Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR Sólt til sigurs í lokarímmu fyrirHM WwwWí % Morgunblaðið/Kristinn Fyllt upp í síðustu götin AÐ mörgu ber aö hyggja í undirbúningi Ifðs fyrir heimsmeist- arakeppní. Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur að undanförnu lagt áherslu á að slípa leik íslenska llðslns og reynt að fylla í götin. Heimsmeistarakeppnin í hand- knattleik hefst eftir hálfan ^mánuð og hefur komið fram að markmið íslenska hópsins er að hafna í einu af sjö efstu sætunum og tryggja þannig þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Atlanta í Bandaríkjunum á næsta ári og í heimsmeistarakeppninni í Japan 1997. Undirbúningurinn er á loka- stigi og lítur Þorbergur Aðal- steinsson, landsliðsþjálfari, á síð- ustu landsleikina sem eins konar forleik að því sem koma skal. Fínpússning „Skipulagið þessa dagana tekur mið af sjálfri heimsmeistara- keppninni,“ sagði Þorbergur við Morgunblaðið en lið leika mest níu leiki í HM. Þar er ísland í A-riðli með Bandaríkjunum, Túnis, Ung- veijalandi, Suður-Kóreu og Sviss og mætir þeim í sömu röð en fjög- ur efstu liðin halda áfram í 16 liða úrslit og þar með hefst útsláttar- keppni. „Við byijuðum á tveimur leikj- um við Japan, síðan tveir æfinga- leikir við Dani, fjögurra Iiða mótið í Danmörku í næstu viku og tveir leikir við Austurríki um næstu helgi. Við förum í þessa leiki með aðalkeppnina í huga en reyndar er munurinn sá að í þessum lo- kaundirbúningi leyfíst okkur að gera mistök sem ganga ekki í HM. Tilgangurinn með þessum leikjum er jafnframt sá að bæta okkur á allan mögulegan hátt, slípa leik liðsins og sérstaklega sóknarleik- inn til að hann verði eins góður og mögulegt er þegar úrslita- stundin rennur upp.“ Ekkert á óvart Islendingar áttu ekki í erfiðleik- um með Japani fyrir páska og þeir hafa haft betur gegn Dönum undanfarin ár, gerðu reyndar 39:39 jafntefli í 3x30 mínútna æfingaleik á föstudagskvöld þar sem þjálfari Dana réð vamarleik íslenska liðsins, en hafa ekki sótt gull í greipar Svía. Þorbergur sagði að þó möguleiki væri á að mæta bæði Dönum og Svíum í HM væri gott að leika gegn þeim svona skömmu fyrir átökin í maí. Samskiptin hefðu alltaf verið góð, menn vissu að hveiju þeir gengju og ekkert kæmi á óvart. „Ég, Bengt Johansson, þjálfari Svía, og Ulf Schefvert, þjálfari Dana, gjörþekkjum leik hvers ann- ars. Þeir vita hvað ég hugsa og ég veit hvað þeir eru að gera. Það kemur ekkert á óvart en stöðugt er verið að reyna að koma með eitthvað nýtt sem getur breytt gangi leiksins. Við byijum gegn Svíum í Biku- benmótinu á mánudagskvöld og ljóst er að við höfum legið töluvert á eftir þeim. Við ætlum að reyna að minnka það bil, keyra á fullum krafti og mætum þeim fullir sjálf- strausts. Ef við töpum verður það ekki vegna andlega þáttarins held- ur vegna þess að þeir eru betri.“ Á þriðjudagskvöld verður leikið við Dani sem eru með kunnugan hóp eins og Svíar. „Við höfum haft mjög gott tak á Dönum á undanfömum árum og þó þeir séu stöðugt að bæta sig er ætlunin að halda sömu tökum og fyrr. Við ljúkum keppni í mótinu með leik gegn Pólveijum á fimmtudags- kvöld en þeir eru óþekkta stærðin í þessu dæmi. Hins vegar liggur fyrir að við förum í þetta mót til að sigra.“ ÚRSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir aðfaramótt laugardags: Atlanta - Detroit........128:111 92:99 Cleveland - Milwaukee ....103:82 ..107:106 Philadelphia - Miami ..113:106 ....110:86 San Antonio - LA Clippers ....107:96 99:96 ....110:99 ...105:97 Staðan (Sigrar, töp, vinningshlutfall í %). Austurdeild Atlantshafsriðill: ... 57 24 70,4 ■NewYork 54 27 66,7 .35 46 43,2 50 38,3 52 35,8 31 NewJersey 29 24 57 29,6 61 24,7 Washington 20 Miðriðill: •Indiana 51 30 63,0 31 61,3 34 57,5 49 ■Chicago 46 ■Cleveland 43 38 53,1 ■Atlanta 42 39 51,9 Milwaukee 33 48 40,7 28 53 34,6 Vesturdeild Miðvesturriðill: •San Antonio 61 20 75,3 ■Utah 59 22 72,8 47 34 58^0 41 48,8 Denver 39 Dallas 36 45 44,4 21 60 25,9 Kyrrahafsriðill: 58 23 71,6 24 70,4 33 59,3 38 52,5 ■Seattle 57 48 ■Portland 42 39 42 48,1 54 32,5 26 LA Clippers 16 65 19Á •Sigurvegari í riðli. San Antonio er með besta árangur allra liða í deildinni og á því heimaleikjarétt í oddaleikjum út keppnina. Orlando er meistari i Austurdeild. ■Sæti tryggt í úrslitakeppninni. Íshokkí NHL-deildin Leikir aðfaramótt iaugardags: Detroit - Anaheim..................6:5 Washington - Hartford..............6:3 Chicago - Winnipeg.................1:2 St. Louis - Toronto................3:1 •Los Angeles - Edmonton............3:3 •Eftir framlengingu. Knattspyrna Æfingalandsleikur Lima, Perú: Perú - Chile...................6:0 Flavio Maestri (2., 6., 40.), Ronald Baroni (29., 67., 88.). Leikurinn fór fram sumar- daginn fyrsta. England Blackbum - Crystal Palace......2:1 (Gailacher 51., Kenna 47.) - (Houghton 71.). 28.005. 1. deild Reading - Bolton...............2:1 •Þetta var fyrsta tap Bolton í deildinni síð- an Guðni Bergsson byijaði að leika með liðinu en hann var fiarri góðu gamni með landsliði íslands í Chile. Tranmere - Southend............0:2 Holland Go Ahead Deventer - Nijmegen...3:2 Morgunblaðið/Kristinn MIKLAR endurbætur hafa verið gerðar á keppnlsstöðum HM og sérstaklega hefur Laugardals- höll breytt um svip. M.a. hefur verlð lagt nýtt gólfefni og á myndinni er verið að koma hand- boltamerkingum fyrir en engar aðrar merkingar verða á gólfinu. KORFUKNATTLEIKUR Ekki fleiri deildarieikir hjá Celtics í Boston Garden Hátíðarstemmning ríkti í Boston Garden í hálfleik á viðureign heimamanna gegn New York Knicks í nótt. Þetta var síðasti heimaleikur Boston Celtics í deild- inni og jafnframt síðasti deildarleik- urinn í Boston Garden og gerðu menn sér því dagamun. Red Au- erbach, eigandi félagsins, og 22 fyrrum leikmenn voru kynntir fyrir áhorfendum og síðan hentu þeir bolta á millí sín, Bob Cousy til Bills Russells, hann til Johns Havliceks, á Larry Bird og troðsla og allt varð vitlaust. Þannig var kveðjustundin í þessum 49 ára velli en New York tók ekki þátt í þessu og vann 99:92. Þrátt fyrir tapið komst Boston í úrslitakeppnina sem áttunda og síð- asta lið í Áusturdeild en Miwaukee sat eftir, tapaði 103:82 í Cleveland. En Boston sér sæng sína útbreidda, mætir Orlando. Hubert Davis skoraði 20 stig og Greg Anthony 19 fyrir Knicks sem var án Patricks Ewings og Dereks Harpers. Knicks mætir Cleveland í 1. umferð úrslitakeppninnar. Charles Barkley gerði 22 stig og tók 17 fráköst í 110:99 sigri Phoen- ix gegn Dallas. Seattle tapaði hins vegar 105:97 fyrir Sacramento og þar með hefur Phoenix tryggt sér efsta sæti í Kyrrahafsriðlinum. Suns mætir Portland Trail Blazers í 1. umferð úrslitakeppninnar en liðin hafa mæst fimm sinnum í vet- ur og hefur Suns ávallt sigrað. Sacramento heldur í vonina um úrslitasæti en slagurinn stendur við Denver og mætast liðin aðfararnótt mánudags, þegar síðustu deildar- leikirnir fara fram. San Antonio hefur þegar tryggt sér besta árangur allra liða í deild- inni og þar með heimaleikjarétt í oddaleikjum út keppnina. Deildar- meistaramir mættu lakasta liðinu í nótt, Los Angeles Clippers, og sigruðu örugglega, 107:96. Dennis Rodman tók 17 fráköst fyrir San Antonio og hefur þar með tekið flest fráköst fjórða árið í röð. San An- tonio mætir sigurvegara úr leik Denver og Sacramento í 1. umferð. Atlanta vann Detroit 128:11 og mætir Indiana í úrslitakeppninni en liðin ljúka deildarkeppninni aðfarar- nótt mánudags með innbyrðis viður- eign. Shaquille O’Neal var með 20 stig og tók 13 fráköst í 110:86 sigri Orlando gegn Indiana en Horace Grant skoraði 20 stig. Orlando lauk tímabilinu á heimavelli með 39 sigra og 2 töp og þar af 28 sigra og ekkert tap gegn liðum í Austur- deildinni. Þetta er besti árangur liðs á heimavelli síðan 1986 til 1987 þegar Boston gerði slíkt hið sama. Utah vann Minnesota 99:96, tryggði sér þar með þriðja sætið og leiki gegn Houston í úrslitum. Karl Malone var með 22 stig og Antoine Carr 17 fyrir Utah. Isaiah Rider skoraði 25 stig fyrir Minne- sota sem hefur tapað fjórum leikjum í röð og 13 af síðustu 15 leikjum. Reuter SHAQUILLE O'Neal tekur frákast fyrlr Orlando gegn Indiana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.