Morgunblaðið - 30.04.1995, Page 20

Morgunblaðið - 30.04.1995, Page 20
20 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ L BARÁTTUDAGUR VERKALÝÐSINS 1. maí ávarp fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík Atvinnuleysi ógnar þeim sem lögðu grunn að velfer ðar ríkinu KRÖFUGANGA á hátíðardegi verkalýðsins í Reykjavík. ATVINNULEYSI er nú með því mesta sem við höfum kynnst. Síðustu ár hefur það verið landlægt og langvar- andi. Atvinnuleysi hefur snert flestar fjölskyldur beint eða óbeint. Foreldrar hafa áhyggjur af böm- um sinum sem fá ekki vinnu. Fullf- rískt fólk á besta aldri fær ekki vinnu. Atvinnuleysi ógnar þeim, sem lögðu grunninn að velferðar- ríkinu. Atvinnuleysi er skömm. Ekki skömm þeirra sem verða fyr- ir því heldur skömm þeirra sem valda því með fyrirhyggjuleysi, dugleysi og úrræðaleysi. — Aldrei hafa eins margir verið án vinnu í eins langan tíma og nú! — Aldrei hefur atvinnuleysi ung- menna verið jafnmikið! — Aldrei hefur atvinnuleysi eldra fólks verið meira! — Aldrei hafa jafnmargir búið við jafnmikla óvissu í atvinnumál- um! • Vinna er mannréttindi! • Vinnu fyrir alla! Atvinnuleysisbætur Nú eru 40 ár síðan verkalýðs- hreyfingin knúði fram atvinnu- leysistryggingar. Lög um atvinnu- leysistryggingar þarfnast endur- skoðunar. Lögin eru sniðin að þjóðfélagi þar sem allir eiga kost á vinnu og atvinnuleysi er aðeins staðbundið og stuttan tíma. — Atvinnulausir skrá sig vikulega þegar mánaðarleg skráning dugar! — Atvinnulausir eiga hvorki or- lofsrétt né veikindarétt! — Þau sem hafa verið atvinnulaus í 12 mánuði missa bætur í 4 mánuði! — Atvinnulausir missa atvinnu- leysisbætur ef þeir stunda nám lengur en tvo mánuði! — Yngsta fólkið fær ekki bætur vegna þess að það hefur aldrei haft vinnu! — Ellilífeyrir skerðir atvinnu- leysisbætur! — Atvinnulausir mega ekki hafna atvinnurekendum. Atvinnurek- endur mega hafna atvinnulaus- um! • Betri rétt til atvinnulausra! • Bætt kjör fyrir atvinnulausa! • Burt með atvinnuleysi! Atvinnumál Til þess að eyða núverandi at- vinnuleysi og hindra vöxt þess verður að fjölga störfum um meira en 20.000 fram að aldamótum. Á fyrstu fimm árum nýrrar aldar þurfa að verða til milli 15.000 og 20.000 ný störf. - Við beinum því til allra íslend- inga að kaupa íslenska vöru og þjónustu fremur en erlenda hve- nær sem því verður við komið. Það eykur atvinnu og stýrkir rekstrar- grundvöil íslenskra fyrirtækja. Við skorum á þá sem reka fyrirtæki, jafnt opinber sem önnur, að kynna sér vandlega þjóðhagslega hag- kvæmni þess að nota íslenska framleiðslu og verkþekkingu. Við krelj'umst þess að sett verði heild- arlöggjöf um verktakastarfsemi og komið í veg fyrir svarta at- vinnustarfsemi. Nú er verðbólga hér á landi með því lægsta sem þekkist. Gengi hefur sjaldan eða aldrei verið jafn- hagsætt útflutningi. Laun og launakostnaður er með því lægsta sem þekkist í samkeppnislöndun- um. Útflutningur á fullunninni vöru hefur aldrei verið jafnálitleg- ur. Ef á að takast að komast upp úr þeirri lægð sem hagkerfið er nú í þarf að stórauka fjárfestingar í atvinnulífinu. Nú duga þær ekki einu sinni til þess að viðhalda framleiðslutækjunum. — Við þurfum atvinnustefnu til langs tíma! — Við þurfum atvinnustefnu sem byggist á mikilli verðmæta- sköpun og stuðlar að bættum lífskjörum! — Við þurfum atvinnustefnu, sem er mótuð í samráði við verka- lýðshreyfinguna! — Við þurfum að efla viðbótar- menntun, endurmenntun og starfsþjálfun! Skuldir heimilanna Skuldir heimilanna eru áhyggjuefni. Samtímis því að vinna og tekjur hafa dregist saman hefur sár fátækt náð að skjóta rótum. Tekjuskattur hefur hækk- að. Þjónustugjöld hafa verið tekin upp. Bætur almannatrygginga hafa verið rýrðar og vaxtabætur skertar. Á greiðsluvanda þeirra sem rísa ekki undir skuldbinding- um sínum þarf að taka þannig að það gagnist þeim til frambúðar. Húsnæðismál þarf að endurskoða með það fyrir augum að allir eigi greiðan aðgang að húsnæði og sama rétt til fyrirgreiðslu óháð eignarformi. Vaxta- og húsaleigu- bætur ber að auka og búa um hnúta þannig að stjórnvöld geti ekki hringlað með þær að geð- þótta. — Við viljum húsnæðislán á veg- um banka, lífeyrissjóða og rík- issjóðs! — Við viljum húsnæðislán til allt að 40 ára! — Við viljum skuldbreytingu 25 ára Iána til allt að 40 ára! — Við viljum vaxtabætur og vexti sem má treysta! Félags- og skattamál Reynslan af tekjutengingu bóta er slæm. Skerðing bóta byijar gjarnan við lágar tekjur. Jaðar- skattar verða þar af leiðandi óheyrilega háir. Réttur til bóta er flókinn og óljós. Sífelldar breyting- ar gera öðrum en sérfræðingum ókleift að fylgjast með. Neyslu- og tekjuskattar launa- fólks eru alltof háir en skattar á atvinnurekstur eru með því Iægsta sem þekkist í þeim lþndum sem við tökum mið af. Útvegsmenn skattleggja sjálfa sig með kvóta- braski en neita að greiða auð- lindaskatt. Fjármagnstekjur eru skattfijálsar. Verslun með hluta- bréf sem engu skila til nýsköpun- ar er niðurgreidd með skattafrá- drætti. Brýnt er að endurskoða tekju- tryggingu í almannatrygginga- kerfinu með það fyrir augum að lífeyrir og tekjutrygging nægi til 1. maí ávarp Alþjóðasambands verkalýðsfélaga Þörf fyrir samstöðu sú sama nú og áður NÚ 1. maí verða verkalýðs- sinnar um heim allan að sameinast um málefni dagsins af endurnýjuðum þrótti. Þörfin fyrir það afl og þann styrk sem vex af samstöðu launafólks er sú sama í dag og áður í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Á félagsmálaráðstefnu Samein- uðu þjóðanna vöruðu þjóðarleið- togar og forystumenn verkalýðs- hreyfíngarinnar alvarlega við há- skalegum afleiðingum/áhrifum hratt vaxandi, hömlulausra heim- sviðskipta og félagslegrar sun- drungar sem leiðir af vaxandi at- vinnuleysi og örbirgð. Bent var á lönd þar sem öryggisnet samfé- lagsins hafa gjörsamlega brostið vegna örbirgðar og mannlegt sam- félag að engu orðið. Óheft markaðsfrelsið hefur gengist undir próf og fengið fall- einkunn. Það hefur engin úrræði gagnvart alvarlegustu vandamál- um þjóða heims. Örbirgð, að við- bættu atvinnuleysi og félagslegri upplausn, er sóun á dýrmætustu auðlind veraldar, fólkinu sjálfu. Óheft markaðsfrelsið veitir ekki þeim sem höllum fæti standa og minnst mega sín skilyrði til að vinna sig út úr örbirgðinni af eigin rammleik. Öryggi er orðið tómt í veröld þar sem meira en einn milljarður manna þarf að framfæra sig á lægri upphæð en einum dollara á dag. Félagsmálaráðstefna SÞ var haldin í ljósi þess að samræmdar alþjóðlegar aðgerðir eru nauðsyn- Iegar til að koma í veg fyrir glæp- samlega mismunun markaðarins; að tryggja hlutdeild fátækasta hluta veraldar í auðæfum jarðar og þar með öruggari og réttlátari heim þegar við göngum á vit 21. aldarinnar. í þessu ljósi fær 1. maí 1995 nýja merkingu. Baráttu okkar fyr- ir réttindum og afkomu alþýðu manna verði ekki ógnað með vax- andi alþjóðlegum viðskiptum. Alþjóðasamband verkalýðsfé- laga leggur áherslu á að styrkja einingu alþjóðlegrar verkalýðs- hreyfingar þar til að við höfum afl til að græða sár atvinnuleysis, ör- yggisleysis og sárrar fátæktar sem miskunnarlaus öfl óhefts markaðs- frelsis hafa hvarvetna skilið eftir sig. Til að ná þessu markmiði verður verkalýðshreyfmgin að beina starfi sínu að þeim sem ekki eru í stéttar- félögurn. Við verðum að stuðla að stofnun óháðra verkalýðsfélaga í þeim löndum þar sem valdhafar umgangast lýðræði og samtök launafólks af fullkomnu skeyting- arleysi, Nígeríu, Kína, Guatemala og víða annars staðar þar sem verkalýðshreyfingunni er haldið niðri og félagsmenn hennar verða fyrir stöðugum ofsóknum eða eru hreinlega drepnir af valdhöfunum eða útsendurum þeirra. Við skulum draga lærdóma af atburðunum í Suður-Afríku þar sem hundruð félaga í verkalýðshreyfingunni létu lífið í baráttunni gegn aðskilnaðar- stefnu stjómvalda. Sigur þeirra er um leið skilaboð til heimsins alls um að öflug óháð verkalýðshreyf- Ing er grundvöllur þróunar til lýð- ræðis og félagslegs réttlætis. Könnun Alþjóðasambands verkalýðsfélaga á brotum gegn réttmætri starfsemi verkalýðs- hreyfingarinnar kemur út árlega og gefur glögga mynd af þeim þvingunum og ófrelsi sem verka- lýðsþreyfingin býr við víðs vegar um heiminn. Við álítum að nú sé kominn tími til að sýna hvar rétt- indi launafólks hafa verið endur- heimt eða varin. 1. maí ár hvert mun Alþjóða- samband verkalýðsfélaga gera grein fyrir þeim árangri sem verka- lýðshreyfingin hefur náð í að tryggja réttindi launafólks eftir heimsálfum og þjóðlöndum víðs vegar um heiminn. Það er þetta sem knýr hreyfing- una áfram. Við viljum í öllum lönd- um ná fram alþjóðlega viðurkennd- um lágmarksréttindum sem felast í samþykktum Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar. Við viljum fá þessi réttindi sem órjúfanlegan hluta af sérhveijum alþjóðlegum eða svæð- isbundnum viðskiptasamningum. Til að ná þessu markmiði verður samstaða okkar að efla styrk þeirra samtaka og stofnana sem hafa þessi sömu markmið að leið- arljósi. Félagsmálaráðstefna SÞ varpaði skýru ljósi á þann mikla vanda sem við stöndum frammi fyrir. En hún staðfesti einnig nýjan vilja og áherslu á öllum stigum, og í öllum löndum, til að takast á við hann af þrótti. 1. maí 1995 mun bera með sér endurnýjaðan stuðning við grund- völl verkalýðshreyfingarinnar. Dagurinn mun jafnframt marka upphaf að ári harðrar baráttu sem mun færa okkur einu skrefi nær því að sjá vonir okkar rætast. L I í \ I \ ) \ \ \ \ \ \ í I \ i I l \ 4 \ I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.