Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Einar Þórður Guðjohnsen fæddist 14. apríl 1922 á Höfn í Bakkafirði í Norð- ur-Múlasýslu. Hann lézt að heimili sínu síðla dags 11. maí og var jarðsunginn frá Dómkirkjunni 19. maí sl. Í FORMÁLSORÐI að bókinni „Endurminn- ingar fjallgöngu- manns“ standa þessi orð: „Höfundur þessarar litlu ritgerðar er alinn upp í hverfi, þar sem há standberg ganga í sjó fram, en fjöll og háar heiðar liggja að baki. Taka síðan við óbyggðir og öræfí, allt fram til jökla. Voru hér hin beztu skilyrði fyrir því, að kynnast klettum og fjöllum, og voru margar stundir notaðar til þess, þegar öðrum skyld- um var lokið. Get ég þakkað föður mínum frjálslyndi hans í þá átt. Var hann ávallt á þeirri skoðun, að ekki mætti kúlda stráka í húsum inni, ef þeir ættu ekki að verða skussar." Höfundurinn er Þórður Sveinbjömsson Guðjohnsen, sonur Þórðar Guðjohnsen, verslunarstjóra á Húsavík. Þórður var læknir og margfrægur fjallgöngumaður, bú- settur í Rönne í Borgundarhólmi. Þetta ritar Þórður í febrúar 1937. Einar Þórður Sveinbjömsson Guðjohnsen, eins og hann hét fullu nafni, átti æsku og unglingsár á Húsavík. Doddi eins og hann var alltaf kallaður á Húsavík var elstur fjögurra bræðra. Systumar voru tvær. Heimilið var rausnarlegt og opið góðvinum barnanna. Heimilis- faðirinn hafði víða farið m.a. til Alaska og Klettafjalla. Sögur hans frá þessum stöðum heilluðu og sveipuðu hann ævintýraljóma sem enn lifir í minningunni. Hallgerður, húsfreyja, var afburða hannyrða- kona og tók okkur strákunum með ró, þótt hávaði fylgdi heimsóknum okkar og truflun á vinnufriði. Ævin- lega voru allir velkomnir í Sel. Snemma bar á atgerfi Einars Þórðar og röskleika. Hann var manna léttastur á fæti og taldi ekki eftir sér að ganga. Við skólaslit að loknu stúdentsprófi í MA 1942 fékk hann viðurkenningu fyrir vaskleika í íþróttum og námi. Hann stundaði síðan viðskiptafræðinám við Háskóla íslands árin 1942-48, en lauk ekki lokaprófi vegna ágreinings um mæt- ingu í tíma. Einar Þórður hafði þegar sem ungur maður ástríðu fyrir ferðalög- um. Hann unni íslenskri náttúru og fegurð. Hann hreifst af mikilfeng- leik þess umhvefis, er hann ólst upp við. Skáldskapur um landið var honum uppörvun. Tilvitnun í kvæði svo sem Ásbyrgi eða Útsæ eftir Einar Benediktsson var tákn um tjáningarfegurð. Einar Þórður fór víða um lönd. Frásögur um dvöl við laxveiðar í Alaska eða víðfeðmi Patagóníu eða Suður-Afríku hrifu mann. Svo vel var frá greint. Hann fór mjög víða sem félagi í alþjóðlega „Skal-club“ og var þar ævifélagi. Einar Þórður var ferðafrömuður og mikill hluti ævi hans var bundinn starfí við ferðamálin. Þau verða ekki rakin hér af mér. Hann hafði lokið við sex ferðabæk- ur um gönguleiðir, er kallið kom og vann við samningu á fleirum. Einar Þórður var aðal hvatamaður að stofn- un Útivistar og var gerður að heiðursfé- laga laugardaginn 25. mars sl. í tilefni 20 ára tímamóta félagsins. Einnig var hann farar- stjóri í afmælisferð sunnudaginn 26. mars á fjallið Keili. Um 70 manns komu með og varð það seinasta samferð okkar og seinasta ferðin hans sem farar- stjóri. Frásögn hans var eins og alltaf glögg, lifandi og mjög fróð- leg. Hann rakti hvernig aðdragandi að Útivist var og nafngiftina. Ekki leikur neinn vafi á því að þúsundir manna nutu leiðsögu Einars Þórðar og kunnáttu og þekkingar hans á landinu. Hann stýrði fjölda ferða um langan tíma. Það verk var vel af hendi leyst. Einar Þórður var virkur félagi í „Vöskum öldungum", sem er hópur eldri manna, vaskra, í leikfimi hjá Valdimar. Þar var hann hrókur alls fagnaðar á stundum, sem til þess voru gerðar, samdi kvæði og fíutti drápur um félagana og stýrði merk- um æfingum. Með Einari Þórði er fallinn frá drengskapar- og vaskleikamaður. Eftirlifandi eiginkonu, sonum og stjúpsonum og systkinum færi ég innilegar samúðarkveðjur. Jón Árm. Héðinsson. Við fráfall Einars Þ. Guðjohnsens vill Ferðafélag íslands minnast mik- ilvægra starfa hans fyrir félagið um margra ára skeið sem og ann- arra starfa hans að ferðamálum, sem tvímælalaust skipuðu honum í raðir kunnustu og mætustu ferða- málafrömuða hér á landi. Einar átti sæti í stjórn Ferðafé- lagsins í átján ár eða frá 1959- 1977 og hafði þannig margvísleg áhrif á stefnu og störf félagsins á því tímabili. Beitti hann sér fyrir ýmsum nýmælum í félagsstarfi af dugnaði og framsýni. Þó munaði mest um það, er hann tók að sér framkvæmdastjórastarf í félaginu ásamt stjórnarstörfum, árið 1963. Áður hafði Lárus Ottesen gegnt því starfi um tólf ára skeið, eftir frá- fall Kristjáns Ó. Skagfjörðs árið 1951, en Kristján var hinn fyrsti framkvæmdastjóri félagsins. í fyrstu var hér einungis um að ræða aukastarf hjá Einari, enda hafði hann þá ýmis viðskiptastörf að höf- uðstarfi, en frá 1968 varð fram- kvæmdastjórastarfið aðalstarf hans uns hann lét af því á árinu 1975. Það munaði vissulega um liðsinni Einars á vettvangi Ferðafélagsins, hvort sem var í félagsstjóm eða við framkvæmdir, en starfssvið fram- kvæmdastjórans fór vaxandi á þess- um árum. Á starfsárum Einars í framkvæmdastjórastóli festi félagið t.d. kaup á eigin skrifstofuhúsnæði á Öldugötu 3, sem bætti mjög þjón- ustu skrifstofunnar og efldi félags- starfið á ýmsan veg, og byggðir voru myndarlegir skálar í Nýjadal, Landmannalaugum og í Veiðivötn- um auk stækkunar á Skagfjörðs- skála í Þórsmörk. Hafa þessar og aðrar framkvæmdir - sem og skipulagning hinnar umfangsmiklu ferðastarfsemi félagsins - að von- um mætt mjög á Einari og á því sviði sýndi hann myndarskap og hugkvæmni. Um langt skeið var Einar í hópi hinna þekktustu fararstjóra félags- ins og varð hann smám saman flest- um mönnum kunnugri og fróðari um ferðamannaleiðir hérlendis, bæði í byggð og óbyggð, og ruddi einnig nýjar brautir á því sviði. Varð þekking hans og reynsla í ferðamálum og fararstjórn - sem hann miðlaði öðrum stöðugt af - með yfirburðum. Eiga margir góðar minningar um ferðir undir hand- leiðslu hans fyrr og síðar. Göngu- maður var Einar með afbrigðum, bæði um þol og gönguhraða meðan heilsa entist, en sannast sagna þótti sumum samferðamönnum hans stundum nóg um, þegar mest á reyndi; var kappsemi fararstjórans mörgum kunn og mátti hún vissu- lega stundum teljast umfram brýn- ustu nauðsyn. En kostir Einars sem ferðamanns og fararstjóra vógu þetta margfaldlega upp. Og segja má með sanni, að Einar hafi sinnt leiðsöguhlutverki sínu til æviloka, því að á síðari árum, þegar farar- stjóm hans í gönguferðum var að mestu lokið, ritaði hann ágætar leiðarlýsingar fyrir göngumenn í ritröðinni Gönguleiðir á íslandi, sem margir hafa haft gagn og ánægju af. Dugnaði og harðfylgi Einars við skipulagningu og framkvæmdir í ferðamálum var við brugðið. Hann lá eigi á skoðunum sínum í þeim efnum og vék að jafnaði hvergi frá stefnu sinni þótt hann mætti and- stöðu, sem eigi var ótítt. Gat þá stundum komið til árekstra, sem skildu eftir sig nokkrar minjar og hafa vafalaust ekki létt jafn skap- miklum og viðkvæmum manni sem Einari lífsbaráttuna. Hugsjónum sínum og skoðunum í ferðamálum var hann jafnan trúr þótt á móti blési og skýldi sér ekki bak við aðra þegar í harðbakka sló. Svo sem mörgum er kunnugt og minnisstætt urðu átök um störf og stefnu Ferðafélags íslands á árinu 1975, sem leiddu til þess að all- margir góðir félagsmenn sáu ástæðu til að stofna annað ferðafé- lag, Útivist, sem síðan hefur starfað með miklum ágætum. Þar stóð Ein- ar Þ. Guðjohnsen framarlega í flokki og lét hann sannarlega til sín taka á hinum nýja vettvangi þar sem hann var ótvíræður leiðtogi fyrstu árin. Þar gustaði þó um hann, sem löngum fyrr og síðar, en hug- sjónaeldurinn var ávallt hinn sami og starfsþrekið enn óbugað meðan hann átti samleið með því félagi. Gamalt máltæki segir, að merkið standi þótt maðurinn falli. Ég hygg að segja megi með sanni, að Einar Þ. Guðjohnsen hafi verið framsæk- inn eldhugi og baráttumaður í ferðamálum, sem lengi áttu hug hans allan, og þar hafi hann komið mörgu til leiðar, sem eigi muni fym- ast yfir í bráð. Vafalaust munu sýnileg merki um hugsjónastarf Einars lengi standa, þótt hann sé allur, og mega margir minnast starfa hans af þakklæti nú að leið- arlokum. Ferðafélag íslands færir Einari Þ. Guðjohnsen þakkir fyrir mikil- væg forystustörf í þágu félagsins fyrr á árum og vottar aðstandend- um hans samúð við fráfall hans. Páll Sigurðsson, forseti Ferðafélags íslands. Einar Þórður Guðjohnsen var kominn austan af Húsavík vorið 1937 til að þreyta árspróf 1. bekkj- ar í Menntaskólanum á Akureyri. Hann hlaut að vekja athygli okkar, sem fyrir vorum í bekknum, þar sem hann var vel höfðinu hærri en ný- sveinar flestir, þá nýorðinn fimmtán vetra, stæltur og sterkbyggður, býsna skreflangur, fijálsmannlegur og vasklegur í fasi. Þó háði honum nokkuð, að sjónin var ekki nógu skörp, svo að hann varð að nota þykk og þung gleraugu. En lundin var létt, og það var grunnt á glöðu og hlýju brosi. Er skemmst af að segja, að hann rann strax ljúflega inn í bekkjarhópinn og hefir síðan átt traustan sess í þeim góða félags- skap, enda vinfastur og tryggða- tröll að eðlisfari. Svo undarlega tókst þó til, að hann var í okkar hóp nefndur hvorugu skírnarnafni sínu, heldur ævinlega kallaður ætt- arnafninu, og ekki þótti honum taka því að setja það fyrir sig. Honum sóttist vel nám, og að loknu gagnfræðaprófí valdi hann að setjast í stærðfræðideild, þó að málanám lægi einnig vel fyrir hon- um og hann hefði gaman af að fást við erlend mál. Meðal annars gerði hann nokkuð að því á síðari árum að snúa íslenskum kvæðum á enska tungu. Fylgdi hann þá stundum íslenskum bragreglum, svo sem um rím og stuðlun, og víl- aði ekki fyrir sér að snúa hring- hendum og jafnvel sléttuböndum á ensku með húð og hári, formi, brag- þrautum, líkingum og óskertri merkingu. Þetta varð oft hörð glíma, en hún veitti skemmtun, andlega þjálfun og sigurgleði að loknum leik og unninni þraut. Hér kom íþróttaandinn og keppn- isskapið til hjálpar. Guðjohnsen var nefnilega mikill íþróttamaður og mörgum íþróttum búinn til líkama og sálar. Á menntaskólaárunum stundaði hann margs konar keppn- isíþróttir og gat sér fyrir það gott orð, enda garpur mikill. Einnig var hann snjall skákmaður og hafði gaman af skáklist og taflmennsku. Þá hafði hann ekki minna yndi af tónlist, enda átti hann ekki langt að sækja þær gáfur, þar sem frum- kvöðull íslenskrar tónmenntar, Pét- ur dómorganisti Guðjohnsen, var langafi hans og höfundur þjóðsöngs íslendinga, Sveinbjörn Sveinbjöms- son, var ömmubróðir hans. Við Guðjohnsen urðum góðir vin- ir, fljótlega eftir að fundum okkar bar fyrst saman, og styrktist sú vinátta með ámnum. Skipti þá ekki máli, þótt annar færi i máladeild, en hinn í stærðfræðideild. Þó var einkum eitt viðfangsefni, sem lá einhvers staðar á mörkum hug- fræða og raunfræða, sem varð okk- ur báðum áleitið og skemmtilegt umræðu- og ástundunarefni þessa vetur. Það var stjörnufræðin eða heimsmyndarfræðin. Við höfðum þaullesið Himingeiminn eftir dr. Ágúst H. Bjarnason, orðið okkur úti um stjömukort, reynt að læra sem flest stjörnumerki og nöfn á þeim og einstökum stjörnum og öðmm fyrirbærum í alheiminum, orðið okkur úti um tiltækar bækur um þessi fræði (sem vom þó ekki fjarska fjölskrúðugar á þessum stríðs- og hersetuárum) og yfírleitt reynt að skynja mikilleik og reg- invíddir sköpunarverksins og þá um leið smæð pkkar sjálfra í því sigur- verki öllu. Á heiðskímm síðkvöldum lögðumst við alloft kappdúðaðir á bakið í fönnina á túninu fyrir vest- an leikfímishús Menntaskólans, þar sem götuljósin urðu ekki til truflun- •ar eða deyfðu stjömuskinið, búnir vasaljósum og stjömukortum, og skoðuðum næturhimininn eigin augum og glöggvuðum okkur á staðháttum þar, fullir undmnar og lotningar, heillaðir af þeim stór- fengleik, sem við blasti, og þeirri fegurð, sem tær stjörnuhiminn býr yfir, en æ færri fá nú notið fyrir raflýsingu mannabyggða og svo- kölluðum nútíma þægindum. Óskaddir sluppum við frá þessum „útisetum", og engra álfa urðum við varir, enda fjarri krossgötum, en margir urðu leyndardómarnir, sem blöstu við okkur, þó að þeir lykjust ekki allir upp fyrir okkur, leyndardómar, sem fáir kunna ein- hlítar skýringar á, þótt meiri bógar séu en við Guðjohnsen. Þó er það oft svo að ráðgátan heillar meir en skýringin á henni. Svo lá leiðin suður yfir heiðar, og Guðjohnsen fór að læra við- skiptafræði. Við urðum íbúar Nýja Garðs og borðnautar í mötuneytinu ásamt fleiri góðum félögum, og þessi litli hópur átti til að fara göngu- og könnunarferðir um ná- t Mófiir okkar, SIGURBORG ODDSDÓTTIR, Álfaskeiði 70, Hafnarfirði lóst í Landspítalanum fim. 18. maí. Haraldur Ólafsson, Oddur Ólafsson, Ómar Ólafsson, Aðalsteinn Ólafsson. EINAR ÞORÐUR GUÐJOHNSEN grennið, þegar færi gafst. Erfitt var að fylgja Guðjohnsen eftir, því að maðurinn var kappgjarn og stór- stígur sem fyrr. Én návistin var notaleg og félagsskapurinn skemmtilegur, og hann var iðinn að benda okkur hinum á merkis- staði, náttúruminjar og örnefni sem hann hafði. kynnt sér áður. Þama var hann í essinu sínu. Hann gekk brátt í farfuglahreyfínguna og varð þar mjög virkur, allt þar til hann hvarf alla leið vestur að Kyrrahafi, þar sem hann átti heima nokkur ár, í Seattle og nágrenni. Þar var hann um tíma skógarbrunavörður, en lengst starfsmaður Eastman- Kodak fyrirtækisins. Á þessum ámm skrifuðumst við á nokkuð reglulega, og bréfin frá honum voru alltaf tilhlökkunar- og fagnaðar- efni, hressandi, skemmtandi og fræðandi með heilbrigðum skoðun- um og hugleiðingum. „í átthagana andinn leitar", og árið 1953 sneri víkingurinn heim aftur og gerðist skrifstofumaður hjá Metcalf-Hamilton á Keflavíkur- flugvelli. Þar bar fundum okkar enn saman þá um sumarið, þegar ég var þar að bræða bik í flugbrautir. Þá var gott að líta upp á kontórinn til Guðjohnsens í vinnuhléum og fá stundum að fljóta með honum í bíl til Reykjavíkur um helgar. Hann var alltaf sami góði, glaði vinurinn, hvaða land sem við höfðum undir fótum. Brátt gerðist hann virkur í ís- lensku viðskiptalífi, en ferðamálin áttu þó hug hans mestan. Hann fór að starfa hjá Ferðafélagi íslands, stofnaði síðan ferðafélagið Útivist og hélt úti merku ársriti þess árum saman, og loks rak hann eigið ferðamálafyrirtæki lengi og ferðað- ist á vegum þess og í erindum þess víða um heim. Hin síðari ár hefir Guðjohnsen fengist við að skrifa um ferðaleiðir, einkum gönguleiðir, á Islandi og lýsa þeim, göngufólki til leiðbeiningar. Nokkrar þessara leiðarlýsinga hafa verið gefnar út, skreyttar afbragðsgóðum ljósmynd- um eftir höfundinn af íslensku landslagi, en hann var ágætur og smekkvís ljósmyndari, sem víða sér merki landfræðilegum upplýsinga- ritum og víðar. Hann unni landinu sínu og hinni fijálsu náttúru þess af heilum hug. Úndir bláum himni með útsýn til allra átta naut hann sín best, og þar undi hann best, og hann vildi hjálpa sem flestum til að njóta með sér ótæmandi fegurð- ar íslenskra fjallasala. En nú hefir göngugarpurinn mikli látið snögglega staðar numið og lagt frá sér staf og mal. Lífs- göngunni er lokið og gott að hvíl- ast undir vörðu, líta yfír farinn veg og kasta mæðinni, áður en áfram verður haldið inn á grundirnar grænu, þar sem næðis má njóta undir helgum fellum og okkur mun ekkert bresta. Einari Þ. Guðjohnsen, þeim góða og glaða drengskaparmanni, fylgir þakklátur hugur okkar Ellenar fyrir áratuga einlæga og sanna vináttu og tryggð, marga glaða stund, margt glatt bros og hlýtt og þétt handtak. Bergljótu Líndal, eigin- konu hans, og fjölskyldu þeirra svo og systkinum hans vottum við djúpa samúð. Sverrir Pálsson. Nú hafa orðið fimm dauðsföll í röð, allt nánir ættingjar. Því miður er ekki hægt að kalla þessi dauðs- föll aftur en við getum hugsað um allar gleðistundimar með þeim sem var að deyja. Okkur dreymir líka stundum um þá látnu og þá dreym- ir flesta eitthvað skemmtilegt. Þó að söknuðurinn sé mikill er hægt að hitta þann látna í draumi eða hugsa um hann. En svo jafna sig flestir, þó ekki að fullu. En svo kem- ur líka nýtt líf í heiminn og þá er gleðistund. Bæði fyrir bamið að koma í heiminn og líka fyrir foreldr- ana. Einar afi var sá fímmti en á sama tíma fæddist nýtt bam í fjöl- skyldunni. Ég man alltaf svo vel eftir Einari afa. Hann var svo góður. Bergljót Gyða Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.