Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 23. APRÍL1995 43
FÓLK í FRÉTTUM
Það selur að
vera Islendingur
Glœsilegt
kynningartilboð
til Benidorm l.júní
frá kr. 49.730
HEIMSFERÐIR
Þjálfun 3-5x í viku
-tröppuþjálfun
-tækjaþjálfun
Fitumælingar og viktun
-þú sérö árangurinn svart á hvítu
Fræðslufundur
-þú færð ráðleggingar um
skynsamlegt mataræði
ÞÚ KEMST í TOPP FORM !
Hefst 2. maí
skráning í síma:
68 98 68
Lyst & list
að sumri til
í TILEFNI af sumarkomu stendur Argentína-steikhús fyrir grillhá-
tíð og listsýningu undir heitinu Lyst & list dagana 20. apríl til 1.
júní næstkomandi. Liður í því var opnun myndlistarsýningar Jó-
hanns G. Jóhannssonar í Jakobsstofu á fímmtudaginn var. Á sýning-
unni eru tuttugu ný listaverk sem hann hefur unnið á þessu ári.
„EF ÞÚ stefnir á sólina, þá nærðu
kannski til stjarnanna,“ segir Árni
Siemsen, 29 ára íslendingur, sem
hefur opnað veitingastað í Berlín
ásamt Þjóðveija að nafni Volker
Klein. Þetta er lítill og fallegur
veitingastaður við Körterstrasse í
Kreuzberg, snyrtilegu hverfi í
vesturhluta Berlínar. Þar hefur
verið rekið kaffihús frá lokum
seinni heimsstyij aldarinnar, en
þeir félagar endurgerðu staðinn í
ágúst síðastliðnum og nefndu
„Curtis“.
Árni segir mikla uppsveiflu
liggja í loftinu í Berlín og að þeir
félagar hafi lagt hart að sér til
að hasla sér völl. Þeir hafi frá
byijun unnið alla daga vikunnar
frá morgni til kvölds og eftir lokun
þrífí þeir staðinn sjálfir og beri
þvottinn á bakinu heim til sín þar
sem hann sé þveginn á nóttunni.
„Hér selur það líka að vera ís-
lendingur," segir Árni og bætir
við að Þjóðverjum finnist ísland
spennandi og hafi vaxandi áhuga
á öllu því sem landinu tengist. í
febrúar hafi meðal annars tvær
íslenskar fiskvikur sem þeir stóðu
fyrir vakið mikla lukku. í fram-
haldi af því hafi þeir haldið brúð-
kaup þar sem um það var beðið
að einungis íslenskur fiskur yrði á
boðstólum.
Árni segist ekkert vera á leið-
inni heim. Það gangi vel með veit-
Hvor er
Newt
Gingrich?
►Þ AÐ MÁTTI varla á milli
sjá hvor væri Newt
Gingrich, forseti fulltrúa-
deildar Bandaríkjaþings,
þegar skemmtikrafturinn
Chris Farley úr gamanþátt-
unum Saturday Night Live
heilsaði upp á hann á dögun-
um. Fyrir þá sem ruglast í
ríminu, má benda á að Far-
ley er til hægri á myndinni.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
HALLDÓRA Jónsdóttir, Sigrún Edda Sigurðardóttir og
Pétur Emilsson voru á opnun myndlistarsýningar Jóhanns
G. Jóhannssonar.
Við höfum nú fengið viðbótargistingu á Century Vistamar, aðalgististaðnum okkar á
Benidomi, á kynningarverði og getum nú stolt boðið þér frábæran aðbúnað í fn'inu á
Benidorm í sumar. Afar vel búið íbúðahótel með allri þjónustu, allar íbúðir með
sjónvarpi, síma, einu svefnherbergi, stofu, baði, eldhúsi og stómm svölum.
Góður garður, móttaka, veitingastaður og verslun.
Bókaöu strax og tryggöu þér
síöustu scetin íjúní.
Verð frá kr. 49.730
m.v. hjón með 2 böm 2-12 ára, 1. júní, 3 vikur.
Verð frá kr. 59.960
m.v. 2 í íbúð, Century Vistamar.
Innifalið ( verði: Flug, gisting.fararstjórn,
ferðir til og frá flugvelli á Spáni, allir
skattar og forfallagjöld.
Austurstræti 17,2. hæð. Sími 624600.
Morgunblaðið/Börkur Gunnarsson
ÁRNI Siemsen og Volker Klein á veitingastað sínum í Berlín.
ÁGÚSTU OG HRAFNS
SKEIFAN 7 108 REYKJAVlK S. 689868
ingastaðinn og honum falli vel
andinn í Berlín. „Núna fyrst er
ég að láta þá drauma rætast sem
ég hafði sem barn,“ segir Árni.
„Amma var þýsk og mörg kvöld
sat ég undir heillandi sögum henn-
ar af því hvernig lífið gekk fyrir
sig í Þýskalandi upp úr aldamót-
um. Þegar ég ferðaðist um Þýska-
land fann ég ekkert í líkingu við
sögur hennar, fyrr en ég kom til
Berlínar.“
KARLAPÚL
4&vikna
námskeið fyrir karlmenn
SHRAFNS