Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. APRÍL1995 83 MINNINGAR bara svolítið af þessu og svolítið af hinu, þannig að mér tókst aldrei að fá hana, því miður. En þótt minningarnar frá Seyðis- firði séu mér hugleiknar þá gleymi ég ekki heldur árunum sem þið bjugguð í Reykjavík, hve gott var að koma til ykkar afa í Gnoðarvog- inn og fá nýbakað með kaffínu. Alltaf sömu hlýlegu móttökurnar, nú voru komin barnabarnabörn til sögunnar sem einnig fengu að njóta ástúðar frá langömmu og langafa. Það eru ekki mörg börn sem eru svo heppin að eiga bæði langömmu og langafa á lífi svo lengi og mín börn hafa átt og koma þau til með að sakna ykkar afa mikið. Elsku amma mín, mig langar að þakka ykkur afa allt sem þið gerð- ur fyrir mig, alla ást og umhyggju sem þið sýnduð mér ætíð. Ég á ykkur margt að þakka og geymi minninguna um yndislega ömmu og afa í hjarta mér ætíð. Nú veit ég að ykkur líður vel þar sem þið eruð saman. Guð blessi ykkur og varðveiti. Ykkar elskandi barnabarn, Rannveig Ásbjörnsdóttir. Mig langar að minnast . langömmu minnar, Rannveigar Bjarnadóttur, sem lést á föstudag- inn langa. Það eru aðeins tveir mánuðir síðan langafi dó og hún ' hefur áreiðanlega saknað hans mik- ið, enda voru þau búin að vera gift í sjötíu ár. Ég var svona átta eða níu ára þegar ég fór að ná mér í bækur á bókasafnið og fara með þær til langömmu og langafa þar sem ég sat svo tímunum saman og las. Þar , gat ég verið ótrufluð og fengið mjólk og köku hjá langömmu eins og ég gat í mig látið. Eftir því sem ég eltist fækkaði heimsóknunum til þeirra en alltaf var tekið jafn hlýlega á móti mér og mínum þegar við komum. Þegar eldri sonur minn var nýfæddur varð langafi níræður og er það í eina skiptið sem tókst að ná öllum fimm ættliðunum saman á eina mynd en því miður er ekki til mynd af okkur 3 með yngri drenginn. Þrátt fyrir slæma heilsu og háan aldur mundi langamma alltaf nöfn- in á öllum í fjölskyldunni þó að ættliðirnir væru orðnir fimm, og henni þótti gaman að sjá langa- langömmubörnin sín þó að það væri því miður alltof sjaldan. Ég vona að hún sé búin að hitta langafa aftur og bið góðan Guð að blessa minningu þeirra. Hvíl í friði, elsku langamma. Dagmar. Ég vil minnast kærrar vinkonu, Rannveigar Bjarnadóttur, sem lést í hárri elli 14. apríl síðastliðinn. Margs er að minnast og minning- arnar eru mér ljúfar og kærar. Eg minnist þess þegar ég var lítil stelpa austur á Seyðisfirði að það þurfti að koma mér í fóstur, tímabundið, vegna veikinda móður minnar. Ég lít á það sem mikið lán fyrir mig að sæmdarhjónin Rannveig og mað- ur hennar Sigurður Halldórsson skyldu taka mig að sér. Ég var rúmlega þriggja ára þeg- ar þetta var og ég man að mér var tekið opnum örmum og ég boðin velkomin. Þau hugsuðu frábærlega vel um mig og sýndu mér ástúð og umhyggju. Þama mynduðust sterk vináttubönd, rætur þess trausts sem hefur haldist alla tíð. í endurminn- ingunni finnst mér eins og ég hafi verið lítil prinsessa hjá þeim. Heimili þeirra var afar fallegt og snyrtilegt, jafnt innan dyra sem utan. Þau hjón voru með búskap eins og títt var í þá daga og ég man óljóst eftir nokkrum Seyðfirð- ingum sem keyptu af þeim mjólk og egg. Einnig komu margir og heimsóttu Rannveigu þegar fólk verslaði úti í gamla Þórshamri og seinna meir í ytra kaupfélaginu sem var við hliðina á húsinu þeirra. Allt- af var tekið á móti fólki af mikilli gestrisni og voru það margir sem þáðu góðgerðir hjá henni. Rannveig var mild og hlý og laðaði að sér fólk með elsku sinni, hún var góð og skemmtileg, sannkallaður mann- vinur. Rannveig var ekki alltaf heilsu- hraust um ævina og hún þekkti andstreymi lífsins, því var gott að leita til hennar ef eitthvað bjátaði á. Hún sýndi best hversu sterk og yfirveguð hún var, þegar þau hjón- in urðu að vera aðskilin í rúm þijú ár vegna veikinda þeirra beggja. Síðasta eina og hálfa árið sem þau lifðu voru þau saman á Skjóli þar sem þau nutu allrar þeirrar umönn- unar sem gamalt og veikt fólk þarf með. Eftir að Sigurður lést hrakaði heilsu Rannveigar enn meir og liðu ekki nema tæpir tveir mánuðir á milli dánardægra þeirra. Þau höfðu verið gift í 70 ár og var samband þeirra fallegt og gott, þau eignuð- ust sex börn sem öll eru á lífi og reyndust þau foreldrum sínum ein- staklega vel. Það var fallegt að fylgjast með því hversu vel þau hlúðu að foreldrum sínum í ellinni og kom þá í ljós samheldni fjölskyld- unnar. Ég vil að lokum þakka fýrir mig og þær dýrmætu stundir sem ég átti með þeim Rannveigu og Sig- urði. Börnum þeirra, tengdabömum og afkomendum öllum sendi ég samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Rannveigar Bjarnadóttur. Álfhildur Erlendsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðrí ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línuiengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. FASTEIGNA MARKAÐURINN HF ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562U1540 Vesturbær - Kóp. - einb. Höfum til sölu einbhúsið nr. 14 við Borgarholtsbraut í Kópavogi. Húsið er einlyft 135 fm. 4-5 svefnherb. Park- et á öllu. 29 fm bílskúr. Góð afgirt lóð. Stórkostlegt útsýni. Verð 11,5 millj. ■ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteignasali. Ólafur Stelánsson, viðsk.fr. og lögg. fasteignasali mhmm É FASTEIGNAMARKAÐURINN HF mmmmmammmmmm^ j Einbýlishús tii söiu Til sýnis og sölu í dag kl. 14.00 - 17.00 Þetta eru þrjú einbýlishús, byggð úr timbri, og eru í Starengi 108-112 (rétt við golfvöllinn á Korpúlfsstöðum). Húsin eru á einni hæð, íbúðin er 130 fm, en bílskúr 35 fm. Hvert hús er samtals 165 fm. Húsin innihalda 2-3 svefnherbergi, stofu, baðherbergi, eldhús, þvottahús, geymslu og anddyri. Húsin seljast fullfrágengin, bæði að utan og innan, að undanskyldum gólfefnum og veggflísum. Öll tæki fylgja. Öll gjöld eru.greidd. Gangstétt og bílastæði fyrir framan bílskúr verða lögð hellum með hitalögn. Hús nr. 108 er nú tilbúið til afhendingar. Málning að utan og hellulögn verður frágengin í júní. Hús nr. 110 og 112 verða til afhendingar í júní-júlí, eða eftir samkomulagi. Verð á Starengi 108 er kr. 13.050.000. Húsnæðismálalán fylgir ca. kr. 6.275.000. Eftirstöðvar samkvæmt samkomulagi kr. 6.775.000. Afföll húsbréfa eru innifalin í söluverði. Smiðsbúð, Smiðsbúð 8, Garðabæ, sími 656300, Sigurður Pálsson. TILSÖLUÁHELLU Glæsilegt tvílyft einbhús á góðum stað. Stór og rúmgóð eign. Innbyggður bílskúr. Sérlega vandað atvinnuhúsnæði. Stærð 350 fm. Hentar fyrir margs konar starfsemi. Höfum á söluskrá ýmsar gerðir fasteigna á Hellu, Hvolsvelli og víðar. If Félag Fasteignasala Þrúðvangi 18, Hellu, sfmi 98-75028. hÓLl FASTEIGN ASALA ® 10090 SKIPHOLTI 50B, 2. hæð til vinstri Athugið. Höfum kaup- anda að 700 fm lager- og skrif- stofuhúsn. LEIGU M IÐLUIM Guðlaugur Örn Þorsteinsson, rekstrarverkfræðingur, sölumaður, veitir ailar upplýsingar um neðangreind húsnæði. ATVINNUHÚSNÆÐI Til sölu Miðborgin - Óðinsgata. Opið 110 fm skrifstofurými á 3. hæð með útsýni yfir Óðinstorg. Teikni- stofa í dag. Húsnæðið skiptist I 3 rými ásamt kaffistofu. Verð 5,2 millj. Ekkert áhv. Hraunberg - Breiðholti. Um 200 fm á 2. hæð í verslunar- kjarna í Breiðholti auk 80 fm I risi. Á 2. hæð var áður Jassballettskóli Báru, en risið opið rými með parket á gólfum. Hvorutveggja iaust til afh. í tengslum við Ballettskólann var og er nuddstofa og í risinu er sólbaðs- stofa. Verð samt. 9,5 millj. Lyngás - Garðabæ. Hag- kvæmt 50 fm iðnaðarpiáss með innkdyrum, góðri lofthæð og snyrt- ingu. Verið er að leggja síðustu hönd á húsnæðið sem verður skilað í topp- standi. Verð 2,4 millj. Áhv. 1,4 millj. Trönuhraun - Hafnar- fjörður. Um 339 fm skrifstofu- húsn. á 2. hæð þar sem áður var Fiskvinnsluskólinn. Húsnæðið er með sérinng. og skiptist í móttöku, 4 kennslustofur, 3 skrifstofur og kari- og kvennasnyrtingu. Verslunarpláss - mið- borgin. Lítið og nett 64 fm versl- unarhúsn. á Hverfisgötu. Auðveld aðkoma. Verð 3,9 millj. Hagst. áhv. lán 2 millj. Skútuvogur - Heild 3. Tvær saml. ólnnr. 185 fm einingar á jarðh. m. tvennum innkeyrsludyrum samt 370 fm. Allt mjög snyrtilegt. Gáma- stæði á lóð og næg bílastæði. Selst f einlngum eöa í einu lagi. Ahv. 9,7 miHj. Súðarvogur. iðnhúsn. á tveimur hæðum ásamt risi. Jarðh. 90 fm er eitt opið rými m. innkdyr- um. 2. hæðin 90 fm er einnig eitt opið rými m. hleðsludyr og talíu. Nýtt rafm. og gler og nýl. klætt að utan. Verð 7,3 mlllj. Ekkert áhv. Vatnagarðar. Óinnr. 654 fm skrifstofurými á 2. hæð. Húsn. er bjart og getur hentað allri skrifst- starfsemi sérstaklega þeirri sem tengist höfninni. Góð aðkoma og næg bílastæði. Vagnhöfði vei utbuið 431 fm iðnaðarhúsn. á tveimur hæðum. Efri hæð að hluta til nýtt sem lager. Fullinnr. aðst. fyrir starfsfólk. Öflugt hita og loftræstikerfi. Þjófavörn. Innkdyr. Gott útipláss. Verð 15,2 millj. Áhv. 6 millj. Tangarhöfði. Iðnhúsn. sam- tals 390 fm að gólffl. Tvennar stórar innkdyr og allt að 6 m. lofthæð. Milliloft er yfir 180 fm. Verð 13,5 millj. Til leigu Haf narstræti - mið- borg. Stórgiæsil. 363 fm skrifstofuhúsn. Á 2. hæð áður húsnæði Féfangs hf. Hús- næðið er glæsil. tnnr. með 11 skrifstofuherb. Skrifstofur eru teppal. og Terrasó á göngum. Allar lagnír fyrir hendí m.a. tölvunet og simkerfi. Halogen lýsing. Hér þarf aðeins að stlnga i samband. Suðurgata - jarðh. um so fm skrifstofuhúsn. í hjarta borgarinn- ar. Opið rými og 2 skrifstofuherb. ásamtsnyrtingu. Mánaðarl. 40 þús. Nýbýlavegur. Skrifsthúsn. á þremur hæðum, samtals 848 fm. Fullinnr. m. lyftu. Getur leigst í 87, 177 og 250 fm einingum. Eigendur eru tilb. til að breyta Innr. eftir þörf- um. Sala kemur einnig til greina, hagstætt leiguverð. Armúli. Nýlega innr. skrifstofu- rými á 3. hæð. Allt nýl. parketlagt. 6 skrifstofur, móttaka og möguleiki á kaffiastöðu. Mánaðarleiga 75 þús. Bankastræti. um 145 fm skrifsthúsnæði í hjarta bæjarins. 5 skrifstherb., móttaka og eldhúsað- staöa. Hugsanlegt að leigja I minni einingum. Mánaðarleiga 70 þús. Hringdu núna - vid slcoóum straxi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.