Morgunblaðið - 30.04.1995, Síða 31

Morgunblaðið - 30.04.1995, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 31 MINNiNGAR Þó að hér sé vitnað til fagur- mæla um föðurætt Valgerðar verð- ur mér eigi síður hugsað til langafa hennar Jóns Borgfirðings. Hann var traustur fulltrúi Jóns Sigurðssonar forseta og trúnaðarmaður við bóka- og handritasöfnun. Ferðaðist víða um land, seldi bækur og keypti og safnaði handritum. Afrek hans við skráningu íslenskra bóka flutti hróður hans í British Museum. Jón Sigurðsson galt honum laun fyrir fræðimannatal, sem varðveitt er með handritum hans í Landsbóka- safni. Vænt þótti mér að sjá í ferða- sögu Jóns Borgfirðings að honum þótti bær afa míns, Eyvindarmúli í Fljótshlíð, einna fallegastur bæja. Þó kom þeim afa mínum ekki sam- an um allt, sem á góma bar í viðræð- um. Afrek Jóns Borgfirðings, stað- festa þeirra hjóna og sjálfsafneitun við uppeldi og menntun barna þeirra er lýsandi dæmi um stefnufestu og manntaþrá. Litli bærinn þeirra við Vesturgötu 20 var naumast stærri en fjallajeppar, sem nú þeytast um öræfí landsins. Samt tókst þeim að koma þar til mennta barnahóp sín- um. Settu þau öll svip á þjóðlíf, Finnur prófessor, Klemens landrit- ari, Ingólfur bankamaður og Vil- hjálmur stúdent, sem átti frum- kvæði að því að Jónasi Hallgríms- syni yrði reistur minnisvarði. Dæt- urnar Guðný kona Bjöms sýslu- manns og Guðrún Borgfjörð, sem skráði gagnmerka frásögn um lífið í Reykjavík. í bók Guðrúnar er stutt en áhrifamikil frásögn og forspá. Guðrún lýsir ferð fjölskyldunnar frá Akureyri til Reykjavíkur. Ferðin tók fjórtán daga. Móðir hennar Anna Guðrún reið liprum fola sem aldrei gerði neinar „kúnstir". Farið var Suðurgötu segir Guðrún, „en þegar við komum fyrir framan leiði Sig- urðar Breiðíjörðs, lagðist folinn nið- ur, svo að mamma varð að fara af baki. Þá sagði hún um leið og hún stóð upp: „Hér á ég þá að liggja.“ Þetta voru orð að sönnu. Hún ligg- ur, að heita má í beinni línu, nokkr- um leiðum ofar.“ Að vera forvitri var orð sem haft var um þá sem sáu fyrir óorðna hluti og atburði. í þeim flokki hefír langamma Val- gerðar verið. Mér er það minnisstætt er ég sem ungur drengur, nýfluttur til höfuð- staðarins, skokkaði við hlið Tryggva bróður míns, sem er 9 árum eldri. Á þeim árum var talið sjálfsagt að allir legðust á eitt um að afla heimilum sínum tekna. Börnin bytjuðu snemma að leggja hönd að verki. Tryggvi bróðir minn tók að sér að bera út Tímann. Rit- stjóri blaðsins var Tryggvi Þórhalls- són búsettur í Laufási. Ekki man ég hve kaupendur blaðsins voru margir. En ég minnist þess vel að Laufás þótti höfðingssetur og var sagt að víðar lendur þeirra Laufás- bræðra Þórhalls bískups og Vil- hjálms á Rauðará lægju saman. Allt um það var ljúfmannlega tekið við blaðburðardrengjum er þeir kvöddu dyra á heimili ritstjórans. Svo héldum við bræður áfram göngunni allt suður að Kennara- skóla. Þar settist bróðir minn stund- um undir vegg og hugsaði ráð sitt, en ég hljóp með eitt eintak blaðsins til áskrifanda í Reykholti í grennd Pólanna, þar sem nú er gróðrarstöð- in Alaska. Grös og grónar lendur voru í grennd við Laufásveginn. Þar var einnig Gróðrarstöðin. Þangað fluttist löngu síðar góður vinur for- eldra minna og systkina, Helgi Hallgrímsson. Tryggðavinur fjöl- skyldunnar frá árum hans á Eyrar- bakka, þar sem hann kenndi um skeið. Helgi varð tengdafaðir Val- gerðar. Hallgrímur tónskáld maður hennar hefír markað djúp spor í menningarsögu þjóðarinnar. Starf hans í þágu íslenskrar hljómlistar verður seint fullþakkað. Þá minnist ég vinsemdar hans er ég vann að þáttagerð í útvarpi. Hann sendi mér þá upplýsingar og frásögn er hann geymdi í minni. Þessu fylgdi vin- samlegt bréf með ávarpsorðinu: Vinarbróðir. Vísaði hann þá til vin- áttu þeirra feðga við bróður minn. Tryggvi bróðir minn átti eftir að njóta blaðburðartímans í Laufási. Er hann hafði lokið stúdentsprófí og hugðist halda til framhaldsnáms voru „erfíðir tímar og atvinnuþref". Kreppulánasjóður var stofnaður. Forstöðumenn hans auglýstu eftir starfsmönnum. Tryggvi bróðir minn var í hópi umsækjenda. Gekk hann á fund bankastjóra að bera upp erindi sitt. Kvaddi dyra. Þar gekk þá fram Tryggvi Þórhallsson, sem tekið hafði við stjóm Búnaðarbanka íslands. „Auðvitað færð þú starfíð, nafni minn. Þú barst til mín Tímann í Laufás." Það varð ævistarf. Frásagnir Önnu Klemensdóttur, móður Valgerðar, af fyrstu árum Landssíma Islands eru mér minnis- stæðar. Ég heimsótti hana í Laufás og hlýddi á sögur hennar um undra- tækni og áhrifamátt símans. Hlust- aði á sagnir hennar af símameyjum er fóm fímum höndum um skipti- borð og tæki tengd þeim er samein- uðu sveitir landsins og tengdu tryggðabönd ástvina og elskenda. Við ræddum um vaskar sveitir, vinnuflokka Norðmanna og Islend- inga, er klifu fjallvegi og ófæmgil, óðu straumvötn og jökulár með skógargræna staura sína, jökulhvít- ar postulínskúkur og símalínur. Þeir sigmðust á hverri þraut. Það kallaði Símon Dalaskáld að staur- setja Fjallkonuna. Hann óttaðist samkeppni símans í fréttaflutningi. Þegar ég fletti nýverið myndaalb- úmi frá samkvæmum og ferðum útvarpsmanna á fyrri áram ber Valgerði oft fyrir augu. Hún prýðir þá jafnan hópinn með reisn sinni. Ég sé hana á ljósmynd sem tekin er í desembermánuði 1945 á 15 ára afmæli Ríkisútvarpsins, sem haldið var í hljómleikasal við hlið þular- stofu. Þar er gleðisvipur á mörgu andliti. Páll ísólfsson stjómar þar söng starfsmanna, útvarpsráðs- manna og kennara útvarpsins. Stofnunin lagði þá enn höfuð- áherslu á menningarhlutverk sitt. Gaf út kennslubækur. Hlustendur sem þess óskuðu gátu sent stíla og fengið þá leiðrétta. Ég sé og heyri í anda enskukennara útvarpsins Björn Bjamason magister frá Stein- nesi segja: „Undur og stórmerki hafa gerst. Tveir villulausir stilar komnir austan af Jökuldal. Frá bræðmm þar.“ Þeir áttu eftir að verða doktorar við Háskóla íslands. Ég sé Magnús Jónsson prófessor syngja manna glaðastan. Hann var manna fjölhæfastur og fjöllyndur. Sagði á banabeði: „Ég er svo fullur eftirvæntingar að ég ræð mér ekki. Þetta er svo spennandi." Meðal söngmanna í flokknum er séra Sig- urður Einarsson, sem kvað: „Undur var lífíð endur, ör lund og hyggja snör, spor létt og heilar hendur.“ Og þarna er Helgi Hjörvar, nýbúinn að ljúka lestri á Bör, en jafnan með kjamyrði á vör. Milli hans og Jónas- ar Þorbergssonar, sem einnig prýð- ir hópinn er stund milli stríða. Hér er Þórleif Norland, þingeysk hefðar- kona, dóttir Péturs á Gautlöndum. Og brosir góður samstarfsmaður Valgerðar, Sigurður Sigurðsson innheimtufulltrúi, síðar kunnur íþróttafréttamaður. Hér sést Krist- inn Ármannsson rektor Mennta- skólans. Jón Krabbe rómaði hann fyrir störf í sendiráði íslendinga í Kaupmannahöfn. Á annarri mynd úr skemmtiför sjást tónlistarfrömuðimir dr. Franz Mixa, Jón Leifs og þar prýðir hóp- inn Sigrún Ögmundsdóttir þulan sívinsæla. Sigurður Hallgrímsson tæknimaður seinna, þá sendimaður um fermingu. Sveinn Ólafsson bros- ir hér að vanda, margfróður og góðviljaður. Martin Jensen, sem engin lofthæð ógnaði við uppsetn- ingu mastranna á Vatnsenda. Og hér situr Björg Jónasdóttir, ung blómarós, dóttir frú Sigurlaugar og Jónasar útvarpsstjóra. Og ekki má gleyma Sigrúnu Gísladóttur (Sillu) af ætt Þorleifs ríka á Háeyri. Pétur Pétursson biskup sagði að Viktoría Englandsdrottning hefði viljað fá Þorleif ríka sem íjármálaráðgjafa bresku stjómarinnar. Hve lengi á að telja og hvenær nema staðar. Valgerður prýddi lengi starfs- mannahóp Ríkisútvarpsins. Hún hefði getað frætt samtíð sína og + Jóhanna Þóra Jónsdóttir fæddist í Lækjarhúsum, Borgarhöfn í Suðursveit, hinn 22. apríl 1917. Hún lést í Land- spítalanum 7. apríl sl. Útför Þóru fór fram 18. apríl sl. frá Fella- og Hólakirkju. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, framtíð um svo ótal margt, í póli- tískri og menningarsögu lands og þjóðar. Þáttur Valgerðar í Þjóðleikhús- inu er mér ekki eins vel kunnur og störf hennar í Ríkisútvarpi. Við átt- um samt allnokkur samskipti þar er ég greiddi götu listamanna, sem þar komu fram við ýmis tækifæri. Fór jafnan vel á með okkur og em margar minningar tengdar þeim ámm. I Þjóðleikhúsinu gafst Val- gerði kostur á að njóta leiklistár og hljómlistar í þeim mæli að segja má að jafnaðist á við dvöl í heims- borg. Á starfstíma hennar komu gestir af gjörvallri heimsbyggð- inni, hljómlistarmenn, ballett- dansarar, leikflokkar. Aðals- menn og konungbomir; almúga- menn, kotungar og tómthúsmenn í íslandsklukkunni og Gullna hliðinu. Valgerði hefði þótt það við hæfí að minnst væri langafa hennar, bókasafnarans mikla, Jóns Borg- fírðings. En hún hefði ekki viljað að gleymt væri að geta séra Bjöms í Laufási, sem kvað af guðmóði: Hann bylgjur getur bundið og bugað stormaher, Hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér. Systkinum Valgerðar, tengda- fólki og vinum flyt ég samúðar- kveðjur. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og hljóðu kynni af alhug þðkkum vér. Þinn kærleikur í verki var gjðf sem gleymist eigi, og gæfa var það ðllum sem fengu að kynnast þér. Nú fækkar þeim óðum sem fremstir stóðu og festu rætur í íslenskri jðrð, veggi og vörður hlóðu og vegi ruddu um hraun og skðrð, bðrðust til þrautar með hnefum og hnúum og hðfðu sér ungir það takmark sett, að bjargast af sínum búum, og breyta í ðllu rétt. (Davíð Stefánsson) Þórey Ósk Ágústsdóttir og Sigurður Smári Sigurðsson. ERHSDRYKKJUR Glæsilegir salir, gott verö ..pggóðþjónusta.^ #«VEBLUEtDHUSH) V!j^|pPÁLFHEIMUM 74 - S. 568-6220 %rossar d Ctiði Hyðfrítt stáí— varanCegt efni ‘Krossarnir eruframíeúCdir úr hvítfiúðuðu, ryðfríu stáíú ‘Minnisvarði sem endist um ófpmna tíð. Sóíkross (táftiar eiííft ííf) 0-heð 100 smfrájörðu. Ofefðhundinn kross m/munstruðum endum. Oáeð 100 smfrájörðu. Sóíhross m/geisCum. Oíæð 100 sm. frá jörðu. Tvöftddur l(ross. Oíæð 110 smfrájörðu. Hringið i sima 93-11075 og fáið litabækling. |A BUKKVERKf Dalbraut 2, 300 Akranesi. L__!PRkl Siml 93-11075, fax 93-13076 Pétur Pétursson þulur. JÓHANNA ÞÓRA JÓNSDÓTTIR hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) t Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við útför mannsins míns, föður okkar, tengda- föður, afa og lagafa, BJARNA Þ. BJARNASONAR gullsmiðs, Vallhólma 18, Kópavogi. Ingibjörg Magnúsdóttir, Jón Halldór Bjarnason, Elfsabet Elfasdóttir, Ragnhildur Bjarnadóttir, Birgir Reynisson, Lárus Bjarnason, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Svava Bjarnadóttir, Sveinbjörn Imsland, Bjarni Þ. Bjarnason, Kristfn Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.