Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
BREF TIL BLAÐSIINJS
SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995 39
Suðvestur-
landskjör-
dæmi skal
það heita
Frá Frá Gesti Sturlusyni:
í NÝAFSTÖÐNUM kosningum til
alþingis var í hinu nýstofnaða
bæjarfélagi (þ.e. Keflavík, Njarð-
vík og Höfnum) kosið um nafn á
þessu nýja bæjarfélagi. Var kosið
um tvö nöfn, Suðurnesbæ og
Reykjanesbæ. Voru íbúar þessara
plássa lítt hrifnir af þessum nöfn:
um, sem kannski er varla von. í
það mál blanda ég mér ekki. En
það er annað, sem ég vil hér minn-
ast á, nafnið á kjördæmi því, sem
áðumefnt byggðarlag er í, þ.e.
Reykjaneskjördæmi. Þetta nafn á
kjördæminu er alveg út í hött,
þegar betur er að gáð. Helstu rök
mín eru þessi: Reykjanesið, sem
kjördæmið er kennt við, er ekki
nema lítill hluti kjördæmisins og
mikill meirihluti íbúa kjördæmisins
býr utan Reykjanesskagans, þ.e.
íbúar Hafnarfjarðar, Garðabæjar,
Kópavogs, Seltjarnamess og Mos-
fellsbæjar og svo eru tveir fjöl-
mennir sveitahreppar til viðbótar,
Kjalames og Kjós.
En hvað á þetta kjördæmi að
heita, mun spurt verða. Því er fljót-
svarað, Suðvesturlandskjördæmi.
Þetta liggur í augum uppi. Allt
þetta kjördæmi er í sunnlendinga-
fjórðungi og hefur alltaf verið. Til
forna náði fjórðungurinn allt að
Hvítá í Borgarfirði. Þegar allt þetta
er athugað, finnst mér ekki annað
nafn koma til greina en Suðvestur-
landskjördæmi.
GESTUR STURLUSON,
Hringbraut 50, Reykjavík.
Ftðeins pað 6esta ncest þér
62-62-62
Fylgstu meb í
Kaupmannahöfh
Morgunblabib
fæst á Kastrupflugvclli
og Rábhústorginu
Htor0ntnhliibih
-kjarni málsins!
„Sá yðar sem
syndlaus er...“
Frá Örnólfi Thorlacius:
NOKKUR skrif hafa undanfarið
spunnist út af borgaralegri ferm-
ingu. Meðal annars er ráðist all-
harkalega á Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur borgarstjóra í lesenda-
bréfi sem birtist í Morgunblaðinu
á sumardaginn fyrsta. Lífsreglum
hennar er lýst í fyrirsögn og í grein-
inni sem „ókristilegum“ og að-
standendur borgaralegrar ferming-
ar fá upp til hópa einkunnina „trú-
leysingjar“.
Þar sem sum barnabörn mín
hafa kosið að fermast borgaralega
- en önnur leitað til kirkjunnar -
hef ég kynnst nokkuð þeim mark-
miðum sem liggja til grundvallar
báðum gerðum fermingar. Ég leyfi
mér að staðhæfa að ekkert í þeim
undirbúningi sem börnin fá að
borgaralegri fermingu brýtur í
bága við kristilegt siðgæði. Það er
bara ekki vafið inn í fornar helgi-
sagnir kristinnar kirkju, sem sumar
hveijar koma siðgæði ekkert við.
Sonardóttir mín sat í skóla í
kristnifræðitímum þar sem kennar-
inn var jafnframt prestur í sókn
hennar. Þegar hann rakti nokkurra
árþúsunda gamla þjóðsögu gyðinga
um sexdagasköpun heimsins
hreyfði hún athugasemdum og
benti á að vísindi nútímans stað-
festu annað. Presturinn bauð henni
að taka skýringu biblíunnar gilda.
Hún kaus að fermast borgaralega
og tel ég hana mann að meiri fyrir.
Ég fæ ekki séð í hveiju það þjón-
ar kristilegu siðgæði að spyrða
kærleiksboðskap Krists saman við
heimsmynd sem vissulega átti rétt
á sér á dögum Abrahams en er nú
ámóta trúverðug og sagan um Ask
og Emblu. Raunar virðist mér að
margir prestar séu í hjarta sínu
sammála mér í þessu efni.
Það eru margar ástæður fyrir
því að börn (eða aðstandendur
þeirra) kjósa borgaralega ferm-
ingu. Éflaust er trúleysi ein af þess-
um ástæðum og ekkert við því að
segja. Við búum við trúfrelsi og
höfum því fullan rétt á að hafna
öllum trúarbrögðum.
í hÓDÍ beirra sem fermast bore--
aralega eru jafnan börn aðfluttra
foreldra sem alist hafa upp við
önnur trúarbrögð en við, en mikla
fordóma þarf til að stimpla allt
þetta fólk sem trúleysingja. Einnig
er þar að fínna fólk sem aðhyllist
siðgæðisboðskap Krists án þess að
vilja kokgleypa með honum margra
árþúsunda heimsmynd og aðrar
bábiljur sem mér sýnist því miður
að sumir prestar ætlist enn til að
menn játist bókstaflega undir.
Sjálfur fermdist ég fyrir hálfri
öld í Ljósavatnskirkju hjá umburð-
arlyndum presti, síra Þormóði Sig-
urðssyni, sem kenndi mér að greina
boðskapinn frá bókstafnum. Fyrir
það er ég honum ævinlega þakklát-
ur. Og enginn skyldi taka orð mín
þannig að ég sé á móti kirkjulegri
fermingu. Eg aðhyllist þann sið-
gæðisboðskap sem boðaður er í
kristinni trú en er í mörgu ósam-
mála heim umhúðum sem sumir
boðendur hans virðast telja megin-
atriði. Ég leyfi mér að staðhæfa
að hægt er að koma þeim boðskap
til skila umbúðalaust og tel að það
hafi tekist með borgaralegri ferm-
ingu.
Borgarstjóri liggur undir ámæli
fyrir að „nota stöðu sína og Ráð-
húsið til að efla trúleysi og leggja
ungu fólki ókristilegar lífsreglur"
með því að lána húsið undir borg-
aralega fermingu. Kirkjuleg ferm-
ing fer fram í húsakynnum sem
flest eru reist fyrir almannafé og
hef ég ekkert út á það að setja.
Hvers vegna á þá að meina þeim
um aðgang að opinberu húsnæði
sem kjósa aðrar leiðir til að búa
ungmenni undir lífið?
Að mínu mati birtist boðskapur
Krists mun frekar í umburðarlyndi
hans en því hvort hann var getinn
af heilögum anda eða sté niður til
Heljar. Bið ég þá sem telja sig
þess umkomna að brigsla öðrum
um „ókristilegar lífsreglur“ að
leiða hugann að þeim orðum hans
sem vitnað er til í fyrirsögn þessa
pistils.
ÖRNÓLFUR THORLACIUS,
Bjarmalandi 7,
Roxrlnoinlr