Morgunblaðið - 30.04.1995, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 41
BRÉF TIL BLAÐSIIMS
Samstilling lífs
og efnis í alheimi
Frá Þorsteini Guðjónssyni:
ÞORSTEINN Þorsteinsson lífefna-
fræðingur, sem er ásamt Samúel
D. Jónssyni ritstjóri að bókinni Dr.
Helgi Pjeturss. Samstilling lífs og
efnis í alheimi mun vera manna
ólíklegastur til að setja neitt fram
um vísindaleg efni, sem hann gæti
ekki staðið við, ef á reyndi. Þetta
er ekki aðeins af því hvernig mað-
ur er gerður, heldur líka hvernig
hann er settur. Maður í ábyrgðar-
aðstöðu á vísindasviðinu hlýtur að
taka hliðsjón af mörgu.
Það má ekki láta þess ógetið, að
á námsárum Þorsteins í Kaup-
mannahöfn voru Bretamir Watson
og Crick að brúa bilið frá aminósýr-
um upp í prótein og kjamasýmr,
og koma lífefnafræði á nýjan gmnd-
völl. Mun þessi vísindaviðburður
hafa haft varanleg áhrif á íslending-
inn Þorsteinn Þorsteinsson, sem að
heiman var búinn með mikinn áhuga
á gátunni um upphaf lífsins.
Meðal þess sem ég hygg að Þ.Þ.
vilji helst vera laus við, er að menn
blandi honum saman við tvíhyggju-
menn, sem telja „hið andlega" vera
helst eitthvað óáþreifanlegt og
óraunverulegt. Vottur þess eru
m.a. þessar setningar hans:
„Góð og gild rök eru til um, að
lífið allt byggist eingöngu á efnis-
kröftum, engin sérstök sál komi
til, sem gerir efnið lifandi. Ef sér-
stök sál væri til, hefði hún engin
áhrif á efnaskipti líkamans." (Sam-
stiliing... s. 138.)
Sá sem hér reynir að gera grein
fyrir efni bókar, tekur undir slík
orð. En þó eru sálir til, eins og
reyndar felst í skrifi Þ.Þ. þegar til
kastanna kemur, og vona ég að
geta komið að því síðar. En meðal
þess sem Þ.Þ. segir er þetta (ég
leyfi mér að endursegja sumt vegna
rúmsins):
— Að aflsvæði alheimsins sé sí-
fellt að eyða tilverumyndunum og
endurskapa þær. „í hverri andrá
eru allir hlutir að eyðast og verða
til á ný.“ (s. 142). Eindir myndast
og hverfa í sífellu.
— Að hraðsambönd um himin-
geiminn geti vel átt sér stað („inst-
antaneous interstellar transfer of
énergy“ ÞG); (regla Bells, tilraunir
Clausers og Aspects).
— Að „víst er og full sannað að
skynjun og hugsun, sem henni er
samfara hefur efnahvörf og orku-
skipti í för með sér. Þetta hefur
áhrif út um hinn órofa óendanlega
heim, og er engan veginn heimsku-
legt að hugsa sér að hægt sé að
skynjaorkuskipti annarra." (s. 143).
— Að skilin milli líflauss og lif-
andi megi setja þar, sem stökkin
verða frá amínó-sýrum og núkletó-
íðum upp í prótein og kjarnasýrur
(fyrra stökkið), og svo frá þessum
stóru sameindum upp í frumuna
(síðara stökkið). (Þ.Þ. s. 139).
— Að kviknun lífsins hér á jörðu
hafi orðið þegar samstillingin náði
þessu stigi. „Allíf á öðrum stjömum
stuðli að lífí annars staðar“ (s. 140).
En það þýðir m.ö.o. að lífíð hér á
jörðu sé komið frá stjörnunum.
Þetta er nú allt nokkuð en öll
eru þessi atriði vel kunn og viður-
kennd meðal vísindamanna. En það
er styrkur þeirra hér að vera þátt-
ur í heildarskilningi hjá manni, sem
hefur sanna heimspeki á bak við
sig. Hver einstakur þáttur verður
gildari og merkari við að vera hluti
af slíkri heild.
Á slíkum sjónarhæðum stendur
Þorsteinn lífefnafræðingur, og það-
an hefur hann nú enn, í þessari
bók, frá þó nokkurri nýjung að
segja. í sem fæstum orðum sagt,
ætla ég að hún sé eitthvað á þessa
leið:
„Endurminningin er eitt þeirra
fyrirbæra sem ekki hafa verið
skýrð... Endurminningin er í orku-
munstrum þeim sem maðurinn hef-
ur myndað um dagana. Hún kemur
því ekki innanfrá heldur utanfrá.
Maðurinn er í svo sterkri fasafléttu
við minningar sínar að þær koma
til hans frá öllu því umhverfi sem
hefur við orkumunstrunum tekið
og jafnvel utan úr geimnum því
verulegur hluti efnaskiptaorkunnar
berst frá lífverunni sem geislun.“
(Þ.Þ. s. 143).
Sál mannsins er eftir þessum
skilningi líkami hans, en þó ekki
þessi 70-80 kíló, heldur niðurröð-
unin, aflsvæðið. Ónýtist sú niður-
röðun, hlýtur að skapast nýtt við-
tæki, því að minningarnar heimta
það. Dreifðar og án miðstöðvar
væru þær sama sem ekki til. Nýr
líkami skapast því á annarri jörð
um leið og maðurinn deyr. Maður-
inn hefur ódauðlega sál.
Fyrir löngu hafði ég hugsað
mér, með hjálp Einars Benedikts-
sonar og Þorsteins Jónssonar, að
minningar vorar séu geymdar,
safnist upp alla ævina á „strönd-
inni þar sem sál vor allra biður" —
„í vitund alveru". En nú kemur
Þ.Þ. og segir, að þetta sé bara sem
lausbeisluð orkumynstur hér og
þar, í steinum og stjörnum, og þó
hluti af manni sjálfum og til þess
búið að heimtast til baka, hvenær
sem skilyrði gefast til, að minning-
ar vakni.
Hér er vissulega efni til umhugs-
unar, og ekki er ég til þess búinn
að kveða nú þegar upp úr um mitt
álit á slíku máli. Það þarf varla að
taka fram, að ég hef alla tíð metið
mikils fræðimanninn Þorstein Þor-
steinsson og starf hans; og sum
af atriðum hans hef ég jafnvel tal-
ið til minna vísindalegu lífakkera —
með þeim tengslum milli kenningar
dr. Helga og nýrri vísinda, sem þau
skapa. Alveg sérstaklega mikils-
verðar fyrir mig hafa verið upplýs-
ingar um kviknun lífsins í árdaga
jarðar, (sem ekki varð „smám sam-
an“, heldur í stórum stökkum!) og
viðhald þess æ síðan, með eðlis-
fræðilegu sambandi við hið æðra
líf. Allt verður skiljanlegra um þró-
un og líf, þegar þessi tengsl eru
fundin, og auðveldara að halda
fram kenningu dr. Helga, enda hef
ég á síðustu árum margnotað mér
það. Leikrit framþróunarinnar er
ekki mælt af munni fram af okkur
lífverunum, heldur eru skáld og
leikstjórar og hvíslarar á bak við
okkur, á öllum stigum.
Hitt verð ég um leið að taka
fram, að þegar kemur að „fyrir-
burðafræðinni“, sambandsfræð-
inni, draumafræðinni og öðru sem
þar til heyrir, tel ég einfaldast og
árangursvænlegast að fara beint
eftir doktor Helga fremur en
nokkru öðru. Þetta er allt svo fram-
úrskarandi ljóst og einfalt hjá hon-
um. Þegar skyggn maður sér til
dæmis rústir undir sandi (s. 143)
þá á ég erfitt með að trúa, að það
sé af því að hann „skynji orku-
munstrin". Hann er einfaldlega í
sambandi við einhvern sem veit.
Fróðlegt er dæmi þýska Assyriu-
fræðingsins H.v. Hilprechts, sem
talið er afar vel staðfest og vel
rannsakað í alla staði. Assyríski
presturinn sem vitraðist Hilprecht
í draumi, skýrði honum vendilega
frá því í samtali hvernig gripur úr
agat-steini hafði verið hlutaður í
sundur, og þrír eyrnasteinar úr
honum smíðaðir o.s.frv. og allt
sannaðist svo ekki varð um villst.
Þarna var einfaldlega um að ræða
samtíma-samband við framliðna
(sem byggði á eigin minningum),
en alls ekki það að grípa upp 3200
ára gömul orkumynstur hér á jörð.
Og þetta hygg ég liggja nokkuð
ljóst fyrir í bestu frásögnum af
„hlutskyggni“ og öðru af því tagi.
Með bókinni Dr. Helgi Pjeturss.
Samstilling lífs og efnis í alheimi
eru gefin tilefni til margra athug-
ana, sem fijóar mættu verða og
hinna bestu umræðna, sem orðið
hafa. Útgefendum og höfundum
bókarinnar óska ég heilla og fram-
gangs með málefni sín á þeim
merkilegu tímum sem nú fara í
hönd. Það er ekki eitt heldur allt,
sem segir til um það, að þetta er
bók hins nýjasta tíma, á árinu
1995. Úr öllum áttum koma nú
fréttir um það, að hraðatakmörkun
Einsteins sé hrundið.
P.S. Tvær viðbætur. í fyrri
greininni féll niður að geta þess
að Páll Guðmundsson myndlistar-
maður hefur skreytt bókina. Hitt
er, að misprentast hefur „Gatu-
hugmynd Johns Lovelocks“, en átti
að vera: „Gaiu-hugmynd“ o.s.frv.
ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON.
í
á Hótel Sögu fímmtudaglnn 4. maí kl. 20.30
Uppboðsverkin sýnd í Gallerí Borg við Austurvöll
sunnudaginn 30. apríl, mánudaginn 1. þriðjudaginn
2., miðvikudaginn 3. og fimmtudaginn 4. maí kl. 12-18.
tm i f
íFaxafeni S þriðjudaginn 2. maíki 20.30
8ýn<,Í- , - «•
BOBG
v/Austurvöll, sími 24211.
BORG
antik
FAXAFENI 5, SÍMI 581-4400,