Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 30. APRÍLÍ995 MORGUNBLAÐIÐ Uppgangur öfgasamtaka hefur orðið til eess að ha gur kvenna hefur víða farið versn- and í ríkji jm músl- ima. SnorriG. Bergsson fjallar um 5 >töðu kvenna innan íslam og segir ti jlkanir fræðimanna helstu ástæðuna fyrir kúgun þeirri , sem tíðkas ;tí mörgum rík um múslima Benazir Bhutlo, forsætis- ráóherra Pakistan. Tansu Cilier, forsætis- ráóherra Tyrklands. ISLAM eru þau trúarbrögð í heiminum sem vaxa hraðast. Árlega fjölgar múslimum um tugi milljóna, sem aðallega kemur til af náttúrulegri fólksfjölg- un. Sem dæmi má nefna að í Egypta- landi voru íbúar um 25 milljónir árið 1954 en nú, 40 árum síðar, eru íbú- ar þar um 62 milljónir. Fólksfjölgun- in í löndum eins og Súdan, Indónesíu og öðrum minna þróuðum löndum hefur verið enn meiri. í kringum 1950 bjuggu rúmlega 73 milljónir í Pakistan, Bangladesh, en nú eru íbú- ar um 210 milljónir í löndunum tveimur. Samkvæmt nýjustu áætlunum er tæplega milljarður múslima í heim- inum, þar af tæplega helmingur yngri en 18 ára, en árið 1950 voru múslimar um 400 milljónir. íslam er orðin næststærsta einstaka trú- arhreyfingin í mörgum löndum Evr- ópu, jafnvel í Svíþjóð og Danmörku. Ef fram fer sem horfir verða músl- imar fjórðungur íbúa Frakklands fljótlega eftir aldamót og rúmlega 10% í Bretlandi og Þýskalandi. Talið er að múslimsk meðalhjón eignist um 4,2 börn og er það síst vanáætl- að. Slík fólksfjölgun hefur orðið þess valdandi að konur sitja heima og annast þar uppeldi bamanna en karl- mennirnir sjá um framfærslu þeirra. Þegar Vesturlandabúar heyra um stöðu kvenna í íslam kemur klæða- burður þeirra yfirleitt fyrst upp í hugann. I löndum eins og Bretlandi, Þýskalandi og sérstak- lega Frakklandi hafa staðið yfir deilur músl- ima við viðkomandi yfirvöld vegna banns við íslömskum klæða- burði í skólum og öðr- um opinberum stofn- unum. Höfuðslæðan (ched- ar) hefur fyrir múslima orðið tákn fyrir viður- kenningu á sérstöðu þeirra, en fyrir flesta aðra er hún tákn um misrétti og kúgun mú- slimskra kvenna. Tvær konur gegna um þessar mundir stöðu forsætisráðherra í íslömskum löndum: Benazir Bhutto í hinu rammíslamska Pakist- an og Tansu Ciller í hinu hálf-vest- ræna Tyrklandi. Þótt þær hafi náð langt á hinum pólitíska vettvangi er hlutfall stjómmálakvenna hverfandi. I 1380 ára sögu íslams hafa að- eins innan við 10 konur haft þar veruleg pólítísk völd, flestar á þess- ari öld eða þeirri fyrstu. Konur skipa nær aldrei stjómunarstöður í stórum fyrirtækjum og hlutfallslega fáar hafa náð svo langt að verða prófess- orar við íslamska háskóla. Stað- reyndin er sú, að mannréttindi í íslömskum löndum byggjast yfírleitt á því frelsi sem veitt er innan þröngra ramma íslamskra laga (shari’a). Staða konunnar í samfélagi múslima er yfírleitt skilgreind á þann hátt. Grunnskyldur konunnar Samkvæmt einum frægasta „guð- fræðingi" hins klassíska íslams, Mu- hammed al-Ghazali (1058-1111), eru grunnskyldur konunnar að fullnægja kynþörf mannsins, ala honum böm og annast heimili þeirra. Henni er í raun ekki ætlaður staður utan heimil- isins og ef svo illa ber til að hún verður að fara út úr húsi er yfírleitt ætlast til að hún sé hulin með ched- ar (höfuðslæðu), burqa (alklæðnaði frá höfði til fóta) og ghungat (and- litsskýlu). Skyldur karlmannsins eru hins vegar þær að sjá henni far- borða. Einnig, ef hann hefur tekið sér fleiri en eina eiginkonu, að mis- muna þeim ekki að neinu leyti. í íslam er hjónaband heilög skylda. Þeir karlmenn sem láta sér lynda að vera einhleypir eru álitnir lítilmótleg- ir og jafnvel trúvillingar. Samkvæmt íslömskum kenningum frá 7. öld, sem margir trúa enn í dag, komast karl- menn ekki til himnaríkis múslima ef þeir eru einhleypir. Hefur það verið algengt að ekklar á efri árum giftist á dánarbeðnum til þess eins að kom- ast örugglega til Paradísar. Evrópskir menningarstraumar Hinar klassísku skyldur konunnar héldust að mestu óbreyttar fram yfir síðustu aldamót þegar evrópskir menningarstraumar hófu innreið sína í samfélög múhameðstrúar- manna. Árið 1909 náðu ungtyrkir völdum í ottómanska keisaradæminu og hófu að endurbæta hina frekar íhaldssömu stjórnarskrá landsins. Árið 1917 voru staðfest ný lög um fjölskyldurétt sem hnigu í átt til evr- ópskra lagasetninga og náðu þau yfir allt hið ottómanska veldi, þar á meðal hluta Arabíuskagans, Sýrland (Líbanon, Palestínu, Jórdaníu) og Irak. Á árunum fram til 1940 voru svipuð lög staðfest í Egyptalandi, Súdan, íran, múslimska hluta Ind- lands og flestum nýlendum Bretlands í þessum heimshluta. Samkvæmt rannsóknum kvenna- sögufræðinga breyttu þessar laga- setningar litlu. Múslimskar konur héldu sig heima fyrir og eftirlétu eiginmönnum sínum að berast á utan veggja heimilisins. Kristnar konur í íslömskum löndum, svo sem í Egyptalandi, Líbanon og breska umboðsstjómarsvæðinu Palestínu, gengu á undan og kröfðust þess að staða kvenna væri bætt. Sem dæmi má nefna að í Egypta- landi, sem var undir stjórn Breta frá 1882, voru stofnuð 15 kvennatímarit á árunum 1892-1913. Aðeins eitt þeirra var stofnað af múslimskri konu, hinar voru kristnar, af gyð- ingaættum eða með ókunnan trúar- legan bakgrunn. Að baki þeim þyrpt- ust aðallega miðstéttarkonur sem töldu hag sínum betur borgið með afnámi hinna gömlu hafta. Frá lok- um síðari heimsstyijaldarinnar hafa málsvarar kvenna aðallega komið úr hópi karlmanna sem búið eða lært hafa á Vesturlöndum og múslimskra menntakvenna. Misjöfn menntastaða Grunnskólamenntun kvenna er mjög misjöfn eftir landsvæðum. Í múslimskum ríkjum fyrrum Sovét- lýðvelda er menntun kvenna hlut- fallslega langmest og atvinnuhlutfall hæst. Utan hinna áður kommúnísku ríkja er staðan mun verri. í Jemen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.