Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 MYRIAM BAT-YOSEF Aö virkja innsæi með teiknun. Fjögurra daga námskeið á Snæfellsnesi. Ferðaþjónusta bænda, sími 562-3640/42/43. FYRIR GARÐA OG SUMARHÚS Girðingarefni • Þakefni Grasfræ • AburÖur • GarÖáhöld MR búðin *Laugavegi 164 Símar: 551 1125 • 552 4355 • Fax: 581 4450 Plasthúsgögn frá Hartman Tréhúsgögn frá HARBO OpMt Laugardag kl. 10-16 Sunnudag kl. 13-15 Visa Euro Raðgreiðslur Allt að 36 mán. SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 562-1780 ORIGINAL 95% bómull, 5% teygja. Teygjanleg bómullarskrefhót með flötum saum. COTTON. 100% bómull. LUXURY. 95% bómull, 5% teygja. MeB blúndu. BRJOSTAHALDARAR - BUXUR - BOLIR Schiesser^ N Æ R F Ö T Það besta næst þér! í ly'mfnii LAUGAVEGI OG KRINGLUNNI m. IDAG SKÁK Umsjön Margcir Pctursson HVITUR leikur og vinnur Staðan kom upp á svæða- móti í Struga í Makedóníu í vor. Alþjóðlegi meistarinn Zelcic (2.500), Króatíu, hafði hvítt og átti leik gegn stórmeistaranum Emir Dizdarevic (2.465) frá Bos- níu. 16. Rxe6! (Svartur má ekki opna skálínu að kóngi sínum. Eftir bæði 16. — dxe6 17. Bb5+ og 16. fxe6 17. Bh5+ tapar hann drottningunni) 16. - Hb8 17. Rxg7+ - Kf8 18. Rf5 - Dxe4 19. Dg3 - Hg8? 20. Da3+! og svartur gafst upp, því mátið blasir við. Á þessu svæða- móti tefldu skákmenn frá Makedóníu, ísrael, Bosníu og Króatíu, allt lönd sem eiga í eijum við ná- grannana. Úrslitin urðu vægast sagt óvænt. Georgíumað- urinn Zurab Azmajparasvíli, að- stoðarmaður Ka- sparovs til margra ára, fékk að taka þátt á mótinu út á það að hafa ásamt húsbónda sínum teflt fyrir skák- félagið Bosna Sarajevo. Afar frjáls- leg túlkun á lögum FIDE það! Hann sigr- aði með Vh v. af 10 mögulegum, 2. Alterman, ísrael 7 v. 3. Kurajica, Bosn- íu 6l/2 v. 4. Smirin, ísrael 5‘/2 v. 5.-7. Dizdarevic, V. Milov, ísrael og Sutovsky, Israel 5 v. o.s.frv. Þrír efstu komust áfram, en Smirin lif- ir í voninni um að kærumál sem hafið er gegn Azmajpa- rasvíli nái fram að ganga. Þar mun væntanlega reyna á nýfengin áhrif Kasparovs í FIDE og hvort Campoman- es, FIDE-forseti, láti þvílík- an fáránleika yfir samtökin ganga. Með morgunkaffinu ÉG veit að þetta er veiðileyfi frá því í fyrra, en ég ætla bara að skjóta það sem ég náði ekki að fella þá. MUNDU að þykjast skemmta þér vel, en gættu þess að skemmta þér ekki. ÞAÐ tók 20 ár að koma ungunum úr hreiðrinu og nú viltu endilega fara í heim- sókn til þeirra. ÉG veit að þetta er vit- laus mánuður, en ég er svo hrifinn af apríl. . VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Ljósmynd tapaðist SVARTHVÍT gömul ljósmynd frá árinu 1963 tapaðist sunnudaginn 14. maí sl., mögulega við Sparisjóðinn í Engihjalla eða í Kolaportinu. Á myndinni sitja þrir ungir drengir á bekk inni í far- þegaskipi. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 43319. Peysufatajakki fannst PEYSUFATAJAKKI fannst fyrir utan verslunina Frímanns við Bæjarhraun 14 í Hafnar- firði laugardaginn 29. apríl sl. Upplýsingar á staðnum. Pennavinir FRÁ Ástralíu skrifar 47 ára karlmaður, þriggja barna faðir, sem er fædd- ur í Litháen en flutti til Ástralíu fyrir 30 árum. Starfar hjá ástralska rík- inu í höfuðborginni Can- berra. Hefur mikinn áhuga á íslandi, einnig tónlist, bókmenntum, sögu og náttúrulífi. Gintautas Kaminsk- as, 37 Barada Crescent, Aranda ACT 2614, Australia. SEXTÁN ára finnsk stúlka með áhuga á knattspyrnu o.fl.: Anna Ábonde, Lingrand 3, 66240 Petalax, Finland. SEXTÁN ára sænsk stúlka með áhuga á ljós- myndun, tónlist, líkams- rækt o.fl.: Helen Holstensson, Gamlarpsv. 5, S-57133 NMssjö, Sweden. INDVERSKUR karlmað- ur sem getur ekki um aldur en hefur eáhuga á frímerkjum, tónlist o.fl.: Ramesh Baid, 203 Kesar Villa, Plot No. 140A, Malviya Road, Vileparle (East), Bombay 400057, India. SAUTJÁN ára japönsk stúlka með áhuga á tón- list og teikningu: Rika Ishii, 1647-6 Matsunome, Aizubange-m, Kawanuma-g, Fukushima, 969-65 Japan. FRÁ Ghana skrifar 28 ára kona með áhuga á ferðalögum, skokki, tón- list og íþróttum: Faustina Arhinful, Box 366, PÐrospect Hill, Cape Coast, Ghana. FJÓRTÁN ára stúlka á Álandseyjum með áhuga á sundi, bókalestri, bréfa- skriftum, dýrum o.fl.: Josefin Wikstrand, Gölby 13, 22150 Jomala, Áland, Finland. LEIÐRÉTT gudrunh althingi.is VEGNA tæknilegra mis- taka við vinnslu greinar Arnar Hákonarsonar, sem birtist í blaðinu í gær, misritaðist fyrirsögn greinarinnar. Fyrirsögnin hér fyrir ofan er sú rétta og biður blaðið hlutaðeig- andi velvirðingar. Víkverji skrifar... AÐ er oft sagt að Ríkissjón- varpið hafi ákveðnum skyld- um að gegna. Dagskrá undanfar- inna vikna vekur hins vegar upp spurningar um það gagnvart hveij- um þær skyldur eru. Víkvetji er orðinn efins um að þær séu gagn- vart hinum almenna borgara, sem neyðist til að greiða sitt afnotagjald og væntir þess að fá þolanlega dag- skrá í staðinn. Það hefur áður verið gert að umtalsefni hér að það nái auðvitað ekki nokkurri átt að dag- skráin taki svo dögum skipti ein- ungis mið af þörfum þeirra er hafa áhuga á handknattleik. Þegar svo loks er gert hlé á handknattleiksút- sendingum að kvöldlagi er sjón- varpað beint heila kvöldstund frá umræðum um stefnuræðu forsætis- ráðherra, vissulega ekki skemmti- legasta sjónvarpsefni, sem hægt er að ímynda sér. xxx ER ÞAÐ ekki orðin tímaskekkja að ryðja hefðbundinni dag- skrá í burtu nokkrum sinnum á ári til að sjónvarpa margra klukku- stunda umræðum frá Alþingi á einu opnu sjónvarpsrás landsins? Þetta gerist í hvert skipti sem forsætis- ráðherra á hveijum tíma flytur stefnuræðu, við hveijar eldhúsdags- umræður og að auki er stjórnarand- stöðu dettur í hug að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórn. Hvar annars staðar í hinum vestræna heimi tíðkast þetta? Hvergi! Rökin fyrir þessu verða enn óskiljanlegri þar sem umræðunum er að auki útvarpað beint. Er ekki kominn tími til að endurskoða þetta? Og ef al- þingismenn eru þeirrar skoðunar að það sé þjóðinni nauðsynlegt að eiga þess kost að horfa á þá flytja ræðurnar, er þá ekki hægt að sjón- varpa umræðunum á sérstakri rás? xxx NÚ ER sá árstími runninn upp þegar hinar árvissu fréttir fara að berast af því að fyrstu ís- lensku tómatarnir, agúrkurnar eða annað grænmeti sé komið á mark- aðinn. Má oft skilja af þessum frétt- um að það sé eitthvað sérstakt gleðiefni. Víkverji og fjölskylda hans geta hins vegar ekki sam- glaðst íslenskum garðyrkjubænd- um. Þó að Víkveiji sé vissulega þeirrar skoðunar að framleiðsla þeirra sé ágæt og holl þá þýðir koma hennar á markaðinn jafn- framt að grænmetisneysla verður að munaði, sem ekki er hægt að leyfa sér nema í takmörkuðum mæli. Það er hreint með ólíkindum að í lok tuttugustu aldarinnar skuli vera hægt að bjóða neytendum upp á þurfa að greiða okurverð fyrir þessa hollustuvöru. Jafnvel tómatur (að ekki sé minnst á papriku) kost- ar morðijár. Hvar er hin margróm- aða „manneldisstefna"? XXX TUNDUM hefur mátt heyra þau rök framleiðenda að þetta séu bara lögmál framboðs og eftir- spurnar (raunar sömu rök og t.d. kjötframleiðendur nota er þeir vilja hækka verðið). Hvernig má þetta vera? Halda þessir menn að neyt- endur séu einhveijir bjánar? Auðvit- að hækkar verð þegar skrúfað er fyrir framboðið af ódýru grænmeti með innflutningsbanni, en er þar með sagt að innlendir framleiðend- ur geti leyft sér að setja hvaða verð sem er á vöru sína? Ef íslensk- ir grænmetisræktendur vilja njóta velvilja íslenskra neytenda verða þeir að gæta hófsemdar í verðlagn- ingu, jafnvel þó að „framboð" grænmetis sé takmarkað í fyrstu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.