Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag CHIRAC kannar afurðir skóverksmiðju í Beauprau í vesturhluta Frakklands. Reuter Hver keppir við Chirac? Ekkert virðist geta ógnað Jacques Chirac, borgar- stjóra Parísar, í fyrri umferð frönsku forsetakosn- inganna, segir Steingrímur Sigurgeirsson. Baráttan stendur því á milli þeirra Edouards Balladurs forsætisráðherra og Lionels Jospin, frambjóðanda sósíalista. FYRIR nokkrum mánuðum hefði enginn trúað því að Jacques Chirac, borgar- stjóri Parísar og fyrrum forsætisráðherra, ætti möguleika á sigri í fyrri umferð frönsku forseta- kosninganna, sem fram fara í dag. Nú á enginn von á öðru. Jafnvel má telja víst að Edouard Balladur sem mánuðum saman var talinn öruggur með að verða næsti forseti Frakklands nái ekki að komast áfram í síðari umferð kosninganna eftir tvær vikur. Það sem helst hefur einkennt kosningabaráttuna fram að þessu er togstreita frambjóðandanna tveggja á hægri vængnum, þeirra Chiracs og Bailadurs. Eftir yfirburðasigur hægrimanna í þingkosningum fyrir tveimur árum áttu flestir von á því að Chirac yrði forsætisráðherra á ný en hann gegndi því embætti á árunum 1986-1988. Hann tók hins vegar ákvörðun um að einbeita sér að framboði sínu fyrir forsetakosning- amar og valdi vin sinn Edouard Balladur, fyrrum efnahagsmálaráð- herra í ríkisstjórn Chiracs, í emb- ætti forsætisráðherra. Chirac hafði slæma reynslu af fyrri „sambúð" sinni með Mitterrand Frakklands- forseta en hún einkenndist af eilífri togstreitu milli forsetahallarinnar Elysée og forsætisráðherrahallar- innar Matignon. Hafði Mitterrand oftar en ekki betur í þeim deilum. Mjög hefur hins vegar dregið af Mitterrand undanfarin misseri. Hann er fársjúkur af krabbameini og er talið eiga skammt eftir ólifað. Balladur hefur því haft mun rýmra svigrúm sem forsætisráðherra en Chirac hafði á sínum tíma. Honum tókst að byggja upp trúnaðarsam- band við þjóðina, en stíf og allt að því aristókratísk framkoma hans virtist falla vel í kramið hjá almenn- ingi, sem var orðinn yfir sig þreytt- ur á hinni spilltu ríkisstjóm sósíal- ista. Skoðanakannanir allt síðastliðið ár sýndu fram á að Bailadur gæti sigrað hvern sem er í forsetakosn- ingunum en framboð Chiracs virtist fá mjög takmarkaðan hljómgrunn. Balladur, sem upphaflega varð for- sætisráðherra í umboði Chiracs, til að sá síðamefndi gæti orðið forseti, ákvað á endanum að fara sjálfur í framboð. Hart var lagt að Chirac að draga sig í hlé og haft var eftir forystumönnum á hægrikantinum á borð við Charles Pasqua innanríkis- ráðherra að þeir teldu Chirac vera BALLADUR skálar við eiginkonu sína Marie-Josephe í Beaujolais-víni í fæðingarbæ hennar Saint-Amour. „vonlausan frambjóðanda“ og að lít- ill akkur væri í því að hann byði sig fram í forsetakosningum í þriðja skiptið. Ekkert virtist geta komið í veg fyrir að Balladur yrði forseti, ekki sist eftir að helsta von sósíal- ista, Jacques Delors, fyrmm forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, ákvað í desember í fyrra að fara ekki í framboð. Allt í einu snerist dæmið hins vegar við á nokkrum vikum. Fjöldi spillingarmála kom upp í ríkisstjóm Balladurs, ráðherrar vom handtekn- ir og yfirheyrðir á báða bóga, og forsætisráðherrann sjálfur kom klaufalega fram, þegar spumingar vöknuðu um persónulegan fjárhag hans. Þá kom það mjög illa við kjós- endur þegar Balladur og stuðnings- menn hans reyndu að blása upp njósnir Bandaríkjamanna í Frakk- landi, að því er virðist til að dreifa umræðu um spillingu ráðherra. Hinn kraftmikli Chirac, sem neit- að hafði að gefast upp, færðist á sama tíma allur i aukana og rak lifandi og spennandi kosningabar- áttu. í skoðanakönnunum saxaði hann hratt á forskot Balladurs og flaug loks fram úr honum. Deilt um frankann Helsta deilumálið milli þeirra á lokastigi kosningabaráttunnar hef- ur verið staða franska frankans. Hófst sú deila á því að Balladur JOSPIN flytur ræðu á kosningafundi í París. sakaði Chirac um hentistefnu í yfir- lýsingum um efnahagsmál og að dýr kosningaloforð hans kynnu að veikja frankann. Balladur hefur verið mik- ið í mun að sýna fram á að hann sé ekki staðnaður kerfiskarl heldur einnig maður breytinga, en þó ekki jafn róttækra og Chirac. Hann þyk- ir mun daufari en Chirac í fram- komu og virðist sárna sá sam- anburður. „Hvað þýðir það eiginlega að vera „kraftmikill"? Að tala hátt og baða út höndunum,“ spurði Balladur í viðtali á dögunum. Chirac brást við með því að ráð- ast á seðlabankastjóra Frakklands- banka, Jean-Claude Trichet, sem hefur hvatt til þess að launahækk- unum verði haldið í skefjum. Sakaði hann Triehet um óeðlileg afskipti af stjómmálum. Telja stjórnmála- skýrendur að sú árás geti reynst honum tvíbent. Annars vegar geti hún aflað honum aukins fylgis með- al láglaunastétta, sem Iíti á hann sem harðskeyttan baráttumann gegn kerfinu, en hins vegar vekja ótta meðal millistéttarkjósenda og í viðskiptalífmu um að hinn peninga- legi stöðugleiki sé í hættu. Gengi franska frankans hefur lækkað nokkuð undanfama daga og saka þeir Chirac og Balladur hvor annan um að bera ábyrgð á því með óábyrgum ummælum. I síðustu skoðanakönnunum fyrir kosningar, sem birtust um síðustu helgi, var Chirac spáð um 26% fylgi. Hann hefur þó undanfarna daga varað stuðningsmenn sína við að vera of sigurvissa og enn og aftur minnt á að ekkert sé öruggt, enda benda kannanir til að stór hluti þeirra 39,9 milljóna Frakka, sem em á kjörskrá, sé enn óákveðinn eða hikandi. Það sýnir þó kannski best hversu sigurviss Chirac er að hann neitaði á dögunum stórblaðinu Le Monde um viðtal á þeirri forsendu að hann væri „of upptekinn". Le Monde er það blað, sem mest áhrif hefur á pólitíska umræðu í Frakklandi, og hafði það áður birt viðtöl við alla aðra frambjóðendur. Hefur Chirac á undanförnum vikum oft veitt svæðisbundnum blöðum með mun minni útbreiðslu viðtöl. Jospin vanmetinn? Þau miklu umskipti, sem orðið hafa á síðustu vikum og mánuðum í franskri pólitík, sýna að þrátt fyr- ir þægilega forystu í skoðanakönn- unum verður Chirac að beijast í síð- ari umferð kosninganna. Telja margir að kannanir vanmeti styrk Jospins. Philippe Mechet, hjá Louis Harris- stofnuninni, sem sér um framkvæmd skoðanakannana, segir veika stöðu vinstrimanna torvelda alla spádóma varðandi kosningamar. „Jospin á möguleika á mun meira fylgi en kannanir segja til um. Vandi hans er sá að honum hefur ekki tekist að sannfæra óákveðna kjós- endur um að hann eigi möguleika á að ná kjöri,“ sagði Mechet í sam- tali við sjónvarpsstöðina La Chaine Info. Telja stjórnmálaskýrendur að margir vinstrimenn muni fremur kjósa róttæka frambjóðanda á vinstri vængnum á borð við komm- únistann Robert Hue eða trotskíist- ann Arlette Laguiller í stað Jospin í fyrri umferð kosninganna. Það gæti þó farið svo að deilur þeirra Balladurs og Chiracs, síðustu dagana fyrir kosningar, komi Jospin til góða. Að minnsta kosti bendir flest til að honum takist að komast áfram í síðari umferð kosninganna, sem fram fara þann 7. maí. Jospin er 57 ára gamall fyrrum menntamálaráðherra og hagfræði- prófessor og þykir hann fremur þurr og óspennandi stjómmálamað- ur. Framboð hans fyrir hönd sósíal- ista var líka hálfgerð redding á síð- ustu stundu eftir að óskaframbjóð- andi Sósíalistaflokksins, Jacques Delors, fyrrum forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, greindi frá því í lok síðasta árs að hann gæfi ekki kost á sér. Þetta olli upplausn í röðum sósíalista, sem höfðu gengið út frá því sem vísu að Delors gæfi kost á sér og litu raunar á hann sem þeirra einu von.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.