Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 52
MICROSOFT. einar ). WINDOWS. SKÚLASONHF MORGUNBLAÐIB, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Skip leigð til Vestfjarða eða útlanda vegna verkfalls Félög sjómanna kanna lagaúrræði STETTARFÉLOG sjómanna, sem boðað hafa verkfall í næstu viku, hafa óskað álita lögfræðinga sinna á því hvort það standist lög að ís- lensk skip séu leigð erlendum aðilum eða fyrirtækjum á Vestíjörðum til að komast hjá stöðvun vegna verk- falls. Sjávarútvegsráðherra segir ljóst að skip missi veiðirétt í ís- lenskri lögsögu meðan þau eru í leigu erlendra aðila og veiði skipin úr umdeildum stofnum missi þau rétt til að landa hérlendis. Formaður LÍÚ segir geminga útgerðanna enduróma óánægju sjómanna með boðað verkfall. Formaður Alþýðu- sambands Vestfjarða segir að hann reikni með að sjómannafélögin þar boði til samúðarvinnustöðvunar og reyni að stöðva afgreiðslu og landan- ir skipa, ef útgerðir þeirra komi sér undan löglegri vinnustöðvun með þessum hætti. Samheiji hf. á Akureyri hefur leigt frystitogarann Baldvin Þor- steinsson EA færeyska hlutafélag- inu Framheija og Sjólaskip hf. leigt skip sitt Harald Kristjánsson hluta- Samúdarvinnu- stöðvun sjómanna á Vestfjörðum félaginu Eyvör í Hnífsdal. Útflutn- ingsverðmæti upp á 160 milljónir á dag gætu tapast verði af boðaðri vinnustöðvun sjómanna. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fískimannasam- bandsins, segist telja að bæði áhafn- ir og útgerðir viðkomandi skipa bijóti gegn vinnulöggjöfinni og Sjó- mannasamtökin hafi óskað aðstoðar ASÍ í málinu. Guðjón segir þetta ekki hafa áhrif á stöðu í kjaradeilum sjómanna fyrr en verkfall komi til framkvæmda. Skrípaleikur Pétur Sigurðsson, formaður Al- þýðusambands Vestijarða, kallar leigu skipa, til að forðast áhrif verk- falls, skrípaleik. „Ég gef mér að hér á Vestfjörðum verði samúðarvinnu- stöðvun, enda er þetta hættulegt fordæmi. Ef vinnuveitendur komast upp með að brjóta á bak aftur lög- lega vinnustöðvun í einni starfs- grein, geta þeir eins gert það í öðr- um. Menn munu reyna að stöðva löndun og afgreiðslu þessara skipa, ef þau koma hingað til hafnar." Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að veiði leiguskip úr stofnum sem ágreiningur er um skiptingu á fái þau ekki leyfí til að landa hér. Þetta gæti átt við um norsk-íslenska síldarstofninn í Síld- arsmugunni og karfa, þó ekki út- hafskarfa á Reykjaneshrygg, ekki rækju á Flæmska hattinum og ekki þorsk í Smugunni. Ósammála um líkur á lausn Guðjón A. Kristjánsson segir að hægt eigi að vera að leysa kjaradeil- una áður en til verkfalls komi. Krist- ján Ragnarsson segir að viðræðum miði seint og hann sjái ekkert sem geti komið í veg fyrir verkfall í næstu viku. ■ Sjómannadeilan/4 Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson * Islendingar byggja í Þýskalandi ÍSLENSKIR trésmiðir, sem vinna í Þýskalandi á vegum Gers Gmb H. slógu ekki af við vinnuna þegar ljósmyndara bar að garði fyrir skemmstu. Armannsfell og íslenskir aðalverktakar standa að fyrirtækinu og segir Ármann Orn Armannsson framkvæmda- stjóri að hafist hafi verið handa við byggingu tveggja tíu íbúða húsa með bílageymslum um 20 km fyrir norðan Stuttgart í Þýskalandi í lok mars. Fimmtán íslendingar og þýskir starfs- menn vinni við framkvæmdirnar og gangi þær samkvæmt áætlun. Stefnt er að því að húsin verði tilbúin í byijun október en fyrir- tækið hefur þegar reist og selt eitt 4 íbúða hús í Þýskalandi. Morgunblaðið/Júlíus MIKINN reyk lagði úr geymslugangi fjölbýlishúss við Seilugranda í gærkvöldi og upp um allan stigagang hússins. Mikið tjón vegna reyks í fjölbýlishúsi Kveikt í fatahrúgu á geymslugangi MIKLAR skemmdir urðu af sóti og reyk á stigagangi og geymslum í fjölbýlishúsi við Seilugranda í Reykjavík í gærkvöldi. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í fatahrúgu á geymslugangi hússins samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykja- vík. Rannsóknarlögregla ríkisins tók þegar við rannsókn málsins. Svartan reyk lagði upp um allan 'ltigagang hússins en náði aðeins lít- •^^kega. inn í 15 íbúðir þess um loft- ræstistokka. íbúa hússins sakaði ekki, svo vitað sé. Úr Grafarvogi á Grandana Tveir bílar slökkviliðsins voru í útkalli vegna sinubruna í austasta bæjarhluta borgarinnar við Hest- hamra í Grafarvogi þegar bruninn í - vestasta hluta bæjarins var tilkynnt- ur. Aðalvarðstjóri Slökkviliðsins i Reykjavík sagði í samtali við Morg- unblaðið að illa hafi staðið á og æði langt að fara milli bæjarhluta. Þó hafi farið betur en á horfðist og slökkviliðinu tekist að ráða niðurlög- um eldsins og reykræsta áður en sótsvartur reykur náði að einhveiju marki inn í íbúðir fólks. Sinueldur á þremur stöðum Auk sinubruna í Grafarvoginum var kveikt í sinu í Fossvogi og á báðum stöðum brann stórt svæði gróins lands. Loks kom upp sinueld- ur á allstóru svæði mosagróins lands í nágrenni Vífilsstaða. Um tíma var óttast að mikinn reyk legði inn á Vífilsstaðaspítala en sá ótti var að mestu ástæðulaus. Loka þarf 4 af 8 almennum geðdeildum Landspítala Læknar segja stefna í ófremdarástand LOKANIR sem verða á geðdeild Landspítalans í sumar vegna spam- aðar í heilbrigðiskerfmu og hefjast 1. júní munu leiða til ófremdar- ástands, að mati yfirlækna geðdeild- arinnar. Þeir telja lokunina gjörsam- lega óábyrga, en aldrei áður hefur þurft að skerða starfsemi geðdeildar spítalans neitt í líkingu við það sem verður í sumar, að sögn Lárusar Helgasonar, yfirlæknis. Hann segir að auk þessa sé nú ríkari áhersla en áður lögð á að spara ráðningar til sumarafleysinga. Loka þarf fjórum af átta almenn- um geðdeildum spítalans og verður lokupunum dreift á tvö sex vikna tímabil, þannig að á hvoru tímabili verða tvær deildir lokaðar. Um er að ræða tvær móttökudeildir og tvær eftirmeðferðardeildir. Þá verð- ur báðum deildum fyrir áfengis- sjúklinga lokað á sama hátt sex vik- ur hvorri í senn, og einnig verður um lokun á barnageðdeild að ræða þótt í minna mæli verði. Deildirnar ætíð yfirfullar Að sögn Lárusar Helgasonar eru allar umræddar geðdeildir ætíð yfir- fullar og því er starfsfólkinu áhyggjuefni hvernig fer þegar til lokananna kemur. Hann segir að hvert pláss á geðdeild Landspítalans sé nú setið, og uppgjör fyrir síðasta ár hafí sýnt að á móttökudeildum hafi allt árið verið að meðaltali tveir sjúklingar umfram það sem deildun- um er ætlað að geta tekið við. Ofan á það ofurálag sem hafi verið fyrir eigi því að skerða starf- semina verulega í tólf vikur, og telji sérfræðingar geðdeildarinnar úti- lokað að þeir geti starfað við þessar aðstæður þannig að ábyrgt megi teljast. Óábyrgar aðgerðir „Við teljum þetta gjörsamlega óábyrgar aðgerðir og þetta leiðir aðeins til þess að við verðum að taka inn mun veikara fólk. Undir venjulegum kringumstæðum þýðir það lengri dvöl sjúklinganna, en nú neyðumst við hins vegar til að út- skrifa þá fyrr. Annað sem undir- strikar ábyrgðarleysi þessarar gjörðar er að eftirmeðferðardeildir verða líka lokaðar. Þannig verðum við að loka deildum þar sem fram- haldsmeðferð fer fram á einstak- lingum, sem mikið er í húfí að fái sem bestan og skjótastan árangur til þess að koma í veg fyrir alvar- legri skerðingar. Við sjáum því ekki fram á annað en einhveija vitleysu, sem svo auð- vitað mæðir fyrst og fremst á sjúk- lingum og aðstandendum þeirra. Það er jafnframt líklegt, þótt ég vilji ekkert fullyrða um það, að þetta muni leiða til aukinna sjálfsvíga, því þegar sjúklingar koma til okkar í örvæntingu þá verðum við oft að segja þeim að ekkert pláss sé fyrir þá. Það má alltaf deila um hvar á að loka í heilbrigðiskerfmu, en þessi gjörningur verður gjörsamlega á ábyrgð stjórnmálamanna, því þetta er þeirra ákvörðun," sagði Lárus. 200 þúsund tonn af þorski eftir 3 ár SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA telur mögulegt að setja það mark- mið að auka aflaheimildir í þorski upp í 200 þúsund tonn innan þriggja ára. Þorsteinn Pálsson sagði á aðal- fundi Félags rækju- og hörpu- diskframleiðenda í gær að þó árangur erfiðra aðgerða til að vernda þorskstofninn sé að byija að koma fram sé ekki skynsam- legt að fara of geyst í að auka veiðiheimildir. Hins vegar ætti að vera hægt að setja það mark- mið að auka aflaheimildir upp í 200 þúsund tonn innan þriggja ára. Vegna samhengis í lífríki náttúrunnar gæti uppbygging þorskstofnsins bitnað á rækju- veiðunum. ■ Stefnt að aukningu/18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.