Morgunblaðið - 30.04.1995, Side 2
2 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Lítil veiði í
Síldarsmugnnni
LÍTIL veiði var í Síldarsmugunni en
þijú íslensk skip voru þar ein skipa
að veiðum í renniblíðu í gær, Kap,
Júpíter og Sunnuberg. Ólafur Einars-
son skipstjóri á Kap VE sagði að það
væri sfld á blettum en hún stæði
djúpt. Þó fékk Júpíter rúm 200 tonn
af góðri sfld í fyrradag.
Olafur sagði að ein og ein torfa
hefði skotist upp á kvöldin en þetta
væri mikill reytingur. „Við lágum
yfir torfum í gærkvöldi og það kom
Lést í vél-
sleðaslysi
MAÐURINN sem lést í vélsleða-
slysi við Akureyri á föstudag hét
Gunnar Örn
Williamsson, 21
árs gamall.
Gunnar Örn
var fæddur 12.
janúar 1974.
Hann var til
heimilis að Víði-
lundi 1 í
Garðabæ og
lætur eftir sig
foreldra og tvö systkini.
VIÐGERÐ á Kantat-sæsíma-
strengnum hefur tafíst verulega, þar
sem slæmt veður og sjólag hefur
gert viðgerðarskipi erfítt fyrir. Jón
Þóroddur Jónsson, yfírverkfræðing-
ur Pósts og síma, sagði í samtali
við Morgunblaðið að óvíst væri hve-
nær viðgerð lyki, en vonast væri til
að það yrði innan einnar til tveggja
vikna.
Kantat liggur milli Kanada, ís-
lands og Evrópu og hefur verið í
notkun frá því í nóvember. Einangr-
un strengsins gaf sig suður af Græn-
landi, miðja vegu milli Kanada og
tengibox fyrir grein sem fer til Vest-
ekkert upp. Svo komu upp tvær torf-
ur nokkrum mflum sunnar. Þetta er
því dálítið kvikindislegt og óveiðan-
legt eins og er,“ sagði Ólafur.
Okkur að meinalausu
að vera í höfn
Hann sagði að á íslandsmiðum
hegðaði sfldin sér öðruvísi og kæmi
meira upp. Hann vissi ekki hvað ylli
þessu. Sfldin er átulaus og hélt Ólafur
að hún gæti jafnvel lyft sér þegar
hún færi í æti. Hann segir að það sé
töluvert um sfld á stóru svæði á blett-
um en það væri langt á milli þeirra.
„Við erum með sáralítið, fengum í
fyrradag einhver 70 tonn,“ sagði Ól-
afur.
Sunnuberg kastaði í fyrrakvöld og
fékk 30-40 tonn.
Ólafur segir að það sé sér að meina-
lausu að verða við tilmælum ríkis-
stjómarinnar um að sfldarflotinn verði
í höfn meðan framhaldsfundur íslend-
inga, Norðmanna, Rússa og Færey-
inga um stjóm fískveiða í Sfldarsmug-
unni stendur næstkomandi þriðjudag.
„Meðan ástandið er svona er það
okkur að meinalausu. Við höfiim
reyndar ekki verið að velta þessu
mikið fyrir okkur því sömu aðilar,
eins og t.d. Halldór [Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra], fögnuðu því fyrir
nokkrum dögum þegar skip héldu til
veiða í Síldarsmugunni," sagði Ólafur.
mannaeyja. Sá hluti strengsins sem
liggur milli Vestmannaeyja og
Kanada er ónothæfur.
4,5 km dýpi
Jón Þóroddur sagði að skemmdir
á einangrun hefðu ekki reynst meiri
en talið hefði verið, en vegna veðurs
hefði reynst erfítt að athafna sig við
viðgerðir. „Strengurinn er á 4,5 km
dýpi og það hefur reynst þrautin
þyngri fyrir viðgerðarskip að halda
honum uppi til viðgerða. Talið er að
strengurinn hafí nuddast á einhvern
hátt og einangrunin skemmst, svo
straumleki varð út í sjó.“
Evelyn
Stefánsson
heimsækir
Island
FRÚ Evelyn Stefánsson Nef,
ekkja Vilhjálms Stefánssonar
landkönnuðar, kom til Islands
í gærmorgun í boði Vigdísar
Finnbogadóttur, forseta ís-
lands. Evelyn sagðist við kom-
una til landsins vera þreytt
eftir langt ferðalag en hún
væri mjög spennt að heim-
sækja land Villyálms Stefáns-
sonar. Sigríður H. Jónsdóttir,
deildarsérfræðingur á skrif-
stofu forseta íslands, tók á
móti henni í gær. Evelyn Stef-
ánsson mun m.a. fara til Þing-
valla og Vestmannaeyja og á
mánudag afhjúpar hún skjöld
til minningar um Vilhjálm við
athöfn við Sólborg, framtíðar-
húsnæði Háskólans á Akur-
eyri.
Úthafskarf-
inn gefur
sigekki
LÍTIL veiði hefur verið á úthafs-
karfamiðum á Reykjaneshrygg frá
því um miðjan aprfl. Örn Eiríkur
Ragnarsson skipstjóri á Haraldi
Kristjánssyni segir að dæmi séu um
að skip hafí hætt veiðum og farið
á heimamið.
Örn Eiríkur sagði að um fímmtán
togarar væru á miðunum, þar af
nokkrir Færeyingar og Norðmenn.
Hann segir aflabrögðin nú mikil
viðbrigði frá því í fyrra þegar nán-
ast sleitulaus mokveiði var allt frá
marsmánuði fram að sjómannadegi.
Úthafskarfaveiðar byrjuðu vel á
þessari vertíð en síðan dró verulega
úr veiðinni. „Einhveijir hafa gefíst
upp og farið á heimamið. Ég veit
að Sléttanesið fór á heimamið en
það hafa reyndar ekki verið það
margir íslendingar hérna. Margir
hættu við að koma þegar þeir fréttu
af aflabrögðum. Hérna hefðu átt
að vera 15-20 íslendingar en þeir
eru ekki nema sex,“ sagði Öm Ei-
ríkur.
Gunnar Órn
WiUiamsson.
Viðgerð hefur taf-
ist vegna veðurs
Þorbjörg S. Jónsdóttir og Halldór Guðjónsson eiga aldarafmæli í dag
„ÉG HEF ekki gert handarvik í
mörg ár og geri ekki heldur á af-
mælisdaginn," segir Þorbjörg Sig-
ríður Jónsdóttir, Laugateigi 5, sem
er 100 ára í dag. Jafnaldri hennar
er Halldór Guðjónsson, sem lengi
var skólastjóri i Vestmannaeyjum.
Hann segist spila þrisvar í viku og
ætli að gera það eins lengi og hann
geti.
Fylgist með fréttum
Þorbjörg fæddist í Papey 30.
apríl 1895 en foreldrar hennar
voru Sigríður Gróa Sveinsdóttir
frá Hofi í Öræfum og Jón Jónsson
frá Efriey í Meðallandi.
Árið 1920 giftist hún Emil Þórð-
arsyni frá Stöðvarfirði og eignuð-
ust þau þijú börn, Nönnu, sem er
ógift og býr með móður sinni, Sig-
urð Hafstein sem lést rúmlega tví-
tugur, og Daníel Þór húsgagna-
smíðameistara. Mann sinn missti
Þorbjörg 1952 og son sinn Sigurð
Hafstein fáum árum áður.
Árið 1956 fluttist hún til Reykja-
víkur og hefur búið þar síðan.
Þorbjörg starfaði lengi við sauma-
skap og var orðin 78 ára þegar
hún hætti störfum 'eftir 17 ára
starf. Þorbjörg er enn við góða
heilsu þótt hún hafi misst sjón og
heym að miklu leyti og gerir enn
leikfimiæfingar.
„Ég geng svolítið og hristi mig
og geri Miillers-æfingar einstaka
sinnum, þær eru alltaf í gildi. Ég
lærði þær sem unglingur því það
var siður á flestum bæjum að eiga
Spila brids og gera
Miillers-æfingar
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Þorbjörg S. Jónsdóttir
æfingar Miillers handa ungu fólki,“
segfir Þorbjörg.
Segist hún ekki gera neitt sér
til dægrastyttingar og hlær við.
„En það er lesið fyrir mig, fyrst
og fremst úr dagblöðum svo ég
Halldór Guðjónsson
geti fylgst með fréttum." Loks seg-
ir Þorbjörg að eitt hið minnisstæð-
asta sem hún hafi lifað sé að taka
á móti bami, sem hún hafi gert
þrisvar þegar ljósmóðir var teppt
annars staðar.
„ Tvöfaldur Iangalangafi“
Halldór Guðjónsson, Hraunbæ
103, fæddist í Smáradalskoti í Flóa
í Ámessýslu 30. aprfl árið 1895.
Foreldrar hans vom Guðjón Guðna-
son frá Tungufelli í Hreppum og
Halldóra Halldórsdóttir frá Dísa-
stöðum í Flóa. Halldór er þríkvænt-
ur og á þijú böm, Sigurð Guðna,
Ragnar Inga og Halldóru Mar-
gréti. Núverandi eiginkona hans er
Elin Sigríður Jakobsdóttir frá Litla-
Ósi í Miðfirði í Húnavatnssýslu.
Halldór er kennari að mennt og
var lengi skólasljóri Baraaskólans
og Kvöldskóla iðnaðarmanna í
Vestmannaeyjum. Hann var einnig
bæjarfulltrúi og bæjargjaldkeri og
gegndi fjölmörgum öðmm trúnað-
arstörfum. Þegar Halldór hætti
störfum í Eyjum árið 1956 vann
hann hjá Múrarafélagi Reykjavíkur
og síðar þjá Skólaeftirliti ríkisins.
„Ég ætla að drekka kaffi í faðmi
fjölskyldunnar sem er ansi stór.
Eg hef verið tvöfaldur langalang-
afi i tvo mánuði og svo bættist einn
við i fjölskylduna í fyrradag," seg-
ir hann. „Núna geri ég ekkert mér
til dægrastyttingar annað en að
spila brids og leggja kapal. Ég get
ekki Iesið á bók og sé ekki á sjón-
varp. Ég sé ekki nema stærstu
fyrirsagnir i blöðum en sé á spil
með sérstökum gleraugum ef ég
fæ birtuna í bakið en ekki í aug-
un, því þá sé ég ekkert. Ég spila
þrisvar í viku og ætla að gera
meðan égget.“
► l-56
Biðin langa
►Erforsjárdeila Sophiu Hansen
og Halims A1 komin á byijunar-
reit? Hvernig stendur á því að tyrk-
neskir dómstólar kveða ekki upp
lokadóm? /10
Sjálfstæðiskonur og
jafnréttið
►Konur í Sjálfstæðisflokki báru
skarðan hlut frá borði við nýaf-
staðna stjómarmyndun en þær eru
ekki sammála um hvaða afleiðing-
ar það geti haft og stöðu jafnréttis-
mála í flokknum. /12
Konan og kóraninn
►Uppgangur öfgasamtaka hefur
orðið til þess að hagur kvenna
hefur víða fariðversnandi í ríkjum
múslima. /14
Makalaust makaval
►Kynin gera ólíkar kröfur þegar
makaval er annars vegar en leitast
þó oft við að fínna sér maka sem
líkist þeim sjálfum. /22
Byrjaði strax með
bombu
►Færeyingurinn Jákúp Jacobsen
opnaði fyrsta Rúmfatalagerinn á
Islandi fyrir sjö árum. Nú telja
búðimar fjórar talsins og J ákup
er ekki hættur enn. /24
B
► l-36
í kjölfar Kólumbusar
►Sveinn Guðjónsson fór í kjölfar
iandkönnuðarins og lýsir undrum
og sögu Dóminíkanska lýðveldis-
ins./l
Hver var Þórður gamli
halti? ►Varhann lifandiper-
sóna af holdi og blóði, eða hug-
smíð höfundar? spyr Pétur Péturs-
son og rifar upp sögufrægan upp-
lestur Halldórs Laxness í Iðnó á
degi verkalýðsins fyrir 60 ámm. /6
Aftur til f ramtíðar
►Bob Dylan bindur ekki bagga
sína sömu hnútum og samferðá-
mennimir en í nýjum útgáfum tek-
ur hann skref aftur á upprunaleg-
um slóðum. /10
í iðrum Eyjabakkajök-
uls
►Stórbrotin náttúruundur hafa
fundist í iðmm Eyjabakkajökuls,
geysistór og mikill íshellir. Hér
birtast stórbrotnar myndir teknar
af Ólafi H. Guðgeirssyni, ferða-
langi sem kannaði hellinn um síð-
ustu helgi. /18
Nær óbreytt heimili
frá 1916
►Það er eins og að ganga inn í
fyrri hluta aldarinnar að koma inn
í hús númer 43 við Laufásveg, sem
Reykjavíkurborg keypti og hefur
falið Árbæjarsafni umráð yfir, en
hugmyndin er að gera húsið að
safni. /34
C
BÍLAR
► l-4
Framtíðarþróun raf-
bíla
►Leiðir til að draga úr aukinni loftmengun /2 Reynsluakstur ►Stratus frá Chrysler. /4 FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Skák 42
Leiðari 28 Fólk í fréttura 44
Helgispjall 28 Bíó/dans 46
Reykjavíkurbréf 28 íþróttir 50
Minningar 30 Útvarp/sjónvarp 52
Myndasögur 40 Dagbók/veður 55
Bréf til blaðsins 40 Mannlífsstr.
Brids 42 12JUKvikmyndirl4b
fdag 42 Dægurtónlist 16b
Stjörnuspá 42
INNLENDAR FRÉTTIR:
2—4—8—BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-6