Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐfÐ HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. DAUÐATAFLIÐ „Fyndin og kraftmikil mynd...dálltið djörf... heit og siímug eins og nýfaett barn" ÓHT. Rás 2 6 Óskarsverðlaun Tom Hanks er FORREST # IWT )( HM tilboð 2 fyrir 1 *(*»«? s i tftv FJÖtSKYLDA líka dbor Sýnd kl. 6.30 og 9.15. Allra síðustu svninqar NELL Sýnd kl. 11.10. Allra síðustu svninqar höfuð uppúr v ORÐLAUS I HM tilboð 2 fyrir 1 LÍPíIEHAIIUíJj ZONE Ein stórkostlega geimævintyramynd allra tima sem hefur slegið öll aðsóknarmet í Bandaríkjunum og fengið afbragðs aðsókn um allan heim. Frábær spennumynd með stórkostlegum tæknibrellum. Sýnd kl. 3, 5.30, 9 og 11.15. Sýnd kl. 9. Allra síoustu sýningar HM tilboð 2 fyrir 1 ^ NELL ér einnig ‘til f sem úrvalsbók Sýnd kl. 3, 5 og 7. Allra síðustu sýnmgar Sjáid R0B R0Y í Sjónvarpinu í kvöld kl. 19.55 SKOSKI söngvarinn Donovan Leitch var að mörgu leyti holdgervingur hippa- draumsins um fegurra mannlíf og frið og vann hug og hjörtu fólks með lögum um kærleika og fegurð. Þó hipparnir séu nú löngu horfnir á bak við bindi og bumbur hefur Donovan haldið sínu striki eins og sannaðist í Þjóðleikhús- kjallaranum 8. október sl., og sjónvarpsáhorfendur fá að sjá, en í þætti Hrafns segir hann einnig af æviferli sínum og dregur ekk- ert undan. Hreifst af blús og þjóðlagatónlist Donovan Leitch varð 49 ára 10. maí síðastliðinn, en hann er fæddur í Glasgow árið 1946. Þar ólst hann upp til tíu ára aldurs að hann fluttist með fjölskyldu íinni til Lundúna. Hann hreifst snemma af bandarískum blús og þjóðlagatónlist og náði ungur prýðis tökum á gítarnum. Fram- an af söng hann annarra manna tónlist, en segir að vendipunkt- urinn hafi verið þegar hann heyrði í Woody Guthrie í fyrsta sinn og eftir það varð ekki aftur snúið; tónlistin átti hug hans allan. Síðar komu til sögunnar tónlistarmenn eins og Pete Seeger, Joan Baez og Bob Dylan og í kjölfarið segist hann hafa uppgötvað breska þjóðlagahefð, sem hann átti eftir að sækja Eóikið í. Átján ára var hann farinn að taka upp eigin lög. Framleiðendur sjón- varpsþáttarins Ready Steady Go komust yfir prufuupptökur og hann varð fastagestur í þátt- unum og vakti mikla athygli fyrir lipran gít- arleik og einlægan söng. Fyrsta smáskíf- an, Catch the Wind, kom út 1965 og náði inn á vin- sældalista í Bretlandi og í kjölfar- ið fylgdu fleiri, en því var hampað að hann væri breskur Dylan. Um miðjan sjöunda áratuginn var hippahreyfingin í blóma vest- an hafs og austan og Donovan varð einn helstur spámaður þeirr- ar hreyfingar ástar og friðar, sér- staklega eftir að hann kom fram á Newport-þjóðlagahátíðinni, en Eðlislæg einlægni í heimsókn skoska söngvarans Donovans hingað til lands í lok síðasta árs kvikmyndaði Hrafn Gunnlaugsson tónleika hans og spurði spjörunum úr, Þátturinn verður fiuttur í Sjón- varpinu í næstu viku. Morgunblaðið/Árni Sæberg Donovan Leitch á íslandi. á sömu hátíð gerði Bob Dylan allt vitlaust með því að koma fram með rokksveit. Órafmagnað þjóðlagapopp Donovans vék smám saman fyrir sýrupoppi í takt við breyttan tíðaranda; lág- stemmdu gítarpoppi með hálfsúrrealískum textum skreytt með fiðlum, sítar, sellóum, flautum og hörpu. Lögin Sunshine Superman og Mellow Yellow voru al- mennt talin óður tii vímu- efnaneyslu; það fyrrnefnda til kannabisreykinga, en í kjölfar vinsælda þess siðar- nefnda varð vinsælt um allan heim að reykja þurrkað ban- anahýði. í viðtali við Morgun- blaðið á síðasta ári sagði Donovan reyndar að þessi ár, frá 1965 til 67, hefðu verið Um miðjan sjöunda áratuginn var hippahreyfingin í blóma vestan hafs og austan og Donovan varð einn helstur spámaður þeirrar hreyfingar ástar og friðar, sérstaklega eftir að hann kom fram á Newport-þjóðlagahátíðinni, en á sömu hátíð gerði Bob Dylan allt vitlaust með því að koma fram með rokksveit dásamlegur tími, uppfullur með ást og manngæsku, en eftir það hafi sterkari fíkniefni komið til sögunnar, amfetamín og heróín, og hann hafi horft upp á marga góða vini fara illa á slíkri neyslu. Vímuefnunum afneitað Donovan fór álíka leið og Bítl- arnir, lagðist í indverska lífsspeki og íhugun, sem hann lærði hjá Maharishi Mahesh Yogi á Ind- landi 1967. í kjölfarið afneitaði hann allri vímuefnaneyslu og lagði áherslu á að vímuna ættu menn að / finna hið innra. Há- punktur heirrar iðju, og einn eftir- minnilegásti minjagripur hippa- tímans, ér tvöföld breiðskífa hans, Gjöf frá blómi til garðs, A Gift from á Flower to a Garden, flúruð og skrautleg með uppskrúfaða texta, sem þó voru gegnsýrðir einlægni. í kjölfarið sigldu vinsæl lög eins og Jennifer Juniper og Hurdy Gurdy Man, en áheyrend- urnir héldu aðra leið og yfirgáfu hann í hópum fyrir að vera gamal- dags og barnalegur og eftir 1970 var plötusala hans orðin nánast engin og tónleikaferð sem hann fór ári síðar var gersamlega mis- heppnuð. Við þær hremmingar dró hann sig í hlé og settist að á írlandi um hríð. Ekki lagði hann tónlistina á hilluna, því 1972 var hann aftur kominn á stúfana, nú farinn að semja kvikmyndatónlist, og samdi tónlist við franska kvik- mynd og lék að auki eitt aðalhlut- verkanna. Fleiri kvikmyndir fylgdu í kjölfarið og einnig sendi hann frá sér ljóðabók. Árið 1974 tók hann aftur upp þráðinn í tón- leikahaldi, hefur ekki unnt sér mikillar hvíldar síðan og tekið að auki upp breiðskífur öðru hvoru, þó ekki hafi mikið farið fyrir þeim í poppheiminum. Donovan átti þó alltaf sína aðdáendur eins og sannaðist á viðtökum þegar hann kom fram á Amnesty-tónleikum í Lundúnum 1982. Ári síðar samdi hann rokksöngleik sem náði hylli víða og síðar skrifaði hann hand- rit að sjónvarpsþáttaröð sem gekk vel. Áhugi vaknar á ný í upphafi tíunda áratugarins kviknaði áhugi á Donovan að nýju, meðal annars vegna áhuga breskra danssveita á hippatíman- um, og Manchester-hljómsveitin Happy Mondays, sem þá var gríð- arvinsæl, samdi meira að segja lag um hann og hann fór með sveitinni í tónleikaferð um Banda- ríkin. í kjölfarið kviknaði áhugi á að gefa út að nýju gömlu plöturn- ar, en undirbúningur á þeirri út- gáfu hefur tekið nokkurn tíma, því þær eru margar og ekki alltaf teknar upp við bestu aðstæður. í heimsókninni hingað sagði Dono- van reyndar að það hefði komið sér á óvart hve góðar margar plöt- urnar voru, og þá ekki síst hve hann hefði verið lipur á gitarinn sem ungur maður. Fyrir skemmstu kom svo út ný skífa með Donovan og hefur verið prýðilega tekið, aukinheldur sem hann er að leggja síðustu hönd á sögu áranna þijátíu síðan .fyrsta breiðskífan kom út, bók sem hann segist hafa verið „eilífð“ að skrifa. Eins og áður segir kvikmynd- aði Hrafn Gunnlaugsson tónleika Donovans í Þjóðleikhússkjallaran- um síðasta haust og líka langt og ítarlegt viðtal við hann í Laugarnesinu, þar sem Donovan segir frá af eðlislægri éinlægni, en þátturinn er á dagskrá næst- komandi miðvikudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.