Morgunblaðið - 30.04.1995, Page 1

Morgunblaðið - 30.04.1995, Page 1
96 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 97. TBL. 83. ÁRG. SUNNUDAGUR 30. APRÍL1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FJÖRUTÍU íslenskir barnakórar með 1.300 börnum hafa söngfuglanna lauk í Smáranum í Kópavogi, hinu nýja undanfarna daga stillt saman strengi sína og þanið radd- iþróttahúsi Kópavogsbúa, með sameiginlegu tónleikahaldi böndin á Landsmóti íslenskra barnakóra í Kópavogi. Móti allra barnakóranna síðdegis í gær. Talið fullvíst að breski Verkamannaflokkurinn samþykki tillögur Blairs Vill kasta þjóðnýtingar- hugmyndum fyrir róða London. Reuter, The Daily Telegraph. Stórfótur blekking? PRÓFESSOR Loren Coleman í Maine hefur kannað steypumót sem gerð voru af sporum hins víðfræga Stórfótar, risavaxins dýrs í mannslíki, í Bluff Creek í Kaliforníu árið 1958. Áhuga- menn og skrímslafræðingar hafa talið að um fjarskyldan ættingja Snjómanns- ins ógurlega í Himalajafjöllum sé að ræða. Niðurstaða Coleman er að um fölsun sé að ræða og hafi verkstjóri í vegavinnuflokki ætlað sér að stríða mönnum sinum. Sporin eru um 40 sm að lengd og 18 sm að breidd; Coleman telur að þau hafi verið gerð með til þess telgdum tréfæti. Hann hafi hang- ið í öflugum böndum og verið þrýst niður i jörðina. Ovelkomnir gestir á eyju ÓVÆNT innrás á norsku eyjuna Gjæs- ingen í Syðri-Þrændalögum í Noregi hefur vakið athygli túða um lönd. íbú- arnir eru aðeins 12, þar eru 58 kindur en af einhveijum ástæðum hafa á sið- ustu árum bæst við um það bil milljón vatnsrottur. Nú er fyrirhugað að nota 300.000 Iítra af karbíðgasi gegn nag- dýrunum. Þau hafa grafið holur og göng um alla eyjuna. „Við gætum þess að loka vel á eftir okkur á kvöldin. Það er einkum á nóttunni sem við heyr- um í þeim, þær eru á þeytingi í kring- um húsið,“ segir einn af íbúunum. Ekki er vist að gasið dugi, rotturnar eru flugsyndar og gætu flúið yfir á næstu eyjar. Spáðu nú vel, annars... VEÐURFRÆÐINGNUM Sean Boyd, sem annaðist spár fyrir útvarpskeðj- una KMJ í Bandaríkjunum, var nýlega vikið úr starfi í Los Angeles. Fyrirtæk- ið segir að um langvarandi samstarfs- örðugleika hafi verið að ræða en Boyd segir aðra sögu. Einn mikilvægasti þáttur útvarpsstöðvanna er símaþáttur hins víðfræga hægrimanns Rush Lim- baughs. Ákveðið hafði verið að halda útiskemmtun til heiðurs Limbaugh 15. apríl. Boyd segist hafa verið beðinn um að spá því að meiri líkur væru á sólskini en regni. „Dagskrárstjórinn vildi að ég stundaði pólitíska rétthugs- un við spána, ég neitaði.“ Skömmu eftir að hátíðin hófst gerði úrhelli. UM eitt þúsund ráðamenn í Verkamanna- flokknum breska komu saman í London í gær á aukafund til að ræða tillögu flokksleiðtog- ans, Tonys Blairs, um að gerbreyta gömlu stefnuskrárákvæði um að stefnt skuli að þjóð- nýtingu atvinnufyrirtækjanna. Talið var full- víst að fundarmenn myndu samþykkja tillög- una með miklum meirihluta. Segja stjórnmála- skýrendur að þar með tryggi Blair enn betur stöðu sína og auki líkurnar á sigri í næstu þingkosningum. Ákvæðið, grein 4, var sett í stefnuskrána 1918 og hefur ekki haft mikla raunhæfa merkingu síðustu árin. Margir flokksmenn, sérstaklega í vinstri armi hans, segja að ákvæðið sé þrátt fyrir þetta mikils virði af tilfinninga- og sögulegum ástæðum og eru andvígir breytingunni sem sé atlaga að rótum flokksins. Ákvæðið hefur á hinn bóginn verið beitt vopn í höndum andstæðinga til hægri sem hafa bent á að flokkurinn, sem verið hefur í stjórnarandstöðu frá 1979, væri einhver síð- ustu mikilvægu stjórnmálasamtökin á Vestur- löndum sem ekki hefðu horfið frá þjóðnýt- ingu. Tillaga Blairs er sögð jafn mikilvæg og sú sem þýskir jafnaðarmenn samþykktu þeg- ar árið 1959 er þeir lögðu marxisma og þjóð- nýtingu endanlega á hilluna. Blair var kosinn leiðtogi Verkamanna- flokksins í fyrra. Hann hefur frá upphafi valdatíðar sinnar bent á að breskir miðjukjós- endur myndu seint treysta flokknum ef þeir ÆÐSTI maður kjarnorkurannsókna í Rúss- landi, Viktor Míkhajlov, hét Irönum því í janúar að þeim yrðu seld tæki til að auðga úran svo að nota mætti það í kjarnavopn, að sögn bandaríska dagblaðsins The New York Times í gær. Blaðið hefur eftir embættismönnum teldu hættu á að flokkurinn tæki upp úrelta stefnu liðins tíma. Breytingartillaga leiðtogans er fremur óljóst orðuð, lögð er áhersla á að flokkurinn telji að „sameiginlegt átak“ sé árangursríkara en einstaklingsframtak, auður og tækifæri eigi að vera fyrir fjöldann en ekki lítinn hóp, réttindi skuli vera í fullu samræmi við skyldur. stjórnar Bills Clintons Bandaríkjaforseta að þeir hafi beðið Rússa um að hætta við söi- una, ella gæti farið svo að efnahagsaðstoð við Moskvustjórnina yrði stefnt í voða. Bandaríkjastjórn reyndi einnig að fá Rússa til að hætta við að selja íran ijóra kjarna- ofna sem nota mætti við vopnaframleiðslu. Buðu Iransstjóm tæki til smíði kjarnavopna New York. Reuter. KONAN 06 KÖKANINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.