Morgunblaðið - 30.04.1995, Side 11

Morgunblaðið - 30.04.1995, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SIINNIJDAGUR 30. APRlL 1995 11 Halitn A1 á skrifstofu sinni. Á skrifborðinu er mynd af Rúnu og Dagbjörtu. um fyrir dómsniðurstöðuna hvaða alþjóðasamninga íslendingar hafi undirritað enda eru hvorki íslend- ingar né Tyrkir aðilar að þeim samningum sem máli skipta um viðurkenningu erlendra forsjár- ákvarðana. Eftir að þessi dómur féll var ljóst að Sophia varð að afla sér staðfest- ingar á íslenskum skjölum um hjú- skap þeirra, lögskilnað, íslenskan ríkisborgararétt Halims og forsjár- ákvörðun. Kom lögmaður hennar, Hasíp Kaplan, hingað til lands í þeim erindagjörðum. Rétt er að geta þess að Sophia nýtur ekki leng- ur aðstoðar íslensks lögmanns. Síð- an var fengin staðfesting tyrkneska utanríkisráðuneytisins á íslensku vottorðunum. En samt sem áður vísaði héraðsdómarinn málinu frá 20. apríl síðastliðinn þótt lögmaður Sophiu teldi að hann væri með vænlegt mál á grundvelli hæstarétt- ardómsins. Vegna þess að rök- stuðning skorti hjá héraðsdómaran- um er ekki unnt að átta sig á hvað veldur frávísuninni. Sophia hyggst kæra frávísunar- úrskurðinn. Urskurðurinn skilur málið eftir í lausu lofti að því leyti að ekki er að sjá að nein forsjár- ákvörðun sé í gildi í Tyrklandi vegna þess að Hæstiréttur hefur ómerkt alla fyrri dóma héraðsdóm- arans. Sama virðist eiga við um umgengnisréttinn, að hann sé niður fallinn. Þrjár hugsanlegar skýringar Þröstur Ólafsson, sem meðal annars hefur hitt þennan umrædda héraðsdómara, vekur athygli á að hann hafi ekki gert neinar athuga- semdir við hin framlögðu skjöl. Hann hafi einfaldlega ekki getað fengið það af sér að dæma Sophiu forsjána. • SUMARIÐ 1990: Halim A1 fer með dætur sínar í sumarleyfi til Tyrklands þar sem hann hefur haldið þeim síðan. • 10. APRÍL 1992: Sophiu Hansen úrskurðuð forsjá dætra sinna á íslandi. • 12. NÓVEMBER 1992: Héraðsdómur í Istanbul dæmir Halim A1 forsjá dætranna en Sophiu um- gengnisrétt í júlí ár hvert. • 25. FEBRUAR 1993: Hæstiréttur Tyrklands ómerkir héraðsdóminn vegna þess að málsmeðferð hafi verið verulega ábóta- vant. • 28. JÚNÍ1993: Héraðs- dómur í Istanbul rýmkar umgengnisrétt Sophiu • 7. OKTÓBER1993: Hér- aðsdómur í Istanbul stað- festir fyrri niðurstöðu um forsjá Halims. • 30. MARS 1994: Hæsti- réttur ómerkir enn héraðs- dóminn vegna þess að áður en forsjá sé ákveðin þurfi að fást úr því skorið hvert sé ríkisfang aðilja og hjú- skaparstaða. • 20. APRÍL 1995: Hér- aðsdómur í Istanbul vísar málinu frá án rökstuðn- ings. Þröstur segist sjá þijár hugsan- legar skýringar á frávísunarákvörð- un dómarans. í fyrsta lagi að hann hafi út frá eigin trúarlegu gildis- mati verið sannfærður um að Sop- hia ætti ekki að fá börnin heldur ættu þau að vera hjá föðurnum. Auk þess geti verið að öfgatrúar- menn hafi hótað honum öllu illu. í öðru lagi kunni faðir barnanna að hafa mútað dómaranum. í þriðja lagi kunni dómarinn sem lögfræð- ingur að eiga erfitt með að eta fyrri ákvörðun ofan í sig. Annars segir Þröstur að afskipti sín af málinu hafi fært sér heim sanninn um það hve karlaveldið sé mikið í Tyrklandi og það hafi lík- lega sín áhrif. Feður fá frekar forsjá dætra Til þess að fá álit annarra tyrk- neskra lögfræðinga en lögmanns Sophiu á málinu sneri blaðamaður sér til Sennur Hamangiogly, eigin- konu ræðismanns íslands í Istanb- ul, en hún rekur lögmannsstofu þar í borg og hefur fylgst með máli Sophiu úr fjarlægð. Hún segir að mál Sophiu hafi verið mikið í fjölmiðlum fyrir tveim- ur til þremur árum, en heldur hafi dregið úr því, meðal annars vegna þess að það séu svo mörg sambæri- leg mál fyrir tyrkneskum dómstól- um. Varðandi forsjárákvörðunina þá skipti það minnstu máli að Sophia sé útlendingur en Halim Tyrki, en hins vegar vegi það sjónarmið þungt hjá tyrkneskum dómstólum í for- sjármálum að dætur eigi að vera hjá feðrum og synir hjá mæðrum. Rökin fyrir því að dæturnar séu ekki hjá móðurinni séu þau að það geti risið vandamál ef konan giftist á ný. Hamangiogly segist vantrúuð á að héraðsdómarinn hafi eitthvað á móti Sophiu Hansen. Hún undr- ast það hins vegar að lögmaður Sophiu skyldi ekki fylgja um- gengnisréttinum fastar eftir. Það ættu að vera úrræði til þess sam- kvæmt tyrkneskum lögum. Snjall lögmaður myndi ekki láta annan aðilann komast upp með slík brot á umgengnisrétti. Þegar þessi síðustu ummæli voru borin undir Sigurð Pétur Harðarson þá sagði hann að það væri að vissu leyti rétt að umgengnisréttinum hefði ekki verið fylgt eftir til hins ítrasta. Beðið væri úrlausnar Hæstaréttar Tyrklands um það efni enda væru líkur á að hann myndi dæma Halim í þunga refsingu fyrir 54 brot sín á umgengnisréttinum. Auk þess hefði Sophiu verið hótað öllu illu ef hún fylgdi umgengnis- réttinum fast eftir og í samráði við íslensk stjórnvöld hefði verið ákveð- ið að stofna öryggi hennar ekki í hættu. Hagsmunir barnanna mega ekki gleymast Hasíp Kaplan, lögmaður Sophiu, lýsti því einnig í samtali við Morg- unblaðið fyrr í vetur hvernig hann hefði eitt sinn fengið því framgengt með aðstoð lögreglu að Sophia hitti dætur sínar. Það uppnám sem fylgdi hefði leitt til þess að ekki hefði verið talið rétt að beita fram- ar lögregluvaldi af tillitssemi við stúlkurnar tvær. Er það viðhorf mjög í samræmi við niðurstöðu allra þeirra sem hafa haft eitthvað af forsjárdeilum að segja; hagsmunir barnanna mega ekki gleymast enda eiga þeir að vega þyngst. Fundur um tækniyfirfærslu Evrópusambandið hefur auglýst styrki til samstarfsverkefna á sviði tækniyfirfærslu innan Evrópu. Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna (KER) og Samtök iðnaðarins efna til fundar til að kynna þessi verkefni á Grand Hótel Reykjavík, miðvikudaginn 3. maí, kl. 13:00 - 15:15. Gestur fundarins verður Guido Haesen, sérfræðingur hjá fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins. Einnig flytja framsögu: Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Dr. Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs ís- lands. Hermann Kristjánsson framkvæmdastjóri Vaka hf. og dr. Ragnar Jóhannsson verkefnisstjóri á Iðntæknistofnun lýsa tveimur íslensk- um tækniyfirfærsluverkefnum. Þátttaka tilkynnist í síma 62 13 20. HAFNARFJARÐARBÆR TIL SÖLU - TILBOÐ Hafnarfjarðarbær auglýsir til sölu íbúðarhúsið að Suðurgötu 11, Hafnarfirði, járnklætt timbur- hús, hæð og ris á steyptum kjallara. Húsið, sem er allt ný endurnýjað, er um 317 m2. Tilboð óskast í húsið og skal þeim skilað á skrifstofu bæjarverkfræðings Strandgötu 6, fyrir kl. 14:00 ] þriðjudaginn 9. maí n.k. og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Til að fá nánari upplýsingar, uppdrætti og að skoða húsið, vinsamlegast hafið samband við skrifstofu bæjarverkfræðings sími 555-3444. Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði. TilboÖsverÖ til Benidorm 1. iúní í 3 viknr fra kr. 49.730f® Aðeins 6 ■ vjðbótaríbuðir Síðustu sœtm Tilboðið okkar til Benidorm seldist strax upp og höfum við nú fengið nokkrar viðbótar- íbúðir á vinsælasta gististaðnum okkar, Century Vistamar þann 1. júní á hreint einstöku tilboðsverði. Hér ert þú staðsett(ur) á besta stað á Benidorm, býrð við frábæran aðbúnað í glæsilegum nýlegum íbúðum og veðrið á Benidorm er frábært á þessum tíma. Verð frá kr. 49.730 m.v. hjón með 2 böm, 1. júní. Verð frá kr. 59.960 m.v. 2 í íbúð. lnnifaliil í verði; Flug, gisting, fararstjórn.ferðir til ogfrá flugvelli erlendis, skattar og foifallagjöld. Frábær þjónusta: Móttaka Garður Sundlaug Veitingastaður Verslun Bar Sjónvarp í íbúðuni Sími í íbúðum HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. ^æð. Sími 624600.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.