Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 15 ► > > > > > > > > > > > > > > > > I » I . » » LISTIR Af Flumbru- sonum LEIKOST Möguleikhúsiö Ástarsaga úr fjöllunum Höfundur: Guðrún Helgadóttir. Leikgerð: Stefán Sturia Siguijóns- son, ásamt leikhópnum. Leikmynd, búningar og brúður: Hlín Gunnars- dóttir. Tónlist: Björn Heimir Við- arsson. Söngtextar: Pétur Eggerz. 22. mars. að syngja með. Svo kemur að því að hulunni er svipt af fjallinu hennar Flumbru þar sem hún birtist með strákana átta, stússar heilmikið í kringum þá og syngur um þá. Sagan er mjög vel sögð og leik- in af þeim Pétri Eggerz og Öldu Amardóttur og ekki skemmdi útlit sýningarinnar fyrir. Gervi Flumbm er sérlega skemmtilega hannað og FLUMBRA (Alda Arnardóttir), ásamt hópnum sem stendur að sýningunni, Stefáni Sturlu Sigurjónssyni, Pétri Eggerz og Hlín Gunnarsdóttur það sama má segja um bústað hennar. Bæði leikmynd og búning- ar em einstaklega skemmtileg - en rúsínan í pylsuendanum era auðvitað trölladrengimir átta. Þeir em óviðjafnanlegir. Sýningin er skemmtileg fyrir augu og eyru, bæði ævintýraleg og krúttleg, fyrir utan að vera mjög vel unnin. Eins og í fyrri sýningum Möguleikhússins er leik- stjórnin unnin af sérstökum skiln- ingi á viðbrögðum barna í leik- húsi. Áherslur í textaflutningi við- halda athygli þeirra og í söngvun- um em þau gerð að þátttakendum. Það næst því gott samband við áhorfendur og reynsla þeirra af þessari sérstæðu fjölskyldu verður mjög persónuleg. Súsanna Svavarsdóttir HÚN ER líklega flestum kunn litla sagan um stóm tröllin, sem eru svo mikil ógn í þjóðarsálinni, en hafa sitt daglega amstur og sælu og sorgir - rétt eins og mennskan hafi átt leið hjá helli þeirra og litið nógu lengi inn til að snerta þau. Og í þessari sögu, í þessum helli er hún Flumbra, sem elskar sinn tröllkall svo mikið að hún titrar. Hann er húðlatur - svo latur að hann nennir ekki að heim- sækja elskuna sína, svo hún verð- ur að heimsækja hann. En áður en hún fer hreinsar hún helli sinn og hamagangurinn er svo mikill að gijótskriður ryðjast niður fjöllin. Svo eldar hún mat fyrir næstu hundrað árin og þá verður eldgos. Þegar hún loksins fer til tröllkarlsins elskast þau svo heitt að jörðin skelfur - enda verða til átta strákar. Þeir fæðast nótt eina í helli Flumbru en tröllkarlinn veit ekki neitt. Flumbra hefur allan hópinn á bijósti enda mjólkar hún svo mikið að lækirnir liðast niður gil og gljúfur. Svo komast þeir á legg í hættulegum heimi, þar sem einn sólargeisli getur gert þá að steinum og Flumbra á fullt í fangi með að halda þeim öllum inni í hellinum. Það er alltaf einhver sem kemst undan fránum augum henn- ar. Svo rennur upp sú langþráða nótt að hægt er að arka af stað með hópinn fríða til að leyfa föð- urnum að sjá hann. Til tröllkarls- ins er rétt svo náttleið og alltaf verið vandalaust að þramma þann spöl. En í dag er Flumbra með sextán litla fætur, sem taka lítil skref á tröllslegan mælikvarða, í eftirdragi og þegar þau eiga skammt ófarið, teygja fyrstu geislar dagsins sig niður hlíðina. Tröllkonan og synir hennar verða að steinum og tröllkarlinn mundi ekki þekkja þau þótt hann gengi hjá. Leikgerðin sem sögunni hefur verið búin er einföld og blátt áfram. Hún byggir á sögumanni sem lýsir náttúrahamfömnum sem fylgja hverri athöfn tröllanna. Frá- sögnin er í sögu- og vísuformi og eru textar þeir sem sungnir eru í sýningunni hnyttilega saman sett- ir og bráðskemmtilegir. Tónlistin sem samin hefur verið við þá texta er grípandi og virtust litlir áhorf- endur ekki eiga í vandræðum með BttpwwjBi Borö 1 - kr. 1.420.-pr. mann Barö 2 - kr. 1.780.-pr. mann Borðapantanír sími 561 31 31 Allir velkomnir Einar Oddur Kristjánsson l'.mar K. Guohnnsson Ölafur Hannibalsson BETRA ÍSLAND Davíð Oddsson forsætisráðherra efnir til almennra stjórnmálafunda á Vestfjörðum á jiriðjudag og miðvikudag. ísafjörður Þriðjudaginn 28. mars í Stjómsýsluhúsinu kl. 20.30. Fundarstjóri verður Ólafur Hannibalsson. Patreksfjörðxu• Miðvikudaginn 29. mars í Félagsheimili Patreksfjarðar kl. 20.00. Fundarstjóri verður Guðjón A. Kristjánsson. Að lokinni ræðu ntun Davíð sitja fyrir svöruin ásamt þremur efstu mönnum á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu Davíð Oddsson á ísafirði o Patreksfir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.