Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bandarísk samtök um skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda Vilja Islendinga aftur í Alþjóðahvalveiðiráðið MIKIL hugafarsbreyting hefur orðið í Bandaríkjunum á undanförnum árum gagnvart náttúruvemdarsamtök- um á borð við Greenpeace. Hefur fólk snúist í æ ríkari mæli gegn þeirri hörðu verndarstefnu sem slík samtök reka og er meginástæða þess að í baráttunni gleymd- ist fólkið, tengsl manns og náttúm. Þetta er skoðun Johns Bartel, sem kom hingað til lands til að kynna stefnu bandarísku náttúmvemdarsamtakanna Alliance for America, sem aðhyllast skynsamlega nýtingu nátt- úmauðlinda, þar á meðal hvalveiðar. Alliance for America em ein stærstu fijálsu félaga- samtökin í Banda- ríkjunum en alls era um 20 milljónir fé- laga í þeim. Að sögn Bartels era þau þver- pólitísk grasrótar- samtök fólks sem starfar m.a. að nýt- ingu náttúruauðlinda og að náttúruvemd. Samtökin héldu í gær blaðamannafund í samvinnu við Fiski- félag íslands og sam- tökin Líf og land og Sjávamytjar. Mark- mið beggja samtaka er náttúmstefna er byggir á nýtingu náttúraauðlinda inn- an ákveðinna marka. Alliance for Amer- ica hafa síðustu tvö ár sent frá sér harðorðar stuðningsf- irlýsingar við sjónarmið t.d. íslendinga í hvalveiðimálum og krefjast þess að bandarísk stjórnvöld viðurkenni nýtingu endumýjanlegra náttúraauðlinda, m.a. hvala og að þau styðji efnahagslega og menningarlega ar- fleið strandríkja á borð við Japan, íslands og Noreg. Að sögn Magnúsar Guðmundssonar kvikmyndagerð- armanns, urðu þessar yfírlýsingar til þess að málið var tekið upp á Bandaríkjaþingi, m.a. í allsheijamefnd þingsins. „Þar ríkir ekki lengur einhugur um andstöðu við hvalveiðar og það ætti að draga úr hræðslu fólks við að Bandaríkjamenn taki ekki sönsum,“ segir Magn- ús. Bartel segir samtökin hafa tengst umræðunni um hvali fyrir nokkram árum þar sem þau telji að þar sé um grandvallaratriði að ræða, umræðan um nýtingu auðlinda kristallist í umræðunni. Strandríki á borð við Noreg og ísland eigi að getað stundað veiðar að mestu án afskipta annarra ríkja, t.d. Bandaríkjanna. ísland sé gott dæmi um slíka þjóð, þeir eigi að geta stundað veiðar án þess að ganga á hvaiastofnana. Fylgjandi eftirliti Bartel segist fylgjandi alþjóðlegu eftirliti með veið- um, til dæmis af hálfu Alþjóðahvalveiðiráðsins. Vandinn hafi verið sá að samtök sem beijist fyrir réttindum dýra hafi ráðið lögum og lofum þar. Er hann og annar fulltrúi Alliance for America hafi sótt fund ráðsins í fyrra hafi þeim verið sagt að þeir hafí veriði fyrstu fulltrúar bandarísks almenn- ings. á fundum ráðs- ins. Úrsögn íslendinga úr ráðinu árið 1992 hafi án efa komið til af því að þeir hafi ekki ekki séð neina lausn sinna mála. Sér finnist hins veg- ar að afstaða ráðsins sé smám saman að breytast og að tíma- bært sé fyrir íslend- inga að ganga í ráðið að nýju. Breytt viðhorf Aðspurður um ástæður þess að viðhorf Bandaríkja- manna séu að breytast, segir hann að verndarsamtökin hafi í fjölmörgum tilfellum gengið of langt í verndar- stefnunni. Hún hafí komið niður á fólki og því hafi fundist það missa tengslin við náttúruna, sem hafi á stundum verið ofvernduð. „Verndarsinnarnir gleymdu fólkinu, þeir hugsuðu aðeins um að vernda dýrin og náttúruna,“ segir Bartel. „Æ fleiri hafa snúist gegn þeim og við finnum að fólk vill heyra hina hliðina á málinu. Þar hafa myndir Magnúsar Guðmundssonar kvikmyndagerðarmanns komið að góðu gagni. Við höf- um ekki átt í erfiðleikum með að koma þeim og öðra efni á framfæri, t.d. hafa fjölmargir skólar leitað til okkar um efni.“ Morgunblaðið/Sverrir MAGNÚS Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður, John Bartel, fulltrúi Alliance of America, og Bjarni K. Grímsson fiskimálastjóri. Reuter LÖGREGLUMENN handtaka verkfallsmann í bílaverksmiðju Hyundai í Suður-Kóreu. Ólga í bílaverksmiðju Hyundai Olöglegt verk- fall stöðvað með valdi Seoul. Reuter. ÓEIRÐALÖGREGLAN í Suður-Kóreu réðst í gær inn í stærstu bílaverksmiðju landsins til að handtaka 280 verkamenn sem höfðu skipulagt ólöglegt verkfall. Um 1.000 lögreglumenn gerðu áhlaup á verkfallsmenn í verksmiðju stórfyrirtæk- isins Hyundai í borginni Ulsan. Verkfalls- mennirnir höfðu hafst við í tjöldum í verk- smiðjunni til að mótmæla þeirri ákvörðun stjórnenda fyrirtækisins að loka einni af framleiðslulínu verksmiðjunnar til fram- búðar og segja upp starfsfólki. Tugir ann- arra starfsmanna voru handteknir annars staðar í verksmiðjunni. Ekki kom til harðra átaka en nokkrum verkfallsmannanna tókst að sleppa og komu til liðs við um 100 róttæklinga sem lentu í átökum við óeirðalögregluna, sem beitti táragasi til að dreifa mannfjöldan- um. Vinnustöðvunin hefur valdið klofningi meðal starfsmannanna og róttæk fylking meðal þeirra stóð fyrir verkfallinu til að krefjast þess að sjö starfsmenn, sem sagt var upp, verði ráðnir aftur. Einn þeirra hafði reynt að svipta sig lífi vegna upp- sagnarinnar og það varð til þess að upp úr sauð. Verkfallsmennirnir krefjast þess að fyrirtækið greiði manninum skaðabæt- ur og biðji hann afsökunar. Talsmaður fyrirtækisins sagði að verk- fallið hefði kostað það sem svarar tólf milljörðum króna. LAUGARDAGUR 20. MAÍ1995 21 Islensk viðarsýning og skógardagar í og við PERLUNA dagana 20. og 21. maí Opið bóða daganna frá kl. 13:00 til 18:00 /7 /7 / tesundum Meðal efnis: • Kynning á íslenskum viðartegundum • Ráðgjöf Landslagsarkitekta • Umhverfísmál \ 4 .' \ ' ■ % \ ' ''ú /V:/ú;vúÓV'- ‘/ f J t '■ í ' ;/ / /.. ■ / ' f • Handverk og iðnaðarframleiðsla úr íslenskum viði, handverksfólk að störfum • Tæki og búnaður til garð- og skógræktar • Á útisvæði, sögun á bolviði, önnur grófvinnsla o.fl. • Kynnisferðir um Öskjuhlíðina þar sem verða ýmsar uppákomur, harmoníkuleikur o.fl. Boðið verður upp á kaffíhressingu á leiðinni Fyrir börnin: • Ævintýraferðir um Öskjuhlíðina þar sem kynjaverur álfar og ýmsar ævintýrapersónur verða á vappi um skóginn. Farið verður í leiki spilað á hljóðfæri og sungið. Kynnir sýningarinnar er Pálmi Gestsson leikari. Hér er um einstakan viðburð að ræða þar sem eingöngu er til sýnis handverk og iðnaðarframleiðsla úr íslenskum viði. SÝNING SEM ENGINN ÆTTIÁÐ MISSA AF AÐGANGUR OKEYPIS ait ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR iðð Skógrækt meö Skeljungi \SKÓGRÆKTARFéLAG IREYKJAVIKUR LANDBUNAÐAR- RÁÐUNEYTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.