Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995 11 Morgunblaðið/Kristinn | Eitt helsta uerkefni okkar hefur verið að tryggja að réttur okkar innan efnahagslögsögunnar yrði ekki skertur. fartegundir eru aftur á móti fisk- stofnar sem gera mjög víðreist eins og túnfiskurinn í Atlantshafi. Svæðisbundin ríkjasamtök Að sögn Helga Ágústssonar hefur sú leið verið valin í samn- ingsdrögunum á úthafsveiðiráð- stefnunni að stjórnun veiða úr deilistofnum verði í höndum svæð- isbundinna ríkjasamtaka. Ekki er fyrirfram gefið hveijir muni eiga aðild að slíkum samtökum nema hvað það segir sig sjálft að við- komandi strandríki munu eiga þar sjálfkrafa aðild. Ekki er gengið svo langt í samningnum að ákveða hvar slík svæðissamtök eiga að vera né hve stórt svæði hver þeirra eigi að hafa umleikis. „Það verður einfaldlega að koma í ljós. Uthafs- veiðisamningurinn verður nokkurs konar rammi um samstarf ríkja. Og það hefur einmitt verið tekist á um það hvað mikið eigi að vera í samningnum sjálfum og hvað mikið eigi að eftirláta svæðissam- tökunum á hveijum stað að semja um. Úthafsveiðiríki vilja hafa sem minnst af reglum inni í samningn- um sjálfum. En gengi það eftir væri auðvitað hætta á að þau gætu í krafti fjöldans borið strand- ríki ofurliði innan viðkomandi svæðissamtaka.“ Helgi er spurður hvaða afstöðu íslendingar hafi tekið í þessum ágreiningi milli úthafsveiðiríkja og strandríkja. „Við höfum alla tíð verið í svokölluðum kjarnahópi strandríkja á ráðstefnunni sem hafa með sér náið samstarf. Þar eru nú auk íslands, Kanada, Perú, Chiie, Indónesía, Noregur, Arg- entína og Nýja-Sjáland.“ Norömennlögdust gegn tillögu Íslendinga Og hvernig hefur íslendingum og Norðmönnum gengið að vinna saman á ráðstefnúnni eftir að Smugudeilan kom til sögunnar? „Það hefur gengið á ýmsu. Norð- menn lögðust til dæmis gegn til- lögu okkar um að sérstakt tillit yrði tekið til ríkja sem byggja af- komu sína að stórum hluta á fisk- veiðum. Þeir sögðu það óviðeig- andi að ýta undir að við gætum haslað okkur völl á fjarlægum miðum. Skoða yrði tillöguflutning okkar í samhengi við Smugudeil- una. Þeir mótmæltu því að taka ætti sérstakt tillit til Islands, þar sem byggi hátæknivædd þjóð með umframveiðigetu. Mörg önnur ríki í kjarnahópnum eru hins vegar meðal okkar dygg- ustu stuðningsmanna að þessu leyti,“ segir Helgi. Aðspurður seg- ir hann að ekki hafi aðrir tekið undir þessa gagnrýni á ráðstefn- unni nema Rússar að einhveiju leyti. Samningsdrögin gera ráð fyrir að ekkert ríki geti öðlast veiðirétt- indi nema það gangi í viðkomandi svæðissamtök eða gangist undir að fara eftir þeim reglum sem þar hafi verið ákveðnar. Ekki eru í drögunum bein ákvæði um það við hvað eigi að miða ákvarðanir um kvóta og úthlutun hans. Að sögn Helga hafa úthafsveiðiríkin á ráð- stefnunni reynt að tryggja sér áhrif innan lögsögu strandríkja. Strandríkin hafi svo reynt að snúa taflinu sér í vil. Strandrtkin koma ár sinni vel fyrir borö „Eitt helsta verkefni okkar hef- ur verið að tryggja að réttur okk- ar innan efnahagslögsögunnar yrði ekki skertur." Helgi segir að strandríkjunum hafi, miðað við fyrirliggjandi drög, tekist að koma • ár sinni vel fyrir borð með ýmsum hætti. Þannig segi að verndarað- gerðir utan og innan lögsögu eigi að vera samrýmanlegar og veiðar utan lögsögu megi ekki grafa und- an verndaraðgerðum strandríkis innan lögsögu sinnar. Einnig sé þar ákvæði um að taka verði tillit til þess að hvaða marki viðkomandi strandríki og úthafsveiðiríki séu háð veiðum úr stofninum, sem í flestum tilvikum kæmi strandríkjum til góða. í samningnum komi einnig fram sjónarmið sem nýst geti strand- ríkjum þegar ákveða á hve mikið af heildarkvóta úr deilistofni eigi að veiða innan lögsögu og hve mikið utan. í viðauka séu einnig athyglis- verð ákvæði um upplýsingagjöf þeirra sem veiða úr deilistofnum, til strandríkja. Auk þess hljóti hin ströngu ákvæði um stjórnun veiða utan lögsögu almennt að vera strand- ríkjunum í hag. Heigi Ágústsson metur samningsdrögin svo að í krafti þeirra séu strandríkin að tryggja hagsmuni sína varðandi deilistofna. Hverjir mega ganga í samtökin? En mega þá allir ganga í slík svæðissamtök? Um það segir í drögunum: „I samræmi við þátt- tökureglur skulu stofnanir eða fyrirkomulag vera opin öllum ríkj- um á jafnréttisgrundvelli sem hafa hagsmuni af viðkomandi fiskveið- um“. Hvað það þýðir nákvæmlega er svo túlkunaratriði. „Nálægð við miðin og veiðireynsla hlýtur að hafa þar sitt að segja,“ að sögn Helga. í samningsdrögunum er mælt fyrir um réttindi nýrra aðildarríkja að slíkum svæðissamtökum. Þau á að ákvarða meðal annars á grundvelli hagsmuna nýja ríkisins af veiðunum, ástands fískstofna, veiðireynslu og veiðiaðferða nýja ríkisins. Einnig á að taka tillit til þarfa strandhéraða sem byggja afkomu sína á veiðum úr stofnin- um. Loks er þarna mjög mikilvægt ákvæði fyrir hagsmuni íslendinga sem kom inn í drögin fyrir tilstilli íslendinga og Norðmenn mót- mæltu ákaflega. Þar segir að þeg- ar ákvörðuð eru réttindi nýrra aðildarríkja að svæðissamtökum eigi að taka tillit til þarfa þeirra strandríkja sem eru að mjög miklu leyti efnahagslega háð nýtingu líf- ríkis sjávar. Styrkir stöðu okkar Helgi er ófús að ræða hvaða áhrif samningurinn komi til með að hafa á þeim svæðum þar sem íslendingar hafa mestra hags- muna að gæta. „Samningurinn er stefnumarkandi um allar fiskveið- ar í framtíðinni og því er engin spurning um það að hann hefur áhrif á þessi átakasvæði í kringum okkur. Hann getur styrkt stöðu okkar íslendinga varðandi veiðar utan lögsögu okkar t.d. á úthafs- karfa á Reykjaneshrygg og síld í síldarsmugunni,“ segir Helgi. Samningurinn sé þó fyrst og fremst almenns eðlis og færi ríkj- um ekki lausnir á milliríkjadeilum á silfurfati. Vortilboð Vegna stöðugleika og hagstæðrar gengisþróunar bjóðum við 15% afslátt af öllum flísum út apríl ALFABORG KNARRARVOGI4 H F NÁMS ff 2 Búnaðarbanki Islands auglýsir eftir umsóknum um z styrki úr Námsmannalínunni á Umsóknarfrestur er til 1. maí Veittir veröa 12 styrkir hver aö upphæö 125.000 krónur Styrkimir skiptast þannig: * útskriftarstyrkir til nema í Háskóla íslands * útskriftarstyrkir til nema á háskólastigi/ sérskólanema * styrkirtil námsmanna erlendis í SÍNE Einungis aðilar í Námsmannalínunni eiga rétt á að sækja um þessa styrki. Umsóknareyðublöó eru afhent í öllum útibúum Búnaðarbankans og á skrifstofum Stúdentaráðs, SÍNE og BÍSN. Umsóknum skal skilað fyrir 1. maí til BÚNAÐARBANKA ÍSLANDS Markaðsdeild, Austurstræti 5 155 Reykjavík BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS LÍNAN mÓlflKL 1B©»® 65 ára Afmælismatsebill og sérréttamatsebill frá kl. 18-23.30. Föstudags- og laugardagskvöld Hljómsveitin SKÁRREM EKKERT Hljómsveitin Skárren ekkert og leikarinn Ingvar E. Sigurðsson spila og syngja frá kl. 21 til miðnættis í Pálmasal. Símar 551 1247 og 551 1440

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.