Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
• Kjartan Gunnarsson, sem þá var starfandi formaður bankaráðs Landsbankans,
taldi í athugasemdum, í september 1992, að tryggingar vantaði fyrir 2,7 millörðum
króna, sem var mun hærri upphæð en bankaráðið hafði áður fengið vitneskju um.
EIGNAYFIRTAKA
EINA LEIÐIN
Þríeykið úr Landsbankanum setti upp leynimiðstöð sína í húsakynn-
um Sambandsins við Kirkjusand sumarið 1992. Agnes Bragadótt-
ir lýsir því hér í annarri grein sinni um endalok Sambandsins,
hvemig þremenningamir greindu stöðu SÍS fyrir eignayfírtöku
Landsbankans á þann veg, að þeir töldu sig í lokin vita mun meira
um stöðu Sambandsins og vanda, en helstu ráðamenn þess.
ENDALOK
SAMBANDSINS
OIMIMUR GREIIM
ÆR VORU ekki efnis-
lega jákvæðar eða lof-
andi fyrir Samband ís-
lenskra samvinnufé-
laga, niðurstöður
Landsbankaklíkunnar, þeirra Jak-
obs Bjamasonar, Hermanns Ey-
jólfssonar og Birgis Magnússonar,
haustið 1992, á stöðu Sambands-
ins, gagnvart Landsbanka íslands,
þegar eignayfirtaka Landsbankans
á eignum SIS var í undirbúningi.
Þeir töldu Sambandið eiga fyrir
skuldum, en að það væri í sjálfu
sér greiðsluþrota.
Takmarkaður árangur hafði
náðst á árunúm á undan við eigna-
sölu hjá Sambandinu og þar með
hafði lítið gerst sem bætti stöðu
SÍS gagnvart Landsbankanum.
Rekstrartap Sambandsins árið
1991 nam 480 milljónum króna, og
hlutdeild þess í tapi tengdra félaga
nam 640 milljónum króna. Eigið fé
Sambandsins í árslok 1991 nam
rúmlega 1,5 milljörðum króna.
Heildarvanskil Sambandsins við
Landsbankann í ágúst 1992 námu
500 milljónum króna. Horfur voru
á að erlendir lánardrottnar myndu
gjaldfella lán í byijun vetrar, vegna
vanskila. Elstu vanskil í Lands-
bankanum voru orðin meira en 12
mánaða, sem þýddi í raun, sam-
kvæmt vinnureglum bankans, að
við blasti, að vaxtafrysta hluta út-
lána til Sambandsins.
Þremenningamir töldu að skoðun
þeirra í þrjá mánuði á málefnum
Sambandsins, hefði ótvírætt leitt í
Ijós, að fjármunamyndun í rekstri
Sambandsins væri aðeins brot af því
sem hún þyrfti að vera, vegna þess
að eignir þess væru að mestu leyti
bundnar í eignarhlutum, viðskip-
takröfum og fasteignum, sem lítinn
arð gáfu. Rekstrarkostnaður væri
allt of hár miðað við umsvif og fjár-
magnskostnaður fyrirtækisins væri
svo hár, að eigið fé rýmaði jafnt og
þétt. 'Sambandsmenn voru og eru
þessu mati þríeykisins sammála.
Þar að auki kom á daginn, við
skoðun þeirra félaga, að Sambandið
hafði ekki skorið á fjárhagsleg
tengsl við samstarfsfyrirtæki, held-
ur hafði Sambandið fjármagnað
rekstraríjárþörf samstarfsfyrir-
tækjanna með lántökum erlendis í
gegnum Lundúnaskrifstofu sína og
var auk þess í umtalsverðum
ábyrgðum vegna samstarfsfyrir-
tækjanna.
900 milljónir í Miklagarð
á þremur árum
Sambandsmenn segja að það
hafí alls ekki verið auðframkvæm-
anleg aðgerð að skera á fjárhagsleg
tengsl við samstarfsfyrirtæki, eða
að hætta að gangast í ábyrgðir
fyrir þau. Iðulega hafi slíkar
ákvarðanir verið teknar, vegna
þrýstings frá lánastofnunum og þá
ekki síst frá Landsbankanum. Þeir
telja þó, að Sambandið hafi gert
alltof mikið af því að gangast í
ábyrgðir fyrir tengd fyrirtæki.
Þegar málefni Miklágarðs voru
skoðuð sérstaklega, haustið 1992,
varð niðurstaða Landsbankavinnu-
hópsins, að staða hans væri mun
verri en búist hafði verið við. í byrj-
un september 1992 töldu þeir félag-
ið vera greiðsluþrota.
• 100 milljónir 1990
• 400 milljónir 1991
• 400 milljónir 1992
Sambandsmenn segja að þrátt
fyrir gífurlegan fjáraustur í Mikla-
garð frá Sambandinu, á þremur
árum, hafi það ekki dugað til. Árið
1990 lét Sambandið 100 milljónir
króna af hendi rakna til Mikla-
garðs, árið 1991 var upphæðin 400
milljónir króna og árið 1992 var
hún aftur 400 milljónir króna. Þeir
benda á, að það sé fátítt í viðskipta-
lífi hér á landi, að móðurfyrirtæki
eða tengd fyrirtæki láti 900 milljón-
ir króna af hendi rakna, til sam-
starfsfyrirtækis. Telja raunar að
um einsdæmi hafi verið að ræða,
hvemig Sambandið gerði hvað það
gat, til þess að forða yfirvofandi
gjaldþroti Miklagarðs.
Afraksturinn af starfi þremenn-
inganna var ekki síst í því fólginn,
að með þeirri geysilegu vinnu og
sérhæfðu, sem lögð var í skoðunina
á málefnum Sambandsins, tókst
Landsbankanum að ná vissu frum-
kvæði í aðdragandanum að eigin-
legum samningaviðræðum við for-
svarsmenn Sambandsins. Frum-
kvæði sem nýttist þeim Lands-
bankamönnum á leiðarenda.
Þannig höfðu þremenningarnir
þá mánuði sem þeir fluttu bæki-
stöðvar sínar í Sambandshúsið við
Kirkjusand þann háttinn á, að þeir
reiknuðu út það sem reikna þurfti,
og jafnóðum fengu forsvarsmenn
Sambandsins útreikninga þeirra í
hendur. Þannig má segja að á viss-
an hátt hafi þessi starfshópur
Landsbankans haft það verkefni
með höndum, að uppfræða Sam-
bandsmenn um stöðu fyrirtækisins.
Ekki má skilja þessa lýsingu á
þann veg, að Landsbankinn hafi
notfært sér forskot sitt, til þess að
níðast á Sambandinu í þeim samn-
ingum sem tóku við í kjölfar starfs
þremenninganna. Báðir aðilar lýsa
samningalotunni sem við tók, sem
hreinskiptinni og heiðarlegri, þar
sem sanngjörn málamiðlun hafi iðu-
lega ráðið niðurstöðu hvers máls
fyrir sig, þótt vissulega hafi verið
tekist á um einstök mál, áður en
niðurstaða fékkst.
Áður en fyrsti samningafundur-
inn var haldinn, þann 13. október
1992, var þremenningaklíkan búin
að stilla upp öllum dæmum, gera
uppköst að öllum kaupsamningum,
útbúa yfírlit um hvaða eignir væru
veðsettar Landsbankanum, yfirlit
yfir aðrar eignir og sameignarfélög.
Skýrsla bankastjórnar
Á grundvelli starfs þremenning-
anna samdi svo bankastjóm Lands-
banka íslands skýrslu til banka-
ráðs, um málefni Sambandsins og
tillögur um með hvaða hætti bank-
inn ætti að bregðast við. Skýrslan
var afhent bankaráði á fundi í sept-
ember 1992.
í þeirri skýrslu mun vera sundur-
greind heildarstaða Sambandsins,
staða þess gagnvart lánardrottnum
og innbyrðis staða við fyrirtæki og
félög tengd Sambandinu. Sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem aflað
hefur verið, kemur fram í þeirri
skýrslu að í lok ágústmánaðar,
1992 hafí heildarskuldbindingar
Sambands íslenskra samvinnufé-
laga og tengdra félaga við Lands-
banka Islands numið 8,3 milljörðum
króna. Þar af hafí verið 5,7 milljarð-
ar í beinum útlánum og 760 milljón-
ir í ábyrgðum vegna Sambandsfyr-
irtækja.
ESSO-bréfin að handveði
Staða Sambandsins sjálfs var þá
sú í Landsbankanum, að í beinum
útlánum, heildarskuldbindingum,
ábyrgðum og stuðningsyfirlýsing-
um voru útistandandi rúmir 3,7
milljarðar króna. Laridsbankinn
hafði tryggingar fyrir þessum
skuldbindingum, sem voru nægjan-
legar, því hann var með að hand-
veði hlutabréf Sambandsins í Olíu-
félaginu, Samskipum og fleiri fyrir-
tækjum.
í skýrslunni sést einnig, sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins, af rekstraryfirliti fyrir allt árið
1991 og fyrri hluta árs 1992, að
Sambandið gengur hratt á eigið fé
sitt. Þar kemur fram að árið 1991
hafði Sambandið um 33 milljónir
króna í arð, af hlutabréfaeign upp
á rúma 4,2 milljarða króna, sem
samsvarar um 0,8% ávöxtun!
Eigið fé Sambandsins var í júní-
lok 1992 sagt vera tæpir 1,4 millj-
arðar króna, en því fer fjarri að sú
tala hafi þá gefíð rétta mynd af
stöðu félagsins, af eftirfarandi
ástæðum:
Meðal veltufjármuna voru kröfur
á tengd fyrirtæki, að íjárhæð 1,1
milljarður króna. Þar á meðal voru
kröfur á hendur Miklagarði hf., að
ijárhæð 568 milljónir króna og Jötni
hf., að fjárhæð 255 milljónir króna
eða samtals 822 milljónir króna. Þær
kröfur voru tilkomnar vegna lána
frá erlendum bönkum fyrir milli-
göngu Lundúnaskrifstofu Sam-
bandsins. Eins og mál stóðu haustið
1992 stefndu bæði þessi félög hrað-
byri í gjaldþrot og því blasti við að
hluti þessara krafna myndi tapast.
• ESSO 245 milljóna ofmat
• Skinnin 133 milljóna ofmat
• Jötunn 127 milljóna ofmat
• Goði 83 milljóna ofmat
• Stakksvík 42 millj. ofmat
Auk þess voru fasteignir í eigu
félagsins bókfærðar á um 700 millj-
ónir króna og stærsta eignin,
Kirkjusandur, var bókfærð á 475
milljónir króna, sem var um 105
milljóna króna ofmat á eigninni,
miðað við að Samvinnulífeyrissjóð-
urinn keypti eignina sumarið 1992
á 370 milljónir króna.
Þriðja ástæðan sem rétt er að
tíunda hér, fyrir því að staða félags-
ins hafi verið önnur, en tölurnar
um eigið fé gáfu til kynna að hún
væri, er sú staðreynd að þótt eign-
arhlutar í tengdum fyrirtækjum
væru skráðir á tæpa 4,3 milljarða
króna, var eigið fé í sumum þess-
ara fyrirtækja uppurið og markaðs-
virði hlutabréfa í nokkrum öðrum
félögum var verulega lægra en bók-
fært verð.
Bankinn mun hafa metið það svo
í skýrslu sinni, að eignarhlutar
væru ofmetnir um allt að 700 millj-
ónir króna. Bankinn taldi að hlutur
Sambandsins í Olíufélaginu væri
pfmetinn um 245 milljónir króna, í
Islenskum skinnaiðnaði um 133
milljónir króna, í Jötni um 127 millj-
ónir króna, í Stakksvík um 42 millj-
ónir króna og í Goða um 83 milljón-
ir króna.
Samtals var Sambandið í ábyrgð-
um fyrir samstarfsfyrirtæki Sam-
bandsins upp á 960 milljónir króna,
haustið 1992. Engarþeirra ábyrgða
voru færðar til skuldar í ársreikn-
ingi Sambandsins, heldur var þeirra
getið, sem liðar utan efnahags-
reiknings.
434 milljónir króna af þessari
upphæð voru í ábyrgðum vegna
Goða, Miklagarðs og Jötuns, og var
bent á það í skýrslu bankastjórnar
að þær gætu komið til greiðslu við
gjaldþrot þessara fyrirtækja. Tap-
hætta Landsbankans af Miklagarði
einum var talin nema 200 til 250
milljónum króna.
Vanskil Miklagarðs af skamm-
tímaskuldum í ágúst 1992 námu
samtals rúmum 630 milljónum
króna. Mest voru þau við Lundúna-
skrifstofu Sambandsins, eða 409
milljónir króna, og í Landsbanka
voru þau 193 milljónir króna. Auk
þess þurfti Mikligarður að greiða
birgjum 113 milljónir króna fyrir
lok ágústmánaðar, þannig að
bráðafjárhagsvandi fyrirtækisins
nam þá yfir 700 milljónum króna.
Því lá fyrir, að rekstrarstöðvun
blasti við Miklagarði, nema félaginu
væri tryggð rekstrarfjármögnun. í
skýrslunni var gert ráð fyrir 600
milljóna króna hlutafjáraukningu,
sem þá var talið að gæti dregið úr
taprekstri ársins 1992 og skilað
hagnaði af rekstri árið 1993.
Reginn skuldaði
1,8 miiyarða króna
Bankastjórn gerði í skýrslu sinni
sérstaka grein fyrir stöðu Regins
við Landsbankann. Heildarskuld-
bindingar félagsins voru í ágúst 1,8
milljarðar króna og í beinum útlán-
um námu skuldbindingamar 1,7
milljörðum króna. Þær tryggingar
sem bankinn hafði fyrir þessum
lánum voru í fasteignum félagsins.
Fj ármagnskostnaður Regins árið
1991 nam 279 milljónum króna og
tapaði félagið á því ári 243 milljón-
um króna, þar sem tekjur ársins
námu 73,5 milljónum króna en gjöld
37,3 milljónum króna.
Meðal veltufjármuna Regins var
krafa á hendur Sambandinu, að
fjárhæð 480 milljónir króna árið
1991, sem í ágústlok 1992 var kom-
in upp í 610 milljónir króna. Meðal
fastafjármuna var í reikningum
Regins fasteignin Holtagarðar og
var hún bókfærð á 1.440 milljónir
króna, en bankastjórn Landsbank-
ans taldi í skýrslu sinni að þar
væri um ofmat að ræða upp á 200
til 440 milljónir króna.
Raunar var tilgreint að miðað
við þann arð sem fyrirtækið hefði
af fasteigninni, væri hún ekki
nema um 700 milljóna króna virði,