Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995 19
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
RANNSOKNUM er ekki lokió en fyrstu vísbendingar eru
jókvæóar. Kristín ósamt lyfjafræóingunum Stefáni R. Gissurarsyni
og Guðborgu A. Guðjónsdóttur, sem hafa unnið að
rannsóknunum með henni.
Qölgun HlV-veiru í tilraunaglasi.
Þeir báðu okkur um að senda strax
meira efni sem við og gerðum. Þetta
var efni sem við höfðum einangrað
í hreinu formi úr fjallagrösum.
Nú hefur komið í ljós við áfram-
haldandi rannsóknir að þetta efni
uppfyllir ekki þær ströngu kröfur
sem gerðar eru til lyfjaefna. Það
hefur ekki nógu sérhæfða verkun,
þannig að þetta efni verður ekki
veirulyf í framtíðinni. Hins vegar
er þetta í fyrsta skipti sem efni af
þessari gerð sýnir verkun. Það
finnst okkur áhugavert því að þá
er hægt að athuga í framhaldi af
því önnur efni náskyld, í þeirri von
að fínna efni sem hafa hagstæðari
verkun.“
Niðurstöður fjallagrasarannsókn-
anna gefa tilefni til, að mati Kristín-
ar, að gerðar verði klínískar rann-
sóknir með verkun grasanna á fólki.
„Áður en við gerum það viljum við
fullvissa okkur um ekki séu eiturefni
til staðar."
- Nú hefur fólk nýtt sér grösin
til manneldis öldum saman án þess
að eiturefni hafi verið nefnd þar til
sögunnar?
„Það er rétt, en við verðum að
fylgja ákveðnum og hefðbundnum
reglum við rannsóknir á efnunum.
Það er hugsanlegt að eitthvað af
þessum efnum sem við erum að fínna
geti verið skaðleg í miklu magni. Við
getum ekkert staðfest fyrr en við
vitum hver verkun efnanna er á
mannslíkamann og við vonum að þær
rannsóknir fari fram á næstu árum.“
Jákvæðar vísbendingar
Rannsóknir á verkun efna í grös-
unum eru nú í fullum gangi hér
heima. „Við vitum að grösin hafa
verið notuð við magabólgum og
magasári, og nú erum við, í sam-
vinnu við Ólaf Steingrímsson lækni
á Landspítalanum og Mörtu
Hjálmarsdóttur meinatækni, að
kanna hvort efni í grösunum hafi
áhrif á sýkil sem talinn er valda
magasári. Þeim rannsóknum er ekki
lokið en fyrstu vísbendingar eru
jákvæðar."
Kristín er einnig að rannsaka áhrif
efnisins á asma. „Þegar við ætlum
að athuga hvort efni hafi verkun
gegn ákveðnum sjúkdómum er byijað
á því að nota einföld próf, gerð í til-
raunaglösum. Þá er gjaman notað
mannablóð eða dýrablóð, eða ensím
úr mönnum eða dýrum. Til að kanna
hvort fjallagrösin geti komið að gagni
við asma, höfum við kosið að nota
próf sem gefur til kynna hvort við-
komandi efni hafí áhrif á leukótríen-
myndun. Leukótríen em efni sem
fínnast í mannslíkamanum og em
talin orsakaþættir bæði í bólgusjúk-
dómum, eins og til að mynda gigtar-
sjúkdómum, og öndunarfærasjúk-
dómum á borð við asma.
Það er mikill áhugi á því í lyfjavís-
indunum að fínna efni sem koma í
veg fyrir leukótríenmyndun í þeirri
von að þau geti gagnast við með-
höndlun á þessum sjúkdómum. Við
höfum fundið efni í fjallagrösunum
sem sýnir slíka verkun í frumprófí.
Það sem við erum að gera núna, og
í samvinnu við Stefán B. Sigurðsson
prófessor í lífeðlisfræði, er að kanna
áhrif efnanna á tilraunadýr.
Við höfum líka gert prófanir á
ónæmisörvandi verkun efna í fjalla-
grösum. Við fengum jákvæðar vís-
bendingar bæði úr þeim prófunum
sem við gerðum á blóðfrumum úr
mönnum í tilraunaglasi og á lifandi
músum. Þeim rannsóknum verður
einnig haldið áfram og verða aðal-
lega í höndum dr. Elínar S. Ólafs-
dóttur lyfjafræðings.“
Frá mús til mannslíkama
Fjallagrösin hafa því vakið verð-
skuldaða athygli vísindamanna. En
eins og Kristín ítrekar er ekki séð
hvort grösin verði að lyfjum fyrr en
prófanir hafa verið gerðar á áhrifum
þeirra á mannslíkamann. „Hins veg-
ar er þetta planta sem hefur verið
notuð öldum saman og það er ekk-
ert sem bendir til þess að hún geti
verið skaðleg þegar hún er notuð
með hefðbundnum hætti. Ef menn
vilja prófa hana á eigin ábyrgð er í
sjálfu sér ekkert sem mælir gegn
því. En ég hvet fólk sem er á lyfjum
og hyggst prófa sig áfram eindregið
til að hafa samráð við lækni sinn.“
- Getum við ekki nýtt okkur
fjallagrös í snyrtivörur með útflutn-
ing í huga?
„Það er ekkert útilokað í þeim
efnum. Upplausn af fjallagrösum er
mjög mýkjandi.“
- Erum við kannski með ónýtta
náttúruauðlind inni í miðju landinu?
„Það getur verið. Það er þó einn
ókostur við grösin. Þau vaxa mjög
hægt og það er ekki hægt að rækta
þau. Það verður að fara mjög var-
lega í tínslunni til að ganga ekki of
nærri stofninum."
- Hefur þú sjálf fremur trú á
lyfjum úr náttúruefnum en þeim sem
eru unnin á efnafræðilegan hátt?
„Nei í rauninni ekki. Lyf unnin
úr náttúruefnum þurfa ekki að vera
betri og geta verið mjög vandmeð-
farin. Það eru til dæmis þó nokkuð
mörg krabbameinslyf unnin úr nátt-
úruefnum sem eru notuð núna á
sjúkrahúsum. En því miður eru þetta
ekki fullkomin krabbameinslyf og
valda oft erfiðum aukaverkunum
ekki síður en lyf sem búin eru til
með efnafræðilegum hætti.“
Samvinnan við Þjóðveija mun
halda áfram, en hver verður framtíð
íslensku fjallagrasanna að dómi
Kristínar?
„Ég vil sjá niðurstöður úr klínísk-
um prófum áður en ég verð sann-
færð um lækningamátt þeirra og
áður en ég fer að sannfæra aðra,"
segir hún. „Við vitum úr lyfjafræð-
inni að það er langur vegur frá mús
til mannslíkama. En við höfum nú
fengið jákvæðar vísbendingar um
verkun efna í fjallagrösum og ég tel
mikilvægt að fylgja þessum nið-
urstöðum eftir. Þá fínnst mér þessar
niðurstöður gefa tilefni til að fleiri
íslenskar plöntur verði rannsakaðar
markvisst með þessum hætti. Ekki
leikur vafí á að í íslenskri náttúru
leynast áhugaverð nytjaefni. Það
kostar hins vegar þrotlausa rann-
sóknarvinnu að finna þessi efni og
ganga úr skugga um notagildi
þeirra."
PHOENIX
námskeið
leiðin til árangurs
verður haldið á
Hótel Loftleiðum
dagana 25., 26. og 27. apríl.
Næsta
PHOENIX
námskeið
verður haldið í Keflavík
2., 3. og 4. maí.
Kynning á námskeiðinu verður
mánudaginn 24. apríl kl. 18 á
Hótel Loftleiðum, Þingsal 6.
Klúbbfundur verður haldinn
mánudaginn 24. april kl. 20 á
sama stað.
Nánari upplýsingar veitir
yfirumsjónarmaður og
leiðbeinandi Brian Tracy
námskeiða á íslandi,
Fanný Jónmundsdóttir,
í síma 567 1703.
SAS býdur þér góða nótt!
Fyrsta nóttin innifalin og 30% afsláttur á gistingu eftir það
Tilboöiö gildir á öllum Radisson SAS hótelum
í Skandinavíu og Finniandi fyrir farþega sem
fljúga á EuroClass meö SAS. í Skandinavíu
þurfa makar aöeins aö borga 10% af fargjaldi
ef hjón ferðast saman á EuroClass.
Haföu samband við feröaskrifstofuna þína
eöa söluskrifstofu SAS.
M/J4S
SAS á íslandi - valfreisi I flugi!
Laugavegl 172 Sími 562 2211