Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 27
26 SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 27 Jllwgitiifybifrtfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KENN ARADEIL AN SL. FIMMTUDAG átti Davíð Oddsson, forsætisráðherra, fund með formönnum kennara- samtakanna, sem nú hafa átt í margra vikna verkfalli. í kjölfarið á þeim fundi beindi forsætisráð- herra þeim tilmælum til ríkissátta- semjara, að hann legði fram miðl- unartillögu í kjaradeilu kennara og ríkisvaldsins. í samtali við Morgunblaðið sl. föstudag sagði Davíð Oddsson m.a.: Ég tel, að við þær aðstæður, sem eru núna, þurfi að reyna að brjót- ast út úr þeirri kyrrstöðu, sem deilan er í. Þess vegna hef ég beint þeim tilmælum til ríkissáttasemj- ara að hann leggi fram sáttatil- lögu, annaðhvort formlega eða innanhússtillögu." í orðsendingu, sem Þórir Einars- son, sáttasemjari ríkisins, sendi frá sér sl. föstudag og birt var í Morg- unblaðinu í gær, sagði: „Eftir að mér bárust tilmæli frá forsætisráð- herra um að leggja fram sáttatil- lögu í kjaradeilu kennara og ríkis- ins, hef ég átt viðræður við samn- ingsaðila og þeir orðið ásáttir um að reynd verði sú leið. Ég hef því ákveðið að vinna að gerð sáttatil- lögu, sem lögð verði fyrir samn- inganefndirnar til samþykktar eða synjunar. Er tillögunnar að vænta um_ helgina." Á stjórnmálafundi á Húsavík í fyrrakvöld lýsti forsætisráðherra þeirri von, að þáttaskil væru kom- in í kennaradeilunni. Hann kvaðst ekki hafa hugmynd um hver tillaga sáttasemjara yrði en hann hefði ekki beint þessum tilmælum til hans, ef hann hefði talið kennara andvíga því. Jafnframt sagði Dav- íð Oddsson, að ef lausn fyndist ekki nú vissi enginn hvenær deil- unni mundi ljúka. Hann benti jafn- framt á, að búast mætti við að stjórnarmyndun eftir kosningar tæki langan tíma, jafnvel allt að þijá mánuði og á þeim tíma mundu menn engin verkföll leysa. Það er nauðsynlegt að forsvars- menn kennara hafi þessa stöðu í stjórnmálunum í huga, þegar þeir taka afstöðu til sáttatillögu sátta- semjara. Hún er hugsanlega síð- asta tækifærið, sem gefst í marga mánuði, til þess að leysa deiluna og ljúka verkfallinu. Það er alveg ljóst, að ríkisstjórnin getur ekki tekið frekara frumkvæði en hún hefur þegar gert. Kosningar fara fram að tveimur vikum liðnum. í kjölfar þeirra hefst stjórnarmynd- un, sem getur orðið erfið. Starfs- stjórn sem situr á meðan heggur ekki á þennan hnút. Það er einfaldlega ekkert vit í því fyrir kennara að bíða niður- stöðu kosninga og stjórnarmynd- unar. Þeir hafa nú þegar tapað umtalsverðum fjárhæðum vegna verkfallsins. Haldi verkfall þeirra áfram fram á sumar hafa þeir hver um sig tapað svo miklu á þessari vinnudeilu að það mun taka þá mörg ár að vinna tekjutapið upp með þeim kjarabótum, sem um semst. Þess vegna hljóta menn að binda verulegar vonir við að frum- kvæði forsætisráðherra sl. fimmtudag og sáttatillaga sátta- semjara nú um helgina leiði til lausnar þessarar erfiðu deilu. VERK- FALLSBOÐ- UN FLUG- FREYJA FLUGFREYJUR hafa boðað nokkurra daga vinnustöðvun hjá Flugleiðum nú eftir helgina. Flugfreyjur eru meðal þeirra starfshópa, sem geta valdið gífur- legu tjóni með aðgerðum sem þess- um. Þótt yfirmenn Flugleiða hygg- ist gegna störfum um borð í vélun- um fer ekki hjá því að truflun verði á starfsemi félagsins komi til verk- falls flugfreyja. Ferðamenn, sem kynnast ítrekuðum truflunum hjá flugfélögum vegna verkfalla, gæta sín á því að ferðast ekki með þeim flugfélögum í framtíðinni. Þess vegna eru fámennir starfshópar hjá Flugleiðum, sem ítrekað hóta að stöðva starfsemi félagsins með verkföllum sem þessum, að grafa undan eigin hagsmunum. Það er löngu tímabært að lög- gjafarvaldið taki af skarið og komi í veg fyrir, að fámennir starfshóp- ar geti náð slíku kverkataki á ein- stökum fyrirtækjum eins og nokkr- ir fámennir starfshópar hafa haft og hafa á Flugleiðum. Vinnubrögð þessara starfshópa eiga ekkert skylt við eðlilegan verkfallsrétt enda óhætt að fullyrða að þeir njóta ekki samúðar almennings eða hins almenna launamanns. í 42. ERINDI SÓL- arljóða segir skáldið svo: Sól eg sá, svo hún geislaði, að eg þóttumk vættki vita; en gylfar straumar grenjuðu á annan veg blandnir mjög við blóð. Þetta hefur verið skýrt svo að skáldið eigi við hafið, grenjuðu eigi við brimhljóðið og blandnir mjög við blóð eigi við rauðan lit sólarlagsins. Ég er ekki viss um þetta sé rétt, en bendi á fyrmefnda skýringu á blóð- hafinu í Víti Dantes, sem ég nefndi í sfðasta þætti. Síðar í kvæðinu fer skáldið laus- legu hugarflæði um fyrsta hring Vít- is og er einsog á hraðri ferð innf níunda hringinn eða kvölheima, þar- sem djöfullinn býr við veðurlag sem minnir einna helzt á fslenzkan vetur. En af einhveijum ástæðum kemur Kristur þar skyndilega við sögu f líki sólhjartar, þ.e. í 55. erindi kvæðisins, og hlýtur að eiga að koma aftar, eða í V kafla, í paradís, þvíað við erum þama í miðjum níunda hring Vítis og í næsta nágrenni við Satan sjálfan og það fólk sem lifað hefur í synd eða var bannfært af kirkjunni og mátti ekki meðtaka þjónustu fyrir andlát sitt, eða hafði alið á öfund, eða lifði í hégóma og samvistum við Mammonr hafði drepið einhvem og rænt, lifað við lygi eða munað. í þess- um níunda hring skýtur allt í einu upp syndlitlum mönnum í 56. erindi sem Dante hefði fundið bústað í yzta hring Vítis en ekki þarna í næsta nágrenni við innsta hringinn. Þess má geta að 66. erindi er nokk- uð athyglisvert á þessum slóðum því þar talar faðirinn um þá sem mikluð- ust af oflæti og skörtuðu íburðarmikl- um klæðum og fyrir það er þeim refs- að. Dante talaði einnig um það hve ættborg hans, Flórens, hefur hrakað um hans daga og nefnir þá sérstak- lega klæðaburð kvenna. Höfundi Sólarljóða dvelst mjög í kvölheimum, eða nfunda hring Vítis, enda er hann föðurnum sem kemur aftur til jarðar að segja syni sínum fréttir af astralplaninu einna minnisstæðast- ur. Þar er ástandið ekki ólíkt því sem Dante lýsir miklu nákvæmar í Gleðileik sínum. Þá eru nokkur erindi um Paradís og kemur allt heim og sam- an; þar er afstaðan dæmigerð fyrir kaþólska miðaldatrú. Þar eru þeir sem gefið hafa til guðs þakka, þ.e. kirkna og klaustra, þeir sem hafa fengið umbun fyrir ölmusu og um- hyggju fyrir fátækum, þeir sem hafa haldið föstur eða vikið einhveiju að vegmóðum, eða lifað meinlætalffi, eða verið drepnir saklausir. Loks er enn vikið að jarðneskum fýsnum í lokakaflanum enda þarf enginn að fara í grafgötur um að við erum jarðarböm héma megin grafar og engar eilífðarverur; maður er moldu samur, segir í 47. erindi og í 57. erindi eru svipvísar konur að mala ástmönnum sínum (að öllum líkindum) mold til matar einsog sagt er._ í Sólarljóðum upplifir skáldið eins- konar leiðslu sem er óvænt reynsla af öðram heimi og hún er honum blákaldur veruleiki þóað við getum vart upplifað þennan veraleika með sama hætti, þvíað heimsmynd skálds- ins og reynsla hefur verið með öðrum hætti en reynsluveröld okkar (og kannski hefur höfundur ljóðsins einn- ig upplifað hið mikla ljós annars heims sem margir lýsa sem „deyja" en snúa aftur til jarðvistar, hver veit?). En við getum upplifað okkar eigin hugmyndir og þannig verður þessi liðni veruleiki mikilvægur sem endur- tekning; ný reynsla af miklu lista- verki. Björn M. Ólsen sem var einn hug- kvæmasti vísindamaður fyrrogsíðar í norrænum fræðum og fyrirmynd Sig- urði Nordal (í skýringum á Völuspá) segir um föðurinn í Sólarljóðum: Að hann er dáinn sést glöggt á því að hann veit fullri vissu um afdrif þeirra manna er hann segir frá; hinumegin grafar (Safn til sögu íslands og ís- lenzkra bókmennta, 1915). En Dante, bráðlifandi og í ftillu fjöri — ætli hann hafi ekki talið sig vita sitt af hverju; tilaðmynda að byskupinn í Písa var í helvíti; og fleiri geistlegir höfðingjar(I) En getum við ímyndað okkur sem veraleika þær skáldlegu líkingar Dantes að englar séu einsog hun- angsflugur sem suða við rósina án þess vita hvað skáldið á nákvæmlega við með þessari sérstæðu og skáld- legu mynd? Enginn lesandi getur til- aðmynda upplifað Tímann og vatnið með sama hætti og Steinn og af þeim sökum hljótum við að fara á mis við mikilvæga reynslu þótt við öðlumst nýja reynslu, þ.e. okkar eigin reynslu, af lestri kvæðaflokksins. Þannig get- um við einnig notið Dantes án þess vita hvað synd merkir hjá honum; þ.e. skortur á skilningi, eða skilnings- leysi, og skortur á vilja, eða vilja- leysi; semsagt það er hægt að syndga án þess vita hvað það merkir í raun og vera; rétteinsog það er hægt að detta án þess þekkja þyngdarlögmál- ið einsog Tómas segir í Svo kvað Tómas. En syndin er þá bundin við persónulega reynsiu hvers og eins og það eitt skiptir okkur máli sem nú lifum. Við þurfum ekki endilega að vita allt um þá merkingu sem Dante lagði í orðið synd til þess að lifa okk- ur inní hugarheim skáldsins; við get- um það hvorteð er ekki; ekki frekar- en hann gat lifað sig inní hugarheim okkar þegar hann orti kvæðið fyrir 600-700 árum. En við getum bætt við reynslu okkar með því að reyna að upplifa og skilja hans reynslu; setja okkur inní hugarheim hans; og tileinka okkur skilning hans þótt þekking okkar á honum sé takmörkuð af skilningsleysi okkar vegna þess ólíka umhverfís og þeirrar fjarlaeg-u reynsluveraldar sem var aðal Hins guðdómlega gleðileiks og inntak. Við getum tilaðmynda verið nokkumveg- inn viss um að Dante hafði þær hug- myndir um líf eftir dauðann sem birt- ast í kvæðaflokki hans. En hvað skyldu margir trúa á þetta umhverfi dauðans nú á dögum? M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall + N Ú ÞEGAR TVÆR vikur eru til kjördags hefur staðan í kosn- ingabaráttunni jafn- ast mjög, ef marka má skoðanakannanir. Samkvæmt síðustu könnun Félagsvís- indastofnunar Háskólans, sem birt var hér í blaðinu í gær, föstudag, er fylgi Sjálf- stæðisflokksins komið niður í 35%. Gengi það eftir í kosningum yrði það einn léleg- asti árangur flokksins í kosningum frá upphafi. Kosningaspá DV, sem birt var í blaðinu í gær, föstudag, bendir til áþekkr- ar niðurstöðu. Samkvæmt skoðanakönnun Félagsvís- indastofnunar hefur Alþýðuflokkurinn styrkt stöðu sína frá því sem verið hefur undanfarna mánuði og þó sérstaklega frá því sl. haust, en er þó enn nokkuð frá kjörfylgi í síðustu kosningum. Stjómmála- hreyfing Jóhönnu Sigurðardóttur virðist hafa náð jafnvægi í kringum 12% kjör- fylgi, Framsóknarflokkurinn er að bæta við sig, Alþýðubandalag heldur að síga niður miðað við fyrri kannanir en Kvenna- listi að rétta eitthvað úr kútnum. Eins ogjafnan áður er staða Sjálfstæðis- flokksins í kosningum lykilatriði. Af styrk- leika flokksins eða veikleika í kosningum ræðst hvort ríkisstjórn verður mynduð með þátttöku flokksins eða vinstri stjóm. Nú þarf engum að koma á óvart, þótt Sjálf- stæðisflokkurinn eigi á brattann að sækja í þessari kosningabaráttu. Fremur má segja, að sú bjartsýni, sem réði ríkjum í herbúðum sjálfstæðismanna fyrir nokkrum vikum, hafi ekki verið tímabær. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið i for- ystu ríkisstjórnar í fjögur ár á einu af þremur mestu samdráttarskeiðum, sem gengið hefur yfir íslenzkt þjóðfélag á þess- ari öld. Kreppan hafði staðið á þriðja ár, þegar flokkurinn tók við stjórnarforystu vorið 1991, en hún dýpkaði mjög á því kjörtímabili sem senn er liðið. Þótt birt hafí til á síðustu mánuðum og ekki fari lengur á milli mála að kreppan er að baki og tímabil uppsveiflu framundan, hafa margir orðið illa úti. Það er mannlegt að kenna þeim um, sem hafa borið ábyrgð á stjóm landsins á þessu tímabili. Raunar er alveg ljóst, þegar horft er til baka, að þeir, sem stjóma í kreppu, hafa að jafnaði fengið áminningu í kosningum. Ein ástæða þess, að Sjálfstæðisflokkur- inn missti meirihluta sinn í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir tæpu ári var áreiðanlega reiði margra kjósenda vegna þeirra erfið- leika, sem fólk hefur gengið í gegnum í kreppunni. Hins vegar er það skoðun Morgunblaðs- ins, að báðir stjómarflokkarnir geti verið stoltir af þeim árangri, sem þeir hafa náð í landsstjóminni á síðustu fjórum ámm. Þeir hafa orðið að fást við afleiðingar kreppunnar dag hvem á þessum fjómm ámm, en þrátt fyrir það hafa þessi ár verið tímabil ótrúlega mikilla umbóta og breytinga til hins betra í íslenzku samfé- lagi. í þeirri staðreynd felast kannski möguleikar beggja stjórnarflokkanna á að styrkja stöðu sína fram að kosningum og þá alveg sérstaklega Sjálfstæðisflokksins, því ekki má gleyma því, að Alþýðuflokkur- inn gengur til þessara kosninga eftir alvar- legan klofning í flokknum. Niðurstöður skoðanakannana síðustu daga munu áreiðanlega verka eins og víta- mínssprauta á baráttulið sjálfstæðismanna í kosningabaráttunni. Með sama hætti og sú bjartsýni, sem ríkti þeirra á meðal fyr- ir nokkmm vikum, hefur hugsanlega vald- ið einhveiju kæruleysi, má búast við að léleg útkoma í skoðanakönnunum leiði til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn herði mjög baráttu sína þær tvær vikur, sem eftir em til kjördags. Það er hins vegar alveg ljóst, að verði kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins einhvers staðar á bilinu 32,6%, sem er nú spá DV, eða 35%, sem var niðurstaðan í síðustu skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar, hafa líkumar á því, að hér verði mynduð vinstri stjóm að kosningum loknum stór- aukizt. Þess vegna er ástæða til að fjalla nokkuð um það hvað af því kynni að leiða, m.a. vegna þess, að vinstri stjórn nú hefur allt aðra þýðingu en vinstri stjórn fyrir aldaifyórðungi. Um hvað verður tekizt á? ÍSLENZKT ÞJÓÐ- félag er á miklu breytingaskeiði og á það raunar við um öll þjóðfélög á Vest- urlöndum í kjölfar loka kalda stríðsins. Þessar breytingar koma fram í gjörbreyttum viðhorfum og nýrri hugsun. Þessi nýju viðhorf hafa ver- ið að ryðja sér til rúms á síðustu ámm og hafa m.a. mótað þær umbætur, sem orðið hafa í tíð núverandi ríkisstjórnar, sem hefur ýtt undir þessar breytingar að vem- legu leyti, þótt hún hafí andæft á sumum sviðum. Breytt viðhorf í atvinnulífínu gegna hér lykilhlutverki. Það em t.d. ekki nema sex ár síðan vinstri stjórn Steingríms Her- mannssonar taldi, að varida atvinnulífsins á íslandi, sem þá bryddaði á í upphafi kreppunnar, mætti leysa með stórfelldum millifærslum. Það em ekki nema sex ár síðan Atvinnujöfnunarsjóður og Hlutafjár- sjóður vom stofnaðir. í gegnum þessa sjóði var gífurlegum fjármunum veitt í fyrir- tæki um land allt með stórfelldri skulda- söfnun opinberra aðila. Nú, aðeins sex ámm síðar, þykja mönn- um vinnubrögð af þessu tagi fráleit. Eina dæmið um áþekk vinnubrögð núverandi ríkisstjómar er hin svonefnda Vestfjarða- aðstoð, sem Morgunblaðið taldi réttlætan- lega vegna sérstakra aðstæðna á Vest- fjörðum, en er í grundvallaratriðum mjög hæpin. Þessi aðferð við að halda atvinnulífinu gangandi hefur verið nefnd sjóðasukk. Hún er í því fólgin að setja upp sjóði, taka lán, innlend eða erlend, til þess að fjár- magna sjóðina, fela stjórnmálamönnum úr hinum ýmsu kjördæmum að úthluta peningunum og skattleggja síðan almenn- ing til þess að greiða lánin. Þessi vinnu- brögð hafa verið stunduð hér áratugum saman og þá fyrst og fremst til þess að halda lífi í atvinnufyrirtækjum á lands- byggðinni. Þess vegna hefur „sjóðasukkið" og landsbyggðin tengzt saman í hugum almennings, sem lítur svo á, að samasem- merki sé á milli landsbyggðarstefnu og sjóðasukks. Sjóðasukksleiðin á sér ekki marga for- mælendur í dag. Hins vegar hefur mönnum gengið erfiðlegar að losa sig við leifar hinn- ar gömlu landbúnaðarstefnu, sem er annar stóri þátturinn í þeirri landsbyggðarstefnu, sem hér hefur verið rekin áratugum sam- an. Þetta á ekkert síður við um Morgun- blaðið en aðra. Það er fyrst á síðustu árum, sem Morgunblaðið hefur snúið baki við þeirri hefðbundnu landsbúnaðarpólitík, sem hér hefur ráðið ríkjum. Gjörbreyttar neyzluvenjur almennings hafa hins vegar gert landbúnaðarstefnuna gersamlega úrelta. Það er ekki lengur hægt að fínna nokkur skynsamleg rök fyrir því að halda íslenzkum landbúnaði uppi í þeirri mynd, sem hann er nú. Vissu- lega hafa bændur lagt hart að sér á undan- fömum áram til þess að aðlaga sig breytt- um aðstæðum. En ályktanir síðasta búnað- arþings sýna, að forystumenn bænda þekkja ekki sinn vitjunartíma. Þeir virðast trúa því enn, að þeir geti komið til stjórn- valda og sótt peninga í vasa almennings til þess að flytja út lambakjöt, sem íslenzk- ir neytendur vilja ekki kaupa, ýmist vegna verðlags eða — og það er í rauninni alvar- legra mál fyrir landbúnaðinn — vegna gjör- breyttra neyzluvenja fólks. Þetta tvennt, sjóðasukkið og landbúnað- arpólitíkin, á veralegan þátt í því að erfið- lega gengur að hemja útgjöld ríkisins. Sú staðreynd veldur hins vegar mikiili láns- fjárþörf ríkissjóðs, sen} aftur heldur uppi vöxtum í landinli. Vaxtastigið leiðir til meiri útgjalda fyrirtækjanna vegna fjár- magnskostnaðar en ella. Mikill fjármagns- REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 25. marz v* 4;ý" W n* ,, fi\. vV.'-Sr qíum y " ., m ‘ sL -'ir Snjóskúlptúr í gróðurreit við Reynisvatn. kostnaður veldur því að fyrirtækin hafa minna svigrúm en ella til þess að fjár- festa og auka umsvif sín og þar með at- vinnu. Niðurstaðan er þvi sú, í stóram dráttum, að það er annars vegar sjóða- sukksleiðin og hins vegar úrelt landbúnað- arpólitík, sem eiga dijúgan þátt í því að halda atvinnulífinu í spennitreyju. Að öðru leyti skapast breytt viðhorf í íslenzku samfélagi af því, að hagsmuna- samtök og þrýstihópar hafa stóreflzt á undanfömum áram og hafa lært að not- færa sér fjölmiðla í baráttu sinni við að gæta eigin hagsmuna, sem oft ganga gegn almannahagsmunum. Þetta sjá menn skýrast, annars vegar í baráttu LIÚ til þess að viðhalda þeim gífurlegu forrétt- indum, sem félagsmenn samtakanna hafa fengið með ókeypis úthlutun kvóta og hins vegar í baráttu heilbrigðisstéttanna í landinu gegn mörgum þeim aðgerðum, sem stjómvöld hafa bryddað á til þess að halda útgjöldum við heilbrigðisþjónustu í skefjum. Þetta eru nokkur þau stóra mál, sem tekizt verður á um á næstu áram auk grandvallarmála á borð við jafnan atkvæð- isrétt, hvar sem menn búa á landinu, sem ekki verður lengur undan vikizt að tryggja fólki. Og þá er spumingin hvemig þessi málefni horfa við í tengslum við stjómar- myndun að kosningum loknum. Hvað þýðir vinstri stjórn nú? FYRIR ALDAR- ijórðungi hafði hugsanleg myndun vinstri stjórnar aðra þýðingu fyrir líf og örlög íslenzku þjóðarinnar en nú. Þá var kalda stríðið í algleymingi og ljóst, að myndun vinstri stjórnar þýddi, að sam3tarfsflokkar Al- þýðubandalags mundu með einum eða öðram hætti láta undan kröfum þess flokks um að lýsa því yfir, að varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli yrði sent á brott. Það gerð- ist við stjórnarmyndunina sumarið 1971. Þessi málefni skipta ekki meginmáli nú, þótt hugsanlegt sé að vinstri stjórn mundi standa öðra vísi að samningagerð við Bandaríkjastjórn um framtíð Keflavíkur- flugvallar um næstu áramót en ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokks. Hins vegar fer ekkert á milli mála, að tveir hugsanlegir aðilar að vinstri stjórn, þ.e. Framsóknarflokkur og Alþýðubanda- lag, liggja undir meiri þrýstingi um að viðhalda þeirri gömlu og úreltu byggða- stefnu, sem lýst var hér að framan, en aðrir stjómmálaflokkar. Eftir að Samband íslenzkra samvinnufélaga og viðskiptaveldi þess leið undir lok (þeirri sögu er lýst að hluta í Morgunblaðinu um þessa helgi og næstu daga) er hlutverk Framsóknar- flokksins fyrst og fremst að standa vörð um hina gömlu byggðastefnu eins og hún birtist í sjóðakerfinu og landbúnaðarpóli- tíkinni. Nú er það að vísu ljóst, að Halldór Ásgrímsson er að reyna að breyta Fram- sóknarflokknum og vel má vera, að honum takist það á nokkram áram, en hann er enn í dag ofurseldur þeim sterku hagsmun- um, sem krefjast óbreyttrar stefnu í land- búnaðarmálum og að veralegu leyti í byggðamálum almennt. Framsóknarflokk- urinn mun líka eiga mjög erfitt með að fallast á jafnan atkvæðisrétt um land allt, sem er sennilega eina færa leiðin til þess að bijóta á bak aftur þau gífurlega sterku hagsmunaöfl, sem ríghalda í gamla og úrelta landsbyggðarstefnu. Og ekki þarf að tíunda það, að Halldór Ásgrímsson verð- ur síðastur íslendinga, ásamt Kristjáni Ragnarssyni og Þorsteini Pálssyni, til þess að fallast á þá sjálfsögðu kröfu þjóðarinn- ar að útgerðarmenn greiði gjald fyrir að- gang að sameiginlegri auðlind landsmanna allra. Þótt Alþýðubandalagið sé ekki jafn ofur- selt þeim hagsmunaöflum sem hér hefur verið lýst og Framsóknarflokkurinn, fer þó ekki á milli mála, að þessir tveir flokk- ar eiga hér veralega samleið. Ólafur Ragn- ar Grímsson hefur breytt Alþýðubandalag- inu mjög á þeim tíma, sem hann hefur verið formaður flokksins. Hann lætur hins vegar af því starfi í haust. Til formennsku er nú nefndir þrír þingmenn flokksins, Ragnar Arnalds, Steingrímur J. Sigfússon og Margrét Frímannsdóttir. Þau eiga öll þingsæti sín undir því að fylgja að ein- hveiju marki hinum gömlu og úreltu sjón- armiðum í byggða- og Iandbúnaðarmálum, sem hér hefur verið fjallað um. Þegar staðan í kosningabaráttunni er skoðuð í þessu ljósi verður ljóst, að yfir- gnæfandi líkur eru á því, að það umbóta- starf, sem hafið hefur verið á flestum svið- um þjóðlífsins í tíð ríkisstjómar Davíðs Oddssonar, yrði stöðvað að langmestu leyti af vinstri stjórn. Myndun slíkrar stjórnar að kosningum loknum þýðir því stöðnun en ekki framfarir. Stöðvun þeirra breyt- inga í viðhorfum og hugsun, sem gætt hefur í vaxandi mæli á yfirstandandi kjör- tímabili. Nú er það vissulega rétt, að margvísleg hagsmunaöfl eiga sterk ítök í Sjálfstæðis- flokknum. Það á ekki sízt við um LÍÚ, sem hingað til hefur ráðið stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum. Þetta má líka sjá í viðkvæmni Sjálfstæðisflokksins fyrir þvi umróti, sem verið hefur og á eftir að verða á vettvangi heilbrigðismála. Hins vegar endurspeglar Sjálfstæðis- flokkurinn betur en nokkur annar stjórn- málaflokkur þjóðfélagið allt og þau hags- munaátök, sem fram fara öllum stundum í þjóðlífmu. í því felst, að hann endurspegl- ar líka betur breytt viðhorf í samfélaginu. Þessa daga og vikur upplifa frambjóðend- ur Sjálfstæðisflokksins í mörgum kjör- dæmum vaxandi reiði kjósenda vegna sjáv- arútvegsstefnunnar. Þegar fólk sá, að byij- að var að greiða erfðafjárskatt af kvótan- um/m.ö.o. að kvótinn var orðið erfðagóss, vaknaði almenningur upp við það sem hefur verið að gerast. Sá þrýstingur, sem frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins verða fyrir af þessum sökum á eftir að breyta afstöðu flokksins til sjávarútvegsmála, svo að dæmi sé nefnt. Sjálfstæðisflokkurinn á fylgi sitt fyrst og fremst í tveimur stærstu kjördæmum landsins, þótt hann sé sterkur í öllum kjördæmum. Þau breyttu viðhorf, sem hafa verið að ryðja sér til rúms í atvinnu- málum, sérstaklega á undanförnum árum, njóta mests fylgis í þessum tveimur kjör- dæmum og eiga þess vegna eftir að setja mark sitt í æ ríkara mæli á afstöðu Sjálf- stæðisflokksins. Þess vegna eru töluverð- ar líkur á því að Sjálfstæðisflokkurinn treysti sér til að taka forystu fyrir þeim kröfum um umbætur, sem verða stöðugt háværari. Auk þess hlýtur það að vera forystumönnum flokksins metnaðarmál að láta Alþýðuflokkinn ekki stela senunni í þeim efnum. Þegar horft er á kosningabaráttuna frá þessu sjónarhorni verður mönnum væntan- lega ljóst, að það er rangt sem sumir segja, að eftir lok kalda stríðsins skipti ekki leng- ur máli, hveijir sitja í ríkisstjóm á Is- landi. Það skiptir veralegu máli. Kosning- arnar nú ráða úrslitum um það, hvort við fylgjum fast á eftir öðrum þjóðum í marg- víslegum, brýnum og aðkallandi umbótum á samfélagi okkar, sem eru forsendur fyr- ir batnandi lífskjörum, eða hvort stöðnun blasir við framundir aldamót. Þess vegna eru þetta örlagaríkar kosningar fyrir ís- lenzku þjóðina, þótt kjósendur hafi sýnt þeim lítinn áhuga fram að þessu. Morgunblaðið/lngólfur „Þegar staðan í kosningabarátt- unni er skoðuð í þessu ljósi verður ljóst, að yfirgnæf- andi líkur eru á því, að það um- bótastarf, sem hafið hefur verið á flestum sviðum þjóðlífsins í tíð ríkisstjórnar Dav- íðs Oddssonar, yrði stöðvað að langmestu leyti af vinstri stjórn. Myndun slíkrar stjórnar að kosn- ingum loknum þýðir því stöðnun en ekki framfarir. Stöðvun þeirra breytinga í við- horfum og hugs- un, sem gætt hef- ur í vaxandi mæli á yfirstandandi kjörtímabili.“ <rr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.