Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 28
'28 SUNNUDAGUR 23. APRÍL1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkaer eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík, lést á heimili sínu þann 8. apríl sl. Útför hefur farið fram að ósk hinnar látnu. Egill Ferdinandsson, Guðlaug Gunnarsdóttir, Ingi Sverrir Gunnarsson, Bryndfs Valbjörnsdóttir og fjölskylda, Jón Gerald Suttenberger og fjölskylda. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR EINARSSON Stangarholti 4, lést 10. apríl sl. í Borgarspítalanum. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðrún A. Jónsdóttir, Jón Óskarsson, Hafdís H. Sigurbjörnsdóttir, Björn Jónsson, Sigrún Waage, Óskar Örn Jónsson, Gerður Rikharðsdóttir Sigmar Jónsson, og langafabörn. t Föðursystur mín, ÓLAFÍA ESTER STEINADÓTTIR, frá Narfastöðum, sem andaðist þann 17. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogskap- ellu þriðjudaginn 25. apríl kl. 15. Fyrir hönd systkina og annarra ættingja, Steinunn Jóhannsdóttir. t Útför föður okkar, GUÐNA GUÐJÓNSSONAR frá Brekkum, Hvolhreppi, ferfram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. apríl kl. 13.30. Bflferð verður frá Hlíðarenda, Hvolsvelli, kl. 11.30 og Árnesti, Selfossi, kl. 12.15. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Börn hins t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORLÁKUR SIGURJÓNSSON frá Tindum, Fellsmúla 19, Reykjavík, verður jarðsunginn þriðjudaginn 25. apríl frá Bústaðakirkju kl. 13.30. Gróa Helgadóttir, Sigrún Þorláksdóttir, Benedikt Ragnarsson, Marfa Þorláksdóttir, Þór Jóhannsson, Sigurjón Þorláksson, Svanfrfður Magnúsdóttir, Gunnar Þorláksson, Kristfn Eyjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Kveðjuathöfn um konuna mína, móður, tengdamóðir og ömmu, SIGURJÓNU GUÐRÚNU JÓHANNSDÓTTUR, Hrafnistu f Reykjavfk, fer fram mánudaginn 24. apríl nk. frá Bústaðakirkju kl. 13.30. Jarðsett verðurfrá Kálfatjörn sama dag. Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Blindrafé- lagið, Hamrahlíð 17, sími 687333, eða minningarsjóð Kálfatjarnar- kirkju, sími 92-46511. Fyrir hönd aðstandenda. Hannes L. Guðjónsson. ÁGÚSTA FRÍMANNSDÓTTIR + Ágústa Frí- mannsdóttir fæddist í Reykj'avík 4. september 1958. Hún lést í Landspít- alanum 15. april sl. Foreldrar Ágústu eru hjónin Frímann Hauksson, f. 19. febrúar 1930, og Þorbjörg Elíasdótt- ir, f. 22. apríl 1930, sem búa á Akur- eyri. Ágústa lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1979 og hjúkrunarprófi frá Hjúkrunar- skóla íslands í desember 1982. Að prófi loknu starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri, Sjúkrahúsi Siglufjarðar, Centr- allasarettet 1 Eskilstuna, Sví- DÖKKAN skugga hefur dregið fyr- ir sólu. Hjörtu okkar eru full af söknuði. Hún Ágústa mamma okk- ar er dáin, horfin. Við sjáum hana ekki lengur, en sitjum eftir með tár í augum. Samt er mamma alltaf nálæg, næstum eins og hún sé rétt handan við homið og væntaleg á hverri stundu. Þó kemur hún ekki aftur, ekki í líkama. En með því að rifja upp allar minningamar sem við eigum um mömmu, kemur hún til okkar aftur og aftur. Allir hlut-. irnir hennar; handavinnan, fötin, ilmvatnið; færa hana nær og við hugsum stolt og full ástúðar til þessarar yndislegu konu sem gaf okkur svo margt. Kona, sem aldrei tapaði reisn sinni, þrátt fyrir erfíð veikindi. Kona, sem við litum skil- yrðislaust upp til og elskuðum. Móðir okkar, hún deyr ekki, því minningin lifir áfram. Við geymum þesa minningu í hjörtum okkar sem glóandi gimstein og tökum hana fram aftur og aftur og dáumst að henni. Eydís, Unnur Björg og Frímann Haukur. Öll vitum við að jarðvist okkar varir ekki að eilífu. Eigi að síður kemur dauðinn einatt flatt upp á mann og aldrei er manni jafnbrugð- ið og þegar höggvið er nærri þeim sem hjá manni standa, ekki síst ef kallið virðist ótímabært. Við kynntumst ekki Ágústu mág- konu okkar og svilkonu náið fyrr en fyrir örfáum árum, því áður bjuggum við hvort í sínu landinu og síðar hvort í sínum landshluta. Ágústa var hávaxin og myndarleg kona, lítillát og með geðprúðustu manneskjum. Henni fannst allt sem gert var fyrir hana óþarfi og þótti erfitt að þiggja, en var ævinlega tilbúin að hjálpa öðrum. Það var því ekkert undarlegt að hún skyldi leggja hjúkrun fyrir sig. Hún var góð og samviskusöm hjúkrunar- kona. Ágústa var fyrirmyndar eigin- kona sem lét mann sinn og börn njóta hins besta í lífinu með ást sinni og umhyggju fyrir þeim. Ávallt fundum við fyrir hlýju og gestrisni á þeirra fallega heimili á Blönduósi og mikil var tilhlökkun sona okkar að komast þangað. Þar áttum við góðar stundir síðastliðið sumar og vorum sannarlega grándalaus um að það yrði í síðasta skipti sem við sæktum Ágústu heim á Blönduós. Við vottum ykkur, Ómar, Eydís, Unnur og Frímann, okkar innileg- ustu samúð við fráfall ungrar konu sem gekk teinrétt alla leið. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, þjóð, og síðast á Héraðssjúkrahús- inu á Blönduósi frá ársbyijun 1989. Árið 1981 giftist Ágústa Ingvari Þóroddssyni, f. 18. mars 1958. Þau skildu. 17. júní 1985 giftist Ágústa eftir- lifandi eiginmanni sínum, Ómari Ragnarssyni lækni, f. 3. janúar 1957. Börn Ágústu eru Eydís Ingvarsdótt- ir, f. 2. apríl 1976, Unnur Björg Ómarsdóttir, f. 12. ágúst 1984, og Frimann Haukur Ómarsson; f. 9. október 1986. Útför Agústu fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 24. apríl og hefst athöfnin kl. 13.30. fylgjum þér vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja í friðarskaut. (V. Briem.) Brypjar, Ingibjörg og synir. Þegar ung og hraust kona leggst í flensu, bíðum við róleg eftir að henni batni. En þegar batinn lætur á sér standa og uppgötvast alvar- legur sjúkdómur, verðum við felmtri slegin. Jákvæð og hörð byrjar hún erfiða meðferð, alveg ákveðin í að sigrast á meininu, þá fyllumst við hin bjart- sýni og baráttubænum til hennar. Tveim vikum síðar koma þær hörmulegu fréttir, að hún hafí kvatt þessa jarðvist. Við dofnuðum upp og það var eins og eitthvað dæi hið innra með okkur. Hún Ágústa hóf störf sem hjúkr- unarfræðingur við Héraðssjúkra- húsið á Blönduósi í byrjun árs 1989 og Ómar maður hennar sem lækn- ir. Það var upphafíð að mjög góðum kynnum við þau hjón. Ágústa var glæsileg kona, há og grönn með svart þykkt hár og bar sig fallega. Hún vann verk sín af samviskusemi og alúð og var sér- Iega vel liðin, bæði af sjúklingum og samstarfsfólki. Hún var glaðleg, hrein og bein, með góðan húmor og alltaf tilbúin til að taka þátt í gleðskap með samstarfsfólkinu svo framarlega að hún komst. í marg- menni var hún konan sem allir tóku eftir, enda sérlega vel til höfð og fallega klædd. Þá geislaði hún eins og sólin á sinn kvenlega hátt. Ágústa var gift Ómari Ragnars- syni lækni. Þau áttu vel saman og voru hamingjusöm. í vinnunni unnu þau saman eins og vel smurð vél. Þau áttu það sameiginlegt að sér- lega gott var að vinna með þeim og bæði mjög vel liðin af samstarfs- fólki sínu. Þau voru sönnun þess að hjón geta unnið saman og jafnframt notið þess að gqra alla aðra hluti saman. Þau áttu fallegt heimili og þtjú börn sem þau elskuðu umfram allt. Ágústu er sárt saknað af Ómari og börnunum, sem kveðja yndislega eiginkonu og móður, af foreldrum sem kveðja einkadóttur sína. Hér á sjúkrahúsinu er hennar sárt sakn- að. Skarð hennar verður ekki fyllt, svo sérstök var hún. Kæri Ómar, Eydís, Unnur, Frí- mann og foreldrar, innilegar sam- úðarkveðjur til ykkar allra. Megi guð styrkja ykkur og hjálpa í gegn- um þessa erfiðu tíma. Ágústu þökkum við ánægjuleg kynni og gott samstarf, hún var einstök kona. Agatha Sigurðardóttir, Anna Andrésdóttir. „Þeir sem guðirnir elska, deyja ungir," segir máltækið. Oft og tíð- um efast ég um réttmæti þessa orðtaks, eða þá að skilningur minn nær ekki nógu djúpt til þess að skilja hin miklu sannindi sem það á að tákna. Þannig varð mér við þegar ég heyrði andlát nýlegrar, en ágætrar vinkonu minnar og fjölskyldu minnar, á laugardaginn fyrir páska. Áður fyrr á árunum hafði ég kennt Ágústu, þegar hún var nem- andi í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Falleg, dökkhærð, brosmild stúlka sem engum tróð um tær og var til fyrirmyndar í allri hegðan. Svona hitti ég hana aftur meira en 20 árum síðar þegar hún kom sem hjúkrunarfræðingur í Austur- Húnavatnssýslu, með eiginmanni sínum Ómari Ragnarssyni lækni og bömum, og settust þau að á Blönduósi. Við Ómar urðum svo fyrir því láni að lenda saman í stjórn Lions- klúbbs Blönduóss og þannig hófust kynni ijölskyldna okkar. Allt var bjart og fagurt og lofaði góðu um frekari kynni og skemmt- an, en þá dró skyndilega ský fyrir sólu, í orðsins fyllstu merkingu. Ágústa veiktist og sá sjúkdómur sem hún fékk dró hana til dauða á aðeins tveimur vikum. Hvílíkt áfall! Er nema von að maður efíst um tilgang lífsins þegar svona gerist? Er nema von að maður fyllist reiði út í almættið og tilveruna? En hvað gagnar það að reiðast? Ekkert. Lífíð heldur áfram og því verðum við að sinna. Við þurfum að reyna að græða sárin og hjálpa þeim sem um sárt eiga að binda. Byggja upp þar sem söknuður og sorg ríkja. Með þessum orðum vil ég, fyrir mína hönd, fjölskyldu minnar og félaga í Lionsklúbbi Blönduóss votta innilega hluttekningu og sorg vegna fráfalls glæsilegrar konu í blóma lífs síns. Eg veit að minning hennar lifir. í Guðs friði. Arnar Einarsson skólastjóri, formaður Lionsklúbbs Blönduóss. Veturinn er að kveðja, síðustu hretin eru að ganga yfír, löngu og erfíðu tímabili norðanlands er senn lokið. Milli élja berast þær fréttir að ung kona hafi veikst skyndilega af alvarlegum sjúkdómi og verið flutt suður til læknismeðferðar. Virðist sem hún svari þeirri með- ferð, en fyrr en varir er kallið kom- ið. Dauðinn spyr ekki um aldur né aðstæður þegar hann knýr dyra. Þó svo að skyndilega hafí dimmt yfir og þeir sem eftir standa fyllist depurð vetrarins, fínna kuldann, hryggðina og söknuðinn umlykja sig, þá erum við þess fullviss að sumarið muni ylja þeim sem syrgja nú yndislega dóttur, móður og eig- inkonu sem hrifín hefur verið á braut í blóma lífsins. Ágústa var búin að koma sér vel fyrir á Blöndu- ósi, mynda heimili, eignast um- hyggjusaman eiginmann og þrjú vel gerð og myndarleg börn, stolt ömmu Obbu og afa Frímans á Akur- eyri, sem sjá nú á eftir einkadóttur sinni. Mér er það bæði ljúft og skylt að minnast og þakka fyrir þau ár sem ég dvaldi á æskuheimili Ágústu, þar sem ég var eins og einn úr fjölskyldunni. Efst í huga mér er minningin um lítinn telpu- hnokka, sem helst líktist brothættri postulínsbrúðu, svo fíngerðri með dökka jarpa hárið sitt og dökku stóru augun, sem stundum gátu orðið svo alvarleg og biðjandi, þar sem þau horfðu á mig, frænku, og lítil hönd læddist í lófa minn, þegar hana langaði í bíó eða í gönguferð og þá oft niður í bæ, en þar var aðal sportið að telja kirkjutröppurn- ar. Það var auðsótt mál og þá var ég stolt af litlu frænku, sem alltaf var svo fín, oft í nýjum fötum sem Obba hafði saumað. En oft gustaði um hana þó ung væri, og ávallt vissi hún hvað hún vildi. Þannig mun Ágústa lifa í minningu minni. Elsku Obba og Frímann. Ykkar sorg er mikil, en meiri harmur er kveðinn að eiginmanni og börnum. Huggunarorð á ég engin þeim til handa en einlæga samúð vottum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.