Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSIEMS SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 37 Frá Árna Helgasyni: Að þegnarnir drekki eins og þolið fær léð er þjóðinni dýrmætur fengur. „Því sjónin og heymin og málið fer með og minnið úr vistinni gengur." Er þetta ekki því miður dagurinn í dag? Það er alltaf verið að leggja snörur fyrir fólk, gylla upp ósóm- ann, og fá sem flesta til að ganga í gildrurnar. Og hugsa sér, nú er miðborg Reykjavíkur orðin full af allskonar „sjoppum" sem taka svo þúsundum skiptir fólk og þá ekki síst unglinga, til þess eins að því er mér virðist, að koma þeim á „bragðið" og auðvitað koma svo hvergi nærri þegar „gæðin“ fara að koma í ljós. Þá fær þjóðfélagið að taka við og allir vita hvað það þýðir. Og þegar svo þjóðfélagið getur ekki ráðið við neitt, þá er það kaldur klakinn sem tekur við fórn- inni. Það er talað um fátækt heimil- anna, sem ekki skal dregin í efa svo langt sem hún nær. En hvernig er þá háttað með heimilin yfirleitt og leiðsögnina þar. Það er spurning út af fyrir sig. Einhvers staðar koma þessir „úti- gangsmenn“ frá. Það þykir ekki tiltökumál þótt skemmtanalífið sé fullt af allskonar óþverra. Hann er alltaf gylltur upp og svo eiga menn bara að vara sig á að ofnota ekki þessi efni. Þú átt að kunna fótum þínum forráð og ef þú ferð of langt þá er það þitt mál ekki þeirra sem Spilling fylgir áfenginu opna leiðina til allra átta. Síður en svo. Það er sorgarsaga hversu langt menn láta. teyma sig, og telja allt fært þar til sundin lokast og fólki er ráðlagt að fara í „meðferð" sem þeir hefðu annars sloppið við með því að koma aldrei nálægt þessu. En þeir sem leiðina hafa varðað sleppa. Og hugsa sér hversu þetta allt er komið inn í þjóðlífið og hvern- ig alltaf er verið að benda á ógæfu- leiðina. Og auðvitað fínnst öllum þetta spor til ógæfu og ekkert ann- að, en samt er haldið áfram á óheillabrautinni. Þær raddir sem uppi eru í dag eru ógnvænlegar. Fólk má ekki vera eitt á ferð eftir vissan tíma dags og jafnvel ekki yfírgefa híbýli sín um bjartan dag. Þá getur allt ömurlegt skeð. Það er talað um sjónvarpið sem illan uppaldanda og víst er það að í því sjá menn allt sem skuggalegt er, blandað því fagra og góðum kjamamyndum en það er eins og Um grátkórana Frá Steingrími Steingrímssyni: ÁSTÆÐAN fýrir því að ég sest niður og skrifa þessa grein er framhleypni grátkóranna núna stuttu fyrir kosningar. Sjálfur fór ég ógætilega með líf mitt um nokkurra ára skeið en reyni samt sem áður að gera það besta úr hlutunum. Núna bý ég í bílskúr og ek um á litlum sparneytnum japönskum bíl en hef nóg að bíta og brenna þótt ég sé atvinnulaus sem stendur. Blettur á íslensku samfélagi Lýðræðið stendur föstum fótu*.i á íslandi og er okkar dýrasta hnoss en til þess að þróa lýðræðið verð- um við að sýna það hvert fyrir sig að við séum þess verðug að búa við þau forréttindi að búa í þokka- lega þróuðu lýðræðisríki. Það sem hefur í gegnum árin sett og setur versta blettinn á íslenskt samfélag > dag, að mínu mati, er innbyrðis samkeppni stéttarfélaganna í landinu og jafnvel hatursfull bar- átta um að ná sem mestu út úr sameiginlegum sjóði okkar allra. Sérstaklega hafa kennarar og sér- fræðingar úr læknastétt verið grófír í hagsmunabaráttunni und- anfarið því þeir beita aðstæðum skjólstæðinga sinna fyrir sinn eig- in „hagsmuna- vagn“. Þessir skjól- stæðingar þeirra sem þeir nota eru börn, unglingar og sjúkir. Baráttuaðferð fyrmefndra aðila er í ætt við baráttuaðferðir hryðju- verkamanna. Núna þegar smá svigrúm til launahækkana, upp á um þrjá milljarða, hefur skapast > þjóðfélaginu, þá koma þessir aðilar og segjast vera svo mikil- vægir að þeir verði eiginlega að taka sér alla kökuna sem var ætl- uð öllum aðilum vinnumarkaðar- ins. Hugsunarhátturinn virðist vera sá að þeir sem fyrstir koma fái fyrstir. Hverjir hafa mest? Þetta er lykilspurning ásamt spurningunni hveijir hafa nóg og hverjir hafa of lítið. Fyrir nokkru ætlaði fyrirtæki hér í bæ að gefa út plagg um nokkur þúsund tekju- hæstu Islendingana en það var náttúrulega bannað. í dag eru erf- iðleikar hjá mörgum stéttum sem áður gerðu það þokkalega gott og þá fara menn oft út í það að heimta lagasetningar til að búa til múr umhverfís sína hagsmuni til að veija þá sem þegar hafa aðstöðuna í dag. Leigubílstjórar vildu fá gömlu mennina út úr faginu vegna aldurs. Sendibílastjórar töluðu um að það væri allt of mikil ásókn í þá starfsgrein og vildu loka hurð- um á nýja. Fasteignasalar komu sér upp tryggingamúr. Núna síð- ast kemur það upp að menn þurfa að hafa sérstök réttindi til að selja bíla sem er einfaldasti hlutur í heimi. Tannlæknar báðu um að aðsókn í tannlæknadeildina yrði skert því tannlæknar væru að verða of margir. Það eru fjöldatak- markanir í Læknadeild Háskólans þar sem hugsanlega er verið að vísa fjöldanum öllum af hæfu fólki frá. Hvernig er með lögmálið um framboð og eftirspurn og ágæti þess fyrir kaupendur (okkur öll), erum við að gleyma því í hags- munapotinu? Allt þetta brambolt miðar að því að tryggja fjárhags- lega aðstöðu þeirra sem þegar hafa hana (þó að uppgefnar ástæður séu aðrar). Hveijir verða undir, jú það er unga fólkið sem hefur ekki komið sér upp þrýsti- hópum um þetta og hitt og svo gamla fólkið. Hveqir geta gefið eftir? Læknar og kennarar hafa alveg þokkaleg laun miðað við það sem gengur og gerist í íslensku samfé- lagi í dag, þá á ég kannski fyrst og fremst við að þeir búa við þokkalegt atvinnuöryggi miðað við margar aðrar stéttir og hafa sín hlunnindi á þurru. Það sem við þurfum í íslenskt þjóðfélag í dag er ábyrgari hugs- unarháttur þeirra sem þó hafa ein- hveija yfírburðaaðstöðu fram yfir meðaljóninn. Þessi söngur um slæma stjórnmálamenn er alveg óskaplega þreytandi af hendi „há- karlanna" í íslensku samfélagi sem að sjálfsögðu er stærri hópur en þessir tveir. Það sem ræður því hvert mitt atkvæði fer í vor, er fyrst og fremst það traust sem ég ber til væntanlegra gæslumanna ríkis- sjóðs og það byggi ég aðallega upp á fyrri reynslu. Við höfum ekkert að gera við lýðskrumara í ríkis- stjórn. Jöfnum lífskjörin og kom- um einstaklingnum í góðan gír. STEINGRÍMUR STEINGRÍMSSON, Fannafold 217a, Reykjavík. þýði lítið að ræða um, því það er svo spennandi að horfa á þetta ljóta, að hitt hverfur í skuggann og hvers vegna? Það er svo nátengt eðli mannsins að vilja heldur horfa á það sem er spennandi og varað er við að horfa á og freistingin lætur ekki sitt eftir liggja. En með þessu áframhaldi getur þjóðlíf okkar ekki skilað árangri til góðs, heldur öfugt. Menn verða að hætta að nota sér veikleika bræðra sinna, sjálfum sér til framdráttar. Annað er ekki til í dæminu. Hætta að afsaka og hætta að segja: Hann var svo drukkinn að hann vissi ekki hvað hann gerði. Og það verður að taka hart á bruggurunum, sem í raun og veru eru ekkert annað en eyðileggjendur hamingju svo margra og í vissum skilningi „morð- ingjar" þegar allt kemur til alls. Spillingin hefir alltaf fylgt áfeng- inu og afleiðingum þess. Það fer ekki á milli mála og til að uppræta hana þá þarf að uppræta áfengið í hvaða mynd sem það er. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. „Þú verslar ekki ódýi af nýjum vörum B.MAGNUSSON HF. Hólshrauni 2, Hafnarfirði - Pönlunarsími 52866 ÞOR HF TOLVUDEILD Armúla 11 - Sími 568-1500 EPSON Nýi EPSON5fp/HsC L R litaprentarinn býður upp á litaprentun sem enginn annar litaprentari í sama verðflokki (og þó hærra verði leitað) getur státað af, enda höfum við ekki getað annað eftirspurn hingað til! EPSON Stylus C L R hefur hámarksupplausn 720 x 720 p.á.t. í grafík og texta en það er hærri upplausn en hægt er að sýna í venju- legu dagblaði! Og verðið ? Það er lægra en flesta grunar (og í engu samræmi við upplausnina!). Kíktu til okkar og gerðu samanburð - þú sérð 'ekki eftir því. flðarjQMttlrtaftito kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.