Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ STARFSMENN bandarísku alríklslögreglunnar tóku Schneider í sína vörslu eftir að hann viður- kenndi hver hann væri. Hafði hann látið sér vaxa yfirvararskegg en var að öðru leyti sjálfum sér líkur. Hann getur búist við að vera dæmdur í fangelsi í 10 ár fyrir fjármálasvik. Þýski fasteignajöfurinn Schneider handtekinn á Miami Hljóp frá 230 millj- arða króna skuld Staða Kink- els talin mjög veik Bonn. Reuter. ÞÝSKIR jafnaðarmenn sögðu í gær að sú ákvörðun Klaus Kin- kels utanríkisráðherra að láta af formennsku í flokki fijálsra demó- krata (FDP) myndi gera hann að valdalausum ráðherra og veikja stöðu Þýskalands á alþjóðavett- vangi. „Ef utanríkisráðherra er ekki jafnframt lengur formaður minni stjórnarflokksins mun mikilvægi utanríkismála innan stjórnarinnar fara dvínandi og staða Kinkels á alþjóðavettvangi veikjast," sagði Karsten Voigt, talsmaður jafn- aðarmanna í utanríkismálum. Þá létu margir þýskir frétta- skýrendur í ljós þá skoðun að héð- an í frá stæði Kinkel alfarið í skugga Helmuts Kohls kanslara. Flokkur Kinkels hefur dottið út af þingum ellefu sambandslanda og Evrópuþinginu eftir að hann tók við sem flokksformaður fyrir tveimur árum. Samkvæmt heimildum innan FDP ætlar Wolfgang Gerhardt, leiðtogi FDP í Hesse, að gefa kost á sér\sem flokksformaður. Bandarískir drengir 24% reynd- ust þjófar Chicago. Reuter. KÖNNUN, sem náði til 2.500 bandarískra drengja á aldrin- um 10-14 ára, leiddi í ljós að hartnær fjórðungur þeirra hef- ur gerst sekur um búðaþjófnað og 28% hafa orðið drukknir að minnsta kosti einu sinni. Könnunin var gerð fyrir skátahreyfinguna í Bandaríkj- unum og kom þar fram, að 24% drengjanna höfðu hnupl- að úr búðum, 54% svindlað á prófum eða í heimaverkefnum, 5% mætt með byssu í skóla og 17% neytt eiturlyíja síðasta árið. í hópnum voru 1.056 skátar. Frankfurt. Reuter. ÞÝSKI fasteignajöfurinn Júrgen Schneider var handtekinn á Miami í Florida í fýrradag en hans hefur verið leitað víða um heim síðan í apríl á síðasta ári. Lét hann sig þá hverfa frá gjaldþrota fyrirtæki sínu og skuldum upp á nærri 230 milljarða ísl. kr. Verður Schneider framseldur til Þýskalands en mála- reksturinn í kringum það getur þó tekið hálft ár eða meira. Schneider var með afar um- fangsmikinn fasteignarekstur í Þýskalandi, þar á meðal sumar glæsilegustu verslunar- og skrif- stofuhallimar, og hann var frægur fyrir að hafa hresst upp á miðbæ margra borga með fallegum bygg- ingum. Hélt hann sig lítt í sviðsljós- inu en krafðist þess ávallt að vera ávarpaður „doktor Schneider". Aður en hann sneri sér að fast- eignarekstri var hann múrari. Að sögn lögreglunnar tókst að hafa uppi á Schneider með því að elta sendiboða hans eða aðstoðar- mann, ítala að nafni Luigi Poletti. Fóru þeir saman að versla og þeg- ar Poletti brá sér inn í banka gekk þýskur lögreglumaður að Schneid- er þar sem hann beið í bílnum og bað hann um að sýna skilríki. Hann viðurkenndi strax hver hann væri og var hann þá tekinn í vörslu FBI-manna. Kona hans, Claudia, var handtekinn skömmu síðar í blokkaríbúð við ströndina en talið er, að þau hafi verið þar síðustu átta mánuði og í Bandaríkjunum í meira en'eitt ár. Sögur gengu hins vegar um, að væri í Iran, um borð í skemmtisnekkju á Persaflóa eða jafnvel látinn. Reiði í garð bankanna Ekkert hafði heyrst frá Schneid- er fyrr en nú í vikunni þegar frá honum barst segulbandsspóla, sem Ieikið var af í þýsku sjónvarpi, en þar bað hann um að fá að snúa aftur til fjölskyldu sinnar án þess að vera ákærður. Skammaði hann einnig Deutsche Bank, sem hann kenndi um gjaldþrotið með því að hafa neitað að semja um skuldirn- ar. Deutsche Bank hafði lánað Schneider 54 milljarða ísl. kr. Þýskir bankar þykja stífir og nákvæmir gagnvart almennum viðskiptavinum sínum og því hefur það vakið mikla reiði í Þýskalandi hve Deutsche Bank og aðrir bank- ar hafa reynst kærulausir í útlán- um sínum til manna á borð við Schneider. Hilmar Kopper, aðal- framkvæmdastjóri Deutsche Bank, bætti svo ekki um betur með yfir- lýsingu, sem var fremur beint til hluthafanna en viðskiptavinanna. Þar kallaði hann þau hundruð millj- óna kr., sem margir smáatvinnu- rekendur hefðu tapa á gjaldþroti Schneiders, „hreinustu smámuni“. Spellvirkin í Reykjavíkurhöfn og í hvalstöðinni Hvalfirði fyrir níu árum Annar mannanna bíður dóms í Bandaríkjunum Boston. Morjjunbladið. BANDARIKJAMAÐURINN Rodney Coronado.sem fyrir níu árum sökkti tveimur hvalbátum í Reykjavíkur- höfn við annan mann, bíður nú dóms vegna ásakana um íkveikju, kúgun og að hafa haft þýfi undir höndum. Hann er sakaður um aðild að skemmdarverkum á rannsóknarstofu í ríkisháskóla Michigan og gæti átt yfír höfði sér nokkurra mánaða til nokkurra ára fangelsi. Mál Coronados er tilefni greinar í nýjasta tölublaði tímaritsins Rollings Stone. Þar er látið að því liggja að hann sé saklaus af ákærunum og hafí gerst sekur um það eitt að mæla verkum samtakanna bót, án þess að taka þátt í þeim, og senda pakka í hraðpósti. Árásin á rannsóknarstofuna í Mic- higan var gerð í febrúar 1992. Þar var verið að vinna rannsóknir á mink- um, sem meðal annars voru fjár- magnaðar af minkabændum. Til- gangurinn með skemmdarverkunum var að vekja athygli á illri meðferð á loðdýrum. Niðurstöður 32 ára rannsókna voru eyðilagðar og b'rotist inn í minkakofa og 350 minkum sleppt. Tjónið var metið á 70 til 125 þúsund dollara. Þetta var fimmta árás samtak- anna á minkarannsóknarstofu á tveimur árum og samtals var tjónið, sem valdið hafði verið, metið á rúm- lega tvær milljónir dollara. Spellvirkjarnir hurfu sporlaust, en það var tilkynning frá hinum svoköll- uðu Dýrafrelsunarsamtökum (Ani- mal Liberation Front), þar sem lýst var yfir ábyrgð á verknaðinum, sem kom yfirvöldum á spor Coronados. Coronado var um þessar mundir framarlega í baráttunni gegn mis- notkun dýra í pelsiðnaði og meðal annars hafði myndefni, sem hann aflaði á laun, verið notað í sjónvarps- fréttskýringaþættinum 60 Minutes í desember árið 1991. í grein Dennes Kuipers í Rolling Stone segir að samtök loðdýrarækt- enda hafi í október 1991 lofað 35 þúsund dollurum fyrir upplýsingar, sem leiddu til handtöku þeirra, sem stæðu að baki skemmdarverkunum. Hélt að ætti að drepa sig Coronado og félögum fannst sem sett hefði verið fé til höfuðs þeim og ákváðu að Iáta lítið fyrir sér fara um sinn. Þegar her lögreglumanna réðst með alvæpni inn í kofa, sem hann hafði skömmu áður dvalið í, var hann þess fullviss að tilgangurinn hefði verið að drepa sig. Að sögn Rolling Stone fór hann í felur. Coronado er af indíánaættum og ákvað hann að leita uppruna síns. í júlí 1993 var lögð fram kæra á hendur honum vegna skemmdar- verkanna í Michigan. Hann náðist hins vegar ekki fyrr en í september 1994. Þá var hann kominn til Ariz- ona, gekk undir nafninu Martin Ru- bio og var orðinn aðstoðarmaður höfðingja í ættbálki yaqui-indíána. Ákæran var byggð á sendingu til sjálfboðaliða dýravemdunarsamtak- anna PETA (People for the Ethiea! Treatment of Animals) með gögnum frá tilraunastofunni, sem var eyði- lögð. Sendingin var rakin til Corona- dos, sem viðurkennir nú að hafa sent hana. Hann kvaðst hins vegar aðeins einu sinni hafa unnið skemmdarverk fyrir ALF. Það hafði verið í Vancou- ver í Canada árið 1987 þegar hann og David Howitt, sem árið áður hafði verið með honum á íslandi til að sökkva hvalbátunum, unnu skemmd- ir á pelsaverslunum þar í borg. Cor- onado var þá handtekinn, en látinn laus gegn tíu þúsund dollara trygg- ingu og hljópst á brott. Því er lýst í greininni þegar hval- bátunum var sökkt og skemmdar- verk voru unnin á hvalstöðinni í Hvalfirði og því bætt við að „á þess- um tíma stunduðu íslendingar hval- veiðar í beinni andstöðu við alþjóð- legt bann við hvalveiðum“. Coronado lýsir aðgerðum sínum á íslandi í bókinni „Eco-Warriors“ eft- ir Rik Scarce, sem kom út fyrir nokkrum árum, og segir þar meðal annars að sú staðreynd, að íslending- ar hafí aldrei krafist framsals síns, beri því vitni að þeir hafí vitað upp á sig skömmina. Spurning er hvort íslensk yfirvöld sjái ástæðu til þess að taka málið upp nú, þegar Coronado á yfir höfði sér dóm í Bandaríkjunum. Látinn laus gegn tryggingu Coronado var látinn laus skömmu fyrir síðustu jól en að þessu sinni var tryggingin ívið hærri: 650 þús- und dollarar. Hann sneri aftur til Arizona og verður að halda sig í lög- sagnarumdæmi yaqui-ættbálksins í Pima-héraði. Hann hefur að sögn Rolling Stone gert samkomulag við ákæruvaldið til þess að halda kostn- aði við lögfræðinga í lágmarki og sér fram á að verða sendur í fangelsi vegna þess að hann neitar að bera vitni eða bendla fleiri við málið. Mál Coronados verður tekið fyrir dóm 27. júlí og þá kemur í ljós hversu þung refsing hans verður. Eng’inn vill verja Asahara SHOKO Asahara, leiðtoga japanska sértrúarsafnaðarins Æðsta sannleiks, hefur ekki tekist að fá neinn lögfræðing til að tala máli sínu fyrir dóm- stólum en Asahara er sakaður ' um að fyrirskipað taugagasá- rásina í Tókýó, sem varð 12 manns að bana. Búist er við, að honum verði skipaður verj- andi. „Þetta er ekkert líkt O.J. Simpson-málinu í Banda- ríkjunum. Hér sér undir iljarn- ar á hveijum einasta lögfræð- ingi,“ var haft eftir einum úr stéttinni. Að sögn ætlar Asa- hara að lýsa sig saklausan fyrir rétti og halda því fram, að hann beri enga ábyrgð á gjörðum fylgismanna sinna. Sandskaðar í Kína MIKLIR sandbyljir í Ningxia- héraði í Norður-Kína og í Innri-Mongólíu hafa grandað þúsundum fjár og annars bú- fénaðar og valdið alvarlegum skaða á ræktarlandi og mann- virkjum. Vegir, lestarteinar og um 300 brunnar eru á kafi í sandi og um 700 vindraf- stöðvar eru skemmdar. Á þessum slóðum hafa verið þurrkar í heilt ár. Thatcher sæmd orðu STJÓRNVÖLD í Japan hafa ákveðið að sæma Margaret Thatcher, fyrrverandi forsæt- isráðherra Bretlands, einni æðstu orðu landsins fyrir þátt hennar í góðum samskiptum ríkjanna. Verður orðan, Borði hinna dýru kórónu, afhent Thatcher þegar hún kemur í heimsókn til Japans eftir helg- ina. Thatcher átti á sínum tíma mikinn þátt í aukinni fjárfestingu Japana í Bret- landi. Afsögn í Líbanon RAFIK al-Hariri, forsætisráð- herra Líbanons, sagði af sér í gær, öllum að óvörum. Hann hefur átt í deilu við forseta landsins, Elias Hrawi, vegna þess að seta Hrawis í emb- ætti var framlengd. Byrgi Hitlers innsiglað BORGARRÁÐ Berlínar hefur ákveðið að rústir neðanjarðar- byrgis Adolfs Hitlers í Berlín verði innsiglaðar og byggt á þeim. Græningjar vildu að hægt yrði að sjá inn í það í gegnum glugga en nú hefur verið ákveðið að byggja stjórnsýsluhús ofan á því. Barnaveiki í Ukraínu og Kazakhstan HEILBRIGÐISYFIRVÖLD í Úkraínu og Kazakhstan hafa tilkynnt um alvarleg tilfelli af barnaveiki, en henni hefur nánast verið útrýmt á Vestur- löndum.Þá segir að salmon- ellu- og sárasóttartilfellum hefði fjölgað mjög í Úkraínu. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.