Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens /eÍHJÖ/dÐ/NN/ MrAö/Hþ/fyp/iBmi] ^þEÚZMLLÁ Þ/6T FL06N/HCÓN6/NN! <* L~ ^ * Grettir Tommi og Jenni BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavik • Sími 691100 • Símbréf 691329 Beiðni um myndir ísögu Dómkirkjunnar Frá sr. Þóri Stephensen: UNDANFARIN ár hef ég unnið að því í tómstundum mínum að skrifa sögu Dómkirkjunnar. Ég geri þetta að frumkvæði sóknar- nefndar, sem hefur skipað sér- staka sögunefnd til þess að standa að baki mér í þessu starfí. Sú nefnd hefur nú ráðið sérstakan myndaritstjóra, Björn Jónsson fyrrverandi skólastjóra í Haga- skóla. Heimilisfang hans er á Val- húsabraut 13, Seltjarnarnesi, sími 5612136. Það verður hlutverk Björns að kemba hin ýmsu ljós- myndasöfn og fletta bókum í leit að myndum bæði af mönnum og atburðum, er tengjast þessari sögu. En myndir leynast vafalaust miklu víðar, og hugsa ég þá eink- um til fjölskyldualbúma og mynda- kassa heimilanna. Þar mun örugg- lega víða leynast sitthvað, sem dýrmætt væri að fá í bókina. Því er það bón mín, að þeir sem slíkar myndir eiga, vita um þær hjá öðr- um eða í sjaldséðum bókum, þeir geri Bimi viðvart. Bókinni er ætlað að gefa, eftir því sem unnt er, heildarmynd af kirkjusögu Reykjavíkur allt frá upphafí og þar til Dómkirkjusöfn- uðinum var skipt 1940, en síðan sögu Dómkirkjusafnaðarins sem slíks. Þar kemur til saga for- mæðra Dómkirkjunnar, kirknanna sem stóðu við Aðalstræti og voru lengst af kenndar við sinn kaþ- ólska nafndýrling, Jóhannes postula. Síðan verður rakin löng og á köflum skrautleg byggingar- saga núverandi kirkju. Jafnframt verður sögð saga safnaðarlífsins, sem mjög hefur breyst, fyrst úr guðsþjónustusamfélagi bænda á sex jörðum hér við Sundin í þorps- söfnuð, en loks í borgarsöfnuð með mikilvægt þjónustuhlutverk . á herðum. En Dómkirkjan hefur líka verið skjólshús menningar. Hún hefur komið við sögu sjálfstæðis- baráttunnar, og hún hefur haft áhrif á aðrar kirkjur í landinu og þjónustuna þar. Allt þetta og margt fleira verður reynt að tíunda í sögu hennar. Prestar hennar hafa ýmsir verið litríkir persónu- leikar, sem ekki sátu ætíð á friðar- stóli. Þjóðkunnir menn hafa verið í safnaðarforystu. Einnig þetta hlýtur að koma fram í svona bók. Söfnuðurinn vill vanda til þessa verks. Því er mikilvægt, að fá sem flestar og bestar myndir. Mér þætti einnig vænt um, að þeir sem kunna að vita um gripi, er á sínum tíma hafa verið seldir eða látnir með öðrum hætti frá Dómkirkj- unni, létu mig vita um það, svo hægt væri að taka myndir af þeim og segja frá þeim, eftir því sem ástæður eru til. Myndin sem hér fylgir er úr hinni dönsku útgáfu kirkjusögu Jóns Helgasonar biskups. Hún sýnir hann við prestsvígslu í Dóm- kirkjunni. Vænt þætti mér, að þeir sem þekkja vígsluþegana létu frá sér heyra. SR. ÞÓRIR STEPHENSEN. Allt efni sem birtist ( Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.