Morgunblaðið - 30.04.1995, Síða 24
J
24 SUNNUDAGUR 30. APRÍL1995
BYRJAÐI
STRAX
MEÐ
BOMBU
eftir Guðmund Guðjónsson
JÁKUP er fæddur í Þórshöfn
25. september 1961 og er
því tæpast farinn að grána.
Hann gekk hefðbundinn
menntaveg fram að 13 ára aldri,
en þá fékk hann sín fyrstu kynni
af sjómennsku. 14 ára var hann
alfarinn á sjó og stundaði hann sjó-
mennsku, einkum með línubátum,
til 24 ára aldurs. „Þegar þá var
komið sögu var ég farinn að hugsa
mér að fínna eitthvað nýtt. Eg segi
ekki að ég hafí verið orðinn leiður
á sjómennsku, en maður er svo
mikið að heiman. Síðustu tvö árin
á sjónum sást ég varla heima hjá
mér. Þetta var farið að verða gott.
Spurningin var hvað hægt væri að
gera og svarið fékkst þegar ég var
í sumarfríi með föður mínum í Dan-
mörku.
„ Við vorum á vappi í Kaupmanna-
höfn og sáum þá búð sem heitir
„Jyske Sengetejs lagret“, eða jóski
sængurfatalagerinn. Ég fór strax á
velta fyrir mér hvort slík verslun
gæti gengið í Færeyjum. Við fórum
inn og þar var ungur maður að af-
greiða sem vildi vita hvort við vær-
um Finnar. Þegar við svöruðum því
til að við kæmum frá Færeyjum
barst talið að því hvort það væri
ekki snjallt að setja á stofn búð af
þessu tagi í eyjunum. Var það fast-
mælum bundið að ræða málið aftur
síðar,“ segir Jákup og strýkur blý-
antslagað yfirvaraskeggið.
Málið var sannarlega rætt á ný
og ákveðið að slá til og reyna. Það
hefur nú kostað sitt að stofna versl-
un, hvaðan kom fjármagnið?
Jákup er greinilega skemmt yfir
spurningunni, því hann glottir er
hann svarar: „Eg var búinn að vera
lengi á sjó og græða vel. Á sjónum
hefur maður ekkert við peningana
á gera, þeir voru því allir til. Svo
nutum við auk þess mikils trausts
þeirra aðila í Danmörku og Þýska-
landi sem við fengum vörurnar hjá.
Við gátum því með mikilli vinnu
komið búðinni af stað.“
Og hvemig gekk?
„Þetta bytjaði strax með bombu
og gengur enn ofsalega vel. Það eru
átta ár síðan að búðin opnaði í Þórs-
höfn og ári síðar opnaði ég síðan
fyrstu búðina á íslandi. Hún var í
Kópavogi í kjallaranum þar sem
Byko er núna. KRON var áður í
húsinu. Þetta gekk alveg bærilega,
en síðar keypti Byko húsnæðið og
hugðist nota það allt saman. Ég fór
þá að leita að nýjum stað og fann
gott húsnæði í Áuðbrekku í Kópa-
vogi og var nýbyijaður þar þegar
ég fann húsnæðið i Faxafeni. Ég
sé það svona eftir á, að það hefur
bjargað mér að Byko keypti húsið
í Kópavoginum og vildi ekki leigja
mér áfram. Þótt ég opnaði verslun
í Faxafeni, hætti ég ekki í Auð-
brekkunni fyrr en ég opnaði verslun-
ina í Holtagörðum.
Rúmföt og Bónus
Af því þú nefnir verslunina í Holta-
görðum, þá er hún í heljarmiklu
samkrulli við Bónus og Ikea. Það
er talað um samstarf á milli aðila.
Hvað er um það að segja?
„Við höfum verið í nánu sam-
bandi við Bónus. Það var Jóhannes
í Bónus sem átti frumkvæðið að því
og rótin liggur í því að bæði Bónus
og Rúmfatalagerinn hafa verið með
mjög ódýra vöru á boðstólum. Jó-
hannes taldi að það gæti verið
beggja hagur að hafa verslanir
fyrirtækjanna samliggjandi. Þessu
var ég sammála og við reyndum
þetta. Þetta hefur komið mjög vel
út og ég held að allir hlutaðeigend-
ur séu ánægðir með fyrirkomulagið.
Við Jóhannes höfum því keypt lóð
í Smárahvamminum í Kópavogi og
þar er hugmyndin að reisa samliggj-
andi verslunarhús Rúmfatalagersins
og Bónus,“ svarar Jákup.
Því er fleygt að það fáist sitthvað
fleira í Rúmfatalagernum en rúm-
föt, sbr. sjónvarpsauglýsingar þar
sem þú situr sjálfur fyrir og býður
boli og drykkjarfanta fala fyrir ótrú-
lega smápeninga?
Enn glottir Jákup og segir: „í
fyrstu vorum við eingöngu með
rúmföt, sængur og rúm. Síðan bætt-
ist allt mögulegt við. Einn náungi
sem kom í búðina horfði forviða í
kringum sig og sagðist halda að hér
fengist allt nema kannski flugvélar.
Ég leiðrétti hann og sagði að
skömmu áður hefðu vissulega feng-
ist flugvélar. Að vísu leikfangaflug-
vélar! Um vöruúrvalið er það annars
að segja, að enn sem fyrr leggjum
við mesta áherslu á að selja rúm-
föt. Önnur vara kemur og fer, en
við viljum gjaman hafa allt mögu-
legt á boðstólum. Koma fólki á
óvart. Svo leggjum við auðvitað
mikla áherslu á að halda verðinu
niðri.“
Af því að umræddar auglýsingar
báru á góma. Þær voru óvenjuleg-
ar. Virkuðu þær?
„Hvort þær gerðu! Það bókstaf-
lega fylltust búðirnar af fólki. Þetta
form var eftir okkur sjálfa. Að vísu
höfðum við vitneskju um svipaðan
stíl hjá búðinni í Danmörku og þar
hafði þetta einnig virkað. Við reynd-
um þetta því líka og það var bomba!
Að sigra kreppu...
Það vekur athygli að uppgangur
fyrirtækisins er mestur á tímum
þegar efnahagskreppa heldur þjóð-
félaginu í klóm sínum. Var ekki
erfitt að sækja á brattann í slíku
umhverfí?
„Nei, það var ekki. Einmitt við
slíkar kringumstæður sækir fólk í
verslanir á borð við Rúmfatalager-
inn sem líkt og Bónus er með lægra
verð en gengur og gerist. Einmitt
í kreppu virka svoleiðis viðskipta-
hættir best. En það var gott efna-
hagsástand þegar ég var að byrja
og það hefur farið batnandi aftur
að undanförnu. Það dregur ekkert
úr sókn fólks í búðirnar þótt tíðin
sé betri.“
En er það ekki rétt að þú hefur
reynt að opna búðir víða úti á lands-
byggðinni en þær hafi ekki enst?
„Jú, jú, á Seyðisfírði, Egilsstöðum
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
VIDSKIPnAIVmNULÍF
ÁSUNNUDEGI
► Jákup Jacobsen heitir geðþekkur ungur Færeyingur sem
rekur stóra verslunarkeðju hér á Iandi. Rúmfatalagerinn
heitir fyrirtækið og er um fjórar verslanir að ræða. Þijár
á höfuðborgarsvæðinu og ein á Akureyri. Það eru átta ár
síðan að fyrsta verslunin var opnuð hér og þrátt fyrir að
flest árin, sem fyrirtækið hefur starfað, hafi verið efnahags-
lægð í landinu hefur það ekki staðið í vegi fyrir því að
fyrirtækið hefur vaxið og dafnað. Svo mjög að enn stefnir
í fjölgun Rúmfatalagera. Hér á landi og ef til vill erlendis.
og í Vestmannaeyjum. Þær voru
opnar eitt sumar hver og hættu
ekki af því að það hafði gengið illa.
í raun og veru gengu þær mjög
vel. Aftur á móti var það gífurleg
vinna að halda úti verslunum á
landsbyggðinni samhliða rekstrin-
um á höfuðborgarsvæðinu. Það er
aðeins ein búð á landsbyggðinni í
dag, á Akureyri, og í fermetrum
talið er það stærsta búðin."
Hver er stærst í veltu talið?
„Það er búðin í Holtagörðum,
engin spurning."
Og hver er veltan?
Jákup glottir og ekki í fyrsta sinn:
„Segðu bara að hún sé góð.“
Skattar og yfirbygging...
Hver er lykillinn að velgengni Rúm-
fatalagersins, að lágu verði slepptu?
Nú hugsar Jákup sig um og strýk-
ur skeggið mjóa. Og segir svo:
„Ætli það sé ekki yfirbyggingin og
ósérhlífni. Það er algert stórmál að
halda yfirbyggingu í lágmarki. Ég
er viss um að mörg fyrirtæki standa
verr en ella vegna þess að þau sitja
föst í of stórri yfirbyggingu. Alveg
frá upphafi hefur yfirbyggingin hjá
mér verið í lágmarki. Það sést best
á því að sjálfur hleyp ég í flest eða
öll störf. Svo þegar umfangið
stækkar má ekki allt lenda á sömu
herðunum. Það er nauðsynlegt að
hafa 2-3 trausta vini með sér. Menn
sem hægt er að treysta hundrað
prósent, sama á hverju dynur. Mín-
ir menn eru Poul og Arne, báðir
Færeyingar. Annars er ég með 40
Islendinga í vinnu.“
Nú hefur ástandið í Færeyjum
verið heldur svart um nokkurt skeið
og þær raddir hafa heyrst að íslend-
ingar væru á sömu leið. Hvernig
upplifir þú slíkt?
„Ég held ekki að íslendingar séu
á sömu leið og Færeyingar. Til að
byija með hafa íslendingar eitt og
annað umfram þorskinn. í Færeyj-
um hefur maður upplifað að sjá
þorskinn hverfa og þjóðina með. Það
er átakanlegt að horfa upp á þróun-
ina sem þar hefur verið. Margir
hafa flúið eyjarnar, sérstaklega
unga fólkið sem ætti að vera fram-
tíð eyjanna. Munurinn að vera í
rekstri á íslandi eða í Færeyjum er
gífurlegur. Þar er þetta eins í Kína,
þú vinnur nánast fyrir ríkið. Af
25.000 dönskum krónum í árslaun
stóð ég uppi með 10.000 krónur
eftir skatta. Á íslandi fæ ég meira
útborgað fyrir miklu minni heildar-
upphæð. En það er með ástandið í
Færeyjum, ástandið getur ekki
versnað og í raun og veru hefur
mér skilist að það sé heldur að
skána,“ segir Jákup.
Út fyrir landsteina?
Þegar talið berst að því hvernig
Jákup sjái nánustu framtíð fyrir
sér, þá ri^ar hann upp byggingará-
formin í Smárahvammi með vini
sínum Jóhannesi í Bónus. Hann
ætlar sér ekki stærri hlut hér innan-
lands eftir það. En kannski erlend-
is? Hann lætur þess getið að hann
eigi helming í tveimur Bónusversl-
unum í Færeyjum, en það er fleira
í bígerð:
„Eg held að það hafi ekkert upp
úr sér að setja upp fleiri búðir á
íslandi þegar allt er komið í gang
í Smárahvammi. En það kemur vel
til greina að koma á fót verslun
erlendis. Beina kröftum sínum í þá
átt. Það er vissulega til athugunar,“
segir Jákúp.
I hvaða landi eða löndum?
„Það er ekki frágengið 0g