijá- garð með yfír 30.000 plöntum. Það sem þú skilur eftir þig bæði þar og hjá okkur afkomendum þín- um er minning um góðan og heiðar- legan mann í alla staði. Kær kveðja frá okkur systkinun- um. Jóhanna. Bimi Ófeigssyni kynntumst við fyrst fyrir einum 11 árum er þau móðir mín hófu sambúð. Björn varð þegar einn af fjölskyldunni. Þar fór augljóslega mannkostamaður. Hæglátur náttúruunnandi en um- fram allt ljúfmenni. Var yndislegt að fylgjast með hve mikið þau Jud: ith gáfu hvort öðm á efri ámm. í sambúð þeirra allri ríkti gagnkvæm virðing og kærleikur. Margar vom þær ánægjustundir sem þau áttu saman með fjölskyldum sínum í unaðsreit Björns við Norðlingabraut þar sem hann hafði af eljusemi og natni ræktað upp skógi vaxið land um áratuga skeið. Björn var barnelskur og fóm börn okkar hjóna ekki varhluta af því. Hændust þau mjög að Birni, enda kom hann þeim í afa stað af mikilli nærgætni og umhyggju. Er „litla afa“ sárt saknað. Við hjónin og böm okkar kveðjum Björn Ófeigsson með virðingu og þakklæti. Minning hans lifír með okkur áfram. Fjölskyldu hans allri vottum við innilega samúð. Margrét, Jóhann og börn. Með Birni Ófeigssyni er farinn einn ötulasti og einlægasti skóg- ræktarmaður þessarar þjóðar. Virð- ing og ást Björns á öllum gróanda var áberandi í hans daglega lífí. Sú staðreynd að hann breytti örfoka mel í ótrúlegan unaðsreit er lýsandi minnisvarði fyrir þau lífsgildi sem Björn lifði eftir. Skógræktarfólk í dag þekkir ekki þær erfíðu aðstæður sem frumheijar þessarar aldar í skógrækt stóðu andspænis. Þá vom nokkur fræ í poka þessum grænu höndum dýr- mætari en nokkurt gull. En með- fram erfiðu umhverfí og rýmm að- föngum þurfti líka að bijóta niður veggi fordóma og fávisku sem hlóð- ust hratt og jafnóðum í kringum fmmheija skógræktar á íslandi. Hjarta Bjöms sló í takt við gróð- urmoldina og hendur hans hlífðust aldrei við að ávaxta pundið í fræpok- anum. Það em forréttindi að fá að kynn- ast og umgangast menn sem hafa mannbætandi áhrif á sitt umhverfi. Slíkur var Bjöm sem með léttleika, hógværð og þolinmæði skildi eftir sig vináttu- og virðingarreiti. Hann var sérlega laginn við smáfólkið og átti svo auðvelt með að skapa eftir- sóknarverða blöndu af forvitnilegri ró þar sem allir einstaklingar em fullgildir og metnir burtséð frá aldri. Slíkur umgengnismáti ætti að vera öllum uppalendum fyrirmynd. Það er mikill harmur að sjá á bak Bimi sem átti svo mikinn vísdóm og gæfu til að gefa sínu samferða- fólki. Það er fáum gefíð að eftirláta afkomendum sínum jafn göfugt for- dæmi til eftirbreytni og Bjöm hefur gert með mannkostum sínum og lífí. Hans dagsverk verður seint þakkað og ásjóna Islands væri önnur í dag ef samverkamenn hans hefðu verið fleiri. Elsku Bjöm, það var heiður að návist þinni og það sem hún gaf mun æ lifa. Ég veit að litlu vinimir þínir, fuglar þessa heims og himins, munu syngja þér blessunar- og þakkarsöng nú í garði Drottins. Guðrún Þórsdóttir. ■■■ w—mr—iWiiTfim •MMB H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.