Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 2 AÐSENDAR GREINAR Skaðabótalög og almannahagsmunir FYRIR síðustu helgi skaut upp kollinum kynleg umræða um skaða- bótalög og almannahagsmuni, í til- efni af því að reynt var að draga málefnalega umræðu um skaða- bótalög niður á plan ómerkilegra persónuárása og útúrsnúninga. Virðist nauðsynlegt að minna á nokkur atriði í þessu sambandi. Bótagreiðslur lenda á almenningi í fyrsta lagi er rétt að minna á að það er hinn sami íslenski almenn- ingur sem greiðir bætur og sem tekur á móti bótagreiðslum. Skaða- bótalögin fjalla í sjálfu sér ekki um greiðslu tryggingafélaga á bótum, heldur um hvernig bótaábyrgð stofnast á því sviði sem lögin taka til, hvort sem tjónvaldur er tryggð- ur eða ekki. Til lengri tíma litið hefur efni skaðabótalaga ekki áhrif á afkomu tryggingafélaga sem starfa hér á landi, hvort sem þau eru íslensk eða erlend. Einfaldlega vegna þess að starfsemi allra sem starfa á markaðnum þarf að taka mið af sömu reglum um stofnun bótaábyrgðar og öll velta trygg- ingafélögin tekjum sínum, bóta- greiðslum og öðrum kostnaði yfir á almenning í formi iðgjalda. Al- menningur borgar þannig alltaf brúsann á endanum, annaðhvort beint eða sem neytandi, skattgreið- andi eða iðgjaldagreiðandi. Eftir því hvort bótagreiðslur í upphafi lenda á einstaklingi, fyrirtæki í rekstri, ríkisstofnun eða tryggingafélagi. Tryggingafélög geta auðvitað verið rekin á mishagkvæman hátt, sam- keppni verið mikil eða lítil og mis- munandi takmörk verið fyrir því hvað iðgjaldagreiðendur sætta sig við að tryggingafélag hafi mikinn hagnað án þess að lækka iðgjöld. Slíkir þættir ráða miklu um afkomu tryggingafélaga, en það haggar ekki þeirri staðreynd að það um- hverfi sem allt þjóðfélagið býr við að þessu leyti, t.d. skaðabótalögin, hefur ekki áhrif á afkomu trygg- ingafélaga þegar litið er til lengri tíma og hægt að horfa fram hjá að tímabundin verðteygni geti hamlað skjótri aðlögun iðgjalda að raunverulegum bótagreiðslum. Al- menningur er einfaldlega beggja vegna borðsins og það er jafnslæmt að bætur séu of háar og að þær séu of lágar. Séu bætur of háar í ákveðnum tilfellum hagnast bóta- þeginn með óréttmætum hætti á kostnað tjónvaldsins eða iðgjalda- greiðendanna, en séu bætur of lág- ar er þessu öfugt farið. Það þarf því að finna sem réttastan mæli- kvarða við ákvörðun bóta, sem alls ekki er einfalt mál. Hins vegar hef- ur allt þjóðfélagið hag af að skaða- bótareglur séu eins einfaldar og skýrar og kostur er, þannig að ákvörðun og uppgjör bóta geti farið fram á skilvirkan hátt og almenningur tapað sern minnstum íjár- munum í milliliða- kostnað. Skaðabótalögin Áður en skaðabóta- lög voru sett árið 1993, ríkti mikil óvissa og ósamræmi um ákvörð- un bótaijárhæðar fyrir líkamstjón og því voru flestir sammála um nauðsyn lagasetningar á þessu sviði. Megin grundvöllur ákvarðana var s.k. læknisfræðileg örorka, sem metin var án tengsla við raunverulegt fjártjón. í ýmsum tilvikum var talið að bætur væru óeðlilega háar, sérstaklega þar sem örorka var lítil. En í mörgum stærri málum voru bætur allt of lágar. Má í þessu sambandi minna á kröfur frá fólki sem varð fyrir miklu lík- amstjóni fyrir gildistöku skaðabóta- laga, um að þau yrðu gerð aftur- virk. Við því var því miður ekki hægt að verða, því gjörbreyting á grundvelli bótaábyrgðar varðar ótil- tekinn fjölda fólks beggja vegna borðsins og þarf að taka gildi á einum tímapunkti fyrir alla. Markmið skaðabótalaganna var að tjónþolar fengju almennt, auk hæfilegra miskabóta, fullar bætur fyrir raunverulegt fjártjón sem hlýst af völdum líkamsmeiðsla. Hinsvegar ættu menn ekki að öðl- ast rétt til bóta ef ekkert ijártjón hefði orðið. Grundvelli bótaákvarð- ana var gerbreytt og eru bætur nú í aðalatriðum miðaðar við skerðingu á hæfi manna til að afla atvinnu- tekna, auk staðlaðra bóta fyrir var- anlegt ófjárhagslegt tjón (miska). Bætur vegna fjárhagslegs tjóns eru reiknaðar þannig að örorkustig tjónþola er margfaldað með árs- launum og síðan með tölunni 7,5 og er þar kominn hinn umtalaði „margföldunarstuðull.,, Ekki er tek- ið tillit til árslauna umfram 4,5 m.kr. Við samningu skaðabótalaga þótti ekki leika vafi á að heppileg- ast væri að leita fyrirmynda í nor- rænum rétti, þar sem íslenskar rétt- arreglur eru reistar á norrænum grunni. Hin nýjustu norrænna laga, dönsku skaðabótalögin frá 1984, þóttu henta best að efni og formi. Islenskar reglur á þessu sviði eru nú í samræmi við danskar, finnsk- ar, norskar og sænskar reglur, en þær eru ávöxtur nokkurra áratuga starfs margra sérfræðinga. í dönsku skaðabótalögunum er margföldunarstuðullinn 6,0 og ekki eru greiddar bætur vegna minni íjárhagslegrar örorku en 15%. Þannig var ís- lenska frumvarpið þegar það var fyrst íagt fram, en um það var fjallað á Alþingi á tveimur ' þingum. Nokkrar breytingar voru gerðar á frum- varpinu, t.d. var marg- földunarstuðullinn hækkaður í 7,5 en ákveðin lækkun með hærri aldri látin hefjast fyrr. Þá var 15% „gólf- ið“ fellt brott. Eins og fram hefur komið eru skiptar skoðanir á því hver títtnefndur margföldunarstuð- ull eigi að vera. Það þarf kannski ekki að koma á óvart þar sem þær grundvallarbreytingar sem skaða- Almenningur er beggja vegna borðsins, segir Ari Edwald, og því er jafnslæmt að bætur séu of háar og að þær séu of lágar. bótalögin fela í sér taka til flestra þátta sem hafa áhrif á bótafjár- hæð. Grundvelli mats á því hvort fjárhagstjón hafi orðið eða ekki er gerbreytt. Bætur eru staðlaðar og taka lítið tillit til einstaklingsbund- inna frávika, bætur sem menn fá annars staðar frá dragast ekki frá bótum skv. lögunum eins og áður tíðkaðist, svo fátt eitt sé nefnt. Höfundur frumvarpsins taldi aug- ljóslega að góð og gild rök væru fyrir þeirri tillögu sem gerð var í upphafi og fylgdi danska fordæm- inu, en var síðar hækkuð í 7,5 eins og áður var lýst. í bréfi fimm lög- manna til allsheijarnefndar Alþing- is, frá í september 1993, er hinsveg- ar sett fram sú skoðun að þessi stuðull þurfí að vera 11,5-12 til að ná markmiðinu um fullar bætur að jafnaði. Að ósk allshetjarnefndar Alþingis skipaði dómsmálaráðherra nefnd til að meta hvort efni væri til að breyta nýsettum skaðabóta- lögum og taldi meirihlutinn rétt að hækka margföldunarstuðulinn í 10,0. Minnihlutinn taldi ekki efni til að breyta stuðlinum að svo stöddu en sagði m.a.:„Hitt er svo annað mál hvort ekki kynni að vera skynsamlegt að hyggja að því eftir að komin er reynsla á hinar nýju reglur og allt málið hefír skýrst.“ Þessar niðurstöður voru sendar allsheijarnefnd til að hún gæti tek- ið til þeirra afstöðu og þangað bár- ust einnig umsagnir nokkurra aðila. í umsögn Vátryggingaeftirlitsins var tekið undir álit minnihluta fram- angreindrar nefndar og sagt að það sé ekki vænleg leið að þess mati að hækka hinn einfalda margföld- unarstuðul nú, án gagngerrar at- hugunar á afleiðingum þess á bóta- grundvöll og bótafjárhæðir í heild. Slík athugun liggi ekki fyrir og lausleg athugun á einstökum dæm- um nægi ekki í því sambandi. Með hliðsjón af þessu skyldi eng- an undra þótt alþingismenn vilji leggja drög að yfirveguðum ákvörð- unum varðandi breytingar á marg- földunarstuðlinum. í bréfi til dóms- málaráðuneytisins frá í febrúar sl. lýsir allsheijarnefnd því að hún telji ekki að sú reynsla sé komin á skaða- bótalögin að hægt sé að skera úr um það hvort markmiðum laganna sé náð. Beinir nefndin því til ráðu- neytisins að fylgjast náið með fram- kvæmd laganna og því hvort breyta þurfí margföldunarstuðlinum til hækkunar. Einnig að ráðuneytið skuli birta skýrslu um framkvæmd laganna fyrir árslok 1996, en þá megi ætla að nauðsynlegar upplýs- ingar liggi fyrir. Það er algjörlega fráleitt að halda því fram að með þessum eðlilegu og faglegu vinnubrögðum við mat á heildarstöðu tjónþola, eftir að gagngerar breytingar hafa orðið á grundvelli bótaákvarðana, sé verið að drepa viðfangsefninu á dreif. Athugasemdum hefur verið svarað Það er alltaf álitamál hversu oft á að gefa sama svarið við sömu athugasemdunum, en það er ekki rétt að stjórnvöld hafi í engu svarað gagnrýni sem fram hafí komið á skaðabótalögin. Raunar hafa flestar umsagnir um þessa lagasetningu verið jákvæðar, en undantekning er t.d. gagnrýni fimm lögmanna sem sendu dómsmálaráðuneytinu tvö bréf í ágúst 1993, eftir að lögin höfðu tekið gildi. Þeim var svarað með bréfí þann 7. september s.á. og var það bréf, auk ítarlegrar greinargerðar , sent öllum fjölmiðl- um og fékk það töluverða umfjöll- un. Ráðuneytið hafnaði þar þeim grófu ásökunum um óeðlileg vinnu- brögð við val á reglum til ákvörðun- ar bótafjárhæðar, sem settar voru fram í bréfinu. Hinsvegar hefur ráðuneytið og fleiri unnið á mál- efnalegan og eðlilegan hátt að at- hugun á þeim reglum og hvort breyta beri lögunum, eins og að framan er rakið. Hitt meginatriði í gagnrýni fram- angreindra lögmanna snerist um að þeir læknar sem sæti eiga í ör- Ari Edwald. orkunefnd, sem skipuð var skv. skaðabótalögum, væru vanhæfir til setu í nefndinni vegna fyrri starfa og jafnvel vegna opinberra skoðana sinna á viðfangsefninu! Ráðuneytið taldi þessa menn uppfylla öll skil- yrði um almennt og sérstakt hæfi og var það atriði síðan borið undir umboðsmann alþingis af tveimur lögmönnum og komst hann að sömu niðurstöðu og ráðuneytið. Um þá niðurstöðu var einnig ijallað opin- berlega. Nú er mikil áhersla lögð á um- ræðu um meint hagsmunatengsl af ákveðnum aðilum, en í samræmi við niðurstöðuna um hagsmuni al- mennings, í upphafi greinarinnar, tel ég að það séu ekki einu sinni fræðilegar forsen'dur fyrir því að þær ásakanir sem hafðar hafa ver- ið uppi gagnvart dómsmálaráðherra og formanni allsheijarnefndar gætu undir nokkrum kringumstæðum staðist. Hins vegar reikna ég með því að áhugamenn um hagsmuna- tengsl láti ekki staðar numið fyrr en þeir hafa velt rækilega fyrir sér hvort afstaða einstakra manna til skaðabótalaga geti í einhveiju mót- ast af þeirri staðreynd að skýrari og einfaldari reglur á þessu sviði hitta óhjákvæmilega fyrir verkefni ákveðinna hópa sem koma að bóta- uppgjörsferlinu, t.d. lögmanna. Menn hafa stokkið upp á nef sér af minna tilefni en að missa slíkan spón úr aski sínum. Höfundur er lögfræðingur og rekstrarhagfræðingur og var aðstoðarmaður dómsmálaráðherra á síðasta kjörtimabiii. Texson pallhýsi Sérhönnuð 7 feta pallhýsi fyrir Toyota double cab, Nissan, Isuzu og Mitsubishi L 200. Einnig fyrir extra cab. Útvegum allar aðrar gerðir af pallhýsum, hard top og felli top beint frá verksmiðju í USA. Algjör bylting i verði. Tilboðssala til 31. mai nk. Opið frá kl. 10 til 18 virka daga og kl. 10 til 15 laugardaga. Texson pallhýsi Vagnhöfða 25 Sími 5873360 STEINHUÐUÐ UTANHUSSKLÆÐNING r •• A GOIHUL SEM NÝ HÚS. HÚSASMIÐJAN Súðaniogi 3-5, Reykjavík Helluhrauni 16, Hafriarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.