Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ kynhreina grimmd A vordögum verður þess víða minnst að hálf öld er liðin frá lokum síðari heimsstyij- aldarinnar. Þorleifur Friðriksson minnir á að í Berlín muni íslenskir listamenn setja svip sinn á minningarathöfn þar með sýn- * ingu á leikgerð „Býr Islendingur hér?“ þar sem segir frá harmsögu Leifs Múller. Hún sé ákall til kvöldroðakynslóðar 20. aldar að gleyma aldrei hinni kynhreinu grimmd ________Þriðja ríkisins._ ÞRÆLKUNARVINNA í tígulsteinaverksmiðjunni. Aþessum vordögum eru 50 ár liðin frá lokum ein- hvers mesta hildarleiks sem saga mannkyns kann frá að greina. Þegar farið var að róta í rústum Þriðja ríkisins blasti við meiri óhugnaður en flesta gat grunað, óhugnaður sem lýsti skeijalausri grimmd og mannfyrir- litningu, óhugnaður sem var borinn uppi af sjúkum órum um yfirburði aríska kynstofnsins. Býr Islendingur hér? Þessara atburða er nú minnst í Þýskalandi sem og í flestum löndum jarðar. Flestir fagna því á hvem veg úrslit fóru, en hversu mikill sem fögnuðurinn er fer ekki hjá að minn- ingin er jafnframt blandin nístandi sársauka. Hér í Berlín munu ís- lenskir listamenn setja svip sinn á minningarathöfn um atburðina sem gerðust í fanga- og útrýmingarbúð- um nasista í Sachsenhausen rétt við Berlín. Leikritið „Býr íslending- ur hér?“ sem Þórarinn Eyfjörð samdi upp úr minningum Leifs Muller verður sýnt í Berlín dagana 24., 26. og 27. apríl. Eins og þeir vita sem sáu leikritið í flutningi íslenska leikhússins eða lásu bókina var Leif í haldi í Sachsenhausen í á þriðja ár. Það hljómar ef til vill einkennilega að leikrit þessa ágæta íslenska leikhóps er það eina sem vitað er um, sem fjallar sérstaklega um lífið í Sachsenhausen. Þegar forstöðumenn Sachsenhausen búð- anna, sem nú er safn, fréttu af sýningu íslenska leikhússins í Reykjavík þótti þeim mikill fengur hafa rekið á fjörur sínar og buðu listamönnunum að setja verkið upp nú þegar þess verður minnst að hálf öld er liðin frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Það er því ekki úr vegi að rifja ögn upp sögu Sachsen- hausen og Leifs Muller. Verndun hins aríska stofns Eftir valdatöku nasista í Þýska- landi í ársbyijun 1933 var þegar hafist handa um að hrinda af stað kerfis- bundinni kynþátta- hreinsun. Einn liður í þeirri áætlun var að reisa búðir sem í fyrstu var ætlað að geyma óæskilega einstaklinga og sjá til þess að þeir yllu hvorki þýsku þjóð- inni tjóni né fjölguðu sér. Fyrst í stað ein- beittu nasistar sér að verkalýðshreyfingunni og 1937 voru um 90 prósent þeirra sem sátu í fangabúðum kommúnistar, sósíal- emókratar eða aðrir stjórnarandstæðingar. Brátt ægði þar saman allskyns fólki; stjórnarandstæðingxim, kyn- hverfum, vottum Jehóva, venjuleg- um og óvenjulegum afbrotamönn- um og loks fólki af óæskilegum kynþætti, ekki síst gyðingum og sígaunum. I september 1939, þegar seinni heimsstyrjöldin braúst út, voru sex slíkar fangabúðir í Þýska- landi sem geymdu um 20 þúsund fanga. í ársbyijun 1941 gaf Adolf Hitler út tilskipun um „hina endanlegu lausn gyðingavandans". í kjölfarið var gerð áætlun um „austurferð gyðinga“ sem var dulnefni á hrylli- legasta glæp gegn mannkyninu sem sagan kann frá að greina, og er þá mikið sagt. Árið 1941 var fanga- búðum, sem hafði fjölgað mjög bæði í Þýskalandi og á hemáms- svæðum nasista, breytt í útrýming- arbúðir. Auschwitz-Birkenau og Treblinka í Póllandi, Bergen Belsen í Saxiandi, Theresien- stadt í Bæheimi, Buc- henwald við Weimar, Dachau við Míinchen, Neuengamme við Hamborg, Dora-Mitt- elbau við Göttingen, Ravensbrúck og Sac- henhausen norður af Berlín svo nokkur nöfn séu nefnd, nöfn sem aldrei mega gleymast - nöfn sem mörgum eru gleymd. Gestapóforinginn Heinrich Himmler varð „framkvæmdastjóri" þessarar áætlunar sem hrint var í framkvæmd af fullum krafti eftir innrás nasista í Sovétríkin í júní 1941,- áætlunar um kerfisbundna útrýmingu þjóða, kynþátta, trúar- hópa, kynkverfra og fatlaðra; eða með öðrum orðum allra þeirra sem kynþáttafræðimenn nasista töldu að gætu saurgað óflekkaða þjóðar- sál hins aríska stofns. Útrýmingarbúðir Þegar fangar komu til fanga- og útrýmingarbúða voru þeir fljótlega flokkaðir eftir því hvort þeir þættu hæfír til vinnu eða ekki. Mæður og böm, gamalt fólk, lasburða eða fatl- að var rekið að gasklefum þar sem það var látið hátta sig undir berum himni og talið trú um að innan dyra væru sturtuklefar, volgt vatn og sápa. Reyndar virtist svo þegar inn í klefann var komið, en það kom ekki dropi vatns. Jafnskjótt og þeir voru komnir inn sem þangað áttu að fara var dyrunum læst og gasið Zyklon B látið 'fylla lungu fómar- lamba. Líf þeirra fanga sem sluppu við gasklefana varð með þeim hætti að víst er að margir óskuðu sér skjóts dauða. Sumir létu þá ósk rætast með því að hlaupa á gadda- vírsgirðingu sem var umhverfis búðirnar í þeirri vissu að þeir fengju þúsund volta rafstraum í líkamann og hyrfu í faðm algleymis. Aðrir hunsuðu fyrirskipanir fangavarða til þess eins að fá náðarskotið. Fangabúðir nasista frá 1941-1945 má flokka í tvo meginflokka eftir tilgangi þeirra: útrýmingarbúðir og vinnubúðir. Auschwitz og Treblinka voru dæmi um þær fyrrnefndu, en Sachenhausen og Buchenwald um þær síðarnefndu. Dachau voru æf- ingabúðir þar sem fangaverðir vom þjálfaðir til óheyrilegustu grimmd- arverka. Allar þessar búðir áttu það þó sammerkt að vinnan frelsaði. í Auschwitz og Treblinka gerði hún það hratt, eins hratt og ofnamir leyfðu. Þegar afköstin urðu mest í stórvirkustu úrtýmingarbúðunum, Auschwitz-Bireknau sumarið 1944 voru drepnir 24 þúsund einstakling- ar á dag. I Sachenhausen, Dachau og Buchenwald eins og fjölmörgum öðmm búðum fór hins vegar fram kerfisbundin útrýming þar sem beitt var vinnuþrælkun og mis- þyrmingum. Flestir vom þjáðir af næringarskorti og sjúkdómum sem rekja mátti til lítillar eða engrar hreinlætisaðstöðu og kulda. Sachsenhausen Þær fangabúðir sem Leif Miiller var haldið nauðugum í voru í vissum skilningi sérstæðar. Sachsenhausen voru einar af fyrstu fangabúðunum í hinu nýja þýska ríki Hitlers og með þeim stærstu og rammgirtustu sem risu í hjarta Þýskalands. Búð- imar sem vom upphaflega byggðar til þess að geyma pólitíska andstæð- inga nasistastjómarinnar vom und- ir umsjón SS-sveitanna (Schutz- staffel, sem í fyrstu var Iífvarðalið nasistaforingjanna). Hinar illræmdu Sachsenhausen- búðir tóku við af Oranienburg-búð- unum, sem vom í fyrstu „einkafyr- irtæki“ stormsveitanna þar sem fangaverðir voru skólaðir til að sinna verkum sínum í fangelsum og fangabúðum nasista. Árið 1935 var starfsemin flutt úr kjöllumm Oranienburg til Sach- senhausen rétt utan við Berlín í braggahverfi sem girt var af með gaddavír, þúsund volta háspennu og vélbyssutumum. Lóðin var þrí- hyrnd, í laginu eins og mislit merk- in sem föngunum var gert að bera til aðgreiningar eftir því hvort þeir vom pólitískir fangar, gyðingar, sígaunar, hommar eða glæpamenn. í miðju þríhyrningsins var aðal- varðturninn og stjórnstöðin. Fanga- skálar stóðu í hálfhring í geislalaga röðum út frá turninum. Fangar voru látnir byggja skálana, reknir áfram af SS-mönnum með barsmíð- um og hrottaskap. Árið 1937 voru LEIF Miiller á full- orðinsárum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.