Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 27
26 SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995 27 Jfófgtsnftlftfei STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR STEFNUYFIRLÝSING hinnar nýju ríkisstjórnar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks er birt í heild í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram það meginmarkmið stjórnarflokkanna að viðhalda þeim stöðugleika í efnahagsmálum, sem náðst hefur á undanförnum árum. í stjórnarsáttmálanum lýsa stjórnarflokkarnir því markmiði að ná jafnvægi í ríkisfjármálum á kjörtímabilinu. Það var einnig yfirT lýst markmið fyrrverandi ríkis- stjórnar, þegar hún tók við völdum vorið 1991. Það tókst ekki. Mögu- leikar nýrrar ríkisstjórnar að ná þessu markmiði eru meiri vegna batnandi skilyrða i efnahagsmál- um. Sérstaka athygli vekur, að ríkis- stjórnin hyggst taka upp viðræður við sveitarfélögin um „alvarlegan hallarekstur þeirra og leiðir til að bregðast við þeim vanda“. Þetta er mjög tímabær aðgerð enda nem- ur þessi hallarekstur milljörðum króna. Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur leggja áherzlu á að breyta rekstrarformi ríkisvið- skiptabanka og fjárfestingarlána- sjóða. Ástæða er til að ganga lengra. Tímabært er að einkavæða Búnaðarbankann og Landsbank- ann síðan í kjölfarið. Þá hafa verið færð sterk rök fyrir því, að fjárfest- ingarlánasjóðir, eins og þeir hafa starfað hér, heyri til liðinni' tíð. Hinir nýju stjórnarflokkar lýsa yfir vilja til að endurskoða vinnu- löggjöfina. Það er fagnaðarefni. Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Það er óviðunandi, að fámennir starfshópar geti stöðvað rekstur stórra fyrirtækja með þeim hætti, sem landsmenn hafa t.d. orðið vitni að síðustu vikur, þegar flugfreyjur trufluðu mjög rekstur Flugleiða í nokkra sólarhringa. i stjórnarsáttmálanum segir að tryggja þurfi aukið valfrelsi í líf- eyrissparnaði. Ef með því er átt við að fólk geti t.d. valið um í hvaða lífeyrissjóð það greiðir er hér um mikið framfaraspor að ræða. Stjórnarflokkarnir lýsa því yfir,' að þeir hyggist tryggja „jafnari“ vægi atkvæða milli kjördæma. Það er tímabært að stíga þetta skref til fulls, þannig að atkvæðisréttur verði hinn sami, hvar sem menn búa á landinu. Öll þau atriði, sem hér hafa ver- ið nefnd stuðla að þeirri „nýju framfarasókn þjóðarinnar", sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur lýsa yfir að hefjist með rík- isstjórn þeirra. Önnur atriði valda vonbrigðum. Þar ber fyrst að nefna sjávarút- vegsmálin og fiskveiðistefnuna. í þeim kafla stjórnarsáttmálans, sem fjallar um þennan málaflokk er að vísu tekið fram, að flokkarnir stefni að því að „festa í stjórnarskrá ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign íslenzku þjóðarinnar". Á síðustu dögum þingsins í vetur kom fram, að um þetta var almenn efn- isleg samstaða á Alþingi. Það eitt dugar hins vegar ekki að festa þetta ákvæði í stjórnarskrá heldur verður fleira að fylgja með og þá fyrst og fremst það, að þeir sem nýta auðlindina greiði þjóðinni eðli- legt gjald fyrir afnot af henni. Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar veitir enga vísbendingu um, að hún hyggist beita sér fyrir þessari grundvallarbreytingu á fiskveiði- stefnunni. Þess vegna má búast við að átökin um fiskveiðistefnuna harðni mjög á næstu misserum. Sá kafli stjórnarsáttmálans, sem fjallar um landbúnað vekur upp fleiri spurningar en hann svarar. Ríkisstjórnin ætlar að taka búvöru- samninginn frá 1991 til endurskoð- unar, „sérstaklega með tilliti til þess mikla vanda, sem sauðfjár- bændur standa frammi fyrir“. Hún ætlar að „treysta" tekjugrundvöll bænda. Hún ætlar að styðja „átak í útflutningi landbúnaðarafurða". Ef í þessum áformum felst, að rík- isstjórnin hyggist auka stuðning við sauðfjárbúskap og treysta með þeim hætti tekjugrundvöll bænda og nota meira af almannafé til þess að flytja út landbúnaðarvörur er stigið skref aftur á bak. Hins vegar er auðvitað nauðsynlegt að hjálpa sauðfjárbændum að komast út úr erfiðleikum þeirra en það verður að gera með því að horfa fram á veg en ekki með aftur- hvarfi til fyrri tíma. Það á eftir að koma í ljós, hvað fyrir stjórnar- flokkunum vakir. í þeim kafla, sem fjallar um byggðamál segir: „Starfsemi og skipulag Byggðastofnunar, At- vinnuleysistryggingasjóðs og at- vinnuráðgjafa verður tekið til end- urskoðunar í því skyni að þessir aðilar geti í sameiningu stuðlað að sókn og uppbyggingu atvinnulífs- ins um land allt.“ Þetta eru úrelt sjónarmið. Atvinnulífið þrífst bezt á landsbyggðinni, þar sem byggð hafa verið upp öflug einkafyrir- tæki, sem eiga ekkert undir Byggðastofnun eða atvinnuráð- gjöfum. Atvinnulífið stendur verst, þar sem fyrirtækin eru upp á náð Byggðastofnunar eða annarra op- inberra sjóða komin. í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar er því að finna, eins og bú- ast mátti við, ákvæði sem leiða til framfara en jafnframt vekja önnur ákvæði upp spurningar um, hvert sé stefnt. Það kemur betur í Ijós, þegar ríkisstjórnin hefst handa um framkvæmd stjórnarsáttmálans. STJÓRNAR- SÁTTMÁLINN 1 OQ FRÆGIR JLÖO »eru draum- ar fjallgöngumannsins sem fórst með félaga sínum og C.G. Jung segir frá í riti sínu I átt til hins ómeðvitaða. Þar gerir hann því skóna draumar geti verið fyrirboðar; þeir geti sagt fyrir um óorðna hluti löngu áðuren þeir gerast. Draumatákn geti þannig verið skilaboð. Það sem við sjáum ekki fyrir meðvitað geti komið fram ómeðvitað og þá einkum sem skilaboð gegnum drauma. Draumatákn geta líka verið skilaboð eðlishvatar til skynseminnar, þ.e. túlkað löngu glat- að tungumál. En ljóst má vera að frummaðurinn fór miklu meir eftir eðlishvöt sinni en skynsemi einsog nú er. Reynsluveröld hans geymist í litningunum og þessa reynslu höfum við að sjálfsögðu einnig erft þóað við þurfum ekki að nota hana með sama hætti og forfeður okkar. En eðlishvöt- in getur virkað einsog viðvörun, en þarf þó ekki endilega að gera það. Draumar þurfa þá ekkiheldur að vera fyrirboðar einhvers heldur einungis táknmál undirmeðvitundar okkar og þeirra leyndardóma sem lifa með hverjum manni. En það getur verið betra að gefa draumum gaum ekkis- íður en véfréttinni í Delfí í Grikk- landi hinu forna. Jung nefnir reynslu Krösósar konungs af véfréttinni, en hún sagði að ríki hryndi til grunna ef hann færi yfír ákveðna á. Konung- urinn vissi ekki hér var átt við hann sjálfan en það kom í ljós þegar hann hafði tapað orrustunni, ríki sínu og konungdæmi. 1 OQ EKKERT draumatákn J-Öí/*skilst án þess það sé bundið dreymandanum sjálfum; svo persónuleg ’eru þau; rétteinsog tákn sem einkenna skáldskap einstakra Ijóðskálda. Af þessum sökum getur það verið erfítt að ráða drauma eða lesa í tákn- legan texta, tilað- mynda í ljóðum. En ekkisízt vegna þessara dulbúnu ævintýratexta eru draumarnir og ljóð- in heillandi umhugsunarefni og einatt gefandi viðbót við meðvitaða skyn- semisveröld okkar og umhverfí. Þó eru til algild tákn, tilaðmynda sem arfur úr trúarbragðareynslu mann- kynsins; einskonar sameignartákn allra manna einsog hverönnur arf- leifð. Samt er hver einstakur mikil- væg veröld útaf fyrir sig og ástæðu- laust að rugla því saman sem er ein- stakt og hinu sem er algilt. 1 40 SÁLARFRÆÐI C.G. X Vr *Jungs er þessi sameigin- lega arfleifð eða arftekna hugmynd, kölluð fommynd og einnig mætti nefna hana frumgerð, þ.e. tákn í dulvitund einstaklings sem á sér ræt- ur í reynslu kynstofnsins og er sam- eiginlegt mannkyninu öllu. Þessar fommyndir birtast á margvíslegan hátt í goðsögnum og trúarhugmynd- um, þjóðtrú og þjóðsiðum, bókmennt- um og listum, draumum og sýnum. Samkvæmt greiningarsálfræði Jungs geymir dulvitund bæði reynslu ein- staklings og tegundar. En líf manns- ins á jörðinni hefur gjörbreytzt. Hann er að losna úr tengslum við móður náttúru. Fyrir bragðið verður allt innihaldslausara. Umhverfíð hefur ekki sömu merkingu og áður. Náttúr- an verður fjarlæg og framandi. Það sem var iðandi líf er deyjandi veröld; tóm og merkingarlaus; einsog táknin. Og engin ævintýraleg hjátrú sem á svör við margvíslegum rökum. Vís- indi og þekking hafa gengið af henni dauðri. Engir náttúruandar lengur. Ný ómennsk veröld. Og maðurinn í tóminu miðju; örvinlaður og jarðsam- bandslaus og engin óskýranleg nátt- úrufyrirbrigði lengur. Enginn vatna- andi; enginn hellir með illum öndum. Enginn steinn lengur sem talar við manninn; né jurt; einungis plastkennd sjónvarpsveröld þarsem stjómmál, sem nú um stundir eru að ég hygg einskonar bögglauppboð á félags- málapökkum en ekki stórar hugsjónir um manninn og lffsháska hans, eru angi af skemmtiiðnaðinum; ofbeldi til sölu; jafnvel slys og óhöpp. Jung segir okkur sé bætt upp fá- breytnin í reynslu mannsins með táknum og draumum úr fortíð og við verðum að læra að lesa þetta gleymda tungumál og snúa því á mál sem unnt er að skilja við nútímaaðstæður skynsemi og nýrrar þekkingar. Um- hverfíð drauðhreinsað af hjátrú og óskýranlegum fyrirbrigðum. Rödd náttúrunnar þögnuð. Draugar hafa misst allan kraft; einnig dulmagnað umhverfí glataðrar náttúru. Engar galdranornir lengur; engar blóðsug- ur, engir varúlfar. Ekkert sem minnir á dularfullt líf mannsins í skógunum forðum. Enginn guð talar til okkar lengur í náttúruhamförum, þrumum og eldingum. Jafnvel fullyrt að dagar trillukarlsins séu taldir. Engar stórar hugsjónir, ferskar og nýjar, um stöðu mannsins og tengsl hans við arfleifð og umhverfí; aðeins afþreying og sölumennska. Hrunadans velferðar og markaðar. Nietzsche segir: Rekið hið illa útaf manninum og þið iosið hann við það bezta sem í honum býr. Vonandi er þetta rangt. En hver veit? Stundum er einsog maðurinn leggi sig fram um að sanna þessi orðj allt er á uppleið nema vitið, seg- ir Ásgeir Jakobsson. Það liggja margar leiðir í vítisátt- ina sem Helgi Pjeturss talar um í Nýal. Og þær eru ekki allar þyrnum stráðar. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 22. apríl Fólk OG FJÖLMIÐLAR virðast eiga erfitt með að skilja þær breytingar, sem orðið hafa á Morg- unblaðinu og eru þó liðn- ir áratugir frá því að fyrstu merki þeirra sáust í blaðinu. Nýjasta dæmið um þetta er frétt, sem birtist í Ríkisútvarp- inu að morgni sl. miðvikudags, þar sem skýrt var frá efni leiðara Morgunblaðsins þann dag, sem fjallaði um þá ákvörðun forystumanna Sjálfstæðisflokksins að ganga til stjórnarsamstarfs við Framsókn- arflokkinn, þótt Viðrejsnarmeirihluti væri fyrir hendi á Alþingi. í frétt Ríkisútvarps- ins sagði m.a.: „... og má fínna á leiðaran- um, að Morgunblaðið búi sig undir harða stjórn arandstöðu. “ Nútíma dagblað er ekki annaðhvort stuðningsblað ríkisstjórnar eða í stjórnar- andstöðu. Það er liðin tíð og lýsir gamal- dags hugsunarhætti, sem heyrir fortíðinni til að hafa uppi vangaveltur um það, hvort Morgunblaðið verði í stjórn eða stjórnar- andstöðu. Nútíma dagblað tekur afstöðu til mála, sem ríkisstjórn leggur fyrir hverju sinni, lýsir stuðningi við þau eða andstöðu eða hefur jafnvel enga skoðun á þeim, eftir því, sem efni standa til að mati rit- stjóra blaðsins. Á því kjörtímabili, sem nú er að hefjast munu lesendur Morgunblaðs- ins kynnast því, að blaðið mun hvorki styðja öll mál þeirrar nýju ríkisstjómar, sem er í burðarliðnum né lýsa andstöðu við öll mál hennar, heldur taka afstöðu til þeirra hvers og eins, eftir því, sem tilefni er til. . Sú var tíðin, að Morgunblaðið studdi allar ríkisstjórnir, sem Sjálfstæðisflokkur- inn átti aðild að og var í andstöðu við all- ar ríkisstjórnir, sem flokkurinn átti ekki aðild að. Á undanförnum árum hefur við- horf ritstjórnar blaðsins smátt og smátt verið að þróast á þann veg að hverfa frá þeirri stefnu en láta afstöðu til einstakra mála ráða ferðinni. Þótt blaðið hafí í öllum megindráttum verið sammála stefnu frá- farandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, fór þó ekkert á milli mála, að blaðið hélt uppi harðri andstöðu við núverandi fiskveiðistefnu, sem stjórnar- flokkarnir fylgdu í raun og lýsti vonbrigð- um sínum yfír því, að fyrirheit stjórnar- flokkanna í upphafi um breytingar á þeirri stefnu urðu ekki að veruleika. í stærsta ágreiningsmáli stjórnarflokk- anna, þ.e. um afstöðuna til aðildar að Evrópusambandinu, lýsti Morgunblaðið eindregnum stuðningi við þá stefnu Sjálf- stæðisflokksins að aðild að ESB kæmi ekki til greina að óbreyttri sjávarútvegs- stefnu ESB og jafnframt harðri andstöðu við þá stefnu Alþýðuflokksins að huga ætti að umsókn um aðild að ESB. Þáttur Morgunblaðsins í kosníngabar- áttunni vegna borgarstjórnarkosninganna fyrir ári og fyrir þingkosningamar nú markaði þáttaskil í sögu blaðsins. í þessum tvennum kosningum var í fyrsta sinn mörkuð sú stefna á ritstjórn blaðsins, að afstaða þess til kosninganna kæmi hvergi fram nema í ritstjórnargreinum. Og jafn- framt, að blaðið mundi fjalla um kosninga- baráttuna og hlut allra flokka í henni út frá almennum fréttasjónarmiðum. í sam- ræmi við þetta er hvergi hægt að fínna þess stað á fréttasíðum Morgunblaðsins, hvorki fyrir þingkosningamar nú, né borg- arstjómarkosningarnar á sl. ári, að frétta- síður hafí verið notaðar fyrir kosningaá- róður fyrir Sjálfstæðisflokkinn eins og tíðkaðist á árum áður. Hins vegar kom afstaða blaðsins skýrt fram í forystugreinum, þ.e. leiðurum og Reykjavíkurbréfum. Fyrir borgarstjórnar- kosningarnar 1994 lýsti Morgunblaðið í forystugreinum eindregnum stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík og hvatti borgarbúa til þess að veita honum brautar- gengi. í því felst ekki að blaðið muni fylgj- ast gagnrýnislaust með störfum borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á yfirstand- andi kjörtímabili. Sem dæmi má nefna, að blaðið telur yfirlýsingu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að nýjum borgar- ritara verði sagt upp störfum fái Sjálfstæð- isflokkurinn meirihluta í borgarstjórn á ný fráleita og Sjálfstæðismönnum ekki samboðna. Vinstri menn réðust harkalega að Morg- unblaðinu fyrir borgarstjórnarkosningarn- ar í fyrra og töldu að stuðningur blaðsins við Sjálfstæðisflokkinn, sem eingöngu kom fram í forystugreinum eins og áður sagði, væri til marks um,. að blaðið væri ekki sjálfu sér samkvæmt. Þetta var jafn gam- aldags afstaða eins og sú ályktun, sem Ríkisútvarpið dró af forystugrein Morgun- blaðsins sl. miðvikudag. Þótt Morgunblað- ið sé nú rekið á nútímalegan hátt, sem fréttablað, sem lesendur geta treyst, felst ekki í því að blaðið sé orðið skoðanalaust. Þvert á móti. Ef nokkuð er hefur blaðið ákveðnari skoðanir á þjóðmálum en áður. En þær skoðanir koma hvergi fram nema í forystugreinum og lita á engan hátt fréttaflutning Morgunblaðsins af þjóðmál- um. Fyrir þingkosningarnar nú lýsti Morg- unblaðið þeirri skoðun, að farsælast væri fyrir þjóðina, að Viðreisnarstjórnin héldi velli í kosningum. Þessu sjónarmiði blaðs- ins var lýst bæði í Reykjavíkurbréfí og leiðara. Þegar úrslit kosninganna urðu nokkuð óvænt á þann veg, að fráfarandi stjórnarflokkar héldu meirihluta sínum fagnaði blaðið þeirri niðurstöðu og hvatti til áframhaldandi samstarfs þeirra á nýju kjörtímabili. Þessi afstaða kom fram í for- ystugrein fyrsta tölublaðs eftir kosningar. Þá afstöðu ítrekaði Morgunblaðið í forystu- grein sl. miðvikudag og hafði að sjálfsögðu ekki breytt henni, þótt forystumenn Sjálf- stæðisflokksins kæmust að annarri niður- stöðu. Raunar er með öllu óskiljanleg sú skoðun, sem heyrzt hefur, að blaðið hefði átt að breyta þessari afstöðu sinni. For- ystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa að sjálfsögðu fullan rétt til sinna sjónarmiða en það hefur Morgunblaðið líka. FORYSTUGREIN „Hvað segja eigendurn- ir?“ umræður, en ástæða er til að mati blaðs- ins sjálfs, þegar framangreint er haft í huga. Ein þeirra spurninga, sem heyrzt hafa manna á meðal er þessi: „Hvað segja eigendurnir?" „Hvernig komast ritstjórarn- ir upp með þetta?“ Svarið við þeirri spurningu hefur alltaf legið ljóst fyrir. Útgáfustjórn Morgun- blaðsins, þ.e. stjórn Arvakurs hf., hefur alla tíð staðið fast að baki ritstjórum Morg- unblaðsins í þeim breytingum, sem smátt og smátt hafa verið gerðar á blaðinu. Eig- endur Morgunblaðsins hafa að sjálfsögðu metnað til að byggja hér upp nútímalegt dagblað, sem stendur undir nafni. Það hafa þeir sýnt í verki. Morgunblaðið er nú eitt af öflugustu atvinnufyrirtækjum í Morgunblaðsins sl. miðvikudag hefur af einhveijum ástæðum vakið meiri athygli og landinu. Fastir starfsmenn blaðsins eru um 260 auk mörg hundruð annarra ein- istaklinga, sem starfa með einum eða öðr- um hætti að útgáfu blaðsins. Árvakur hf. hefur búið vel að starfsmönnum sínum með byggingu myndarlegs blaðhúss og tæknivæðingu, sem er á við það bezta, sem þekkist í blaðaútgáfu hvar sem er í heimin- Þetta gerist hvorki sjálfkrafa né átaka- laust. Skoði menn Tímann og Alþýðublað- ið og endalok á útgáfu Þjóðviljans kemur í ljós, hver örlög svonefndra flokksblaða hafa orðið. Sú var tíðin, að Alþýðublaðið komst nálægt Morgunblaðinu í upplagi. Sú var líka tíðin, að Tíminn var gefínn út í nálægt 20 þúsund eintökum. Morgun- blaðið hefur hins vegar svarað kalli nýrra tíma og aðlagað sig breyttum tíðaranda og nýrri stöðu á fjölmiðlamarkaðnum. Þessar breytingar hafa kostað mikil átök og hefðu ekki verið framkvæmanlegar nema vegna þess, að ritstjórar Morgun- blaðsins hafa haft traustan bakhjarl, þar sem eru eigendur blaðsins. FRÁ Krísuvík Morgunblaðið/RAX Afstöðu þeirra er vel lýst í bók Jónínu Michaelsdóttur sem út kom fyrir síðustu jól og nefnist „Áhrifamenn". Einn kafli í þeirri bók fjallar um Harald Sveinsson, framkvæmdastjóra Morgunblaðsins, sem jafnframt er einn af helztu eigendum blaðsins. Þar segir Haraldur m.a.: „Morg- unblaðið er bara fyrir einn hóp, lesendur sína. Það er ekki gefið út fyrir hluthaf- ana, ekki starfsfólkið og ekki Sjálfstæðis- flokkinn, þótt margir haldi það. Ég tel, að okkur hafí tekizt vel að reka Morgun- blaðið, sem fyrirtæki. Að mínu mati er það ekki sízt vegna þess, að því var breytt í þá veru að gera ekki grein,armun á pólitísk- um lit þeirra, sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri á síðum blaðsins. Stjórn Árvakurs, framkvæmdastjóri og ritstjórar Morgunblaðsins voru einhuga um þessa ákvörðun. Smám saman hefur fólk áttað sig á, að hér er ekki á ferðinni flokksblað, heldur vandaður fréttamiðill, sem allir geta treyst. Þetta hefur snúizt á þann veg að í dag eru forystumenn Sjálfstæðis- flokksins og áhrifamenn í innsta kjarna kannski hörðustu gagnrýnendur Morgun- blaðsins. Telja blaðið ekki nógu hlýðið. Það hriktir í ýmsu, en við kveinkum okkur ekki undan því. Ég fyrir mitt leyti sætti mig mjög vel við þessa tegund af gagn- rýni.“ Á 75 ára afmæli Morgunblaðsins hirin 2. nóvember 1988, flutti Hallgrímur Geirs- son, stjórnarformaður Árvakurs hf. ræðu þar sem hann lýsti svipuðum viðhorfum til útgáfu Morgunblaðsins er hann sagði: „Ég dreg enga dul á þá skoðun, að megin- forsenda áhrifa og útbreiðslu Morgun- blaðsins er sjálfstæði þess í þjóðmálaum- ræðunni, þar sem Morgunblaðið hefur leit- azt við að hefja sig yfir þröng flokkssjón- armið og hagsmuni einstakra þrýstihópa og látið hagsmuni þjóðarheildarinnar sitja í fyrirrúmi." Við sama tækifæri sagði Matthías Jo- hannessen, ritstjóri Morgunblaðsins frá samtölum sínum við Valtý Stefánsson, sem var ritstjóri blaðsins í um 40 ár, um fram- tíð Morgunblaðsins. Matthías sagði um samtöl þeirra Valtýs:„En hann talaði oft við mig um það hve nauðsynlegt væri að losa Morgunblaðið úr beinum tengslum við stjómmála- og hagsmunaöfl í þjóðfélag- inu...“ Á milli Morgunblaðsins og Sjálfstæðis- flokksins voru aldrei formleg tengsl. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur aldrei átt hlut í blaðinu. Hins vegar hafa verið mikil per- sónuleg tengsl við ýmsa forystumenn Sjálf- stæðisflokksins og eru enn. Þó má segja, að bein tengsl liafi verið að því leyti til, að í áratugi áttu ritstjórar Morgunblaðsins rétt til setu á fundum þingflokks Sjálfstæð- isflokksins. Síðustu ár þeirra tengsla var sá seturéttur bundinn við þingfréttaritara blaðsins. í dag þættu slík tengsl fráleit. En það þótti mönnum ekki fyrir tólf árum. Hinn 4. júlí árið 1983 fóra þessi sam- skipti í fyrsta sinn fram skriflega. Þá barst þingfréttaritara Morgunblaðsins bréf, sem undirritað var af Ólafi G. Einarssyni, þá- verandi formanni þingflokks Sjálfstæðis- manna. í bréfínu sagði m.a.: „Á fundi þing- flokks Sjálfstæðismanna þann 27. júní s.l. var samþykkt að eftirtaldir aðilar skyldu eiga rétt til setu á fundum þingflokksins til loka næsta þings: formaður Landssam- bands sjálfstæðiskvenna, formaður Verka- lýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, borg- arstjórinn í Reykjavík og þingfréttaritari Morgunblaðsins. Með vísun til þessa er yður hér með boðið að sækja reglulega fundi þingflokksins á næsta þingi.“ Hinn 21. júlí 1983 skrifuðu ritstjórar Morgunblaðsins, þeir Matthías Johannes- sen og Styrmir Gunnarsson, þingflokki Sjálfstæðismanna svarbréf þar sem sagði m.a.: „Um langan aldur hafa þingfréttarit- arar Morgunblaðsins átt rétt til setu á fundum þingflokks Sjálfstæðisflokksins og fram til haustsins 1975 átti einn af ritstjór- um blaðsins sæti á þingflokksfundum. Að vandlega athuguðu máli hafa ritstjórar Morgunblaðsins nú tekið ákvörðun um, að þingfréttaritari blaðsins notfæri sér ekki þann rétt, sem tilgreindur er í bréfí for- manns þingflokksins frá 4. júlí sl. Um leið og Morgunblaðið þakkar þingflokki Sjálf- stæðisflokksins áratuga samstarf látum við í ljós von um góða samvinnu í framtíð- inni.“ Þetta bréf var sent með vitund og sam- þykki stjórnar Árvakurs hf. Þá var Geir Hallgrímsson stjórnarformaður Árvakurs og jafnframt formaður Sjálfstæðisflokks- ins. Ekkert eins- dæmi SÚ ÞRÓUN, SEM orðið hefur í sam- skiptum Morgun- blaðsins og Sjálf- stæðisflokksins er ekkert einsdæmi. Hið sama hefur gerzt á undanförnum áratugum í samskiptum dagblaða og stjórnmálaflokka á öðrum Norðurlöndum. Glöggt dæmi um það eru samskipti tveggja helztu morgunblaða í Danmörku við þá stjórnmálaflokka, sem blöðin voru i sams konar óformlegum tengslum við og hér tíðkaðist á milli Morg- unblaðsins og Sjálfstæðisflokksins. Slíkt samband var á milli Berlingske Tidende og danska íhaldsflokksins og á milli Politiken og róttæka vinstri flokksins. Bæði blöðin hafa á undanförnum áratug- um skorið á þau tengsl. Eftir sem áður eru persónuleg tengsl á milli forystumanna blaðanna og þeirra flokka, sem hlut áttu að máli. í Danmörku dettur engum lengur í hug að gagnrýna þá stefnu, sem þessi tvö dag- blöð hafa tekið. Hér var fyrir nokkra hóp- ur manna frá „Den konservative pressefor- ening“ í Danmörku. í samtölum við þá kom skýrt fram, að í dag teldu menn fráleitt að sams konar tengsl væru á milli flokka og blaða og áður vora við lýði. Hins vegar lýstu þeir áhyggjum yfir því, að blöðin gengju svo langt í að sannfæra lesendur sína um, að þau væru óháð flokkum, að þau gerðust líka skoðanalaus, þyrðu ekki að hafa ákveðna afstöðu til mála. Væntan- lega getur enginn gagnrýnt Morgunblaðið fyrir skoðanaleysi! Síðustu daga hefur verið hér á landi einn af fremstu blaðamönnum Aftenposten í Noregi, sem fyrr á áram var virkur í stjórnmálum og sat á þingi fyrir Hægri flokkinn og í ríkisstjórn sem menntamála: ráðherra um skeið, Lars Roar Langslet. í samtölum við hann kom fram, að nákvæm- lega sama þróun hefur orðið í samskiptum Aftenposten í Noregi og Hægri flokksins þar og hefur orðið í samskiptum Morgun- blaðsins og Sjálfstæðisflokksins og dönsku blaðanna og fyrmefndra stjórnmálaflokka. í Noregi dettur engum lengur í hug að gera athugasemdir við það, þótt Aftenpost- en gagnrýni Hægri flokkinn eða einstaka forystumenn hans. Fyrir nokkram árum var raunar gerð tilraun til að snúa þessari þróun við á Aftenposten. Sú tilraun fór út um þúfur, þegar stjórnendur og eigendur blaðsins sáu sig knúna til að gera breytingar á þeirri yfirstjórn blaðsins, sem fyrir tilrauninni stóð. Gagnrýni á Morgunblaðið vegna þeirra breytinga, sem hafa verið gerðar á blaðinu í þessum efnum kemur ekki frá almennum lesendum blaðsins eða almenningi í land- inu. Hún kemur úr innsta kjarna Sjálfstæð- isflokksins og frá áhrifamönnum í við- skipta- og atvinnulífi. Þó hefur dregið mjög úr henni á báðum vígstöðvum. Smátt og smátt munu þessir gagnrýnendur blaðs- ins einnig sjá, að þeir njóta sannmælis og sanngirni á síðum blaðsins ekkert síður en aðrir. En þeir þurfa nú að læra að vera samtíma sjálfum sér. Það er a.m.k. mikilvægt í stjórnunarstörfum! „Nútíma dagblað er ekki annað- hvort stuðnings- blað ríkisstjórnar eða í stjórnarand- stöðu... Nútíma dagblað tekur af- stöðu til mála, sem ríkisstjórn leggur fyrir hverju sinni... Á því kjörtímabili, sem nú er að hefj- ast munu lesend- ur Morgunblaðs- ins kynnast því, að blaðið mun hvorki styðja öll mál þeirrar nýju ríkisstjórnar, sem er í burðarliðnum né lýsa andstöðu við öll mál henn- ar, heldur taka afstöðu til þeirra hvers og eins, eft- ir því, sem tilefni er til.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.