Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 30
,30 SUNNUDAGUR 23. APRÍL1995 MORGUNBLAÐIÐ AGUSTA FRÍMANNSDÓTTIR Hvers vegna var Ágústu ætluð svo fljótt önnur tilvera? Kæru vinir, megi birta vorsins og vinaþel umvefja ykkur og styrkja til þess að takast á við þessa miklu sorg. Helena, Sverrir og börn. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung að morgni lífsins staðar nemur, og eiliflega, óháð þvi, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki - (Tómas Guðmundsson) Vinkona mín og skólasystir er dáin. Hvers vegna þarf svo ung og falleg kona að deyja? Slíkar spurn- ingar sem engin svör fást við koma upp í hugann. Eftir situr sorgin. Við Ágústa vorum bekkjarsystur í MA og áfram í Hjúkrunarskóla íslands. Til hennar var gott að leita, oft fékk ég lánaðar glósur úr kennslustundum, þær voru alltaf skilmerkilega upp settar og svo hafði hún einstaklega fallega og skýra rithönd. Hún gerði allt vel sem hún tók sér fyrir hendur. ■ Hjá Ágústu ríkti alltaf notaleg ró, öllum leið vel í návist hennar. Þrátt fyrir rólegt yfirbragð var hún létt í lund og mikill húmoristi í góðra vina hópi. Það er erfitt til þess að hugsa að hún verði ekki framar í hópnum þegar gamlir skólafélagar hittast. Einlægar samúðarkveðjur til Ómars, bamanna; Eydísar, Unnar, Frímanns og foreldranna Þorbjarg- ar og Frímanns. Hólmfríður Traustadóttir. Fregnin um að Ágústa hefði greinst með alvarlegan illkynja sjúkdóm kom sem reiðarslag tæp- um tveimur vikum áður en hún lést. Aðeins mánuði áður áttum við hjón- in með henni og Ómari ánægjulega helgi í Reykjavík. Ágústa var þá við góða heilsu sem fyrr og engan gat órað fyrir því sem í vændum var. Er hún veiktist var hún flutt á Landspítalann og hafin var erfið og áhættusöm meðferð. Þótt lækn- ingahorfur væru óvissar til lengri tíma litið var í upphafi hæfileg bjartsýni ríkjandi. En á skírdag hrakaði henni, ástandið dökknaði mjög á föstudaginn langa og hún lést síðan á laugardag fyrir páska. Máttvana horfðum við upp á að ung kona er fyrirvaralaust hrifin á brott frá eiginmanni, börnum og öðrum aðstandendum og vinum. Aldrei verður hægt að sætta sig við slíka hegðun örlaganornanna; einungis er hægt að standa frammi fyrir þvi sem ekki verður breytt og reyna að aðlagast breyttum aðstæð- um. Við kynntumst Ágústu vel er við dvöldum samtímis henni og Ómari við framhaldsnám og störf í Eskils- tuna í Svíþjóð á árunum 1985- 1988. Áður þekktust Ómar og Jón vel eftir að hafa verið skólabræður í læknadeildinni. Samskiptin í ís- lendinganýlendunni í Eskilstuna voru náin enda aðeins um að ræða 6-7 fjölskyldur sem bjuggu í sama hverfi og voru þetta allt fjölskyldur lækna í framhaldsnámi. Menn hitt- ust oft til að ræða málin og miðla hver öðrum af reynslu sinni af spít- alanum og skiptast á skoðunum um okkar ágætu frændur í Svíaríki. Ekki var síður fylgst með fréttum að heiman og í hverri viku skipt- umst við á dagblöðum frá íslandi. Frá þessum tíma verður einna minnisstæðust skíðaferð sem við fórum ásamt Ágústu, Ómari og börnunum til Lindvallen í sænsku Dölunum um páskana 1988. t Ástkœr móðursystir okkar, INGIBJÖRG ÞÓRARINSDÓTTIR frá Seyðisfirði, sem lést þann 13. apríl sl., verður jarðsungin frá Fossvogskap- ellu mánudaginn 24. apríl kl. 13.30. Fyrir hönd systkinabarna, Svanhildur Stefánsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför systur og mágkonu, AÐALHEIÐAR ÓLAFSDÓTTUR, Austurgötu 26, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunar- og starfsfólks Sólvangs. Guð blessi ykkur öll. Guðmann Pálsson, Guðmunda Sigurðardóttir, Sigurborg Valdimarsdóttir. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okk- ur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR, Grafarbakka, Hrunamannahreppi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Ljósheima, Selfossi. Emil Rafn Kristófersson, Lilja Ölvisdóttir, Eirikur Kristinn Kristófersson, Áslaug Eiríksdóttir, Björk Kristófersdóttir, Árni Vigfússon, Kjartan Kristófersson, Árný Jóna Jóhannsdóttir, Guðrún Kristín Kristófersdóttir, Guðmundur Óli Pálsson, María Munda Kristófersdóttir, Heiðar Guðbrandsson, Hlíf Kristófersdóttir, Siguröur Már Sigurgeirsson, Gyöa Ingunn Kristófersdóttir, Grétar Páll Ólafsson, Hreinn Kristófersson, Ingibjörg Sigmundsdóttir, Ásdís Hrönn Björnsdóttir, Jóhanna Sigríður Daníelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MIIMNIIMGAR Ómar og Ágústa fluttu heim haustið 1988 og hafa síðan búið á Blönduósi. Þótt við höfum búið í sitt hvorum landshluta eftir heim- komuna höfum við ræktað sam- bandið vel og reynt að hittast eins oft og kostur er og aldrei borið skugga á þau samskipti. Ógleyman- legt verður samstarfið við Ágústu og Ómar yfir þijár verslunarmanna- helgar 1989-1991. Þá héldu Stuð- menn fjölmenna útihátíð í Húnaveri og við fjögur tókum að okkur störf í sjúkraskýli sem komið var fyrir í litlum vegavinnuskúr. í tæpa þijá sólarhringa var unnið sleitulaust við að sinna slösuðum hátíðargestum við frumstæðar aðstæður og tónlist Stuðmanna hljómaði í bakgrunni. Inn á milli gafst þó tóm til að pústa aðeins og slá á létta strengi. Æ síðan setur maður sig í stellingar til að fara að sauma og plástra þegar maður heyrir lag með Stuð- mönnum. Að leiðarlokum þökkum við Ág- ústu samfylgdina og biðjum Guð að veita ástvinum styrk á erfiðum tímum. Jón Benediktsson, Jónína og Albert. Okkur langar til að minnast Ágústu Frímannsdóttur vinkonu okkar og félaga, ferð hennar í gegn- um lífið var alltof stutt. Nýlega fengum við að vita að Ágústa hefði veikst af þeim sjúk- dómi sem var hennar banamein, sem við þó trúðum og vonuðum að hún myndi vinna bug á með hjálp lækna, vegna hreysti sinnar og viljastyrks. Þegar andlátsfregnin kom fylltist maður fyrst reiði í garð Drottins fyrir að taka Ágústu svona fljótt frá okkur þar sem okkur fannst að hún ætti eftir að upplifa og gera svo margt, t.d. að fylgjast með og taka þátt í þroska og menntun barna sinna. Þegar spurt er, hvers vegna, verður fátt um svör. Við trúum því að síðar munum við skilja Drottin og fyrirgefa honum. Við kynntumst Ómari og Ágústu best þegar við dvöldumst í Eskilst- una í Svíþjóð ásamt fleiri Islending- um, karlmennimir við framhalds- nám í læknisfræði en konumar að mestu heimavinnandi. í svona lítilli íslendinganýlendu myndast fljót- lega óijúfanleg vinatengsl og sér- staklega varð vinskapur kvennanna mikill. Margt var sér til gamans gert og stofnuðu konurnar fljótlega félag sem kallað var Islenska lækn- afrúarfélagið í Eskilstuna. Það hafði á stefnuskránni að skipu- leggja gleðistundir og ferðalög þar sem karlmennirnir fengu hvergi að vera nærri. Ávallt var gleði og létt- leiki ríkjandi á þessum samvem- stundum og ferðalögum og mikið hlegið og var það ekki síst Ágústu að þakka. Eftir að heim var komið héldust þessi tengsl, fengu þá karl- mennimir og bömin stundum að vera með. Áhrifa Ágústu mun gæta í brjóst- um okkar um ókomin ár. Gleði og léttleiki vom ávallt í fyrirrúmi, er fundum okkar bar saman. Minn- ERHSDRYKKJUR Glæsilegir salir, gott verb ^oggóbþjónusta.^ i%;VElSLUELDHUSIÐ ÁLFHEIMUM 74 • S. 568-6220 * Ferskblómog * skreytingar J við öll tækifæri * Persónuleg þjónusta. S ■... .... -- * Fákafeni 11, sími 689120. %'trera-atrTrwirn-n’rrTrenrtrir umst við samvemstunda í Stokk- hólmi í lok síðasta árs, þar sem við nutum lífsins og þess að vera til. Þökkum við fyrir að hafa fengið að kynnast Ágústu. Elsku Ómar, Eydís, Unnur Björg og Frímann Haukur, megi Guð styrkja ykkur í raunum ykkar. Ottar, Júlía og börn. Kæra Ágústa! Það er með miklum erfiðismun- um sem ég sest niður til setja á blað nokkur kveðjuorð til þín. Innra með mér er háð mikil barátta þar sem hugurinn neitar að trúa að þú sért farin frá okkur. Þú háðir stutt- an en mjög snarpan bardaga við illvígan sjúkdóm og beiðst lægri hlut, en þó án þess að tapa reisn þinni og stolti, þú virkilega tókst í homin á óargadýrinu. En eftir sitja fjölskylda þín og vinir, og höfum við tæpast áttað okkur á hvað gerst hefur. Við ólumst upp á Syðri- Brekkunni á Akureyri, garðar okk- ar voru hom í horn. Mæður okkar umgengust töluvert, en samt náð- um við ekki saman að ráði í þá daga, þú varst hlédræg og ég í fyrirferðamiklum vinkvennahópi. En örlögin höguðu því þannig að 1986 urðum við aftur nágrannar, nú í Eskilstuna í Svíþjóð. Sem fyrr varstu seintekin, en smám saman komst ég inn fyrir skel þína og komst þá að því þvílíka perlu þú hafðir að geyma. Það gildir um þig að því meira sem maður þarf að hafa fyrir því að kynnast mann- eskju því traustari verður sú kynn- ing. Árin í Svíþjóð voru okkur góð, við áttum margar góðar samveru- stundir, bömin okkar uxu úr grasi og léku sér áhyggjulaus í skógar- jaðrinum, við fórum í baðstranda- ferðir, 17. júní var haldinn árlega í Harpsund, íslendingadagar í Upp- sala, að ógleymdum verslunarferð- um í barnafatabúðir þegar barna- bætumar komu. Eftir heimkomuna varð vegalengdin lengri á milli okk- ar, þú settist að á Blönduósi en ég á Dalvík. Samt náðum við betur og betur saman, síminn var mikið not- aður og við heimsóttum hvor aðra með fjölskyldum okkar. Það var alltaf fastur punktur í Reykjavíkur- ferðum að koma við á Blönduósi hjá ykkur Ómari. Nú, svo fómm við í ógleymanlega ferð saman til Orlando haustið ’93 þar sem börnin okkar og reyndar við öll áttum unaðslega daga saman. Mér leið alltaf vel í návist þinni, Ágústa. Mér finnst það hafa verið í gær sem þið voruð hjá okkur í skíða- ferð, en það var víst í lok febrúar sl., en þá vomm við að koma Óm- ari upp á bragðið með skíðin hér í Böggvisstaðaíjalli. Síðan stóð til að þú færir ferð lífs þins í júní nk., en þá ætluðuð þið Omar að fara til Hong Kong og Kína. En þá kom reiðarslagið. Elsku Ágústa, ég ætla að biðja fyrir Ómari þínum og börnunum, þeim Eydísi, Unni Björgu og Frí- manni Hauki, og foreldmm þínum Þorbjörgu og Frímanni, biðja Guð að hjálpa þeim að yfirstíga missinn mikla. Þórir, Bjami, Anna Elvíra og Vilhjálmur kveðja þig líka með sorg í hjarta. Vertu sæl. Þín vinkona, Sigrún Bjarnadóttir. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með fijóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, - líf mannlegt endar skjótt. Hallgrimur Pétursson. Sú harmafregn barst mér að kvöldi laugardagsins 15. apríl sl. að æskuvinkona mín, Ágústa Frí- mannsdóttir, væri látin, langt um aldur fram. Við sem eftir lifum, spyijum hvers vegna ung og yndis- leg kona er hrifin svo skyndilega burt frá ástkærum eiginmanni og þremur bömum. Hún sem var í blóma lífsins og átti allt lífið fram- undan. Við fáum engin svör, en verðum að trúa því að allt hafi sinn tilgang, þó við skiljum hann ekki nú. Orð mega sín lítils á slíkri sorg- arstundu. Minningarnar streyma fram og langar mig að minnast vin- áttu okkar í nokkrum orðum. Leið- ir okkar Ágústu lágu fyrst saman er við, þá fimm ára gamlar, fluttum ásamt fjölskyldum okkar inn í nýju húsin í Álfabyggð 10 og 12 með dags millibili. Við urðum strax bestu vinkonur og hefur sú vinátta haldist ætíð síðan. Ágústa var einkabarn foreldra sinna, og ólst upp við mikið ástríki þeirra, sem ég fór heldur ekki var- hluta af. Við vinkonurnar vorum saman öllum stundum. Margar ánægju- stundir áttum við í mömmuleik í fína dúkkuhúsinu hennar Ágústu, sem Frímann faðir hennar smíðaði handa henni. Þá eru ótaldir allir dagamir sem við lékum okkur í „Barbie-leik“ heima hjá Ágústu, en þar höfðum við fast aðsetur. Skólagöngu okkar hófum við saman, fímm ára, í smábarnaskóla Ingibjargar, sem var í næstu götu. Minnist ég þess er við leiddumst þangað hönd í hönd á hveijum degi. Fylgdumst við síðan að hina hefð- bundnu skólagöngu, sem lauk með því að báðar lukum við hjúkrun- amámi frá Hjúkrunarskóla Islands, með tveggja ára millibili. Árið 1976 eignaðist Ágústa dótt- ur sína, Eydísi Ingvarsdóttur, og stolt var hin unga móðir sem kom heim í Álfabyggðina með frumburð sinn. Það var mikið gæfuspor í lífi Ágústu, þegar hún giftist eftirlif- andi eiginmanni sínum, Ómari Ragnarssyni. Saman eignuðust þau tvö yndisleg börn, Unni Björgu og Frímann Hauk. Ógleymanleg er heimsókn mín og ungrar dóttur minnar til Ágústu í Eskilstuna í Svíþjóð, sumarið 1988, en þar dvaldi fjölskyldan um tíma á meðan Ómar var við nám. Fengum við höfðinglegar móttökur og allt var gert til að dvölin yrði okkur mæðgunum sem ánægjulegust. í lok ársins fluttust þau heim og settust að á Blönduósi, þar sem þau hófu störf við sjúkrahús og heilsu- gæslu staðarins. Gott var að fá Agústu heim, og kærkominn var kaffisopinn í Brekkubyggðinni á leiðinni til og frá Akureyri. Veikindi Ágústu komu mjög skyndilega í ljós, og tók hún þeim með miklu æðruleysi. Síðustu stundirnar sem ég átti með henni var hún full bjartsýni og ákveðin í að beijast til þrautar. En skjótt skipast veður í lofti. Elsku Ágústa mín. Nú þegar komið er að leiðarlokum og þú hef- ur lagt upp í ferðina sem við öll munum fara, vil ég þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an og fallegu minningarnar sem ég mun geyma í hjarta mínu um ókom- in ár. Eg fékk að fylgjast með þér vaxa og þroskast úr lítilli stúlku í glæsilega konu. Fyrir það er ég þakklát og þannig mun ég ætíð minnast þín. Ég veit þér líður vel núna, og er þess fullviss að við munum hittast á ný. Um leið og ég kveð þig hinstu kveðju bið ég Guð að blessa þig, ástkæra vin- kona. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ómar, Eydís, Unnur Björg, Frí- mann Haukur, Obba, Frímann og tengdaforeldrar. Missir ykkar er mikill og vil ég senda ykkur, svo og öllum ástvinum Ágústu mínar dýpstu samúðarkveðjur. Góður Guð gefi ykkur öllum styrk í þessari miklu sorg. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson) Svanlaug R. Finnbogadóttir. • Fleiri minningargreinar um ÁgústuFrímannsdóttur bíða birt■ ingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.