Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Deilt um samning við Búseta í borgarstjórn
Borgarstjóri segir Búseta
njóta frumkvæðis síns
Inga Jóna Þórðardóttir segir samn-
inginn ganga þvert á stefnu R-Iistans
INGA JÓNA Þórðardóttir, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagn-
rýnir samkomulag borgaryfirvalda
við Búseta, húsnæðissamvinnufé-
lag, um umsjón með rekstri og við-
haldi á 98 leiguíbúðum Félagsmála-
stofnunar Reykjavíkurborgar. Ekki
hafí verið tekið tillit til bókunar í
stjórn Innkaupastofnunar Reykja-
víkurborgar, sem samþykkt var
samhljóða, um að æskilegt væri að
fram færi forval áður en gengið
yrði til samninga. Borgarstjóri
sagði að um áhugaverða tilraun
væri að ræða sem mönnum bæri
að fagna. Ef vel tækist til yrði hald-
ið lengra á þeirri braut með víðtæk-
um útboðum.
Inga Jóna sagði að samningurinn
gengi þvert á stefnu R-listans um
að fram færi forval og/eða útboð á
verkum sem unnin eru fyrir borg-
ina. Benti- hún á að Búseti fengi
sér til liðsinnis annað fyrirtæki,
Viðhald og þjónustu hf., sem ætti
að sjá um raunverulegt viðhald og
framkvæmdir.
„Það er rétt sem komið hefur
fram að um nýmæli er að ræða þar
sem eignaumsýslan og umsjón eign-
arinnar er fengin aðila utan borgar-
kerfísins," sagði hún. „Við sjálf-
stæðismenn lögðum hins vegar á
það áherslu að eðlilegt væri að við-
haldið sjálft á þessum 98 eignum
væri boðið út. Það væri einnig
hægt að gera tilraun með að aðilar
utan borgarkerfísins sæju um
eignaumsýsluna. Eðlilegur fram-
gangsmáti væri að viðhaldið færi
fram á almennum útboðsmarkaði
þar sem um verulegar fjárhæðir er
að ræða eða um 28 milljónir á
næstu tveimur árum.“ Sagði hún
það gagnrýnisvert hvemig staðið
hefði verið að málum þar sem eng-
ir meinbugir væru á útboði.
Inga Jóna gagnrýndi einnig
samninginn og sagði hann opinn
hvað varðaði upphæðir og fjölda
framkvæmda. „Búseti semur við
hlutafélag, sem að stórum hluta ef
ekki að meirhluta er í eign Búseta
sjálfs, um allt þetta viðhald,“ sagði
hún. „Það er ekki samið um að
boðið sé sérstakt verð fyrir fram-
kvæmdirnar heldur á að miða við
þær fjárhæðir sem hvetju sinni er
að finna í fjárveitingum og fjár-
hagsáætlunum vegna viðkomandi
eigna.“
Þá gagnrýndi hún að verktakinn
hefði í allflestum liðum eftirlit með
sjálfum sér. Lítil áhersla væri lögð
á að aðilar frá borginni hefðu eftir-
lit með verkinu.
Ný braut í útboðsmálum
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri sagði að Sjálfstæðis-
flokkur hefði gagnrýnt samninginn
og talið að þarna væri verið að
hverfa frá yfirlýstri stefnu að auka
útboð á vegum borgarinnar. „Það
er ekki svo,“ sagði hún. „í raun
erum við að feta okkur inn á nýja
braut í útboðsmálum. Þama er um
tilraun að ræða og ef vel tekst til
þá gerum við ráð fyrir að fara
megi með eignaumsýslu á eignum
borgarinnar og viðhald í mun _víð-
tækara útboð en verið hefur. Áður
en það er gert teljum við nauðsyn-
legt að gera tilraun sem þessa, þar
sem þetta hefur ekki verið áður
gert hjá borginni."
Fáir með reynslu og þekkingu
Borgarstjóri sagði erfitt að bjóða
verkið út vegna erfíðleika við gerð
útboðsgagna. Þá væru mjög fáir
aðilar sem hefðu reynslu og þekk-
ingu á viðhaldi og eignaumsýslu
leiguíbúða hér á landi í jafn stórum
stíl og um væri að ræða. Það væri
þá helst borgin sjálf og lauslegur
samanburður benti til að staðið
væri að framkvæmdum með öðrum
og ódýrari hætti hjá Búseta. Kostn-
aður borgarinnar af viðhaldi leigu-
íbúða væri umtalsverður eða um
158 þús. á hveija íbúð á ári.
„Búseti átti fmmkvæði að þessu
máli,“ sagði Ingibjörg Sólrún. „Bú-
seti kom með þessa hugmynd til
borgaryfirvalda og tekur ákveðið
frumkvæði að breytingum í opin-
berum rekstri. Það eitt fínnst mér
gefa þeim ákveðið forskot og menn
eiga að njóta síns frumkvæðis."
Benti borgarstjóri á að í lok til-
raunatímabilsins yrði borinn saman
kostnaður borgarinnar við eigna-
umsýslu og viðhald leiguíbúðanna.
I athugasemd Ingu Jónu, við
ummæli borgarstjóra, kom fram að
forval hefði leitt í ljós hversu marg-
ir aðilar á vinnumarkaðinum væru
tilbúnir til að taka að sér þessi verk.
Suðureyri
Þróunarsjóður sjávarútvegsins, atvinnutryggingadeild,
auglýsir til sölu fasteignina Sætún 8, Suðureyri. Um
er að ræða steinsteypt 191,4 fm parhús smíðað 1977.
Eignin selst í því ástandi sem hún er í dag. Tilboðum
skal skila á skrifstofu Byggðastofnunar á Isafirði fyrir
mánudag 29. maí nk. Áskilinn er réttur til að taka hvaða
tilboði sem er eða hafna öllum.
Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn í síma 94-4633 og
Páll í síma 560-5400 eða grænt númer 800 66 00.
Samkomuiag um að Búseti taki að sér viðhald og
rekstur leiguíbúða Félagsmálastofnunar
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSSON, framkvæmdastjori
KRISTJAN KRISTJANSS0N, loggiltur fasteigmasali
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Vinsæll staður - gott verð
Stór og sólrík 3ja herb. íb. á 4. hæð v. Hjaröarhaga tæpir 90 fm.
Nýtt gler. Sérþvaðstaða í íb. Ágæt sameign. Góð langtlán um kr. 4,5
millj. Tilboð óskast.
Úrvalsíbúð á góðu verði
3ja herb. íb. á 2. hæð v. Jörfabakka. Ágæt sameign. Fráb. aðstaða
fyrir börn. Hagst. greiðslukjör. Tilboð óskast.
Sérhæð - bílskúr - hagkvæm skipti
Á vinsælum stöðum í Vestur- og Austurborginni 5 og 6 herb. sérhæð-
ir m. innb. bílsk. Eignaskipti mögul. Tilboð óskast.
Fyrir smið eða laghentan
rúmg. 2ja herb. íb. 64,4 fm í þríbhúsi v. Bræðraborgarst. Árg. 1976.
Sérhiti, sérþvhús, sér bílastæði. Bráðabirgðainnr. í eldh. Gott verð.
Á lækkuðu verði í Vogunum
stór og góð kjíb. í þríbhúsi. Sérinng. Vinsælt hverfi. Laus fljótl. Tilboð
óskast.
Skammt frá KR-heimilinu - tilboð óskast
Sólrík 4ra herb. íb. v. Meistaravelli. Góð lán fylgja.
Mjög stór 4ra herb. íb. í lyftuh. v. Kaplaskjólsveg. Mikið útsýni.
Opið í dag kl. 10-14.
Fjársterkir kaupendur.
Almenna fasteignasalan sf.
var stof uð 12. júlí 1944.
AIMENNA
FASTEIGNASALAW
ÍaugwÉgm^ímarzÍÍso-zÍSto
Samtök iðnaðarins telja að
forval hefði átt að fara fram
SAMTÖK iðnaðarins eru jákvæð
gagnvart því að Reykjavíkurborg
afli sér þekkingar á því hvort bjóða
megi út eignaumsýslu á vegum
borgarinnar. Að sögn Árna Jó-
hannssonar hjá Samtökum iðnaðar-
ins telja samtökin hins vegar að
standa hefði átt öðruvísi að tilrauna-
verkefni þar að lútandi, og þar hefði
átt að efna til einhverskonar forvals.
Meirihluti borgarráðs hefur sam-
þykkt samkomulag um að hús-
næðissamvinnufélagið Búseti taki
að sér sem verktaki tilraunaverkefni
um viðhald og rekstur 98 leiguíbúða
Félagsmálastofnunar Reykjavíkur-
borgar.
Arni Jóhannsson sagði í samtali
við Morgunblaðið að tilraunaverk-
efnið væri það framandi og nýtt að
mati þeirra embættismanna borgar-
innar sem að því koma, og þetta
væri sú eina leið sem þeir hefðu
talið færa.
„Ég get ekki lagt mat á það hvort
svo sé eða ekki, en hins vegar er
markmiðssetningin með verkefninu
góð og okkur mjög að skapi. Við
munum væntanlega fylgjast með
niðurstöðu verkefnisins og ef það fer
á þann veg sem menn vonast til þá
væntum við þess að þetta verði boð-
ið út á almennum markaði þegar
þessari tilraun lýkur," sagði Árni.
Ætíð ætti að leita eftir
samkeppni
í bókun Innkaupastofnunar
Reykjavíkur varðandi samkomulag-
ið við Búseta kom fram að stjórn
stofnunarinnar teldi æskilegt að
forval yrði látið fara fram til að
kanna áhuga aðila til að takast á
við verkefnið.
Alfreð Þorsteinsson, formaður
stjómar Innkaupastofnunar, sagði í
samtali við Morgunblaðið að það
væri hans persónulega skoðun sem
formanns stjórnarinnar að ætíð ætti
að leita eftir samkeppni. Hann sagð-
ist hins vegar vera því hlynntur að
þessi tilraun væri gerð og hún væri
liður í því að hægt yrði að bjóða
slík verk út í framhaldinu og það
væri skýr vilji allra að farið yrði
með þetta í útboð að loknu reynslu-
tímabilinu.
Almennur áhugi í borgarstjórn
„Stjórn Innkaupastofnunar hefur
í samráði við Byggingadeild
[borgarverkfræðings] leitað nýrra
leiða undanfarið og birt auglýsingar
í blöðum þar sem auglýst hefur
verið eftir verktökum á skrá hjá
okkur. Tilgangurinn er sá að við
getum framkvæmt verðkönnun á
milli verktaka.
Byggingadeild kom svo með þá
hugmynd að gera þessa tilraun með
Búseta, og ég held að almennt sé
áhugi á því bæði hjá meirihluta og
minnihluta í borgarstjórn að reyna
slíka leið. Menn greinir hins vegar
kannski á um það hvort það hefði
átt að leita eftir því hvort fleiri aðil-
ar hefðu áhuga á þvf að reyna
þetta,“ sagði Alfreð Þorsteinsson.
FA5TEIGIMASALA
REYKJAVIKURVEGI 62
S:65TISS
Einbýli - raðhús
HVERFISGATA - HF.
Vorum að fé f ainkasölu eítt ef
þessum virfiul. eldri húsum f nél.
míðbæjaríns sem akiplist I jarfih.,
hœfi og rís. Bílsk. auk 28 fm
geymslu sam getur nýst sem
vinnuafistafia. Útsýni yf ír mlöbae-
inn. Nánari uppl. é skrifst.
VESTURBERG - RVÍK
Mjög gott endarafih. á tveimur hæflum
ásamt innb. bílsk. 4 svefnh. Góðar stof-
ur. Sólstofa. Gott vinnuherb.
GARÐAFLÖT - EINB.
Vorum að fé 6-8 herb. eínb. á
elnni hæð ásamt bllsk. Snyrtil.
og val viðhaldin eign. V. 11,4 m.
JÓFRÍÐARSTAÐA-
VEGUR
Vorum að f á vandað og vel staðs.
elnb. sem skiptist þannig: Hæð
og ris er nýtt sem sárib. ásamt
titheyrandi bflsk. Á jarðhæð er
stúdíóib. asamt góðum vinnu-
herb. Staðs. húesins er engu lík.
Útsýni yfir höfnina og allt vestur
undir Jökul.
SMYRLAHRAUN - 602
Vorum að fó 6 herb. raðh. á tveimur
hæðum ásamt bflsk. Verð 11,9 miilj.
MIÐVANGUR - 681
Mjög gott 6 herb. 135 fm einb. á einni
hæð ásamt bilsk. Mjög falleg og vel
ræktuð suðurlóö. Verð 13,9 millj.
AUSTURGATA - HF.
Vorum að fá eitt af þessum eldri einb.
sem skiptast í kj., hæð og ris. Góð stað-
setn.
HELLISGATA - HF.
6 herb. 154 fm einb. é tveimur hæðum.
4 svefnherb. Frábærlega góö staðetn.
Verð 8,5 millj.
HEIÐVANGUR - EINB.
6 herb. einb. á einni hœö ásamt sól-
stofu. Rúmg. bílsk. Góö staðsetn. VerÖ
12,9 millj.
4ra-5 herb.
HVAMMABRAUT -
„PENTHOUSE"
Vorum að fé 5-6 herb. 134 fm ib.
é tveimur hæðum. Góð stofa,
borðstofa og sólstctfe. 3 rúmg.
svefnherb., geta verlð 4. Vandað-
ar innr. Parket og flíser. Gullfal-
leg elgn.
VÍÐIHVAMMUR - HF.
4ra herb. 122 fm íb. á 1. hæð ásamt
bílsk. Verð 8,8 millj.
SUÐURGATA - HF.
Falleg 6 herb. 132 fm íb. á 1. hæð ásamt
innb. bílsk. 430.
SLÉTTAHRAUN - LAUS
Vorum að fá 4ra herb. íb. á 2. hæð.
Áhv. byggsj. 2,3 millj. Verð 7,8 millj.
464.
ÁLFASKEIÐ
4ra herb. endaíb. (suður) á 2. hæð
ásamt bílsk. Verð 7,6 millj. Laus nú
þogar. 483.
ÁLFASKEIÐ - 446
4ra-5 herb. 106 fm íb. á 3. hæð ásamt
bílsk. Gullfalleg eign. Verð 7,8 millj.
BREIÐVANGUR
5 herb. 120 fm íb. á efstu hæð i góðu
fjölb. Bílsk. Verð 9 mlllj.
FAGRAKINN - SÉRH.
4ra-5 herb. 101 fm falleg neðri hæð I
tvíbýli. Bilsk. Verð 8,7 millj.
HRINGBRAUT
Vorum að fá 5 herb. 101 fm miðhæð í
þríbýli. Góð staðsetn. Verö 8,4 millj.
3ja herb.
Opið hús laugard. og
sunnud. kl. 13-18.
HVERFISGATA 37 - HF.
Vorum að fá 3j8-4ra herb. efri
hæð ásamt góðri vlnnuaðst. I rlsí.
Mjög mikið endurn. eign m.a.
nýl. innr., þak, gler o.fl. Nýjar
svallr úr eldhúsi. Sérinng. Laus
strax. Verð 6,6 míttj.
GOÐATÚN - LAUS
Vorum að fá 3ja herb. neðri hæð í tvíb.
Mikið endrn. eign. Bilsk. Verð 5,2 millj.
HÁAKINN
3ja-4ra herb. íb. á 2. hæð. Góð nýting.
Áhv. byggsj. 3,7 millj. Verö 6,1 millj.
360.
SMYRLAHRAUN
Góð 3ja herb. 83 fm íb. á 1. hæð (jarðh.).
Áhv. húsbr. 4,0 millj. Verð 6,6 millj. 361.
MÓABARÐ - 318
3ja herb. 93 fm íb. á jarðh. Bllskúr. Allt
sér. Verð 7,4 millj.
ÁLFASKEIÐ - 357
3ja herb. 81 fm íb. á 2. hæð. Btlskúrs-
réttur. Áhv. húsbréf 4,0 millj. Verð 6,7
millj.
KALDAKINN - 350
Vorum að fá 3ja herb. efri hæð I tvl-
býli. Sérinng. Verð 5,6 millj.
2ja herb.
ÖLDUGATA - HF.
Vorum að fá snyrtil. 2ja herb. íb. á 2.
hæð, ris. Góð áhv. lán. Verð 4,4 millj
28205.
HLÍÐARHJALLI - KÓP.
Gulifalleg 2ja herb. 81 fm neðri
sérhæð i nýl. húsi. Áhv. 3,7 millj.
Verð 7 millj. Etgn sem vort er að
skoða.
ÁLFASKEIÐ - LAUS
Mjög góð 2ja herb. 54 fm íb. á 1. hæð.
Sveinn Sigurjónsson sölustj.
Valgeir Kristinsson hrl.