Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/LESBOK/D 113. TBL. 83. ÁRG. LAUGARDAGUR 20. MAÍ1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Auknar líkur á brottflutningi friðargæsluliðsins í Bosníu NATO-ríki beðin um að lofa herafia Brussel, Sar^jevo. Reuter. Vináttu við Norður- Kóreu rift? Seoul. Reuter. PAVEL Gratsjov, varnarmálaráð- herra Rússlands, sagði í gær að rússneska stjómin væri að íhuga að rifta mikilvægum vináttusamn- ingi við Norður-Kóreu til að geta aukið samvinnu á sviði hermála við Suður-Kóreu. Gratsjov sagði þetta á fundi með starfsbróður sínum í Suður-Kóreu. Stjórnin í Seoul hefur beðið Rússa um að endurnýja samninginn ekki, en hann var undirritaður í júlí 1961 og endumýjast sjálfkrafa til fimm ára óski hvorugt ríkið eftir endur- skoðun hans fyrir september á næsta ári. Samningurinn kveður meðal ann- ars á um að Rússar skuli veita Norður-Kóreu hernaðaraðstoð skelli á stríð milli kóresku ríkjanna. Berlusconi spáð sjón- varpssigri Mílanó. Reuter. LÍKLEGT er, að ítalski fjölmiðla- kóngurinn Silvio Berlusconi beri sigur úr býtum í þjóðaratkvæða- greiðslu í næsta mánuði um það hvort einum manni skuli leyfast að hafa jafnmikil ítök í fjölmiðlaheim- inum og reyndin er með hann. Kom þetta fram í skoðanakönnun í gær. í atkvæðagreiðslunni, sem fer fram 11. júní, verða kjósendur spurðir hvort takmarka eigi eignar- hald á sjónvarpsstöðvum við eina stöð en Berlusconi á þrjár. í skoð- anakönnun, sem Directa-stofnunin gerði, kváðust 56,5% mundu greiða atkvæða gegn fyrrnefndri takmörk- un en 43,5% með. Sjónvarpsstöðvar Berlusconis hafa um 90% sjónvarpsauglýsinga- markaðarins en sama áhorf og þijár rásir ítalska ríkíssjónvarpsins, RAI. Ungverjar í NATO fyr- ir 2000? Washington, Sofiu. Reuter. UNGVERJAR gera ráð fyrir að vera gengnir í Atlantshafsbanda- lagið, NATO, fyrir aldamótin. Vam- armálaráðherra landsins, Gyorgy Keleti, sagði eftir fund með ráða- mönnum í Washington í gær að þeir hefðu fullvissað sig um að and- staða Rússa við stækkun NATO myndi ekki seinka aðild nýfijálsra ríkja í Austur- og Mið-Evrópu að bandalaginu. Keleti hafði eftir Richard Holbro- oke, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, að þótt ráðamenn í Moskvu hefðu ítrekað andstöðu sína á fundi með Bill Clinton forseta þar í borg nýverið myndu bandarísk stjórnvöld ekki breyta stefnu sinni í málinu. Ákveðið yrði í sumar hvaða skilyrði ný aðildarríki yrðu að uppfylla og 1996 yrði tilgreint hvaða ríki yrðu fyrst inn. Syngjandi tvíbura systur VINSÆLUSTU tvíburar í Jap- an, systurnar Kin og Gin eða Gull og Silfur, verða 104 ára gamlar í ágúst nk. og eru nú komnar til Tævans í boði skemmti- eða blómagarðs þar í landi. Þær urðu frægar fyrir nokkrum árum þegar þær komu fram og sungu í sjón- varpsauglýsingu en á Tævan ætla þær meðal annars að hitta 1.000 tvíbura, þríbura og fjórbura. Þær systur eiga 10 börn, 15 barnabörn og 14 barnabarnabörn og þætti ekki mikið hér á landi. Við komuna til Tæpei, höfuðborgar Tæ- vans, tóku þær að sjálfsögðu lagið ásamt fimm ára gömlum, tævönskum tvíburasystrum. UM 5.000 starfsmenn pólsku dráttarvélaverksmiðjanna Urs- us stöðvuðu umferð um helstu járnbrautina frá Varsjá í nokkr- ar klukkustundir í gær til þess að leggja áherslu á launakröfur HEIMILDARMENN í Brussel sögðu í gær að George Joulwan hershöfð- ingi, æðsti yfirmaður herafla Atl- antshafsbandalagsins (NATO) í Evr- ópu, hefði óskað eftir skýrum loforð- um frá aðildarríkjunum um mann- afla og tæki vegna hugsanlegs brott- flutnings friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna frá Bosníu. Heimildarmennirnir sögðu að stjórnmálaarmur NATO hefði heim- ilað Joulwan að leita skýrra svara við því hversu marga hermenn hvert ríki væri reiðubúið að senda til Bosn- íu. Hann vildi ennfremur fá að vita hvenær hermennirnir yrðu til reiðu og ríkin væru beðin um að hafa þá í viðbragðsstöðu. Embættismenn NATO reyndu að sínar og kröfur um eftirgjöf skulda fyrirtækisins. Kveiktu þeir í hjólbörðum á járnbraut- inni en í þeim slokknaði er skyndilega gerði úrhellisrign- ingu. gera lítið úr mikilvægi þessa og lögðu áherslu á þetta væri aðeins „varúðarráðstöfun til stuðnings Sameinuðu þjóðunum". Fréttaskýr- endur sögðu hins vegar að ákvörð- unin yki mjög líkurnar á því að frið- argæsluliðarnir yrðu fluttir á brott. Viðurkennir Serbía Bosníu? Fast er nú lagt að Bosníu-Serbum að fallast á friðarviðræður við Bosn- íustjórn og Bandaríkjamenn reyna að einangra forystumenn þeirra frekar. Fjölmiðlar í Belgrad hafa skýrt frá því að Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, léði máls á að viður- kenna sjálfstæði Bosníu eftir nokk- urra daga viðræður við Robert Fras- ure, sendimann Bandaríkjastjórnar. ARÆÐNIR kínverskir umbótasinn- ar eru teknir að gagnrýna arfleifð Dengs Xiaopings leiðtoga Kína og hið sama er að segja um pólitíska leiðtoga sem girnast völd Dengs. Ástandið i Kina þykir minna mjög á árin eftir dauða Maós formanns er •Deng notfærði sér ólgu og almenna óánægju til þess að ryðja úr vegi áhrifa- mönnum sem honum stóð ógn af og gera lítið úr verkum Maós. Eini munurinn er sá, að Deng lifir og sé hann nógu heilsuhraustur fer hann tæpast varhluta af því valdakapphlaupi sem nú á sér stað og atlögunni að stefnu hans. I vikunni hvöttu rúmlega 40 menntamenn, þar á meðal Wang Ganchang, 88 ára eðlisfræðingur sem þróaði fyrstu kínversku kjarn- Samkomulag hefði þó ekki enn náðst um þetta vegna ágreinings um af- nám refsiaðgerða Sameinuðu þjóð- anna gegn Serbíu. Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hvatti emb- ættismenn Sameinuðu þjóðanna til að heimila herþotum NÁTO að gera árásir á Bosníu-Serba ef þeir héldu áfram að ráðast á Sarajevo. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna sögðu í gær að bosnískir stjórn- arhermenn hefðu kveikt í fjölda húsa á svæði sem þeir hafa náð á sitt vald í sókn frá Bihac í norðvesturhluta landsins. Þeir sögðu einnig að hung- ursneyð vofði yfir íbúum Bihac þar sem Serbar kæmu í veg fyrir birgða- flutninga þangað. orkusprengjuna, til þess að „gagn- byltingarstimplinum“ yrði aflétt af lýðræðishreyfingunni sem kennd er við atburðina á Torgi hins himneska friðar vorið 1989. Þeir báðu ríkisstjórnina að sýna umburðarlyndi gagnvart fólki með sjálf- stæða hugsun og sleppa hugsjónaföngum úr fang- elsi. Stjórnmálaskýrendur telja, að uppgjör um völd kunni að vera á næsta leiti í Kína og margt höfuðið, jafnvel Li Péngs forsætisráðherra, eigi eftir að fjúka. Uppgjörið kunni að kristallast í deilum um árangur- inn af efnahagsstefnu Dengs en út af fyrir sig sé verðbólga, mikill ójöfnuður milli héraða, siðferðis- kreppa og þverrandi miðstjórnar- vald nægur efniviður í pólitíska upplausn. m hf M É / JHHE ifí ,< £ ; . : ff: M f /• -j’iiÆmimtM Tmðt / // k líi/wm W/Jr* * #/ / jfgjr f f f é'/f • #' f .ÆiÉf Reuter Lokuðujám- brautinni frá Varsjá Upplausn í vændum í Kína Atök hafin um arfleifð Dengs Peking. Daily Telegraph. Deng Xiaoping

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.