Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995 23 SÍÐASTA myndin áður en Leif hélt til Noregs. búðirnar að mestu fullbyggðar. Fangaskálarnir voru þá 51 að tölu og hýstu til að byija með rúmlega 2000 gæslufanga. Fyrir stríð hafði fjöldi fanga náð yfir einn tug þús- unda og átti eftir að tífaldast áður en yfir lauk. Sachsenhausen var ekki einungis staður þar sem fjöldi sveltandi manna lét lífið vegna misþyrminga, harðneskjulegra æfínga og þræla- vinnu. Búðirnar gegndu lykilhlut- verki í fangabúðakerfi nasista. Framkvæmdastjórn búðanna var til húsa í Oranienburg, þar reis hverfí embættisbústaða SS-manna og þar voru gefnar út reglur fyrir fanga og verði þeirra og kveðnir upp dauðadómar. Haustið 1941 voru ekki færri en 1500 fangar teknir af lífí í hinu stórvirka „aftökuverk- stæði“ í Sachsenhausen, „hnakka- skotsvélinni". Þar voru reynd ný lyf á mönnum og þar voru gasklefar og brennsluofnar. Þar fóru fram einhvetjar fyrstu tilraunir með eit- urgas til múgmorða og fleiri nýj- ungar í drápstækni áttu rætur að rekja þangað. í hinni illræmdu tíg- ulsteinagerð búðanna mættu þús- undir örmagna fanga örlögum sín- um. Þegar leið á stríðið var fólk frá hernumdum löndum í austri og vestri í miklum meirihluta fanganna í Sachsenhausen. Þar voru and- spyrnumenn og sovéskir og breskir stríðsfangar, en einnig afbrota- menn af ýmsum gerðum og sígaun- ar og gyðingar á leið til útrýmingar- búða. Flestir fanganna voru þar vegna pólitískrar andstöðu en ekki sakir kynþáttar síns. Rúmlega helmingur þeirra 200 þúsund fanga sem var haldið þar á árunum 1938- 1945 dó úr hungri, sjúkdómum, vegna misþyrminga eða voru drepn- ir af ásettu ráði á skjótvirkari hátt. Tölur um þá sem beint eða óbeint voru drepnir í útrýmingarbúðum nasista hafa verið á reiki en al- mennt er talið að fjöldinn sé um átta milljónir manns eða ríflega þijátíu sinnum öll íslenska þjóðin. Leif Muller Haustið 1920 fæddist kaup- mannshjónum í Reykjavík sonur, sem skírður var Leif og fékk ættar- nafn föður síns - Miiller. Flest uppvaxtarár hans ríkti samfelld kreppa í Reykjavík. Foreldrar hans voru bæði norskfædd en kusu að leita gæfunnar á íslandi. Ef gæfan felst í auði tókst þeim ætlunarverk sitt á skömmum tíma og brátt varð faðir hans einn efnaðasti kaupaður landsins. Þegar Leif fæddist var fjöldi Is- lendinga rétt innan við 100 þúsund manns, þar af bjó tæplega fimmt- ungur í höfuðstaðnum sem þá var ekki aðeins stjórnsýslumiðstöð held- ur jafnframt einn helsti útgerðar- bær landsins. Þar snerist líf flestra á einn eða annan hátt um fisk. Drengurinn Leif Muller kynntist þó ekki fiski, nema sem krásum á matborði fjölskyldunnar. Uppeldi hans var miðað við að hann yrði kaupmaður og heldri borgari og ekkert annað. Þótt líf unga mannsins hafi ein- kennst af allsnægtum á sama tíma og alþýða bæjarins bjó við kröpp kjör, er ekki þar með sagt að það hafi sindrað af hamingju. Óllu frek- ar einkenndist það af „prússnesk- um“ aga hins stjórnsama föður, sem gerði t.d. hverja máltíð að sérstöku ritúali þar sem ekkert mátti út af bera. Leif taldi síðar að uppeldi sitt hafi ekki beinlínis verið heppilegur undirbúningur undir þá mannraun sem hann þoldi í fangabúðum nas- ista 1942-1945. Ef til vill skjátlað- ist honum þar. Hugsanlegt er að það hafi orðið honum til lífs að hann kunni að laga sig fljótt að aðstæðum, kunni að hlýða, án þess að spyrja, gat bognað án þess að brotna. Við nám í Ósló Sumarið 1938 hélt Leif til Nor- egs, hugur hans stóð reyndar til náms á Islandi, en ákvörðun föður hans var sú að hann færi á gamlan virtan skóla í Ósló sem gera átti unga manninn hæfan til þess að taka við verslunarrekstrinum þegar þar að kæmi. Hann var þá 17 ára, heldur umkomulaus, hlédrægur og óreyndur unglingur. Sennilega hef- ur hann gefíð heimsmálunum lítinn gaum þótt af nógu væri að taka á því herrans ári 1938: innlimun Austurríkis, sundurlimun Tékkósló- vakíu, borgarastríð á Spáni, kristal- snótt og Moskvuréttarhöld. Þrátt fyrir greinilegar ófriðarblikur héldu friðsamir borgarar Evrópuríkja krampakenndu taki í trúna á að friður myndi ríkja „um vora daga“, enda kepptust þjóðarleiðtogar við að gefa slík fyrirheit. Þann 3. september 1939, þegar Leif fagnaði 19 ára afmæli slnu ásamt foreldrum sínum í jámbraut- arlest í Noregi, barst þeim til eyrna útvarpsfrétt um að Bretar og Frakkar hefðu sagt Þjóðveijum stríð á hendur. Þessi frétt varð til þess að afmælisveislunni lauk áður en hún hafði hafist - hvernig mátti gleðjast við slík tíðindi? Lífíð hélt samt áfram, líkt og enginn tryði að stríð myndi ná til friðejskandi fólks í Noregi hvað þá á íslandi. Foreldrar hans tygjuðu sig skömmu síðar til heimferðar og Leif hóf bókhaldsnám samkvæmt áætlun. Síðar spurði hann sig þráfaldlega; „hvers vegna tóku þau mig ekki með heim?“ En ekkert svar, nema það sem fólst í annarri spurningu; „hvernig átti þau að gruna hvað byði mín?“ Hernám í apríl 1940 hernámu herir Hitl- ers Danmörk og Npreg og mánuði síðar tóku Bretar ísland. Hernám þessara landa setti líf þjóðanna úr skorðum þótt á misjafnan hátt væri. Frelsi íslands og Danmerkur til áframhaldandi samskipta var úr sögunni. Nokkru eftir hernám íslands, þann 10. maí 1940, var sem álaga- hjúp kreppunnar væri svipt af landsmönnum. Flestar vinnufúsar hendur fengu nóg að starfa, og þjóðin sem lengst af hafði búið við kröpp kjör á eyjunni sinni í miðju Norður-Atlantshafi varð skyndilega rík. Hún tókst á loft og sveif á gylltum skýjum velmegunar. Er- lendir hermenn breyttu yfirbragði þjóðlífsins, enda að vonum, þegar þeir voru flestir voru þeir nærfellt jafnmargir landmönnum. Þótt ekki væru allir sáttir við breytingarnar voru flestir sammála um að ein- hveiju mætti kosta til fyrir að kom- ast úr fátækt í velsæld. Upp úr miðjum degi mánudags 7. júlí 1941 fór að kvisast um Reykjavik sá orðrómur að Banda- ríkin hefðu sent flotadeild til ís- lands sem væri í þann mund að koma að landi. Síðdegis þann sama dag sáu bæjarbúar fyrstu skipin og fjölda sjóflugvéla sem höfðu fýlgt flotanum. Forvitnir Reykvíkingar þyrptust upp á þök eða skunduðu upp á Arnarhól og fylgdust andakt- ugir með þegar bandarískir land- gönguliðar stigu á land. Um kvöld- ið tilkynnti forsætisráðherra íslands um samning ríkisstjórnar sinnar við Bandaríkjaforseta um að Banda- ríkjamenn tækju að sér varnir landsins í stað Breta, sem hyrfu af landinu í áföngum. Óbreyttum íslendingum þótti hér hafa gerst undur og stórmerki enda höfðu við- ræður um yfírtöku Bandaríkjanna farið fram með mestu leynd og samþykki íslensku ríkisstjórnarinn- ar knúið í gegn með valdi hins sterka. Með komu Bandaríkjahers tók við nýr kafli í sögu þjóðarinn- ar, kafli sem enn er ekki lokið. Bandaríkjamenn voru, með óbein- um hætti, orðnir þátttakendur í stríðinu (5 mánuðum fyrir Pearl Harbor) og brestur var kominn í hlutleysisstefnu íslendinga. Ef til vill skiptu þessir atburðir sköpum fyrir örlög Leifs Mullers. Heim! Á öndverðu ári 1942 var hugur Leifs altekinn heimþrá, en að kom- ast þangað frá Noregi var hægara sagt en gert. Fyrir orð Vilhjálms Finsen ákvað hann að tefla örlögum sínum ekki í tvísýnu með ólöglegum flótta. Þess í stað hugðist hann nota klæki og fara með leyfi þýska hernámsliðsins til Svíþjóðar og það- an til Englands og heim. Framan af gekk allt að óskum. Hann fékk tilskilin leyfi og þegar fáeinar klukkustundir voru í að hann færi með lestinni til Stokkhólms virtist áætlunin ætla að ganga hnökra- laust. Fáir vissu um fýrirætlun hans, en of margir þó. Einn fárra var norskur vinur foreldra hans sem orðinn var háttsettur embættismað- ur í þjónustu nasista, annar var gamall skólabróðir íslenskur. Sá síðarnefndi hafði boðið honum og vinkonu hans, sem hafði sömu fyrir- ætlanir á pijónunum, í kaffi á fínu hóteli í Ósló þar sem þau sögðu „vini“ sínum frá fyrirætlunum sín- um af grandalausri einlægni. Hvor- ugt vissi þá að sá hinn sami þáði háar greiðslur frá Gestapo fyrir upplýsingar um hugsanlega óvini Þriðja ríkisins. Þegar Gestapo-menn komu til þess að ná í vinkonu hans gripu þeir í tómt, hún var farin og komst heim, en sama lánið lék ekki við Leif Mtiller. Hann var sóttur og fangelsaður. í átta mánuði var hann í fangelsi og fangabúðum í Noregi áður en hann var færður til Þýska- lands. Þangað var hann fluttur ásamt fjölda annarra fanga í lok júní 1943. Ein af mörgum spurning- um sem hrópuðu á svar í huga Leifs var; „hvað braut ég af mér?“ En þögnin hrópaði á móti, hvorki þá né síðar fékk hann að vita um sakargiftir. Að öllum líkindum var sökin sú að hann ætlaði að fara heim í gegnum óvinaríki. Auk þess litu þýsk stjórnvöld svo á að ísland hafí hafnað hlutleysisstefnu sinni með formlegri ósk um að Banda- ríkjamenn tækju að sér hervernd landsins. Hann ætlaði því ekki að- eins að fara heim í gegnum óvina- land, heldur heim til óvinalands; fýrir minna mátti refsa. í fangabúðum „Út með ykkur letidýr!" voru fyrstu orðin sem hann heyrði þegar lestardyrnar voru opnaðar á járn- brautarstöðinni í Oranienburg. Mið- að við það sem hann átti eftir að reyna í Sachsenhausen var slík skipun eins og hver önnur barna- gæla. Hvemig gat 22 ára ung- menni boðið í grun hvað beið hans handan við hliðið sem krýnt var vísdómsorðunum „Arbeit macht Frei“? Unga manninum fannst áletrunin einkennileg. En hvers vegna? Hann átti eftir að komast að því. Hann átti eftir að kynnast nauðungarvinnu þúsunda og aftur þúsunda félaga sinna fyrir þýsk fýrirtæki sem greiddu SS fyrir vinnuafl þeirra samkvæmt staðli sem hét á viðskiptamáli „Durc- hschnittliches Lebensdauer 9 Mon- ate“. (meðallífaldur 9 mánuðir) Hann átti eftir að kynnast „göngu- brautinni" þar sem tilraunir voru gerðar á slitþoli skóbúnaðar, skurðgreftri og tígulsteinaverk- smiðjunni. Hann kynntist einnig starfi kalfaktors á Revier og í Schonungsbröggunum. Hann kynntist sjúkdómum: Blóðkreppu- sótt, taugaveiki, húðsjúkdómum og útbrotum. Hvernig var líka annað hægt á stað þar sem „matborðin“ voru jafnan svört af salernisflugum, þar sem maturinn var naumt skammtaður og af honum lagði fnyk sem svínum hefði hryllt við, þar sem fangar lágu í margi'a ára gömlum líkamsvessum frá sér og öðrum. Þar sem lík hrönnuðust upp þegar ofnarnir höfðu ekki undan. Á stað þar sem stirndi á ekkert nema grimmdina í augum nasistanna og gljáfægð stígvél þeirra. Hann kynntist líkflutningum niður í kjall- ara þar sem gull var dregið úr tönn- um áður en ofnarnir tóku við — áður en grár reykur og sæt brækju- lykt flutti þeim sem eftir lifðu síð- ustu kveðjuna. Hann komst að raun um að lífvænlegustu störfín voru þau sem óhugnanlegast var að vinna. Hann reyndi á sjálfum sér hvernig flestar venjulegar tilfinn- ingar hurfu fyrir þeirri einu þrá að lifa\ Hann kynntist því hvernig það var að þurfa að velja á milli þess að þurka út flestar mannlegar til- finningar, beygja sig bljúgur fyrir valdinu, kyssa vöndinn, eða deyja. Hversu lengi er hægt að halda í lífsþrána við slíkar aðstæður? Leif Mtiller lifði af - í á þriðja ár. Hann lifði af, en... Leif Mtiller lifði af, já, en hann kostaði miklu til. Hann var einn Islendinga til frásagnar um vistina í fangabúðum nasista, og þurfti því ekki aðeins að burðast með hræði- legar minningar, heldur mætti hon- um algjört skilningsleysi samlanda hans þegar heim kom. Hvernig mátti það líka vera að fólk sem notið hafði svo mjög góðs af stríð- inu, uppbyggingar og vörugnóttar, eins og þjóð hans hafði gert, þjóð sem talaði um „blessað stríðið“ vegna þess að það hafði gert hana ríka, gæti skilið harmsögu hans. Þegar hann reyndi að skýra löndum sínum frá lífinu í Inferno nasista blasti við honum sú staðreynd að fólk vildi fá fyrirfram gefna svart- hvíta mynd af hetjum og bófum, af samhygð hinna þjáðu, ef til vill kryddað lýsingum á mætti trúarinn- ar. Slíkar lýsingar gat maður sem hafði týnt barnstrúnni, einmitt vegna þessarar reynslu sinnar, ekki gefíð. Það sem hann hafði að segja var: „Við vorum eins og skepnur, lifðum eins og skepnur, og hlýddum eins og skepnur. Öðruvísi værum við ekki til frásagnar. Því miður." Eftir vistina settu fangabúðaein- kenni mark sitt á heilsu hans, þótt honum tækist að koma vel undir sig fótum efnalega og félagslega: taugaveiklun, önuglyndi, óróleiki, minnisleysi, einbeitingarerfiðleikar, tilfínningalegt ójafnvægi, dapurleiki og sálræn vanlíðan, svefntruflanir, þreyta, vanmetakennd og framtaks- leysi. Allt eru þetta vel þekkt ein- kenni þeirra sem sluppu lifandi úr fangabúðum nasista. Leif Mtiller varð aldrei samur eftir. Eitt lítið dæmi skýrir ef til vill vel hvemig slík vist getur breytt hegðunar- mynstri á skýran en afgerandi hátt þótt í litlu sé. Leif Mtiller gat aldrei vanið sig af því að geyma fötin sín við rúmgaflinn meðan hann svaf. í fangabúðunum var nauðsynlegt að hafa fötin innan seilingar því mikið gat oltið á að vera fljótur í þau ef eitthvað kom upp á. Þrátt fyrir margítrekaðar óskir konu sinnar um að láta af þessum vana gat hann aldrei orðið við því. Svo djúpt hafði óttinn grópað sig í undirmeðvitund hans að honum fannst hann ekki öruggur nema fötin væru við gafl- inn, „ef eitthvað skyldi koma uppá.“ Eftir reynslu sína þoldi hann ekki að heyra þýsku talaða. Feg- urstu ljóð urðu að hreinum óskapn- aði í eyrum hans ef þau voru flutt á þýsku, máli Goethe og Schillers. Allt sem minnti á Þýskaland olli honum óþægindum, jafnvel punkt- arnir tveir yfir u-inu í ættarnafni hans. Þá rakti hann til þýsks upp- runa föðurættar sinnar - það olli honum kvöl og um hann fór hrollur ef hann var inntur eftir því. Það var því himinhrópandi yfírlýsing sem þessi hægláti, grandvari og agaði maður gaf fljótlega eftir að hann var laus úr ánauðinni, þegar hann fjarlægði punktana tvo og nefndi sig Muller. Hvers vegna? Hvað fær menn til slíkra voða- verka sem Leif Muller kynntist svo átakanlega í Sachsenhausen? Hvað fékk fjölskyldufeður, sem gátu vart drepið flugu heima hjá sér, án þess að vikna, til að breytast í ómennska böðla? Hvað fékk siðprúða lækna sem svarið höfðu Hippokratesareið- inn til þess að stunda „rannsóknir“ á varnarlausum föngum; rannsókn- ir sem áttu ekkert skylt við vísindi og höfðu vart annan tilgang en að svala kvalalosta. Saga Leifs Muller hrópar á svör. En svörin eru ekki aðeins að finna í fortíðinni heldur í okkar eigin samtíð. Hvert eitt níð- ingsverk sem sagan geymir frá fangabúðum „herraþjóðarinnar" á sér samnefnara. Munurinn liggur ekki í skefjalausum hrottaskap heldur í umfangi hans. Hann liggur í magni þess hugvits og þeirrar tækni sem beitt var til þess að hrinda í framkvæmd vitfirrtri áætl- un um kynþáttahreinsun; Endlös- ung und Lebensraum. (lokalausn og lífsrými) Sagt er að tíminn græði öll sár og hjálpi fólki að gleyma. Þau sár eru þó til sem hvorki má græða né gleyma. Ekki vegna fortíðarinnar og þeirra sem eru horfnir á braut, heldur vegna okkar sem nú lifum og þeirra sem munu lifa. Saga Leifs Muller er ákall til afkomenda hans sem bera Mullers-nafnið að gleyma aldrei harmleiknum sem lá að baki hljóðbreytingunni þegar Mtiller breyttist i Muller. Hún er ákall til okkar sem lifum í kvöldroða 20. aldar, að gleyma aldrei hinni kyn- hreinu grimmd. 1. Býr Íslendingur hér? Minningar Leifs MuUer bls. 186. AHar myndir í greininni eru úr bók Garð- ars Sverrissonar, Býr Íslendingur hér? Höfundur er sagnfræðingur og stundar rnnnsóknir og kennslu í Berlín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.