Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
Ferdinand
YEAH(CHUCK, l'M CALLINC YOU
BECAUSE I NEEP SOMEBOPY T0
PLAY FOOTBALL WITH ...MARCIE
15 JU5T TOO WEIRP...
HE NEVER UIOULP
HAVE UNPER5TOOP
THE QUESTION.MARCIE
Já. Kalli, ég hringi í þig af því Spyrðu hann hvort hann elski
mig vantar einhvern til að spila mig ennþá. Bless í bili, Kalli.
fótbolta við ... Magga er of
skrýtin...
Þú spurðir hann ekki. Hann hefði
aldrei skilið spurninguna,
Magga.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Norræni flogaveiki-
dagurinn er í dag
Frá Bergrúnu Helgu
Gunnarsdóttur:
í DAG 20.maí er norrænn floga-
veikidagur og er viðamikil dagskrá
á Norðurlöndunum helguð floga-
veiki. Norræn
flogaveikisamtök
standa að kynn-
ingunni hvert _ í
sínu landi. Á ís-
landi er um 1%
þjóðarinnar talin
með flogaveiki,
eða um 2500
manns. Við á Is-
landi höfum félag
sem berst fyrir
hagsmunamálum
alls fólks með flogaveiki, LAUF-
landssamtök áhugafólks um floga-
veiki. Skrifstofa LAUF er opin alla
virka daga frá klukkan 8.30 til 15.00.
Þar er hægt að nálgast ýmiskonar
fræðsluefni án endurgjalds. Samtök-
in voru formlega stofnuð 31. mars
1984 í Reykjavík og hafa því starfað
í rúm ellefu ár og eru nú að slíta
barnsskónum. Ein deild LAUFs er á
Akureyri.
Markmið samtakanna allt frá upp-
hafí hafa verið:
1) Að auka tengsl milli flogaveikra
um land allt;
2) Að fræða og upplýsa féiagsmenn
svo og almenning um flogaveiki;
3) Að styðja rannsóknir á floga-
veiki hér á iandi;
4) Að bæta félagslega aðstöðu
flogaveikra.
Félagar okkar á Norðurlöndunum
hafa valið sér slagorðið - flogaveiki
fram í dagsljósið eða „Epilepsy -
Frem i lyset“. Það er svo í okkar
mannúðarríka og vel upplýsta samfé-
lagi að fordómar gegn flogaveiki eru
á undanhaldi, þó að það eimi enn
eftir af þeim hjá óupplýstu fólki.
Eins og margir vita verður 80% af
fólki með flogaveiki ekki fyrir stór-
felldri röskun í daglegu lífi og starfi.
Sem betur fer fækkar alltaf því
fólki sem rekið er úr vinnu sökum
flogaveiki. Ástæða brottvikningar
stafar oftast af fáfræði og ótta.
LAUF hefur einbeitt sér að fræðslu
fyrir almenning og starfsfólk leik-
skóla, grunnskóla og vinnustaða svo
og kennt í nokkrum skólum á fram-
haldsskólastigi. Einnig hefur LAUF
heimsótt Akureyri, Selfoss og nú síð-
ast Vestmannaeyjar, með fræðslu.
Kennaraverkfallið setti stórt strik í
reikninginn hvað varðar fýrirhugaða
fræðsluáætlun en haldið verður
áfram af fullum krafti í haust.
LAUF hefur gengist fyrir tveimur
ráðstefnum um flogaveiki á þessu
starfsári. Sú fyrri var haldin í haust
og sú seinni nú í vor og fjölluðu um
læknisfræðileg og félagsleg málefni.
Báðar ráðstefnumar voru vel sóttar
og tókust vel. Mjög öflugur foreldra-
hópur er starfandi innan LAUF og
innan hans eru starfandi stuðningsfor-
eldrar sem hægt er að leita til. Fleiri
sjálfshjálparhópar eru starfandi. Þar
má nefna ungar konur með flogaveiki
og flogaveikar mæður með börn.
Konuhópur er að ýta úr vör og ætlun-
in er að hópur ungra manna taki til
starfa í haust. Gera á átak í unglinga-
málum og stofna ungmennadeild inn-
an LAUF. Verkefni næstu ára munu
snúast um fræðslu - og forvamar-
störf.
Eitt af því sem við erum stoltust
af hjá LAUF er söfnun okkar 1991
fýrir heilasírita fyrir Landspítalann,
þann fyrsta sinnar tegundar á land-
inu. Þetta vannst í samvinnu við fé-
lagsmenn Kiwanisklúbbsins Viðeyjar
í Reykjavík, sem lögðu á sig mikla
vinnu svo og starfsfólk Rásar 2. En
betur má ef duga skal. Nú vantar
aflestrartæki fyrir heilasíritann sem
mun auka aflcöst hans margfalt.
Núna er margra mánaða biðtími í
síritann. Einnig safna LIONS-menn
fyrir tæki á barnadeild Landspítalans
sem mun nýtast börnum með floga-
veiki mjög vel og stuðla að betra lífi
fyrir þau. Við hvetjum fólk og fyrir-
tæki til að leggja þessu góða málefni
lið. Með haustinu ætlum við að fara
af stað með stóra söfnun til að safna
fyrir aflestrartækinu og til að bæta
aðstöðu félaga okkar. Við hlökkum
til aukinna verkefna og horfum bjart-
sýn fram á veginn.
BERGRÚN HELGA
GUNNARSDÓTTIR,
framkvæmdastjóri LAUF, Landssam-
taka áhugafólks um flogaveiki.
En hvernig á þá að
bregðast við krampaflogi?
Skyndihjálp.
JÁ Haltu ró þinni. Þá gerirðu mest
gagn.
JÁ Snúðu viðkomandi í læsta hliðar-
legu. Það hindrar að tungan loki
öndunarvegi. Séu kramparnir mjög
öflugir, skaltu bíða þar til dregur úr
þeim. Oftast gerist það á innan við
5 mínútum.
NEI Ekki flytja viðkomandi meðan
krampinn varir nema það sé bráð-
nauðsynlegt öryggis hans vegna.
NEI Ekki troða neinu upp í munn
hans. Þú getur brotið í honum
tennur. Tungan er föst og við getum
ekki gleypt hana. Athugaðu að sár á
tungu grær en það gera brotnar tenn-
ur ekki.
NEI Ekki halda honum föstum eða
reyna að hindra eða stöðva kramp-
ann. Það tekst ekki.
JÁ Veittu honum stuðning og að-
hlynningu þegar krampanum er lokið
og skýrðu honum frá því hvað gerð-
iast.
JÁ Leyfðu honum að hvíla sig eða
sofa eftir krampann svo hann nái að
jafna sig.
JÁ Gakktu úr skugga um að hann
sé orðinn sjálfbjarga áður en þú skil-
ur við hann.
JÁ Leitaðu læknishjálpar og
hringdu á sjúkrabíl ef krampaflog-
ið varir lengur en 5 mínútur, end-
urtaki það sig eða þú telur viðkom-
andi af öðrum ástæðum þurfa
læknishjálpar við.
ATH. Sé um að ræða fyrsta krampa-
flog, flogið á sér stað í vatni, um er
að ræða barnshafandi konu eða syk-
ursýki, þarfað leita læknis sem fyrst.
Verði breyting á tíðni eða gerð floga,
skal einnig leita læknis.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.