Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 20. MAÍ1995 31
það eru svo margar setningarnar
frá þér sem smurðu sárin, eða kættu
sálina. Þú ert hluti af okkur vinum
þínum, og í hvert skipti sem þú
kemur upp í hugann munt þú lifa
með okkur. Ef ég tryði því sem
margur gerir, að sálin þyrfti að
endurfæðast aftur og aftur til að
ná fallum þroska, myndi ég líklega
telja að þú hefðir lokið þinni plikt
og sálin þín væri komin á endastöð,
þú gast alltaf fyrirgefíð og fundið
skýringar á gjörðum annarra í stað
þess að dæma þá, og alla gast þú
glatt sem þú hafðir samskipti við.
Eitt er víst að ekkert hverfur og
verður að engu. Stöðuorkan getur
breyst í hreyfiorku sem getur síðan
breyst í hitaorku og svo fram eftir
götunum. Svo ég veit að þú ert
ekki horfín en þú hefur tekið á þig
aðra mynd og ert enn hér einhver-
staðar meðal okkar.
Kæri Jonni, ég votta þér mína
innilegustu samúð svo og öðrum
ástvinum Margrétar Ólafsdóttur.
Elsku Magga mín, þakka þér fyr-
ir að vera mér samferða hluta af
leiðinni.
Þín vinkona,
Sigríður Magnúsdóttir.
Aldrei framar fá böm í litla leik-
skólanum á Eyrarbakka að sitja í
fangi Möggu - Möggu sem allt veit
og allt skilur - rétt eins og mamma.
Þetta er sú rnynd sem við fengum
af Margréti Ólafsdóttur í Sólbergi
á Eyrarbakka sem í dag er til mold-
ar borin, allt of fljótt fyrir okkur
hin sem eftir sitjum. Við vomm þó
ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að
vera sjálf fóstruð í leikskólanum á
Eyrarbakka. Það voru synir okkar
þrír sem fengu þar að taka út þroska
og koma skilaboðum um Möggu
heim til pabba og mömmu.
Margar myndir koma upp í hug-
ann þegar við minnumst Möggu;
eitt vorið biðu tveir ungir sveinar
eftir að geta tínt fyrstu blómin sam-
an í vönd og hlaupið með þau heim
til Möggu, komið svo kannski með
lítinn mola heim og eða Magga kom
í kjallarann á tombólu hjá strákun-
um. Atvik sem þessi gleðja unga
drengi og rifjast upp nú, þó svo að
þau hafi á sínum tíma staldrað stutt
við í annríkinu.
Magga og Jonni voru barnlaus
en samt eru börn það fyrsta sem
kemur í hugann þegar Möggu ber
á góma. Hún var ekki aðeins í uppá-
haldi barnaskarans á Eyrarbakka
sem hún hlúði að og gætti, hún var
líka einn þeirra fágætu einstaklinga
sem tekst, þrátt fyrir góða greind
og þroska, að varðveita barnið í
sjálfri sér. Það gerði Magga án þess
að skammast sín fyrir það og var í
senn einlæg og hispurslaus í allri
framkomu. í þeim áhrifum og út-
geislun sem frá henni stöfuðu fór
mest fyrir fjöri og kærleika enda
hafði Magga gaman af því að vera
innan um fólk og var virk í félags-
lífí Eyrbekkinga. Það kvað mikið
að henni í kvenfélaginu svo og í
kirkjunni þar sem hún var meðhjálp-
ari og mjög virk í öllu safnaðarstarfi.
Það var gott að tala við Möggu
um allt milli himins og jarðar því
hún var vel heima á flestum sviðum
mannlífsins. Hún fylgdist líka vel
með því sem hver og einn var að
gera og studdi með ráð og dáð.
Ekki er þó að efa að lífíð hafi
stundum verið Möggu erfítt og hún
var í eðli sínu listamannssál sem
ekki gat, eins og svo alltof mörg
okkar, lokað á milli veraldarinnar
og tilfínninga sinna.
Megi almættið hjálpa þér, Jonni,
og öðrum í Sólbergi í ykkar miklu
sorg.
Elín, Bjarni og synir.
Kveðja til Möggu
Snert hörpu mína himinboma dís,
svo hlusti englar guðs i Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Ur furutré, sem fann ég út við sjó,
ég fugla sitar og líka úr smiðjumó.
í huganum til himins oft ég svíf
þg hlýt að geta sungið í þá líf.
(Davíð Stefánsson)
Nú finn ég angan löngu bleikra blóma,
borgina hrundu sé við himin ljóma,
og heyri aftur fagra, foma hljóma,
finn um mig yl úr bijósti þínu streyma.
Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma.
Minning þín opnar gamla töfraheima.
Blessað sé nafti þitt bæði á himni og jörðu.
(Davíð Stefánsson)
Þín
Helga Þórey.
Elsku Magga. Á svona stundu
vantar mann orð til þess að lýsa
tilfínningum sínum. Samt sem áður
langar mig til þess að hripa niður
nokkur fátækleg orð þér til minning-
ar.
Það er svo margt sem hverfur
með þér, það er búið að vera svo
tómt og kalt á leikskólanum okkar
eftir að þú fórst á vit annarra ævin-
týra.
Við eigum þér svo margt gott að
þakka, hvernig þú tókst alltaf inni-
lega á móti börnunum okkar og
vafðir þau svo mikilli hlýju. Öllum
þótti þeim svo vænt um þig.
Já, stórt skarð er höggvið í litla
þorpið okkar Eyrarbakka og á
mörgum heimilum hafa foreldrar
þurft að skýra út fyrir bömum sín-
um tilganginn með lífi og dauða.
(Einn lítill drengur sagði við
mömmu sína: Núna er Magga að
vinna á leikskóla hjá Guði og er að
passa öll litlu börnin sem hafa dáið.)
Ég veit að minnsta kosti að þér
hefur verið ætlað stórt hlutverk, því
hjarta þitt er svo stórt að það rúm-
ar svo marga menn, börn, dýr og
náttúruna og allt annað. Það hafa
greinilega fleiri þurft á þér að halda.
Sofðu rótt, sofðu rótt,
nú er svarta nótt.
Sjáðu sóleyjar vönd,
geymdan sofandi í hönd.
Þú munt vakna með sól,
Guð mun vitja um þitt ból.
(J. Sig.)
Elsku Jonni, Guð gefi þér og öðr-
um aðstandendum styrk til að tak-
ast á við erfiðu tímana framundan.
Elsku Magga, þig kveð ég með
söknuði og tárum.
Elín Katrín Rúnars-
dóttir og fjölskylda.
Það er margt svo skrítið. Lífíð
gengur sinn vanagang, heimilisfólk-
ið vaknar, börnin tvö fara á leikskól-
ann og mamman fer í skólann og
svo er pabbi stundum í landi líka.
Við komum í leikskólann inn úr alls
konar veðrum, stundum alltof sein
en stundum er stund til að spjalla.
Og Magga tekur á móti okkur. En
ekki lengur, aldrei meir og það vant-
ar svo mikið í tilveruna.
Hún Ragnheiður okkar er búin
að vera undir vemdarvængnum
hennar Möggu í þrjú ár, helming
ævi sinnar. Enginn skildi Ragnheiði
betur en hún Magga. Þær áttu sitt-
hvað sameiginlegt þessar tvær dá-
semdar konur, báðar þekktu veik-
indi í bernsku og báðar stóðu uppi
stæltar og sterkar og létu ekkert
buga sig. Litla fjölskyldan sem þá
var nýflutt í þorpið fær aldrei full-
þakkað henni Möggu fyrir allt sem
hún gerði fyrir hana Ragnheiði á
leikskólanum. Alltaf var Magga
boðin og búin að sinna barninu,
langt umfram það sem skyldan
bauð.
Svo kom Aðalsteinn til sögunnar
og hann og Magga voru saman í
þijú ár. Litli ljóshærði prakkarinn
átti alltaf vísan talsmann þar sem
Magga var. Þegar mamma var
þreytt á því sem hún vildi meina
að væri óþægð og vildi láta strákinn
hlýða, átti Magga alltaf til vamar-
orð. Strákar eru strákar og börn
eru börn. Börnin á leikskólanum
vom bömin hennar Möggu, öll með
tölu.
Og Magga er ekki lengur hér til
að elska og hirða um börnin okkar
og við stöndum ráðþrota og hugsum
hvernig má þetta vera?
Og börnin mín segja: „Við elskum
hana Möggu, þó hún sé dáin er hún
til innan í okkur, alltaf þegar við
hugsum um hana er hún hjá okkur.“
Elsku Magga, ég vildi að ég hefði
þakkað þér fyrir allt miklu fyrr, en
núna verður að duga. Við þökkum
þér fyrir elsku þína og hlýju í garð
okkar allra. Beður þinn er annar
en þú hugðir, er þú lagðis til hvílu
þá vorbjörtu nótt sem þú veiktist.
En við óskum þess að þú sofír rótt.
Við vottum eiginmanni Margrétar
Ólafsdóttur, Jóni Inga Siguijóns-
syni, okkar dýpstu samúð. Megir
þú öðlast frið og sálarró. Öllum vin-
um og vandamönnum sendum við
sömuleiðis samúðarkveðjur. Mikill
er missir okkar allra.
Ingveldur, Páll,
Ragnheiður og Aðalsteinn.
Magga mín, ég átti alltaf eftir
að þakka þér fyrir að taka Valgerði
með þér heim af leikskólanum föstu-
daginn 5. maí. Þetta var mikill greiði
við okkur í Merkisteini, þannig gát-
um við öll farið til að kveðja Leif
bróður minn. Á mánudaginn þegar
ég kom á leikskólann fékk ég þær
fréttir að þú værir mikið veik.
Tveimur dögum síðar varstu dáin.
Ég vissi ekki mikið um aðstæður
þínar, ég vissi bara að þú varst
yndisleg við Valgerði, sem rúmlega
ársgömul var svo lánsöm að komast
á leikskólann, þar sem litlu hnát-
unni minni líður svo vel.
í liðinni viku hef ég verið að
spyrja um líf þitt og lofa sérstaka
umhyggju fyrir barninu mínu. Mér
var sagt að þið hjónin ættuð ekki
böm. Ég hef líka fengið að vita að
þá sérstöku alúð sem þú sýndir
Valgerði, sýndirðu svo mörgum öðr-
um bömum. Mér sýnist að þú hafír
átt miklu fleiri böm en við hin,
næstum öll bömin á Eyrarbakka.
Börnunum fannst að þau ættu þig.
Á hveijum morgni, hveijum degi
og hveiju kvöldi er þín minnst hér
í Merkisteini. Valgerður vinkona þín
nefnir nafn þitt um leið og leikskól-
ann. Við reynum að segja henni að
þú sért farin en hún segir að þú
sért á leikskólanum. Hún mun ör-
ugglega hafa þig með í tveggja ára
afmælisveislunni sinni í dag. Þannig
er því örugglega farið með svo miklu
fleiri börn. Takk fyrir góð kynni og
umhyggju þína fyrir Valgerði. Minn-
ing þín mun lifa með okkur.
Allt heimilisfólkið í Merkisteini
sendir Jóni og öllum öðram aðstand-
endum og vinum samúðarkveðjur.
Jóhanna Leópoldsdóttir.
Á björtum vordögum kveðjum við
vinkonu og starfssystur okkar,
Margréti Ólafsdóttur. Magga ein-
sog hún var alltaf kölluð hafði unn-
ið á leikskólanum Brimveri á Eyrar-
bakka í um það bil 12 ár.
Okkur fannst okkur að hún yrði
alltaf á leikskólanum. Við eram því
orðlaus. Því ekki gat okkur órað
fyrir, á föstudaginn þegar við
kvöddum Möggu, að hún kæmi
ekki til okkar í leikskólan aftur.
Magga var einsog vordagur, björt
og glöð og kát og allra vinur. Hún
hafði yndi af lífinu og oft sagði hún
ef hún var að fara eitthvað: „Ég
ætla að fara, vera glöð — hlæja
svolítið." Það var unun að sjá hana
að störfum í bamahópnum og öll
hændust börnin að henni, öllu áttu
þau skjól í faðmi hennar. Hennar
er sárt saknað af foreldrum, starfs-
fólki og börnum. Sá sem hefur^átt
slíkan vin getur verið þakklátur.
Um leið og við kveðjum Möggu
og biðjum góðan Guð að styrkja
Jonna, fínnst okkur tilheyra að enda
á uppáhaldssöng okkar allra.
Þar er gott að vera sem gleðin býr.
Þar sem gerast sögur og ævintýr.
Svona er veröldinn okkar
sem laðar og lokkar
Svo ljúf og hýr.
AUir á leikskólanum
Brimveri, Eyrarbakka.
Með sorg og söknuði í hug kveð
ég Möggu. Margs er að minnast
og margt ber að þakka. Ein fyrsta
minningin er reiði mín þegar ég var
leiðrétt með að Magga væri ekki
frænka mín heldur gift frænda
mínum. Ég þekki engar konur, sem
átt hafa stærra frænkuhlutverk og
skilað því jafnvel og einmitt hún.
Alltaf hafði hún tíma til að vera
okkur systkinunum innilega góð.
Þegar við vorum lítil á Bakkanum
var heimili þeirra Jonna okkar
heimili.
Magga var sannkallaður mál-
svari barna og einlægur vinur. Hún
var fær um að sjá hlutina frá þeirra
sjónarhorni og setja sig í þeirra
spor. Þegar ungviðið var annars
vegar átti hugulsemi hennar sér
engin takmörk. Börnin mín nutu
þess að kynnast Möggu þrátt fyrir
langa dvöl erlendis, en samvera-
stundirnar urðu alltof fáar. í ferm-
ingarveislu dóttur minnar beið
pakki handa bróður hennar og vita-
skuld var hann frá Möggu og Jonna.
Missir litlu barnanna á leikskólan-
um á Eyrarbakka og allra barnanna
í fjölskyldum þeirra Möggu og
Jonna er mikill.
Magga unni lífinu í allri sinni
fegurð. Hún var falleg kona, mann-
elsk og ræktaði sjálfa sig vel and-
lega og líkamlega.
Elsku Jonni, við syrgjum með þér
og biðjum Guð að vera með þér.
Öðram aðstandendum votta ég
mína dýpstu samúð. Hafðu þökk
fyrir allt og allt, elsku frænka og
friður Guðs sé með þér.
Lilja Hjartardóttir.
Elsku Magga mín, mig langar að
þakka þér fyrir allt sem þú gerðir
fyrir okkur og varst okkur alltaf svo
góð. Ótal minningarbrot þjóta í gegn'
um hugann, öll svo ljúf og góð. Það
er svo margt sem ber að þakka sem
ég hef lært af þér í gegnum tíðina,
þó ég hafí ekki áttað mig á því
áður. Fyrsta minningin um þig er
þegar ég var um 5 ára. Þegar Jonni
leyfði mér, litlu frænku sinni, að
koma með til Möggu sinnar, á Þor-
valdseyri, þá varst þú að vinda nyl-
onsokkana þína inn í handklæði og
er það svo minnisstætt að þú ert
höfð til eftirbreytni í dag.
Þú sást alltaf það jákvæða hjá
öllum. Þakka þér fyrir að koma aust-
ur þegar ég var fermd og fyrir að
greiða mér og mér fannst ég vera
fínust. Það myndu ekki allir leggja
það á sig í dag að keyra í 14 tíma
í fermingarveislu. Þið Jonni komuð
í allar okkar fermingar, átta að tölu.
Hefði okkur systkinunum þótt mjög
tómlegt og ekki liðið vel, ef Möggu
og Jonna og okkar elskulega fólk frá
Eyrarbakka hefði vantað.
Elsku Magga, þú heklaðir fyrir
mig tösku þegar ég var táningur og
nú notar táningurinn minn, hún Sig-
rún Ema, hana og er hún jafn ánægð
og ég var. Þetta var dæmigert fyrir
góðmennsku þína og sýndi vel hvem-
ig allt lék í höndunum á þér. Ber
heimilið ykkar glöggt merki þess.
Allt svo vandað og fallegt.
Það var alltaf svo gott að koma
„út í hús“ eins og við kölluðum
það. Alltaf svo vel tekið á móti okk-
ur. Öll hlýjan og umhyggjan sem
þú gafst og auk þess alltaf eitthvað
gott í munninn.
Ekki vantaði umhyggjuna fyrir
okkur öllum. Einatt var spurt um
líðan fjölskyldunnar og þá sérstak-
lega bamanna. Börnin áttu alla at-
hygli Möggu og umhyggju. Eiga
börnin á leikskólanum á Eyrarbakka
nú um sárt að binda sem og öll fjöl-
skyldan.
Elsku Jonni minn, missir þinn er
mikill en minningin um góða eigin-
konu og vin lifir og yljar.
Elsku Magga, takk fyrir allt og
allt.
Ragnheiður og fjölskylda.
Enginn ræður sínum næturstað,
það sannast þegar kona á besta aldri
er hrifín burt. Margrét Ólafsdóttir
var starfsöm kona og mikil driffjöð-
ur í Kvenfélagi Eyrarbakka og þar
gegndi hún starfí ritara af mikilli
prýði. Það var sama með hvaða
vanda var leitað til Möggu, alltaf
var hún boðin og búin að leggja
fram sína krafta. Fyrir formann
félagsins var Magga mikil stoð og
alltaf reiðubúin að aðstoða. Margrét
starfaði sem fóstra við Leikskóla
Eyrarbakka um árabil og nú sakna
margar litlar sálir hennar sárt því
hún var bæði huggari þegar mömmu
vantaði og mikill vinur bamanna
og jgleðigjafí. _
A 107 ára afmælisdegi kvenfé-
lagsins 25. apríl sl. var Magga hrók-
ur alls fagnaðar og ánægjan var
ekki síst af því að hún sá hvað kon-
urnar skemmtu sér vel.
Við kvenfélagskonur á Eyrar-
bakka kveðjum Möggu með sorg í
hjarta og þakklæti fyrir samvinnuna
og samverustundirnar. Við trúum
því að hún verði í nálægð okkar og
barnanna sem hún elskaði. Við vott-
um eftirlifandi eiginmanni og öðrum
aðstandendum okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd Kvenfélags Eyrar-
bakka,
Ragnheiður Markúsdóttir,
formaður.
Aðeins eitt er öraggt í þessu lífi,
en það er að einhvemtíma tekur það
enda. Spumingin er aðeins hvenær.
Á besta aldri var Magga hrifín brott.
Það er erfítt að sætta sig við að
Magga skuli vera horfín á braut,
langt fyrir aldur fram og svo skyndi-
lega sem raun ber vitni. Hún sem
var svo heilbrigð. Það er tómlegt til
þess að hugsa að eiga ekki eftir að
heyra hennar smitandi hlátur, næst
þegar fjölskyldan kemur saman. Það
var alltaf stutt í hlátur hjá Möggu.^
Hún sá hinar skoplegu hliðar mann-'' *
lífsins, sérstaklega þegar bömin vora
annars vegar. Bömin vora hennar
'líf og yndi. Með eindæmum bamgóð
var hún. Fengum við öll, átta systkin-
in, að njóta þess og síðan bömin
okkar.
Ég minnist þess þegar ég var
polli á Eyrarbakka hjá ömmu í Norð-
urkoti. Þá vora Magga og Jonni að
byggja Sólberg og verið var að setja
upp eldhúsinnréttinguna hjá þeim.
Ég var að leita að spýtum til að
smíða mér bát. Missti þá smiðurinn
hefilinn í höfuðið á mér og þurfti
að sauma nokkur spor. Á leið heim
frá lækninum komum við amma við
í kaupfélaginu þar sem Magga af-
greiddi þá. Ég man hvað Möggu
brá þegar hún sá allar umbúðirnar
á höfðinu á mér. Hún var fljót að
átta sig og læddi nokkram hug-
hreystingarmolum í lófa mér. Komu
þeir sannarlega að gagni. Þama var
Möggu rétt lýst. Hún mátti aldrei
neitt aumt sjá þegar börn vora ann-
ars vegar, þá var hún ávallt boðin
og búin. Mörg eru bömin sem sakna
hennar nú, enda var Magga elskuð
og dáð af þeim hvort sem þau voru
úr fjölskyldunni eða á leikskólanum
á Eyrarbakka þar sem hún starfaði ■'f'
hin síðustu ár.
Eflir að Magga og Jonni vom búin að
hyggja naut^ ég þess oft að slgótast út í
„nýja hús“. Ég man að það var ekkert bað
í gamla góða kotinu hennar ömmu, sem
er við hliðina á Sábeigt Qflaren ddd ílenb-
ist ég Igá Möggu cg Jonna því ávallt var
mér tddð opnum öimum og gjaman him-
aði Magga á einhverju góðgæd.
Á Sólbergi hafa þau búið síðan.
Glæsilegt Reimilið ber vott um
snyrtimennsku og myndarskap því
Möggu var margt til lista lagt. Að
ekki sé talað um prjónaskapinn og
liggja margar fagurpijónaðar flíkur
eftir hana. Börnin okkar systkin-
anna hafa ekki síður notið góðs af ^
því en öðra sem frá Möggu kom og
hafa þau skartað mörgum flíkum
sem Magga prjónaði.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Möggu fyrir allt. Líf okkar hefur
verið ríkara fyrir að hafa fengið að
njóta návistar hennar og kynnast
hennar jákvæðu lífsviðhorfum.
Magga var trúuð kona og var hún
meðhjálpari í Eyrarbakkakirkju.
Trúin kennir að dauðinn er enginn
endapunktur, heldur áframhald á
lífinu eilífa.
Elsku Jonni, missir þinn er mik^
ill. Ég bið góðan Guð að styrkja þig
í sorg þinni og minnast orða Hans:
Ég, ég er sá sem huggar þig. (Jes.
51:12.)
Sigurjón.
• Fleiri minningargreinar um
Margréti Ólafsdóttir híða birting-
ar og munu birtast í blaðinu næstú *■
daga.