Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ GRÆNLAND sfíSLAND/ FÆRKYJAR Hatton- Uockall sléttan. KANADA Jýfundna- land 'z " vV \ Mikli -- bank llunukl hatturínn Azoreyjar STYRKIR ISLENDINGA Stór skref hafa veríð stigín í átt að alþjóðleg- um samningi um veiðar á úthöfunum. Helgi Agústsson sendiherra, formaður íslensku sendinefndarinnar á úthafsveiðiráðstefnu SÞ, segir í viðtali við Pál Þórhallsson að ----------—---------- samningurinn eigi eftir að styrkja stöðu Is- lendinga varðandi veiðar utan lögsögu okk- ar, t.d. á úthafskarfa á Reykjaneshrygg og síld í síldarsmugunni Norðmenn mótmæltu því að taka ætti sérstakt tillit til íslands, þar sem byggi hátæknivædd þjóð með umframveiðigetu. SLENSKU embættismennimir sem hafa úthafsveiðimál á sinni könnu hafa haft í nógu að snúast að undanfömu. Fimmta fundi úthafsveiðiráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í New York er nýlokið, viðræður við Norðmenn og Rússa um fiskveiðar í Barentshafí og veiðar á norsk- íslenska síldarstofninum eru í upp- siglingu og að auki þurftu stjórn- málamennimir sem standa í stjómarmyndun allar nýjustu upp- lýsingar til að geta mótað stefnu nýrrar ríkisstjómar í úthafsveiði- málum. Það var loks síðdegis á sumar- daginn fyrsta 'sem blaðamanni tókst að ná tali af Helga Ágústs- syni sendiherra, formanni starfs- hóps ríkisstjómarinnar um stefnu- mörkun í úthafsveiðimálum og ís- lensku sendinefndarinnar á út- hafsveiðiráðstefnunni. Helgi er fyrst spurður um stöðuna eftir síð- asta fund úthafsveiðiráðstefnunn- ar í New York en hann stóð frá 27. mars til 12. apríl. „Það voru stigin stór skref á þessum fundi í átt til samkomu- lags,“ segir Helgi. „í raun eru einkum tvö atriði sem enn eru óleyst. Það er í fyrsta lagi ágrein- ingur varðandi framkvæmdavald. Samkvæmt samningsdrögunum er viðhaldið þeirri reglu þjóðaréttar- ins að eftirlit með fískveiðiskipum sé fyrst og fremst í höndum fána- ríkis, þ.e. þess ríkis sem skip er skráð í. í 21. gr. samningsdrag- anna er samt gert ráð fyrir undan- tekningum, þannig að aðrir, eins og til dæmis strandríki, geti gripið í taumana og stöðvað ólöglegar veiðar ef fánaríkið stendur sig ekki. Það er mjög mikilvægt að slíkar undantekningarheimiidir séu fyrir hendi því menn sjá auð- vitað að það er undir hælinn lagt hvort fánaríki muni standa sig í eftirlitinu. 21. gr. er hins vegar þymir í augum margra úthafs- veiðiríkja. Bjartsýnn á samkomulag í öðru lagi stendur enn ágrein- ingur um það hvaða reglur skuli gilda um umlukt og hálfumlukt höf. Það er ágreiningur sem snert- ir okkur íslendinga ekki svo mjög.“ Það er á Helga að heyra að hann sé bjartsýnn á að gengið verði frá samningnum á næsta fundi úthafsveiðiráðstefnunnar sem verður haldinn dagana 24. júlí til 4. ágúst næstkomandi. Voru þá fréttir um að Evrópusam- bandið hefði hleypt öllu í bál og brand orðum auknar? „Evrópu- sambandið lagði fram miklar breytingartillögur við drög for- manns ráðstefnunnar á síðustu dögunum. Það var auðsýnilega gert í taktískum tilgangi fyrst og fremst. Það átti að reyna að hafa áhrif á formanninn áður en hann legði fram endurskoðuð samn- ingsdrög. Það er erfitt að segja til um hver áhrif þetta áhlaup Evrópusambandsins hafði,“ segir Helgi. í máli hans kemur fram að það sem hafi unnist á fundinum í New York núna sé einkum það að drög formannsins hafí verið slípuð til og orðið mun skýrari. Við það hafi minnkað áhyggjur þátttak- enda af efni samningsins. Einnig hafí komið fram í lok fundarins þau merki um að samkomulag væri í uppsiglingu að ræðutími manna hefði verið styttur og greinilegt var að breytingartijlög- ur voru ekki vel þegnar. „Nýgert samkomulag Kanada og Evrópu- sambandsins gefur líka góðar von- ir,“ segir Helgi. Stjórnlausar veiðar ganga ekki „Það er ótvíræður samningsvilji til staðar hjá flestum ríkjum heims. Uthafsveiðar voru að sumu leyti skildar eftir þegar gengið var frá hafréttarsamningnum. En nú átta menn sig á því að stjóm- lausar veiðar á úthafínu ganga ekki til lengdar og allar þær deilur sem sprottið hafa á undanförnum árum um fiskveiðar fyrir utan lög- sögumörk færa mönnum heim sanninn um nauðsyn bindandi samkomuIags,“ segir Helgi. í formála samningsdraganna segir líka að stjórnun úthafsveiða sé víða óviðunandi, sumar auðlind- ir ofnýttar, fiskiflotar of stórir, skip sigli undir hentifána til að komast hjá eftirliti, veiðarfæri séu ekki nógu kjörhæf, upplýsingar um veiðar af skornum skammti og samvinna milli ríkja of lítil. Á þessu þurfí samningsaðilar að taka með samkomulagi um vernd físk- stofna til lengri tíma og um hæfi- lega nýtingu. Á grundvelli hafréttarsamningsins Samningurinn um úthafsveiðar verður gerður á grundvelli hafrétt- arsamnings Sameinuðu þjóðanna sem nú nýlega tók gildi. I honum eru nefnilega fáar en mikilvægar grundvallarreglur um veiðar á út- höfunum sem þarfnast hafa nán- ari útfærslu eins og reglurnar um gagnkvæmt tillit og samráð. Út- hafsveiðisamningurinn varðar veiðar úr deilistofnum og miklum fartegundum. Eins og nafnið gefur til kynna lýtur hann ekki að veið- um úr stofnum sem eru eingöngu innan lögsögu ríkja. Deilistofnar eru þeir fiskstofnar sem veiðast bæði innan og utan lögsögumarka ríkis eins og norsk-íslenska síldin, þorskurinn í Barentshafí, grálúðan við Nýfundnaland, karfínn á Reykjaneshrygg og loðnan. Miklar SPANN HIN umdeildu hafsvæði í Norður-Atlantshafi STOÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.