Morgunblaðið - 30.04.1995, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
KAPPAKSTUR
„MAÐUR veit aldrei hvað er handan við næsta horn. Hvorki í kappakstri né í daglegu lífi“, segir breski ökuþórinn Damon Hili meðal annars í viðtali við Morgun-
biaðið. Hér slapp Hill án meiðsla eftir að ekið var aftan á hann í keppni á síðasta keppnistímabiii, þó bíillnn hafi endað á hvolfi.
2400 gírskipt-
ingar í keppni
DAMON Hill getur vænst þess
að skipta 2400 sinnum um gír
í Imola kappakstrinum. 1 hveij-
um hring má gera ráð fyrir um
40 gírskiptingum og ef það er
margfaldað með 63, sem er
fjöldi ekinna hringja í keppn-
inni, fæst þessi ótrúlega tala.
220 manna
starfslid
HILL og félagi hans hjá Wfll-
iams eru í góðum höndum, því
220 manna starfslið annast
kappana. Höfuðstöðvar Will-
iams eru í Englandi. Þetta lið
hefur nærri 100 bfla og flutn-
ingabíla til taks til að flytja
keppnisbfla og varahluti milli
staða.
Tuttugu skipta
um dekk
í VIÐGERÐARHLÉUM í kapp-
akstri er 20 manna sérþjálfað
viðgerðarlið sem sér um
dekkjaskiptingu og áfyliingu
eldsneytis. Hver maður hefur
ákveðið hiutverk og dekkja-
skiptingin tekur aðeins 9 sek-
úndur ásamt áfyllingu elds-
neytis.
Ótrúleg elds-
neytiseyðsla
FORMULA 1 bfll er tvær sek-
úndur í 100 km hraða, fjórar
sekúndur í 160 km hraða og
nær mest 330 km hraða.
Keppnisbíll kemst tvo kflómetra
á hveijum lítra af eldsneyti.
Eyðslan á hveija 100 km er
því 50 lítrar, meðaleyðsla fólks-
bíls er 8 lítrar. Ef Formula 1
bfll æki milii Reykjavíkur og
Akureyrar myndi eldsneyti-
seyðslan vera 225 lítrar. Yfir
keppnistímabil eyðir eitt lið
44.000 lítrum af eldsneyti.
Dýr útgerð
WILLIAMS liðið áætiar að með
öllu kosti hönnun og smíði topp-
bíls 55 milijónir doilara, sem
svarar til tæplega 3,5 miiljarða
króna, keppnisvélar yfír eitt
keppmstímabil kosti 4,5 miiijón-
ir dollara, og Goodyear dekkinn
sem öll liðin nota kosti samtals
1,8 milijón doliara. Hvert dekk
kostar 600 dollara, um 40.000
íslenskar krónur, en hver öku-
maður má nota 28 dekk í
keppni, að æfíngum meðtöldum.
Margir aðstoða
, HVERT keppnislið er með sér-
stakt aðstoðarlið, sem sér um
æfíngar milii móta, en í mótun-
um sjálfum er annað aðstoðar
og viðgerðarlið. Á keppnisstað
er 40 manna aðstoðarlið og það
flytur samtals 13 tonn af bún-
aði á milli keppnisstaða í við-
gerðar- og flutningabflum.
Aldrei öruggur, hvorki í
kappakstri né daglegu lífi
Bretinn Damon Hill var aðeins einu stigí frá
heimsmeistaratitli í Formula 1 kappakstri í
fyrra, eftir mikla baráttu við Þjóðverjann
*
Michael Schumacher. I hugum margra var
Hill, sem Gunnlaugnr Rögnvaldsson ræðir
hér við, móralskur meistari, því í lokakeppn-
inni ók Schumacher í veg fyrirhann og
þeir urðu báðir að hætta keppni. Það dugði
Schumacher til að vinna titilinn.
HILL TÓK óhappinu í síðustu
keppninni í fyrra karlmann-
lega og vann sér hylli fyrir vikið
meðal margra áhugamanna um
kappakstur. Á nýbyijuðu keppnis-
tímabili hefur Hill þegar sigrað í
öðrum kappakstrinum af þeim
tveimur sem lokið er. í dag mun
hann etja kappi við 27 keppinauta
í Imola kappakstrinum í San Mar-
ínó.
Þátttaka í keppninni í Imola
verður örugglega erfið, því í kapp-
akstrinum á þessum stað í fyrra
lést Brasilíumaðurinn Ayrton
Senna, sem ók með Hill í liði, og
Austurríkismaðurinn Roland Ratz-
enberger lét lífið á æfingu fyrir
keppnina. Það verður því enginn
leikur fyrir Hill að hafa fulla ein-
beitingu, minnugur atvikanna fyrir
ári síðan. „Vissulega mun reyna á
taugamar, en við erum atvinnuöku-
menn og verðum að standa okkur,
sama hvernig tilfinningar okkar
eru. Senna var góður. félagi og það
væri virkilega gaman að knýja fram
sigur á Imola brautinni. Það myndi
gefa mér mikið“, sagði Hill í sam-
tali við Morgunblaðið á æfingu á
Silverstone kappakstursbrautinni
fyrir skömmu. Brautina notar Will-
iams liðið, sem Hill ekur fyrir, oft
til æfinga. Þar vann Hill í fyrra
fyrir framan tugþúsundir landa
sinna. „Sigurinn á Silverstone var
það besta sem gat hent. Liðið tví-
efidist og við náðum að hrista af
okkur slenið sem fráfall Senna hafði
haft á alla. Við lærðum að líta fram
veginn, en Senna var einn besti
ökumaður sem uppi hefur verið og
ég bar mikla virðingu fyrir honum.
Ég lærði mikið á því að fylgjast
með honum, [Nigel] Mansell og
[Alain] Prost gegnum tíðina.“
Fjölskyldan skiptir mestu
Hill ók með Prost í liði Williams
á fyrstu árum sínum í Formula 1
og lærði margt af honum. Hill var
ökumaður númer tvö í liðinu, en er
í dag aðalökumaður liðsins, David
Coulthard er nú félagi hans. Um
tíma leit út fyrir að Nigel Mansell
myndi aka fyrir Williams ásamt
Hill, en hann endaði hjá McLaren
liðinu. Mansell mun aka í fyrsta
skipti á árinu í Imola kappakstrin-
um í dag. Hann passaði ekki í bíl-
inn sem búið var að smíða og þurfti
að endurhanna hluta bílsins, svo
Manseil kæmist fyrir um borð.
Helstu keppinautar Hill í ár verða
vafalítið Coulthard, heimsmeistar-
inn Schumacher og Ferrari öku-
mennirnir Jean Alesi og Gerhard
Berger, en ítalska liðið virðist hafa
tekið sig saman í andlitinu, eftir
að hafa eytt tugum milljóna í hönn-
un nýrrar vélar og keppnisbíls.
Þó Hill sé nú heimsfrægur kapp-
akstursökumaður, er hann mjög
jarðbundinn, nokkuð sem Frank
Williams, eigandi Williams keppn-
isliðsins metur mikils. Hill er ekk-
■ ert að baða sig í frægðarljómanum,
eins og margir keppinauta hans.
„Ég geri allt til að geta verið með
fjölskyldunni minni, sem skiptir
meira máli en nokkuð annað í líf-
inu“, sagði Hill. Hann á tvo syni
með konu sinni, en sá yngri, Joshua
fæddist með ólæknandi sjúkdóm og
það hefur haft sín áhrif á fjölskyldu-
lífið. Georgie kona hans, sem ætl-
aði að verða fatahönnuður hætti
við sína framadrauma og ákvað að
sinna fremur stráknum heima. „Ég
þekki ekki betri tilfinningu en að
koma heim eftir keppni og að vera
fagnað af strákunum mínum. Allt
glys kappakstursheimsins er sem
hjóm við hliðina á því. Því miður
eru stundirnar fáar sem ég get
eytt með fjölskyldunni, en þegar
við hittumst þá kemst ekkert annað
að.“
Aldrei öruggur í iífinu
Hill þekkir það vel að alast upp
í heimi kappaksturs, því faðir hans
var þekktur kappakstursökumaður,
Graham Hill. Hann vann heims-
meistaratitilinn tvívegis og vann
sigraði 14 sinnum í Formula 1
keppni áður en hann fórst í flug-
slysi árið 1975. „Vissulega hafði
starf föður míns áhrif á mig. Ég
var fæddur með kappakstur og
spennuna í blóðinu. Faðir minn tók
bæði góðu og slæmu tímunum af
yfirvegun og festu. Slíkt lærði ég
að gera, þegar ég hafði hann við
hlið mér. Slíkt hið sama vonast ég
til að geta miðlað til barna minna
í framtíðinni. Þegar amstrinu í
kringum Formula 1 kappaksturinn
lýkur, þá mun ég helga mig fjöl-
skyldunni. En hvenær það verður
er náttúrlega óljóst. Það er ekkert
öruggt, allra síst þegar þú vinnur
um borð í keppnisbíl sem nær 330
kílómetra hraða. Maður veit aldrei
hvað er handan við næsta horn.
Hvorki í keppni, né í daglegu lífi“,
sagði Hill. Skömmu síðar var hann
kominn um borð í Williams bílinn
og æddi um Silverstone brautina á
þriðja hundrað km hraða. Markmið
hans var að bæta bílinn, svo hann
kæmist enn hraðar í þeim 16 kapp-
akstursmótum sem hann keppir
árlega í. Hann stefnir á heimsmeist-
aratitilinn í ár. Keppnin í dag verð-
ur honum erfið, en sigur er samt
markmið hans, sem fyrr.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Samstada mikilvæg
HILL ekur með landa sínum David Coulthard í Williams liðlnu. Mllli móta æfa þeir og reyna
að bæta bílanna. Þeir hafa lítinn tíma fyrir fjölskyldulíf, en nýta þær stundlr vel sem gefast.
Báðir þykja iíklegir árangurs í ár og þó þelr séu í raun keppinautar sýna þeir samstöðu í keppni.