Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 16/4 - 22/4 ►ÁTTA hundruð og sjö- tíu börn taka þátt í Andr- ésar andar leikum á Akur- eyri. Að fararsljórum og foreldrum meðtöldum eru gestir skíðamótsins um 1.500. ►VETURINN sem kvaddi í vikunni var óvenju kald- ur um mestallt land. í Reykjavík hafa vetrar- mánuðirnir desember til mars ekki verið jafnkaldir frá 1920. Meðalhitinn var -1,8 stig, sem er 1,7 stigum undir meðalhita 1961-90. Næst þessu kemur vetur- inn 1978-79 en þá var meðalhiti -1,7 stig. Vetur- inn 1919 til 1920 var með- alhiti -2,2 stig. ►FJÓRIR Bretar Iuku leiðangri sínum þvert yfir landið á þriðjudagskvöld. Þeir komu á áfangastað að Gerpi 46 dögum frá upphafi ferðarinnar og 10 dögum á undan áætlun. Fjórmenningarnir ætla að nota nokkra daga til að skoða þekkta ferða- mannastaði á Islandi áður en þmr halda heim. ►JÓHANN Hjartarson er efstur eftir 3. umferð Skákþings Norðurlanda með 2 1/2 vinning. Næstir koma þeir Jonathan Tisd- all og Lars Bo Hansen með 2 vinninga hvor. ► VERÐBRÉF AS AL A rikissjóðs á innlendum lánsfjármarkaði hefur gengið afar illa það sem af er þessu ári og hefur engan veginn náð að mæta innlausn á ríkisverðbréf- um. Hún er veruleg, ekki síst vegna þess að vaxandi hluti lánsfjáröflunar ríkis- sjóðs hefur færst úr lang- tímaverðbréfum eins og skuldabréfum ríkissjóðs í ríkisvíxla. Ný stjórn NÝ ríkisstjóm tekur væntanlega við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa skipt ráðuneyt- um á milli flokkanna og staðfest sjóm- arsáttmála. í stjómarsáttmálanum er gengið út frá því að stöðugleiki í efnahagsmálum verði varðveittur og jöfnuði viðhaldið í ríkisfjármálum. Hann kveður á um að atkvæðisréttur verði jafnaður, hús- næðiskerfmu breytt, þjóðareign á fiskimiðum verði bundin í stjórnarskrá og valfrelsi í lífeyrismálum verið aukið. Flokkarnir hafa þar að auki komið sér saman um að búvörusamningurinn verði endurskoðaður, lögum um Lána- sjóð íslenskra námsanna verði breytt og skattkerfísbreytingar dragi úr jaðarskattheimtu. Ráðherrar hafa enn ekki 'verið valdir í ríkisstjórnina. Smáskífa Bjarkar FYRSTA smáskífan af væntanlegri breiðskífu Bjarkar Guðmundsdóttur kemur út á mánudaginn hér á landi. Smáskífan heitir heitir Army of Me og verður í tveimur útgáfum. Annars veg- ar venjuleg útgáfa lagsins með þremur aukalögum og hins vegar útgáfa með lagið hljóðblandað af bandarísku hljóm- sveitinni Beastie Boys. Dagblöðum safnað saman BORGARRÁÐ hefur samþykkt að gera tilraun til að safna saman gömlum dagblöðum í Reykjavík. Tuttugu gám- um verður komið fyrir nálægt verslun- arkjörnum í borginni og stærri gámum í Breiðholtshverfum. Borgarverkfærð- ingur gerir að tillögu sinni að ílát og gámar verði græn og öll merkt Reykja- víkurborg og Sorpu. Atvinnuleysi RÚMLEGA 8.200 manns voru að með- altali skráðir atvinnulausir í mars og jafngildir sá fjöldi 6,4% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Atvinnu- lausum fjölgar um 957 frá mánuðinum á undan en í febrúar nam atvinnuleys- ið 5,7% af áætluðum mannafla á vinnu- markaði. Atvinnuleysi nú í mars er einnig meira en í sama mánuði í fyrra og munar þar 357 manns. Mannskæðasta hermdarverk í sögn Bandarí kj anna GÍFURLEGA öflug bílsprengja sprakk við hús alríkisstjórnarinnar í jOkla- homa-borg í Bandaríkjunum á miðviku- dagsmorgun og lagði stærstan hluta þess í rúst. Enn er ekki ljóst hversu margir fórust en rúmlega áttatíu lík hafa fundist og á annað hundrað manna er saknað. Meðal hinna látnu eru 12 böm en dagheimili fyrir böm starfsfólks var í húsinu sem hýsti auk þess ýmsar opinberar skrifstofur og útibú alríkisstofnana. Um 500 manns störfuðu í byggingunni. Mikil skelfing hefur gripið um sig í Bandaríkjunum vegna hermdarverks- ins, sem er hið mannskæðasta í allri sögu Bandaríkjanna. Fordæmdi Bill Clinton Bandaríkjaforseti það harðlega, sagði að tilræðismennirnir væra „við- bjóðslegir hugleysingjar" og hét því að þeir yrðu kiófestir. Sagði Janet Reno, dómsmálaráðherra, að stjómvöld myndu krefjast dauðarefsingar yfír þeim seku. Tveir hvítir menn vom handteknir á föstudag, grunaðir um aðild að sprengj- utilræðinu. Eru þeir félagar í samtök- um herskárra nýnasista, sem leggja fæð á stjómvöld. ERLENT ►SAMNINGUR Kanada og Evrópusambandsins um grálúðuveiðarnar við Nýfundnaland er orðinn að miklu, pólitísku hita- máli á Spáni. Kanadamenn og ESB fögnuðu sam- komulaginu, sem náðist um síðustu helgi, sem miklum sigri en það er talið móta nýja stefnu ábyrgrar veiðistjórnar. ►FRAKKAR lögðu á þriðjudag til að öryggis- ráð Sameinuðu þjóðannan samþykkti nýja ályktun um Bosníu sem kvæði á um framlengingu vopna- hlés. Segjast Frakkar ekki eiga annars úrkosta en að kalla friðargæslulið sitt heim, verði vopnahléið ekki staðfest. ►EVRÓPA og Norður- Amerika ættu að samein- ast um eitt fríverslunar- svæði við Norður-Atlants- haf, TAFTA, að mati Klaus Kinkels, utanríkis- ráðherra Þýskalands. ►JOSE Maria Aznar, leið- togi stjórnarandstöðunnar á Spáni, slapp með minni háttar meiðsl er sprengja sprakk nærri bíl hans á miðvikudag. Er aðskilnað- arsamtökum Baska, ETA, kennt um tilræðið. ►ÍBÚAR Yokohama í Japan urðu í tvígang fyrir gastilræðum í vikunni, á miðvikudag og föstudag. Enginn lét lífð í árásunum. FRÉTTIR Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir GIRNILEGIR ávextir freistuðu gesta Garðyrkjuskólans að Reykjum á sumardaginn fyrsta. ______________________________ I Fjölmenni » á sýningu Garðyrkju- skólans j Hveragerði. Morgunblaðið. i GÍFURLEGUR fjöldi fólks lagði ’ leið sína í Garðyrkjuskóla ríkis- ins að Reykjum í Olfusi á sumar- daginn fyrsta. Talið er að rúmlega 6.000 manns hafi heimsótt skólann en þennan dag buðu nemendur skólans til sýningar. Nemend- urnir, sem eru 46 í vetur á fjór- ) um brautum, kynntu starfsemi skólans og leyfðu gestum skól- ans að kynnast því hvað þeir eru » að fást við á sviði umhverfis- og garðyrkjumála. Um leið gafst fólki kostur á því að skoða þann fjölbreytilega gróður sem þarna er. í gróður- skála skólans blómstra nú fjöl- margir runnar og tré sem fæst- ir þrífast utandyra hér á landi og því vakti þessi litfagri gróður ’ verðskuldaða athygli gesta. í ) öðru gróðurhúsi mátti síðan sjá ýmsar suðrænar plöntur svo sem banana-, apelsínu- og kaffi- tré ásamt risavöxnum kaktusum sem vöktu óskipta lukku yngri kynslóðarinnar. Nemendur Garðyrkjuskólans halda sýningu sem þessa annað hvert ár og fjölmargir fastagest- ir líta á sýninguna sem ósvikinn vorboða enda greinilegt að gest- ir voru í sumarskapi þrátt fyrir norðanstrekkinginn úti fyrir. j Búsetuþróun frá 1880 til 1990 Kort yfiralla sveitabæi á íslandi SVISSLENDINGURINN Martin Schuler hefur skrifað bókina Bú- setuþróun á íslandi 1880-1990 sem Landmælingar íslands, Byggða- stofnun og Hagstofa íslands gefa sameiginlega út um þessar mundir. Hann er nú staddur á íslandi og mun flytja fyrirlestur um efni bók- arinnar á vegum sagnfræðistofnun- ar Háskóla Islands í Odda miðviku- daginn 27. apríl klukkan 17:00. „Bókin er gagnasafn um búsetu- þróun á íslandi á tímabili þegar mestu breytingar urðu á búsetu í landinu í sögu þjóðarinnar," sagði Schuler í samtali við Morgunblaðið. „Gögnin ná frá 1880 til 1990. í upphafí tímabilsins bjuggu um 80% íslendinga í dreifbýli en í lok þess aðeins 8%; íbúum í dreifbýli hafði fækkað úr 60.000 í færri en 20.000. Uppistaða bókarinnar er litrík kort af öllum sýslum landsins þar sem allir sveitabæir í landinu eru merktir með punkti. Kortunum fylgja 300 síður af töflum þar sem bæir, býli og hús í dreifbýli eru tal- in upp. Fjöldi íbúa við manntöl á þessu tímabili kemur fram og þess er getið hvenær húsin stóðu auð.“ Shluler sagði að bókin ætti erinái til allra sem hefðu áhuga á byggðasögu landsins, sérfræðinga, nemenda og fræðimanna sem fást við samanburðarrannsóknir á byggðaþróun. Áhugi á íslandi Áhugi Shculers á íslandi vakn- aði á unga aldri. „Það var til mynda- bók um ísland á heimilinu og ég skoðaði hana tímunum saman. Eg ferðaðist um landið í átta vikur þegar ég var við háskólanám sum- arið 1970 og ákvað þá að skrifa lokaritgerð mína í landafræði um brott- flutninga frá Austur- Barðastrandasýslu og þremur héruðum í Ár- nessýslu, Villinga- hreppi, Hraungerðis- hreppi og Skeiða- hreppi. Ég ætlaði síðan að stækka verkefnið og skrifa doktorsrit- gerð um búsetuflutn- inga á öllu landinu en það varð ekki af því. En ég losnaði ekki við hugmyndina og hóf vinnu við söfnun gagna árið 1984. Eg ætlaði í upphafi bara að gera búsetukort sem Landmælingar unnu en síðan var ákveðið að láta töflurnar fylgja kortunum og þá varð verkefnið mun viðameira. Eg safnaði gögnum úr manntölum, byggðasögum og öðrum skjölum sem gátu komið mér að gagni. Ég vann verkið í frístundum og var lík- lega samtals um eitt ár á íslandj í mörgum mislöngum ferðum. Ég sótti um styrk úr Vísindasjóði árið 1989 og hlaut hann. Ég lauk við verkefnið 1992. Það tók þijú ár að ganga frá bókinni til útgáfu á íslandi. Ég komst að raun um að það er erfitt að vera erlendis ef hlutirnir eiga að ganga snurðulaust fyrir sig. Við vinnslu bókarinnar kynntist ég mörgu góðu fólki, ekki síst á landsbyggðinni. Það var mér innanhandar og ég lærði margt af því.“ íslandskafla ekki lokið —Er þessum íslands-kafla í lífi þínu nú lokið? „Nei, ég á örugglega eftir að skrifa fræðirit- gerðir byggðar á gögn- unum sem ég safnaði i saman í bókina. Og áhuga mínum á íslandi i og Islendingum hefur | ekki linnt. Ég þekki landið vel, hef ferðast um það þvert og endi- langt, klifið flesta þekkta íjallatinda og farið inn á jökla. En ég þekki fólkið í land- inu síður þótt ég tali íslensku og hafi eign- j ast nokkra vini og kunningja. Aðstæður íbúanna sem byggja j þetta hijóstuga land heilla mig. Við hvaða aðstæður hafa þeir búið í sveit og hvað tekur við þegar þeir flytjast í sjávarþorpin eða til Reykja- víkur? Straumurinn til Reykjavíkur heldur áfram en það geta ekki allir landsmenn búið þar, Island væri þá ekki lengur sama landið. Hvemig er hægt að koma í veg fyrir að sjáv- j arþorpin fari í eyði? Rétt mynd af búsetuþróuninni síðustu hundrað 1 árin getur vonandi hjálpað til við I að svara þeirri spurningu.“ Martin Schuler er fæddur 6. des- ember 1946 í Sviss. Hann lagði stund á landafræði í háskólanum í Zurich og var kennari í nokkur ár áður en hann sneri sér alfarið að skipulagsmálum. Hann hefur starf- að hjá IREC-stofnuninni (Institut de Recherche sur l’Environnement í Construit) í Lausanne síðan 1981 1 og er einnig ráðgjafi ýmissa ríkis- stofnana, þar á meðal hagstofunnar * í Bern, um þróunar- og skipulags- mál. Martin Schuler

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.