Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995 9 FRÉTTIR Jóhann mætir Tisdall í dag JÓHANN Hjartarson teflir við Jon- athan Tisdall frá Noregi í síðustu umferð aukakeppninnar um sæti á millisvæðamóti. Daninn Lars Bo Hansen mætir Piu Cramling, Svíþjóð og Heigi Ólafsson teflir við Rune Djurhuus, Noregi. Staðan á mótinu þegar tveimur umferðum var ólokið var þessi: 1. Jóhann 2Vi v. 2. Tisd- all 2 v. 3. Hansen 2 v. 4. Djurhuus Vh v. 5. Pia Cramling Vi v. 6. Helgi j Ólafsson Vi v. Tisdall nægir að vera jafn Jó- hanni að vinningum, því hann var hærri á stigum á Norðurlandamótinu sjálfu. Hins vegar dugar Jóhanni að verða jafn Lars Bo Hansen. Næstsíð- ustu umferð mótsins átti að tefla á laugardagskvöld. Það fer fram á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún. Umferðin í dag hefst kl. 13. Þegar tvær umferðir eru ótefldar á minningarmótinu um Mikhail Tal í Riga í Lettlandi stendur Gary Ka- sparov langbest að vígi. Hann hefur 6 v. af 8 mögulegum og á eftir að tefla tvær skákir. Vasilí Ivantsjúk frá Úkraínu hefur einnig 6 v. en á aðeins eina skák eftir. Indverjinn Anand er þriðji með 5 v. og tvær skákir ótefldar. -----♦-------- Tónleikar í Skálholti Selfossi. Morgunblaðið. KÓR Fjölbrautaskóla Suðurlands heldur tvenna tónleika nú um helg- ina. Fyrri tónleikarnir voru í Selfoss- kirkju í gær en þeir síðari verða á sunnudag í Skálholtskirkju klukkan 17.00. A söngskránni eru íslerisk og er- lend lög, þjóðlög og kirkjutónlist. Fyrirhugað var að halda kóramót í Skálholti nú í vor en vegna kennara- verkfalls féli það niður en kór Fjöl- brautaskólans náði að halda sínu striki með æfingar og mun flytja þau lög sem ætluð voru kóramótinu. I kórnum eru 60 kórfélagar og mik- ið starf er á hveijum vetri í kringum sönginn í skólanum. Nemendur sem taka þátt í kórstarfi fá það metið til eininga í skólanum. Stjórnandi kórsins er Jón Ingi Sigurmundsson og undirleikari Vignir Þór Stefánsson. Kristjana Stefánsdóttir syngur einsöng á tón- leikunum bæði með kórnum og sjálf- stætt. -----♦ ♦ ♦----- Sigmund í frí HLÉ verður á skopmyndum Sig- mund fram i miðjan maí, þar sem teiknarinn verður í fríi þennan tíma. -----♦ ♦ ♦----- Þær Rannveig, Helena og Hafdís fóru á fitubrennslunámskeið fyrir einu ári. Samtals misstu þær 38 kíló og hafa haldið þeim árangri. Komdu og vertu með á þessu frábæra námskeiði. Flestar ná að missa 5-10 aukakíló og læra að halda þeim árangri varanlega! t 3lefot2.maL Þjálfun 3-5x í viku Fitumælingar og viktun Matardagbók Uppskriftabæklingur að fitulitlu fæði Mappa m. fróðleik og upplýsingum Mjög mikið aðhald Vinningar dregnir út í hverri viku Frítt 3ja mán. kort fyrir þær 5 samviskusömustu! Framhaldshópur - fyrir allar þær sem hafa verið áður á námskeiðunum okkar. Nýtt fræðsluefni. Mikið aðhald. Morgunhópur Daghópur Kvöldhópar Barnagæsla Skráning í síma 68-98-68 ÁGÚSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 689868 8-vikna fitubrennslunámskeið -6 kg -20 kg -12 kg Messa í Digra- neskirkju MESSAÐ verður í Digraneskirkju í dag, sunnudag, eins og hér segir: Barnaguðsþjónusta verður klukkan 11. Guðsþjónusta verður klukkan 14. í tilefni af 300ustu Raynor hurðinni uppsettri á íslandi VERKVER j 1 1 1 bjóða Raynor og Verkver nú 1 5% afslátt af öllum bílskúrshuröum pöntuðum fyrir 28. apríl VerSdæmi: FulningahurS 21 3 x 244 cm lcr* 55.005,-. Innifalið í verði eru brautir og þéttilistar. 1 H BYGGINGAVÖRUR Siðumúla 27, 108 Reykjavik S 581 1544 • Fax 581 1545

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.