Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þórshafnarbúar að drukkna í fiski Þórshöfn. Morgunblaðið HJÁ Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. er allt á fullri keyrslu þessa dagana, en mjög góður afli hefur verið bæði hjá trillum og stærri bátum. Margir krókaleyfisbátar leggja upp hjá Hraðfrystistöðinni og hafa þeir komist upp í að landa tvisvar á dag. Gunnlaugur Karl Hreinsson framleiðslustjóri hjá HÞ segir að milli fimmtán og tuttugu aðkomu- bátar leggi upp hjá HÞ og eru þeir flestir krókaleyfisbátar á línu. Þessi mikli þorskafli sem berst nú á land þýðir mikla vinnu þjá fiskverkafólki og er vinnutími í Hraðfrystistöðinni um þessar mundir frá sex eða sjö á morgn- ana til miðnættis. Að sögn Gunnlaugs er ekki nógu margt starfsfólk til þess að vinna á tvískiptum vöktum en flestir sem tök hafa á hafa drifið sig í fiskvinnu til þess að bjarga verðmætum. Innan tíðar kemur Landa tvisvar ádag skólafólk til vinnu og leysir það vandann að einhverju leyti. Auk þorskaflans er unninn út- hafskarfi og er keyrt á tveimur flæðilínum í húsinu núna. Hrað- frystistöðin hefur gert samning við þrjá færeyska togara um veið- ar á úthafskarfa sem seldur er á Ameríkumarkað. Samstarfsaðilar HÞ eru Tangi hf. á Vopnafirði, Jökuli hf. á Raufarhöfn og Goða- borg á Fáskrúðsfirði. Togararnir munu landa á einhverjum þessara Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir staða eftir því sem hentar hvert sinn og verður fiskinum ekið á milli. I fyrstu iönduðu togararnir í Vestmannaeyjum og var aflinn fluttur til Þórshafnar einu sinni í viku með Eimskipum hf. en nú- verandi fyrirkomulag þykir hent- ugra. Áframhald verður á þessu samstarfi í allt sumar, segir Gunn- laugur Karl og hefur HÞ nú tekið á móti tæpum 300 tonnum af út- hafskarfa á rúmum mánuði. Kraftur í atvinnulífinu í loðnuverksmiðjunni er keyrt á fullum afköstum við síldar- bræðslu allan sólarhringinn. Búið er að bræða tæplega 10.000 tonn af síld en seinna í þessum mánuði er til athugunar að vinna síld til manneldis á Evrópumark- að. Hjól atvinnulífsins snúast hratt hér á Þórshöfn þetta vorið og kraftur einkennir atvinnulíf- ið. Aðstoðarbankastj óri Landsbanka Vextímir hafa náð hámarki LANDSBANKINN og Sparisjóð- imir hækkuðu í gær inn- og út- lánsvexti sína og hafa nálgast vexti Búnaðarbanka og íslands- banka. Brynjólfur Helgason, að- stoðarbankastjóri Landsbankans, sagði að bankinn hefði beðið í lengstu lög með að hækka vexti en ekki talið fært að bíða lengur. „Við vorum framan af að bíða eftir áhrifum kjarasamninga og ríkisstjórnarskipta en áhrif þess- ara þátta hafa verið lítil. Verð- bólga lækkaði til að mynda í stað þess að hækka eins og spáð hafði verið,“ sagði hann. Brynjólfur segir það ráðast af markaðsaðstæðum hvort vextir lækki aftur. „Við vonum að þetta verði ekki til langframa en það er háð ýmsum atriðum á markað- inum. Það má þó vekja athygli á því að skammtímavextir em á nið- urleið erlendis og það bendir til þess að vextir séu komnir í há- mark hér á landi. Okkar staða í bankanum gefur til kynna að vext- irnir hafí náð hámarki og muni a.m.k. ekki hækka meira í bráð,“ sagði hann. Inn- og útlánsvextir hækka Landsbankinn hækkaði kjör- vexti á almennum skuldabréfalán- um um 1%, úr 7,5% í 8,5%, og eru hæstu skuldabréfavextir bankans nú 13,25%. Sparisjóðirnir hækk- uðu kjörvexti sína á almennum skuldabréfalánum úr 7,75% í 8,25% og hækkuðu hæstu vextir úr 12,60% í 13%. Aðrir útlánsvext- ir hækkuðu minna. Innlánsvextir hækkuðu lítillega hjá bankastofnunum og em vextir á almennum sparisjóðsbókum nú hæstir hjá Sparisjóðunum eða 0,7%, næsthæstir í Landsbankan- um en lægstir í hinum bönkunum. Ástarlíf stöðvaði ferð Grímsey. Morgnnblaðið. ÓVENJULEG hindmn varð á vegi Einars Þorgeirssonar í Mið- görðum í Grímsey einn morgun- inn í vikunni þegar hann ók frá heimili sínu í verslunina á staðn- um. Á veginum neðan Sveinsstaða er stór drullupollur og kom hann þar auga á fugla. Stöðvaði hann bifreið sína þar sem fuglarnir sýndu ekki á sér neitt fararsnið. Þegar Einar fór að gá hveiju það sætti að fuglarnir skyldu ekki fljúga upp við hávaðann í bílnum, sem er hljóðkútslaus og því nokk- uð hávær, sá hann að tjaldarnir tveir í pollinum voru að njóta unaðssemda ástarlífsins og skeyttu engu um umhverfi sitt. Beið Einar, dijúga stund við pollinn áður en hann komst leiðar sinnar. Ríkisstjórnin samþykkir áætlun Seðlabanka um að draga úr verðtryggingu Lágmarkstímí verðtryggðra skuldabréfa verði sjö ár RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær, að tillögu Finns Ingólfssonar, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, áætlun Seðlabankans um að draga úr notkun verðtryggingar. Finnur óskaði eftir því við Seðla- bankann að hann legði fram tillögur um leiðir til að draga úr verðtrygg- ingu í áfóngum. Tillögur bankans voru Iagðar fram óbreyttar við ríkis- stjórnina og samþykkti hún að fela Seðlabankanum að framkvæma þær í samvinnu við viðskiptabanka og SAMKEPPNISYFIRVÖLD hafa frestað því að taka afstöðu til kaupa Olíufélagsins hf. (Esso) og Texaco á hlut í Olíuverzlun íslands (Olís) og fyrirhugaðrar stofnunar sameiginlegs dreifíngarfyrirtækis féjaganna. Ástæðan er að sögn Georgs Ólafsson- ar, forstjóra Samkeppnisstofnunar, að dregizt hefur að ganga frá form- legum samningum félaganna og hafa samkeppnisyfirvöld ekki fengið næg- ar upplýsingar. Kaupin á Olís og áform um að stofna dreifingarfyrirtæki eru til með- ferðar hjá Samkeppnisstofnun vegna lagaákvæða um að ógilda megi samn- inga, stuðli samruni fyrirtækja að markaðsráðandi aðstöðu þeirra eða hafí slæm áhrif á samkeppni. Samkvæmt samkeppnislögum verða samkeppnisyfirvöld að taka ákvörðun um ógildingu í málum eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að þeim varð kunnugt um samruna eða yfirtöku fyrirtækja. Samkeppnisstofnun óskaði bréf- aðrar bankastofnanir, þannig að breytingamar valdi sem minnstri röskun á fjármálamarkaði. Óverðtryggð ríkisbréf Að sögn Finns mun ríkissjóður á þessu ári reyna að leggja aukna áherslu á að bjóða óverðtryggð rík- isbréf og lengja smám saman bindi- tíma þeirra. Síðan verði reynt að hætta að tengja bréfín SDR og’ECU- vísitölu. í upphafi næsta árs er gert ráð fyrir lágmarkslánstími verð- lega eftir upplýsingum frá Olíufélag- inu; afriti af öllum skriflegum samn- ingum og upplýsingum um óformlega samninga. Hinn 26. apríl, rúmum mánuði eftir að skýrt var frá að kaupin hefðu átt sér stað, kom svar frá Olíufélaginu, þar sem fram kom að öll undirbúningsvinna væri skammt á veg komin og fylgdu ekki afritaf neinum samningum. I bréfínu kom fram að það væri skilyrði af hálfu Olíufélagsins fyrir kaupum þess í Olís að samstarf tækist með tryggðra skuldabréfa verði lengdur úr tveimur árum í þijú. Samkvæmt tillögunum verður lág- marksbinditími verðtryggðra inn- stæðna hækkaður úr einu ári í þijú ár 1. janúar 1998 og á sama tíma verði lágmarkslánstími verðtryggðra skuldabréfa lengdur úr þremur árum í fímm ár. 1. janúar árið 2000 verði verðtrygging innstæðna óheimil en lágmarkstími verðtryggðra skulda- bréfa hækkaður úr fímm í sjö ár. Finnur segir að ástæða þess að félögunum í innflutningi og dreifingu og að næststærsti hluthafínn í Olís, Hydro Texaco, samþykkti þetta sam- komulag. Síðastliðinn fímmtudag var sam- þykkt bókun á fundi samkeppnis- ráðs, þar sem fram kemur að það hafí ekki verið fyrr en 17. maí sem samkeppnisyfirvöld fengu upplýs- ingar um að Olíufélagið hefði end- anlega gengið frá kaupum á hlut Sunda hf. í Olís. Ekki var gengið formlega frá kaupsamningi fyrr en þetta sé lagt fram nú sé sú að ríkis- stjómin hafi trú á því sem hún sé að gera og þeim stöðugleika sem sé að myndast í þjóðfélaginu. Hún telji að hægt sé að stíga þessi skref vegna þess að stöðugleikinn sé tryggður til frambúðar. „Ríkisstjómin telur þó mikilvægt að stíga þetta í ákveðnum en öruggum skrefum á nokkuð löng- um tíma þannig að þessi breyting hafí sem allra minnsta röskun í för með sér á fjármálamarkaði," sagði Finnur Ingólfsson. 12. maí, samkvæmt úpplýsingum Morgunblaðsins. Að sögn Georgs Ólafssonar telja samkeppnisyfirvöld að tveggja mán- aða frestur þeirra til að taka afstöðu til kaupanna sé þvi frá og með 17. maí. Georg segir að málið verði ekki afgreitt fyrr en afrit allra samninga, sem tengjast kaupunum, liggi fyrir. Þar sé átt við kaupsamningana sjálfa, stofnsamninga og samþykktir fyrir- hugaðs dreifingarfyrirtækis, hlut- hafasamninga í Olís og aðra samn- inga sem tengist kaupunum. Samkeppnisráð hefur beint þeim fyrirmælum til Olíufélagsins, Olís, Hydro Texaco og Sunda, að fá allar upplýsingar og samninga innan fjög- urra vikna. Verði samningamir ekki' að fullu frágengnir á þeim tíma, er þess krafízt að fá drög að þeim til athugunar. Vísað er til ákvæða sam- keppnislaga um að samkeppnisyfír- völd geti krafízt allra upplýsinga af fyrirtækjum. Sleipnir felldi miðlunartillögu Verkfall boðað að- faranótt mánudags VERKFALL langferðabílstjóra í Bifreiðastjórafélaginu Sleipni hefst á miðnætti aðfaranótt næstkom- andi mánudags, takist ekki sam- komulag á samningafundi aðila í kjaradeilu bílstjóra og vinnuveit- enda, sem boðaður er kl. 17 á sunnudag. Verkfallsboðun félagsins hefur nú tekið gildi að nýju eftir að yfírgnæfandi meirihluti félags- manna felldi miðlunartillögu þá, sem Þórir Einarsson ríkissáttasemj- ari lagði fram í deilu Sleipnis við vinnuveitendur. 78% á móti AIls greiddu 115 Sleipnismenn atkvæði. Af þeim höfnuðu 89 miðl- unartillögunni, 23 voru henni hlynntir og þijú atkvæði voru auð eða ógild. Um 78% þeirra, sem greiddu atkvæði, voru þannig á móti tillögunni. Óánægja með launamisrétti Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, sagði að það væri eflaust óánægja með launamisrétti í stétt bifreiðastjóra sem hefði ráðið niður- stöðunni. Hann nefndi sem dæmi að vagnstjórar Strætisvagna Reykjavíkur hefðu hærri laun en Sleipnismenn. „Það boðar til dæmis ekki gott að ætla í uppbyggingu ferðaþjónustu með óánægju laun- þega, sem eiga að vinna við hana,“ sagði hann. Samkeppnisyfirvöld um kaup Qlíufélagsins og Texaco á Olís * Akvörðun var frestað vegna ónógra upplýsinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.