Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 23. APRÍL1995 MORGUNBLAÐIÐ BREF TLL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylqavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Tommi og Jenni Ljóska Smáfólk Spyrðu sætakrúttíð mitt hvort hann vijji dansa við mig á meðan við bíðum eftir skólabilnum... Ég er ekki sætakrúttið Sumum gæjum Sumir gæjar hennar og ég myndi er meinilla við eru stórhrifn- ekki dansa við hana fyr- að dansa. ir af því... ir milljón krónur! Settu plötu á fón- inn, ljúfan... ég er tilbúinn! Saigon 30. apríl Frá Sveini Rúnari Haukssyni: ÞANN 30. apríl verða 20 ár liðin frá því að síðustu bandarísku her- mennirnir hrökkluðust frá Saigon. Herir þjóðfrelsisaflanna voru alls- ráðandi og einu blóðugasta stríði veraldarsögunnar var lokið með al- gerum ósigri risaveldisins. Banda- ríkin höfðu beðið lægri hlut fyrir fátækum bændaþjóðum í Suðaustur- Asíu, Víetnam, Laos og Kambódíu. Annað NATO-ríki hafði orðið að við- urkenna ósigur sinn í Afríku haustið áður, en það var portúgalska ný- lenduveldið sem sá á bak Angóla, Mósambik og Guinea-Bissau. Enda þótt stríðandi alþýðu þriðjaheims- ríkjanna hefði tekist að sýna heims- valdastefnunni í tvo heimana, voru sigurlaunin ekki leyst út með sælu né friði. Bandaríkin undirrituðu Parísar- samninginn um frið í Víetnam þegar í janúar 1973, en fljótt varð ljóst, að bandarísk stjómvöld höfðu ekki hugsað sér að standa við orð sín. Þau héldu áfram að ausa fé og vopn- um í leppher sinn_í Saigon, en allt kom fyrir ekki. Ósigur varð ekki umflúinn. Bandaríkin höfðu heitið því að greiða stríðsskaðabætur eftir gjöreyðingarstríð sitt gegn ví- etnömsku þjóðinni. Þar hafði ekkert verið til sparað, hvorki napalm né eiturefni. Sprengjuregnið á Víetnam var meira en allt sem notað var í heimsstyrjöldinni síðari. Langt er í land, að séð sé fyrir endann á afleið- ingum þessa grimmilega stríðs- rekstrar. Enn þann dag í dag hafa Banda- ríkin ekki greitt einn einasta dal í skaðabætur, til að lækna sár stríðs- ins eins og það hét í Parísarsam- komulaginu. Þvert á móti hafa bandarísk stjórnvöld beinlínis beitt sér gegn enduruppbyggingu lands- ins. Það var fyrst í janúar á þessu ári sem viðskiptabanni var aflétt, en með því höfðu Bandaríkin haldið áfram að spilla fyrir víetnömsku þjóðinni. Það var ekki fyrr en banda- rískir auðhringar voru farnir að æpa á stjórnvöld að aflétta banninu svo að þeir gætu komist að í kapphlaup- inu um að fjárfesta í Suðaustur- Asíu, þar sem launin eru afar lág og hagvöxtur ör. Það var líkast því sem bandarísk- um stjómvöldum ætlaði aldrei að takast að kyngja ósigrinum í Víet- nam og létu endalaust stjórnast af hefndarhug í garð þjóðar sem ekki hafði annað til saka unnið en að krefjast réttar síns til frelsis og full- veldis. Nú berast þau tíðindi úr Vest- urheimi að McNamara, fyrrum her- málaráðherra og einn helsti stríðs- herrann úr Víetnamstríðinu, játi að hafa lengst af gert sér grein fyrir því að stríðið gæti aldrei unnist. Þrátt fyrir það beitti McNamara sér fyrir útþenslu árásarstríðsins sem kostaði milljónir mannslífa áður en yfir lauk. Nú eru tveir áratugir liðnir frá ósigri Bandaríkjanna í Víetnam. Af því tilefni mætti spytja, hvort þess sé nokkur von, að íslenskir stjórn- málamenn og málgögn þeirra, ekki síst Morgunblaðið, sem lengst af studdu stríðsrekstur Bandaríkjanna, muni gera ærlega úttekt á afstöðu sinni til Víetnamstríðsins og freista þess að bæta fyrir hana. SVEINN RÚNAR HAUKSSON, Lönguhlíð 19, Reykjavík. Breytum Perlimni í tónlistarhús pFrá Sigmjóni Sveinssyni: HITAVEITA Reykjavíkur var svo óheppin að taka upp á því að byggja hús ofan á hitaveitutankana á Óskju- hlíð. Eflaust hefur þessi bygging þjónað einhveijum tilgangi í byijun svo sem að vegna kostnaðarins við bygginguna væri ekki hægt að þvinga Hitaveituna til að lækka taxta sína. Eða einhveijir hafa verið gripnir óstjórnlegri framkvæmda- gleði og þörf til að reisa sjálfum sér þessa bautaperlu. Nú er svo komið að Hitaveitan þarf að borga með rekstri þessarar byggingar 40-50 milljónir á ári, sem hefur að sjálf- sögðu þær aukaverkanir að Hitaveit- an getur enn ekki lækkað taxta sína. En tímar eru breyttir, menn Iíta svolítinn hagnað ekki sama horn- auga og fyrr og ekki er svo mikil hætta á að einhveijir vondir karlar við Austurvöll séu með nef sín ofan í koppi Hitaveitunnar. Því er nú tækifæri til að leysa nokkur vanda- mál í einu. Ríkið eignast tónlistar- hús, Hitaveitan losnar við Perluna á sanngjörnu verði sem greiðist eig- endum hennar sem arður og hann síðan notaður í viðskiptum milli eig- enda Hitaveitunnar og ríkisins. Þetta mundi leysa vandamál margra aðila og þó sérstaklega Hitaveitunnar og því ekki nema sanngjarnt að hún greiði með tónlistarhúsinu svo sem fimm ára framlag sem hún hefði þurft að greiða með Perlunni hvort sem er. Einhveijir verða nú til að segja að Perlan sé ekki hönnuð sem tón- listarhús, það er að vísu rétt en þá skal hafa í huga að mörg fræg hús sem eru sérstaklega hönnuð sem tónlistarhús eru gjörsamlega ónot- hæf til flutnings tónlistar og er það því ekki röksemd í málinu að tónlist- arhús þurfi að vera hannað sem slíkt í upphafi. Sem dæmi má nefna að planitarium í Dusseldorf var breytt í tónlistarhús og þykir nú með bestu tónleikasölum en óperuhúsið í Sydn- ey þykir ekkert sérstakt til flutnings tónlistar. í Perlunni mætti hugsa sér að gera sviðið milli tanka, opna inn í tvo þeirra og nota þá sem baksvið. Ef Hitaveitan telur sig ekki geta séð af tveimur tönkum mætti einfaldlega lyfta tónlistarhúsinu upp í miðjan tank, setja þar milligólf og láta tón- listina svífa á vængjum vatnsins. Og væri þá við hæfi að vígja tónlist- arhúsið með því að flytja Svanavatn- ið. SIGURJÓN JÓNSSON, Stykkishólmi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.