Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 13
AKUREYRI
Sparisjóðirnir veita fé til verndunar Dimmuborga í Mývatnssveit
Morgunblaðið/Rúnar Þór
SVEINN Runólfsson Iandgræðslustjóri tekur við fjárframlagi úr
hendi Baldvins Tryggvasonar, formanns sljórnar Sambands ís-
lenskra sparisjóða.
FRÚ Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands og verndari átaksins
um verndun Dimmuborga, Böðvar Jónsson á Gautlöndum og
Baldvin Tryggvason í Mývatnssveit í gær.
Dimmuborgir mega ekki
verða sandfoki að bráð
„VERNDUM Dimmuborgir" er
heiti á verkefni sem Samband ís-
lenskra sparisjóða stendur að og
hefur að markmiði að koma í veg
fyrir að Dimmuborgir í Mývatns-
sveit verði sandfoki eða gróðureyð-
ingu að bráð. Verndari átaksins er
frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti
íslands. Sparisjóðirnir hafa ákveðið
að veija 12 milljónum króna á
næstu þremur árum til þessa verk-
efnis.
Baldvin Tryggvason, formaður
stjórnar Sambands íslenskra spari-
sjóða, afhenti við hátíðlega athöfn
á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit í
gær, Sveini Runólfssyni land-
græðslustjóra ávísun á fjárhæðina.
Hann sagði að stjórnin hefði á aðal-
fundi sínum á Iiðnu ári einróma
ákveðið að sparisjóðirnir í landinu
tækju höndum saman og legðu
árlega til nokkurt fjármagn til
verkefna er varðaði landið og þjóð-
ina alla, en sérstök áhersla yrði
lögð á að veita stuðning við gróður-
Bygging birgða-
geymslu fyrir Rarik
Þrjú tilboð
bárust
ÞRJÚ tilboð bárust í byggingu
birgðageymslu fyrir Rarik við
Óseyri 9 á Akureyri, en þau
voru opnuð í gær.
Vegna breytinga á skipu-
lagi birgðamála hjá Rarik, þar
sem gert er ráð fyrir að önnur
af tveimur aðalbirgðageymsl-
um fyrirtækisins verði stað-
sett á Akureyri, var ákveðið
að ráðast í byggingu 667 fer-
metra og 4.850 fermetra
birgðageymslu.
Birgðageymslan er að
mestu óeinangruð Iímtrés-
bygging, veggir og þak klætt
lituðu stáli, en hluti er steypt-
ur og einangraður. Grunnur
fyrir bygginguna var frágeng-
inn á síðastliðnu ári. Hönnuð-
ur er Arkitekta- og Verkfræði-
skrifstofa Hauks hf.
Þeir sem buðu í verkið eru
Fjölnir hf. á Akureyri, rúmar
20.444 þúsund eða 112,4% af
áætluðum kostnaði, Þorgils
Jóhannesson, Svalbarðseyri,
20.792 þúsund, sem er 114,3%
af kostnaðaráætlun, og Hyrna
hf. á Akureyri sem bauð
18.299 þúsund krónur eða
100,6% af kostnaðaráætlun
sem hljóðaði upp á
18.185.150.
Tilboðin verða borin saman
og yfirfarin áður en ákvörðun
verður tekin um að ganga til
samninga um framkvæmdir.
*
Forseti Islands verndari verkefnisins
vernd, menningarmál eða önnur
þjóðþrifamál.
Áður en Dimmuborgaverkefnið
var ákveðið var haft samband við
landgræðslustjóra til að kanna
hvort Landgræðsla ríkisins hefði
tök á að vinna að þessu verkefni á
næstu árum og hve mikið fé þyrfti
til að koma. Svör voru á þann veg
að samþykkt var að hrinda verkefn-
inu af stað.
Mikilsvert gróðurverndarstarf
„Okkur í sparisjóðunum finnst
við vera að taka þátt í mikilsverðu
gróðurverndarstarfi á landsvísu
með framangreindu fjárframlagi
og okkur er í mun að vel takist til
að vernda Dimmuborgir til fram-
búðar, Mývetningum og þjóðinni
allri til farsældar og yndisauka,"
sagði Baldvin. „Það er okkur því
mikill heiður og sæmd að frú Vig-
dís Finnbogadóttir forseti íslands
hefur orðið við ósk okkar að gerast
verndari verkefnisins „Verndum
Dimmuborgir“. Við höfum um ára-
bil fylgst með því hvernig frú Vig-
dís hefur gengið fram fyrir skjöldu
og hvatt þjóðina til að huga að
landi sínu, brýnt hana til dáða að
annast það vel, stöðva gróðureyð-
ingu og umfram allt að rækta það
upp.“
Frú Vigdís kvaðst fagna því
mjög að menn hefðu nú tekið hönd-
um saman til að vernda þetta mikla
náttúruundur Mývetninga og
landsmanna allra. Gróðurinn stæði
höllum fæti í landi okkar sem ekki
væri það gróðursælasta í heimi og
baráttan oft tvísýn. Hún sagðist
fagna þeirri hugarfarsbreytingu
sem orðið hefði meðal landsmanna,
okkur bæri að skila landinu aftur
því sem því bæri og sagðist hún
fullviss um að unnið yrði að þessu
verkefni af alúð og myndarskap.
Þríþætt verkefni
Sveinn Runólfsson landgræðslu-
stjóri sagðist þakklátur því trausti
sem sparisjóðirnir sýndu með því
að fela Landgræðslunni verkefnið
um verndun Dimmuborga. Þau
verkefni sem ráðast þarf í eru þrí-
þætt, stöðva verður sand sem enn
er á hreyfingu innan Dimmuborga,
stöðva verður sandfok inn í Borg-
irnar og bæta þarf gönguleiðir og
aðstöðu fyrir ferðamenn.
Sigurður Rúnar Ragnarsson,
sveitarstjóri Skútustaðahrepps,
sagði sandburð úr suðri einn helsta
óvin Dimmuborga, en hann fagnaði
nýjum liðsmönnum í baráttunni við
ógnvaldinn og þeirri gagnsókn sem
fyrirhuguð væri gegn innrás hans.
Þannig deildu íslendingar allir
ábyrgð með Mývetningum til varn-
ar Dimmuborgum.
Morgunblaðið/Hólmfríður
MIKIL vinna hefur verið á fiskmarkaðnum í Grímsey síðustu daga.
EFTIR EINN erf iðasta vetur í
langan tíma er Vetur konungur
loks farinn að lina tökin í Gríms-
ey og sjá íbúar fram á bjartari
daga, en mokveiði hefur verið
hér síðustu vikur. Hjól atvinnu-
lífsins sem snérust afar hægt í
vetur eru nú komin á fulla ferð.
Grímseyingar sjá nú á bak
einstaklega erfiðum vetri með
afleitum aflabrögðum og veður-
fari, en öll él birtir upp um síð-
ir og það hafa eyjarskeggjar
fengið að reyna því aflahrota
hefur verið hér frá því um sum-
armál. Þannig voru á síðustu
dögum, frá sunnudegi til
fimmtudags, lögð upp um 75
tonn af fiski hjá fiskmarkaðnum
í Grímsey og sagði Þorsteinn
Orri Magnússon verkstjóri þar
að langt væri síðan menn hefðu
séð svo mikið af góðum fiski.
Um tíu bátar leggja upp afla
sínum á fiskmarkaðnum og
nokkrir hjá fiskverkun Sigur-
bjarnarins. Fiskmarkaðurinn
hóf starfsemi sína 1. mars og
leit ekki vel út með starfsemina
Aflahrota við
Grímsey
allt frá
sumarmálum
í byrjun þar sem tíðarfarið var
sjómönnum afar óhagstætt.
Mikil umskipti
„Seinnipartinn í apríl og nú í
maí hafa orðið mikil umskipti,
það er geysimikil vinna hér, við
erum alveg á kafi,“ sagði Þor-
steinn Orri en frá 25. aprí til
18. maí höfðu línu- og handfæra-
bátarnir Iagt upp um 130 tonn-
um af góðum fiski á fiskmark-
aðnum. Þar er fiskurinn slægð-
ur, ísaður og gengið frá honum
í kör, en hann síðan fluttur með
feijunni til kaupenda. Flestir
kaupenda eru á Eyjafjarðar-
svæðinu, en einnig eru þess
dæmi að fiskurinn sé fluttur víða
um land, Vestfirðingar keyptu
til að mynda steinbít af Grímsey-
ingum fyrir nokkru. Ágætis
verð hefur fengist fyrir þann
afla sem seldur er á fiskmark-
aðnum.
Nokkuð er um aðkomumenn
í Grímsey, en flestir þurfa að
leita út fyrir eynna með mann-
skap til að stokka línu. Vinnan
í eynni á vordögum er því meiri
en heimamenn geta sinnt.
Bátarnir hafa þurft að sækja
nokkuð langt, línubátarnir hafa
verið að róa allt austur að
Rauðunúpum, en bátaflotinn í
Grímsey eyðir um 3 tonnum af
olíu á sólarhring.
Hreinasta hörmung
Grásleppuvertíðin var hrein-
asta hörmung, alls voru þrír
bátar á grásleppuveiðum og
náðu ekki 60 tunnum, sem er
afspyrnu lélegt. Aflann seldu
þeir til Guðmundar Halldórsson-
ar á Húsavík.
Sumarbúðirnar
við Astjörn
Innritun
hafin
SUMARBÚÐIRNAR við
Ástjörn í Kelduhverfí verða
starfræktar 5 níu vikur í sum-
ar, frá 18. júní til 19. ágúst.
Ástjörn er á fallegum stað
í Þjóðgarðinum, nálægt Ás-
byrgi, en sumarbúðirnar voru
stofnaðar 1946 af Arthur
Gook, kristniboða og Sæmundi
G. Jóhannessyni. Að jafnaði
dvelja þar um 80 börn, sem
una sér vel í fallegri náttúr-
unni þar sem ótæmandi mögu-
leikar gefast til leikja og úti-
veru. Bátar eru margir og af
ýmsum stærðum; hjólabátar,
skútur, árabátar og kajakar.
Einnig eru körfubolta- og fót-
boltavellir á staðnum.
Fyrstu tveir flokkarnir eru
fyrir stúlkur og drengi 6-12
ára, frá 18. júní til 1. júlí og
I. júlí til 15. júlí. Þá er flokkur
drengja 6-12 ára frá 15. júlí
til 29. júlí og síðan stúlkur og
drengir 6-12 ára frá 29. júlí
til 12. ágúst og loks unglinga-
vika fyrir 13-17 ára frá 12.-19.
ágúst. Hver vika kostar
II. 500 krónur að viðbættu
staðfestingar- og rútugjaldi.
Veittur er systkinaafsláttur og
einnig afsláttur af fargjaldi
milli Reykjavíkur og Akur-
eyrar. í samvinnu við Hesta-
leiguna á Hóli geta börn farið
á hestanámskeið. Dvöl er hægt
að panta hjá forstöðumanni
Boga Péturssyni, Magnúsi
Hilmarssyni eða á skrifstofu
Ástjarnar.
Myndlistar-
nemar sýna
NEMENDUR fornámsdeildar,
fyrsta og annars árs grafískrar
hönnunar- og málunardeildar
Myndlistarskólans á Akureyri
munu sýna verk sín í Ráðhús-
inu á Siglufirði í dag, laugar-
daginn 20. maí, og í Safnahús-
inu á Sauðárkróki á sunnudag,
21. maí.
Báðar sýningarnar hefjast
kl. 14 og standa til kl. 18.
Nemendur og kennarar munu
kynna starfsemi skólans og
jafnframt gefst sýningargest-
um kostur á að fá teiknaðar
af sér andlitsmyndir.
Allir eru velkomnir á sýning-
arnartil að kynna sér starfsemi
Myndlistarskólans á Akureyri
og fá sér kaffisopa.
Messur
AKUREYRARPRESTAKALL:
Á morgun, sunnudaginn 21.
maí, 5. sunnudag eftir páska
er bænadagur íslensku þjóð-
kirkjunnar. Messað verður á
. eftirtöldum stöðum: Fjórð-
ungssjúkrahúsinu kl. 10.00,
Akureyrarkirkju kl. 11.00, Seli
kl. 14.00 og Hlíð kl. 16.00.
LÖGMANNSHLÍÐAR-
KIRKJA: Guðsþjónusta verður
í kirkjunni á morgun, sunnu-
daginn 21. maí kl. 14.00.
Fundur æskulýðsfélagsins er
kl. 18.00 í Glerárkirkju.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Engar samkomur verða hjá
hernum á Akureyri þessa helgi
vegna 100 ára afmælishalda í
Reykajvík.
HVITASUNNUKIRKJAN:
Samkoma í umsjá ungs fólks
í kvöld, laugardagskvöld kL
20.30. Bæn og fasta á morgun
kl. 11.00, Vakningarsamkoma,
Vörður L. Traustason kl. 20.00
sama dag. Biblíulestur, Vörður
L. Traustason, á miðvikudags-
kvöld, 24. maí kl. 20.30.