Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 33 SÓLVEIG JÓHANNESDÓTTIR + Sólveig Jóhann- esdóttir var fædd að Nesjum í Grafningi 11. mars 1945. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi 15. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Arnheið- ur Gísladóttir, f. 18. febrúar 1919, og Jóhannes Sigmars- son, f. 19. maí 1916, d. 13. júní 1973. Alsystkini hennar eru Sigmar, Árni, Valgerður, Jóhanna Sóley og Anna Sólrún. Hálfsystkini eru Elín samfeðra og Hörður sam- mæðra. 25. febrúar 1967 giftist Sólveig eftirlifandi eiginmanni sínum Sævari Larsen, stöðvar- stjóra Sláturfélags Suðurlands á Selfossi. Börn þeirra eru Steinunn Margrét, maki Páll Jóhannsson og sonur þeirra Þráinn; Jóhannes Arnar, maki Rannveig Guðjónsdóttir, Frið- rik Rafn, maki Margrét Þor- steinsdóttir, og Linda Rut, maki Eiður Sigurðsson. Útför Sólveigar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. ÉG HITTI Sólveigu Jóhannesdóttur í fyrsta skipti sumarið 1972. Hún varð síðar mágkona mín er ég kvæntist systur. hennar Jóhönnu. Mannkostir Sollu leyndu sér ekki strax við fyrstu kynni og sá mikli persónuleiki sem prýddi hana. Ég dáðist fljótt að þrautseigju hennar og lífsgleði. Árinu áður eignast hún sitt yngsta barn og fékk á með- göngunni mjög erfiðan sjúkdóm, sem skerti eftir það nokkuð at- hafnafrelsi hennar. Þessa erfiðleika bar Sólveig aldrei á torg og þeir sem ekki þekktu vissu aldrei um þá. Hið lífsglaða viðmót og hin ljúfa framkoma voru einkenni hennar alla tíð. Hún studdi vel við bakið á börn- um sínum og hvatti þau til náms. Umhyggja hennar og væntumþykja kom vel í ljós þegar hún eignaðist sitt fyrsta ömmubarn árið 1992. Þá mátti ekki á milli sjá hvor var spenntari hún eða dóttirin, hin verð- andi móðir. Hinn einlægi áhugi leyndi sér ekki og var vart hægt að ímynda sér betri ömmu, þó bú- setan væri ekki í sama byggðar- lagi. Það aftraði henni ekki frá því að taka þátt í uppvexti dóttursonar- ins eins^ og tök voru á og heilsan leyfði. Á sama tíma barðist hún af alefli við þann vágest sem reynist svo mörgum erfiður. I febrúar 1989 greindist Sólveig með þann sjúkdóm sem lagði hana að velli. Hún vonaði svo lengi að hafa betur í þeirri glímu. Hún gekk í gegnum margar erfiðar aðgerðir og lét aldrei nokkurn bilbug á sér finna. Þess á milli gaf hún sér á hveiju ári tíma til ferðalaga en þau gáfu henni aukinn lífskraft. Hún endurnærðist af sólinni eins og hún sagði. Solla naut þess að slá í spil og var hvert tækifæri notað til þess. Hún var mjög kappsfull í spila- mennskunni. Kappið og þrautseigj- an voru fylgifiskar hennar fram á síðustu stundu. Hver gat trúað því að hún héldi upp á 50 ára afmæli sitt 11. mars? Ég gerði að minnsta kosti ekki ráð fyrir þvi, þó taldi ég mig þekkja Sollu nokkuð vel. Hún kom manni enn á óvart. Hún sagð- ist hafa nægan tíma til þess að hvíla sig seinna. Afmælið var hald- ið við harmoníkuleik og söng. Sól- veig geislaði af lífsgleði en þrautirn- ar voru greinilega enn til staðar. Jákvætt viðhorf hjálpaði henni að njóta þessarar stundar með fjöl- skyldu og vinum. Áhyggjur af morgundeginum virtust ekki þjaka hana frekar en áður. Orðaflóra hennar geymdi ekki hugtakið erfiðleikar og uppgjöf sýndi hún aldr- ei. Síðustu vikumar sem hún lifði og hlé gafst frá veikindum notaði hún til þess að skipuleggja sumarbú- staðinn sem hún og Sævar festu kaup á síðastliðið sumar. Ýmsar breytingar og lagfæringar voru ráð- gerðar. Hún var rík af hugmyndum sem hún festi á blað og ræddi við þá sem heimsóttu hana á sjúkrahúsið. Hún var þá ekki á þeim buxunum að láta í minni pokann fyrir sláttumannin- um. Það átti ekki fyrir Sólveigu að liggja að komast aftur heim. Hún lést að morgni mánudagsins 15. maí. Ég þakka fyrir þá auknu lífs- sýn sem ég öðlaðist af kynnum mínum og í samveru við Sollu. Við sem eftir lifum og fengum að kynn- ast henni munum ávallt minnast þeirra einstöku mannkosta sem hún bjó yfir. Hún skilur eftir sig skarð en sárastur er harmur eiginmanns, barna og móður. Megi þau finna huggun í góðum minningum um einstaka konu. Ég sendi þeim öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðjón Skúlason. í dag kveðjum við okkar kæru Sólveigu. Kynni okkar hófust fyrir sex árum þegar hún hóf baráttuna við sjúkdóminn illvíga, sem nú hef- ur unnið stríðið. A þessum tíma hefur hún gengið í gegnum margar sjúkdómsmeðferðir sem tóku sinn toll. En á milli átti hún góðar stund- ir, sem hún naut til hins ýtrasta, fór m.a. í nokkrar utanlandsferðir sem færðu henni mikla gleði. í óformlegu félagi kvenna, sem hafa fengið krabbamein, hefur hún verið ein styrkasta stoðin. Hún mætti alltaf þegar heilsan leyfði á fundina og í ferðirnar og miðlaði öðrum óspart af styrk og baráttuþreki. Þessi ljúfa kona sem virtist svo veikbyggð gat alltaf gefíð af sér til annarra. Einstaklega jákvætt lífsviðhorf var hennar aðalein- kenni. Hún talaði vel um alla og var vinur vina sinna sem voru margir. Það kom best í ljós þegar hún hélt upp á fimmtugsafmælið sitt fyrir rúmum tveimur mánuð- um. Þar var töluvert á annað hundrað manns, vandamenn, vinir og nágrannar. Hún undirbjó glæsi- lega veislu og lagði áherslu á að það ætti að vera létt yfir henni. Ég hygg að þeir sem þarna voru muni minnast þessa eftirmiðdags nú sem sérstaks atburðar og þakk- ir fyrir að hafa notið hans með henni. Það var Sólveigu mikils virði að geta litið yfir hópinn og átt þessa stund með öllum þessum vin- um sínum. Hún kenndi okkur öllum margt um lífið og tilveruna. Hún sýndi á sinn hljóðláta hátt hvernig hægt er að lifa með reisn þótt hart sé sorfið að líkamshreystinni. Þannig var hún sigurvegari f lífinu þótt dauðinn væri ótímabær. Hún gat litið til baka og verið ánægð og það gerði hún. Hún var stolt af barnahópnum sínum, sem endurg- alt henni umhyggju og leiðsögn með því að uppfylla vonir hennar og veita henni stuðning samheld- innar fjölskyldu. Og ekki má gleyma gleðigjafnanum, dóttursyn- inum litla, sem hún sagði okkur frá og sýndi okkur myndir af. Allt þetta gaf henni ótrúlegt þrek í hetjulegri baráttu fyrir lífínu og við erum vissar um að það ásamt jákvæðu hugarfari lengdi lífið og hún nýtti liveija stund sjálfri sér og öðrum til gleði. Hún Solla hefði ekki viljað að eftirmæli eftir hana væru tómar harmatölur því gleðin var henni miklu hugstæðari. Og það var gleði og léttleiki í kringum hana ef hún átti nokkra orku til. Vorferðirnar okkar hafa verið skemmtilegar þar sem gleðin hefur verið í öndvegi og þar var hún í fremstu röð. Þann- ig munum við minnast hennar þeg- ar hún naut sín best glöð og kát í vinahópi. Að leiðarlokum þökkum við góð og gefandi kynni sem voru of stutt í tíma talið en árafjöldinn segir ekki allt. Eiginmanni, börn- um, móður og öðrum vandamönn- um hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Nú ertu Ieidd, mín ljúfa, lystigarð drottins í, þar áttu hvfld að hafa, hörmunga og raunafrí; við Guð þú mátt nú mæla miklu fegri en sól, unun og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (H.P.) Sigrún, Gerður og María. Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulegrar vinkonu minnar og skólasystur Sólveigar Jóhannesdóttur. Það má segja að við Solla höfum hist nær daglega frá Laugarvatns- dvöl okkar fyrir rúmum 30 árum. Frá Sollu stafaði einstök ástúð og hlýja og brosið var alltaf til staðar. Það var ávallt notalegt að líta inn hjá Sollu, á hlýlegt heimili hennar og Sævars, og spjalla um daginn og veginn og ekki síður að rifja upg gamlar stundir. Á síðustu árum leit Solla oft inn hjá mér í gönguferðum sínum. Var hún gjaman með hundinn sinn hana Týru með sér og var þá kátt í koti hjá Týru og tveggja ára barnabarni mínu sem ég passaði á daginn. Það er erfitt fyrir tveggja ára dreng að skilja gang lífsins og biður hann ömmu sína núna eins og áður um að koma við hjá Sollu og „voffa“ í hvert sinn sem farið er fram hjá húsi hennar. Minninguna um Sollu okkar munum við ávallt geyma og hún mun ylja okkur um hjartarætur. Elsku Solla mín, takk fyrir öll elskulegheitin og takk fyrir sam- fylgdina í gegnum árin. Stríði þínu við sjúkdóm þinn er lokið og ég veit að þér líður betur núna. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, maigs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Samúðarkveðju vil ég senda mömmu hennar Sollu sem á við veikindi að stríða. Elsku Sævar, börn, tengdabörn og Þráinn ömmudrengurinn, okkar innilegustu samúðarkveðjur. ína og fjölskylda. Við kynntumst fyrst þegar hún flutti með fjölskyldu sinni að Klængsseli og fór að ganga í barna- skólann í Gaulveijabæ. Fyrsta minningin um hana tengist bolta- leikjum, sem einkum voru iðkaðir af kvenfólkinu í skólanum og voru kallaðar „enskur“, „danskur" og „sóló“. En við vorum ekki fleiri en svo nemendurnir að við stelpurnar tókum einnig þátt í fótboltanum svo að hægt væri að skipta upp í tvö lið án tillits til þess hvort við vorum strákar eða stelpur. Hún Solla var líka dugleg að læra og stóð sig jafnan með prýði í því sem hún tók sér fyrir hendur, einkar handfljót og laghent. Fáum árum seinna er Solla hafði flutt til Þorlákshafnar stóðum við skyndilega andspænis hvor annarri í anddyri Húsmæðraskólans á Laugarvatni. Við ákváðum strax að deila herbergi þann veturinn og fengum að auki Bimu Bjömsdóttur úr Kópavogi sem herbergisfélaga. Þetta var ánægjulegur vetur og rifjuðum við oft upp seinna ýmis- legt, sem við gerðum, en sumt af því braut í bága við reglur skólans. Þegar ég flyt hingað á Selfoss árið 1971 þá rifjast enn upp fyrri kynni því hér hafði Solla einnig byggt sér sitt bú með Sævari og ég fékk að fylgjast með börnunum þeirra vaxa úr grasi, mennta sig, stofna eigin heimili og svo var kom- in lítill afa- og ömmustrákur — hann Þráinn. Solla hafði sérstakt dálæti á börnum og starfaði sem dagm- amma og einnig á dagvistarstofn við barnagæslu. Hún hóf nám í Fósturskólanum, en varð frá að hverfa vegna veikinda. Lífsgleði var hennar aðalsmerki og i baráttunni við krabbameinið sýndi hún ótrúlegan viljastyrk og baráttuþrek til síðustu stundar. Kæri Sævar og fjölskylda. Við fjölskyldan þökkum henni •Sollu vinkonu okkar samfylgdina og flytjum ykkur innilegar samúð- arkveðjur. Þórdís Krisljánsdóttir. Kveðja frá samstarfsfólki í Asheimum Snertu hörpu mína himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. (Davíð Stefánsson) Okkur langar að minnast fyrrver- andi samstarfskonu okkar Sólveig- ar Jóhannesdóttur. Langri og strangri baráttu er lokið og við trúum því að hún hvíli í faðmi þess sem allar þrautir Iækn- ar. Solla, eins og við kölluðum hana, hóf störf við leikskólann Ásheima árið 1981 og má með sanni segja að þá hafí börnin verið lánsöm því hún hafði svo mikla hlýju og mann- gæsku til að bera. Bömin elskuðu hana og virtu og vitum við að mörg þeirra sem fyrir löngu eru hætt í leikskólanum muna enn eftir henni. Samstarfsfólki sínu var hún kær enda hafði hún opið og hlýlegt við- mót og margar ánægjustundir átt- um við saman bæði í vinnunni og utan hennar. Solla átti einnig marga vini og var alltaf tilbúin að kynnast fólki og taka á móti því á héimili sínu. Elsku Solla, við þökkum þér sam- starfið og kveðjum þig með söknuði. Við vottum Sævari, börnum, tengdabörnum og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð og biðjum guð að styrkja þau og blessa. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt, ef telja skyldi það. I lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta þá helgu tryggð og viriáttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Okkur fínnst þetta erindi vel við eigandi þegar við kveðjum Sólveigu vinkonu okkar. Við höfum fylgst með hetjulegri baráttu hennar undanfarin ár. Alltaf var kátt í kringum hana og bjartsýni hennar og þrá til lífs- ins áttu sinn þátt í því hvað hún reif sig oft upp úr veikindunum. Aldrei lét hún sig vanta í sauma- klúbbinn okkar, þess má geta að oft sá Solla aðrar hliðar á málunum en við, það þroskaði okkur og los- aði okkur jafnvel við fordóma. Ógleymanlegt var að vera með henni og fjölskyldu hennar í fimm- tugsafmælinu hennar 11. mars síð- astliðinn, þá sást best hversu vina- mörg hún var. í saumaklúbbi hjá henni tveifn dögum seinna áttum við mjög ánægjulega stund með henni. Sævar minn, þér og fjölskyldu þinni sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð styrki ykkur öll. Að lokum viljum við þakka þér, Solla mín, allar samverustundirnar og kveðjum þig með þessu erindi. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og hljóðu kynni af alhug þökkum vér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum sem fenp að kynnast þér. (Davið Stefánsson.) Saumaklúbburinn. Elsku Solla mín. Nú þegar þú ert horfin á braut kvikna ljúfar minningar um þig sem munu lifa með mér alla tfð. Þú sem alltaf varst svo elskuleg við mig, ég sakna þín. Þú ert yndið mitt yngsta og besta, þú ert ástarhnossið mitt nýtt, þú ert Sólrún á Suðurhæðum, þú ert sumarblómið mitt frítt. Þú ert ljósið, sem lifnaði síðast, þú ert lönpnar minnar Hlín. Þú ert allt sem ég áður þráði, þú ert ósk, - þú ert óskin min. Hvíldu í friði. Hjartans kveðjur, Anna Sólrún. AURÓRAALDA JÓHANNSDÓTTIR + Auróra Alda Jóhannsdóttir fæddist að Brekku í Vestmannaeyjum 6. mars 1913. Hún lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 11. mai síðastliðinn. Foreldrar hennar voru lijónin Kristín Árnadóttir og Jó- hann Jónsson. Alda var sett í fóstur til hjónanna Brands Ingimundarsonar og Jóhönnu Jóns- dóttur. 22. septem- ber 1934 giftist Alda Sigfúsi Guðmundssyni frá Hólakoti, f. 28. júní 1912. Hófu þau búskap stuttu seinna í Hjálmholti í Vestmannaeyjum og bjuggu þar til 1948, er þau fluttu að Brimhólabraut 10. Þau eignuð- ust tvo syni: 1) Jóliann Guð- brand, f. 15. október 1936. Kona hans er Gunnvör Valdi- marsdóttir, f.25. janúar 1943. 2) Guðmundur Þór, f. 13. mars 1949. Kona hans er Jóna Ósk Gunnarsdóttir, f. 6. júlí 1949. Barnabörnin eru 6 og barna- barnabörnin 2. Auróra verður jarðsungin frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum í dag, og hefst athöfnin kl. 14.00. í DAG verður hún Alda amma okkar jarðsung- in. Við vorum svo heppnir að eiga ömmu og afa og vera hjá þeim þegar við vildum. Alda amma var okkur sér- staklega góð, spilaði við okkur þegar við vildum og veitti okkur hlýju og yl og áttum við bræður margar góðar stundir hjá ömmu og afa á Brimó. Þar sem við lékum okkur oft í garð- inum fengum að slá blettinn og hjálpuðum ömmu með rababara- frumskóginn þegar hún var að fara í sultugerð. Við munum eiga margar góðar minningar um ömmu um ókomna tíð. Og viljum við þakka henni fyrir allt, og biðjum góðan guð að styðja Sigfús afa og okkur öll hin. Sigfús Gunnar og Þórir Guðmundssynir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.