Morgunblaðið - 30.04.1995, Qupperneq 40
40 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Ljóska
MV ATTORNEV' ANPIARE
HERE T0 5UE VDU FOR HITTINé
ME U)ITH YOUR. LUNCH BOX..
that's WHAT
yOU THINKÍ
IVE GOT HI5 SUPPER PISH,
SEE? IFYOU SUEME, l'LL
THROU) IT OVER THE FENCE'
AFTER CAREFUL
CONSIPER ATION, iVE
PECIPEP WE PON'T
HAÆ A CA5E..
Við lögfræðingurinn minn Það heldur þú!
erum hér til að stefna þér fyrir
að lemja mig með nestisboxinu
þínu...
Ég er með dallinn hans, sérðu? Að vel athuguðu
Ef þú stefnir mér, kasta ég máli, höfum við
honum út fyrir girðinguna! ákveðið að höfða
ekki mál...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Eigi víkja -
Sókn er besta
vörnin
Frá Jóni Rafni Valdimarssyni:
ÞANN 24. mars sl. hleypti Junior
Chamber félagið Nes af stokkun-
um átak sem ber yfírskriftina
„Eigi víkja - Sókn er besta vöm-
in!“. Átak þetta er fyrst og fremst
ætlað til þess að koma á framfæri
sjónarmiðum og réttindum okkar
íslendinga í nýtingu á okkar eigin
sjávarauðlindum og einnig til að
skapa skilning á bæði efnahags-
og sögulega þættinum í veiðum
okkar. Það er því miður staðreynd
að víðs vegar um heiminn og eink-
anlega löndum þar sem einhliða
áróður ýmissa umhverfíssamtaka
hefur verið fyrir hendi, hefur al-
menningur litla sem enga hug-
mynd um afleiðingar þessa áróð-
urs fyrir margar fiskveiðiþjóðir,
þjóðir sem byggja afkomu sína á
veiðum, þjóðir sem byggja afkomu
sína á nýtingu þeirra auðlinda sem
til staðar eru. Hugmyndin með
átakinu er að safna nægt fé til
handa kaupum á 10.000 eintökum
af myndböndum sem hafa að
geyma m.a. sögu hvalastríðs ís-
lendinga við erlendar þjóðir og
afleiðingar einhliða áróðurs gagn-
vart ýmsum þjóðum svo dæmi séu
nefnd. Myndbönd þessi eru fram-
leidd af Magnúsi Guðmundssyni
sem getið hefur af sér gott orð
við að kynna málstað okkar íslend-
inga á erlendri grundu. Magnús
hefur síðustu misseri ferðast mikið
um Bandaríkin og orðið var við
mikinn áhuga ýmissa stofnana á
að kynnast hinni hliðinni á nýtingu
auðlinda hafsins.
Að loknu þessu átaki verður
þeim spólum sem til safnast dreift
til menntastofnana í Bandaríkjun-
um og Evrópu þar sem nemendum
gefst kostur á að kynna sér efni
hennar. Spólunum verður dreift á
skipulagðan hátt og verður eftir-
fylgja í kjölfar dreifíngarinnar.
Nú þegar er kominn árangur á
þessari aðferð og sem dæmi má
nefna að 30 nemendum við mjög
virtan Háskóla á vesturströnd
Bandaríkjanna var nýlega sýnd
mynd Magnúsar, „Lífsbjörg í
Norðurhöfum“ og þau síðan beðin
um að skrifa ritgerð um hug sinn
til þessa máls. Arangurinn var sá
að allir nemendur með tölu voru
á einu máli um réttmæti þess að
þjóðir sem byggja afkomu sína að
miklu eða öllu leyti á veiðum á
sjávarspendýrum ættu að nýta þau
óáreitt en þó með skynsamlegum
hætti.
Hyggðaverkefni
Átakið Eigi víkja - Sókn er
testa vörnin er sett fram til að
sýna hina hlið málsins þannig að
almenningur í öðrum löndum geti
metið báðar hliðarnar og þar með
myndað sína eigin skoðun en ekki
skoðun einhverja samtaka sem
boða oft á tíðum aðeins hálfan
sannleikann og stundum engan
sannleika. Til að þetta geti orðið
að veruleika þá hefur JC-Nes nú
þegar farið fram á stuðning frá
ýmsum aðilum hér á landi og við-
tökurnar hafa almennt séð verið
góðar, sjómenn, útgerðarfélög og
ýmis önnur fyrirtæki sjá að vonum
hag sinn í þessu átaki og munu
þar af leiðandi styrkja átakið með
kaupum á spólum sem síðan eru
sendar til erlendra menntastofn-
ana með kveðju frá þeim. Styrkur-
inn í hugmyndinni felst ekki í að
leitað sé til einhverra ákveðinna
hagsmunaaðila innan sjávarútvegs
heldur breiðfylkingarinnar, fólks-
ins í landinu í heild sinni. Með
þessu er ein grasrót að koma skila-
boðum og upplýsingum til annarr-
ar grasrótar.
Ástæðan fyrir því að JC-Nes
ákvað að hefja þetta átak er fyrst
og fremst sú að innan okkar hreyf-
ingar eru svokölluð svið tækifæra,
þetta eru svið stjórnunar, svið ein-
staklingsins, svið alþjóða sam-
starfs og svið byggðarlags. Þessi
svið eru hvert og eitt sjálfstætt
út af fyrir sig, og gefa félags-
mönnum tækifæri á að auka hæfni
sína með námskeiðum, leiðbein-
endastörfum og samstöðu félags-
manna, þau veita einnig tækifæri
á að öðlast stjómunarhæfni með
stjórnþjáifun. Átak það sem JC-
Nes stendur nú fyrir fellur undir
svið byggðarlagsins en í lögum
hreyfingarinnar um það svið segir
m.a. að sviðið skuli veita tækifæri
á að auka skilning á viðfangsefn-
um þjóðfélagsins eða byggðarlags-
ins í JC-starfi. JC-Nes er stolt af
því að geta unnið byggðarlags-
vvrkefni sem fellur vel inn í það
starf sem við viljum vera þekkt
fynr, það er að bæta og efla
byggðarlagið. Nu bætum við og
eflum málstað okkar og aukum
um leið skilning á lífsháttum ís-
lendinga og annarra veiðiþjóða.
Það er von okkar að bæði ein-
staklingar og aðrir aðilar sjái sér
fært að standa við bakið á okkur
og nýta tækifærið sem í boði er.
Fjárgæsluaðili þessa átaks er ís-
landsbanki á Seltjarnarnesi og
hefur átakið reikningsnúmerið
0512-26-4303.
Víkjum ei, sóknin er okkar besta
vörn.
JÓN RAFN VALDIMARSSON,
kynningarfulltrúi átaksins Eigi víkja
- Sókn er besta vörnin.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.