Morgunblaðið - 30.04.1995, Side 30

Morgunblaðið - 30.04.1995, Side 30
30 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaður, bróðir, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN ÁRNASON, rafvirkjameistari, lést á heimili sínu, 737 Piche Street, Windsor Ont. N9C3G6 Kanada, 26. apríl. Ragnheiður B. Árnason, Margrét Árnadóttir, Örn Árnason, börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og sonarsonur, GUNNAR ÖRN WILLIAMSSON, Vfðilundi 1, Garðabæ, lést af slysförum 28. apríl. Kristín Guðmundsdóttir, William þór Dison, Eðvarð Þór Williamsson, Margrét Sigrún Þorsteinsdóttir, Stefanía Sif Williamsdóttir, Þórunn Ingimarsdóttir. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, ÁSGEIR GUÐJÓNSSON, áður Logafold 15, Reykjavík, lést á Hrafnistu, Laugarási, miðvikudag- inn 26. apríl. Magnús Ásgeirsson, Rósamunda Guðmundsdóttir, Sigríður, Anna og Benedikt Kristján. Móðir mín og amma okkr, RANNVEIG SIGURÐARDÓTTIR lést í Edinborg 20. apríl sl. Minningarathöfn fer fram í Fossvogs- kapellumiðvikudaginn 3. maíkl. 13.30. Fyrir okkar hönd og annarra aðstand- enda, Reynir Haukur Hauksson, Guðný Rannveig Reynisdóttir, Haukur Reynisson. t Systir mín, GUÐRÚN EIRÍKA MAGNÚSDÓTTIR, Skerseyrarvegi 2, Hafnarfirði, sem andaðist 19. apríl síðastliðinn, verður jarðsungin frá Víði- staðakirkju ( Hafnarfirði miðvikudaginn 3. maí kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja, Guðlaug Magnúsdóttir. t Móðir mín og tengdamóðir, GUÐFINNA ÞÓRLAUG JÓHANNESDÓTTIR frá Seljalandi á Siglufirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju fimmtudaginn 4. maí kl. 13.30. Dóróthea Stefánsdóttir, Jónas Guðlaugsson. Lokað Vegna jarðarfarar ODDS SIGURÐSSONAR verða skrifstofur og söiudeildir okkar lokaðar frá kl. 12.00 á hádegi þriðjudaginn 2. maí. Plastos hf., Krókhálsi 6. VALGERÐUR TR YGG VADÓTTIR Valgerður Tryggvadóttir fæddist á Hesti í Borgarfirði 21. jan- úar 1916. Hún lést í Landspítalanum 14. apríl síðastlið- inn. Utför Valgerð- ar fór fram frá Dómkirlqunni 26. apríl. MEÐ Valgerði Tryggvadóttur hverfur einn seinasti tengiliður og heimildarmaður um fyrstu starfsár Ríkisút- varpsins. Faðir hennar, Tryggvi Þórhallsson forsætisráð- herra, átti mikinn þátt í mótun stofnunarinnar. Valgerður er komin á fimmtánda ár þegar útvarpið tek- ur til starfa. Sjálf ræðst hún þang- að sem starfsmaður árið 1933 og gengur þar til margra verka af alúð og dugnaði. Lengst gegnir hún starfi auglýsingastjóra. Við stjórn þeirrar deildar tók hún árið 1942 af Ragnheiði Möller, móður Friðriks Páls fréttamanns. « Auglýsingastofan var til húsa.í rúmgóðu herbergi á fjórðu hæð Landsímahússins við Thorvaldsens- stræti. Lyfta flutti gesti og heima- menn milli hæða. Dyr auglýsinga- stofunnar gegnt lyftunni. Stöðugur straumur viðskiptamanna var á af- greiðslutíma og eriil og arg fylgdi starfi móttöku auglýsinga á stof- unni, símaafgreiðslu og hverskyns upplýsingum er leitað þar sem aug- lýsingastofan var við þjóðbraut þvera í húsinu. Ýmsum hefði þótt' líklegt að Valgerður kvartaðj undan annríki, en svo var ekki. „Ég þarf að hafa mikið að gera og mér fellur þetta að mörgu leyti vel,“ sagði hún er ritstjóri Útvarpstíðinda spurði hana um starf auglýsingastjóra. Starfsfólki útvarpsins féll líka vel við Valgerði. Hún naut vinsælda og oft var gestkvæmt í hliðarher- bergi þar sem starfsfólk hafði at- hvarf. Þóra blessuð Halldórsdóttir, sem enn lifir, háöldruð var hjálpar- hella, verkfús og vinnusöm. Þar gafst stundum tóm til viðræðna. Margt er minnisstætt frá þeirri tíð. Þórarinn Guðmunds- son hljómsveitarstjóri, Páll ísólfsson tón- listarstjóri, Helgi Hjörvar, skrifstofu- stjóri. Allir komu þeir öðru hveiju og iéttu lund með gamanmál- um eða kjarnyrtum frásögnum. En Val- gerður hafði samt hugann fýrst og fremst við starfið og lét ekkert verða til þess að hrekja sig af beinni braut skyldu- rækni og ábyrgðar. Hernám og herseta var þá og er raunar enn. Bretar og Bandaríkjamenn höfðu mjög strangt eftirlit með öllu útvarps- efni, ekki síst auglýsingum. Voru settar mjög strangar reglur um boð og bönn. Samkvæmt bréfí útvarps- stjóra voru þulir gerðir ábyrgir fyr- ir öllum auglýsingum, sem lesnar voru. Var því náið samstarf okkar, sem þá gegndum þularstarfí og auglýsingastofu. Aldrei kom til ágreinings við Valgerði og var sam- starf jafnan sem best verður á kos- ið. „Hugurinn verður að vera vak- andi,“ sagði Valgerður um starf sitt. Þetta er ekki vélrænt starf. Samkvæmt reglum má ekki taka auglýsingar sem eru hégómi eða um hégóma. Þá þurfti oft að beita lempni og lagni til þess að auglýs- ingin félli að fastmótuðum reglum, sem kváðu skýrt á um hlutleysi og lögðu jafnframt margháttuð höft á inntak og orðaval. Það reyndist enginn hægðarleikur að sannfæra skapmikla viðskiptavini um að aug- lýsing, sem þeim fannst afbragðs- snjöll og hlyti að vekja athygli al- þjóðar samrýmdist ekki starfsregl- um auglýsingastofunnar. Þá reyndi á dómgreind Valgerðar, skapfestu og sannfæringakraft. Það kom oft í hennar hlut að endurrita auglýs- ingar og orða með öðrum hætti. Náið samstarf og gott var milli auglýsingastofu og þula. Var okk- ur, sem þá gegndum þar störfum fullljóst hve mikla snerpu og vand- virkni þurfti til þess að skila auglýs- Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN MAGNÚSSON bifreiðastjóri, Laufbrekku 27, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 3. maí kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Áslaug Sigurðardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÍÐUR ÁRNÝ ÞÓRARINSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Hjallavegi 1, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðju- daginn 2. maí kl. 13.30. Þórunn Klemensdóttir, Þröstur Ólafsson, Þórarinn Klemensson, Ásdis Sigurgestsdóttir, Ólöf Inga Klemensdóttir, Grétar Hjartarson og barnabörn. ingum, eins og þær hétu þótt að- eins væru ætlaðar hlustendum, skýrum og skilmerkilegum í hendur þula. Arið 1944 voru t.d. skrásettar 20 þúsund auglýsingar til lestrar. Sumar þeirra lesnar margsinnis. Af því má sjá hve annasamt hefír verið er Valgerður var við stjórn stofunnar. Auk forstöðu auglýsingastofu var Valgerður bókavörður Ríkisút- varpsins. Allar bækur, sem útvarp- inu bárust til umsagnar voru bundn- ar inn og komið fyrir í traustum skápum. Starfsmenn áttu mörg spor til Valgerðar þar sem hún sat við gljáfægðar glerrúður bókaskáp- anna. Bókfróð var hún og lét sér annt um vörslu ritanna, svo sem hvert það starf er hún gegndi. í tíð hennar skiptu bækurnar þúsundum. Valgerður var hávaxin kona. Höfðingleg í fasi og framkomu. Gerðarþokki er orð sem í hugann kemur. Ríklunduð var hún og stóð stundum af henni gustur geðs, en góðvild og hjartahlýja hafði yfir- hönd. Á góðri stund var Valgerður glaðlynd og gat tekið þátt í glensi og gamanmálum samstarfsmanna sinna. En sumir gátu sér þess til að hún geymdi harm í hjarta frá þeim dögum pólitískra átaka og upphlaupa er urðu þingrofsdagana er faðir hennar var forsætisráð- herra. Mikla sviptingar voru þá í höfuðstaðnum. Farnar hópgöngur að Ráðherrabústaðnum við Tjarnar- götu og gerð hróp að íbúum húss- ins, einkum Tryggva Þórhallssyni, föður Valgerðar. Stóð svo dögum saman að „kastað var gijóti og hatað og hótað“. Þingmenn úr flokki Tryggva dvöldust sumir dög- um saman í Ráðherrabústaðnum til trausts og halds fjölskyldunni. Ekki orkar tvímælis að þessir atburðir hafa greypst í minni Valgerðar og lengi borið menjar um kulda þann sem næðir um jökultind hefðarinn- ar. „Það hið blíða blandað stríðu." Valgerður, sem nú stóð við hlið foreldra sinna og systkina, undr- andi og kvíðin mundi einnig sól- bjarta sumardaga þar sem allt lék í lyndi á yfírborði og höfðingjar og almúgi hittust á þjóðhátíð þeirri, sem stóð með glæsibrag, Alþingis- hátíðinni 1930 er faðir hennar gekk öruggum skrefum í ræðustól er reistur var á háum hamrasal um- girtum klettabelti í Almannagjá. Konunglegir gestir sátu á palli er reistur var andspænis ræðustóln- um. Lofsöngur Matthíasar Joch- umssonar og Sveinbjarnar Svein- björnssonar hljómaði í hvelfing- unni. Tryggvi Þórhallsson steig í ræðustól, bauð hátíðargesti vel- komna með snjallri ræðu, en hátal- ari uppi á gjábrún endurkastaði ræðunni út til mannfjöldans svo að allir gætu heyrt orð hins snjallróma ræðumanns, sagði Jón biskup Helgason um þátt Tryggva Þór- hallssonar. Fannhvít tjaldborg upp- lýst af sólarljóma sumarblíðu var aðsetur 30 þúsund hátíðargesta. Svona voru dagar leikandi lundar. Valgerður bar sterkan svip af föður sínum, en minnti jafnframt í mörgu á móðurkyn. Stephan G. Stephansson sagði um Tryggva Þórhallsson að sér hafi virst hann „festulegur, föngulegur. Fekk góð- an þokka til hans“. Klettafjalla- skáldið þakkar Tryggva Tímasend- inguna (Tryggvi var þá ritstjóri Tímans) og sagði „eins og var, að mér fyndist hann opinskár, eins og æskan og einlægnin og hefði samúð með ýmsu sem hann flytti." „Mér virðist hann vel og næstum hörku- dugnaðarlegur, og varla líklegur til að láta hlut sinn ljúflega í neinu, væri því að skipta." Eftirminnileg orð sem Tryggvi Þórhallsson lét falla á Alþingi voru: „Vopnaður friður er undanfari styijaldar." Þegar Þórhallur biskup, afi Val- gerðar, féll frá sagði Stephan G. Stephansson: „Undarlega sakna ég séra Þórhalls, þrátt fýrir mála-mun nokkurn. Hann var svo líkur biskup- um okkar hinum fornu, sem mestir voru og bestir í mörgu, nokkurs konar alþýðuhöfðingjar í öllum greinum. Kristinn á sama hátt og Þorgeir Ljósvetningagoði, og ekki frekar.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.