Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 43
RAÐALiGí YSINGAR
Starf við
Ijósritunarþjónustu
*****
Óskum eftir að ráða nú þegar starfsmann í
Ijósritunarþjónustu okkar. Starfið felst m.a. í
allri almennri Ijósritun og frágangi skjala, tölvu-
útskrift og hönnun fyrir viðskiptavini okkar.
*****
Albjört skilyrði er að umsækjandi hafi hald-
góða þekkingu á helstu hönnunarforritum
í Macintosh og PC tölvuumhverfi.
Við leitum að jákvæðum og þjónustuliprum
starfsmanni til lengri eða skemmri tíma.
Áhugasamir sendi inn skriflegar umsóknir sem
fyrst, stílaðar á framkvæmdastjóra. Farið verð-
ur með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
*****
Fjölritun NÓN/Skrifvélin hf.
Suðurlandsbraut 6,
Reykjavík.
IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK
Sveinsprófsnámskeið
Námskeið til undirbúnings sveinsprófs í
húsasmíði verður haldið í Iðnskólanum í
Reykjavík og hefst mánudaginn 12. júní kl.
16.00.
Innritun fer fram á skrifstofu skólans frá kl.
9.00-15.00.
Umsóknarfrestur til fimmtudags 8. júní.
tækniskóli
t
íslands
Háskóli - framhaldsskóli
Höfðabakka 9,112 Reykjavík, s. 91-874933
Netfang: http:// taekn.is/
Auglýsing um breytingu á
námsbrautum
Ný námsbraut í vél- og orkutækni-
fræði
í haust verður í fyrsta sinn boðið upp á nám
í vél- og orkutæknifræði til B.S. prófs. Nám-
ið tekur þrjú og hálft ár og er fyrsta árið
samræmt námi í Odense Teknikum í Dan-
mörku. Eftir fyrsta árið geta nemendur valið
að læra vél- og orkutæknifræði við Tækni-
skóla íslands eða halda áfram í tæknifræði
í Danmörku eins og verið hefur hingað til.
Inntökuskilyrði í vél- og orkutæknifræði eru
stúdentspróf af eðlissviði eða raungreina-
deildarpróf auk tveggja ára viðeigandi starfs-
reynslu.
Vél- og orkutæknifræði er fag sem tekur
mið af þörfum íslensks iðnaðar og nýtingu
íslenskra auðlinda, einkum varmaorku. Nem-
endum er gefinn kostur á að velja nokkur
sérsvið og fer það eftir áhuga nemenda hvað
í boði verður hverju sinni.
Nám íiðnaðartæknifræði
Sú þreyting hefur orðið á námsbraut til BS-
prófs í iðnaðartæknifræði að nám hefst nú
á haustönn í stað vorannar. Inntökuskilyrði
eru stúdentspróf af eðlisfræðibraut eða
raungreinadeildarpróf.
Nám í iðnaðartæknifræði tekur þrjú og hálft
ár. Nemendum er gefinn kostur á að velja
nokkur sérsvið og fer það eftir áhuga nem-
enda hvað í boði verður hverju sinni.
Ath.: Umsóknarfrestur um skólavist á þess-
um námsbrautum er til 10. júní nk.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans.
Rektor.
Húseigendur - húsfélög
Þarf að gera við í sumar?
Vantar faglegan verktaka?
í viðgerðardeild Samtaka iðnaðarins eru að-
eins viðurkennd og sérhæfð fyrirtæki með
mikla reynslu.
Leitið upplýsinga í síma 16010 (511-5555
eftir 3. júnó og fáið sendan lista yfir trausta
viðgerðarverktaka.
SAMTÖK
IÐNAÐARINS
Heimahlynning
„Opið hús“
í kvöld kl. 20.00 til 22.00 verður samveru-
stund fyrir aðstandendur í húsi Krabba-
meinsfélags íslands, Skógarhlíð 8. Gestir
þessa síðasta fundar á vetrinum verða Sig-
urður Skúlason, leikari og tveir ungir flautu-
leikarar. Kaffi og meðlæti.
Starfsfóik Heimahlynningar
Krabbameinsfélagins.
Aðalfundur
Félags Rekstrar- og Iðnrekstrarfræðinga
(FRI)
Aðalfundur Félags Rekstrar- og iðnrekstrar-
fræðinga verður haldinn á Veitingahúsinu
Esju, Scandic Hótel Esju, miðvikudaginn 31.
maí 1995 kl. 17.00.
Félagið býður alla núverandi og tilvonandi
félagsmenn velkomna á aðalfundinn með
kaffiveitingum.
Dagskrá fundarins:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Með VÍK og ungu fólki til
Havana í ágúst
Æskulýðsfélög á Kúbu boða til Heimsmóts
æskunnar „Kúba lifir", 1.-7. ágúst. Mótið
gefur ungu fólki um víða veröld tækifæri til
að hittast, ferðast, kynnast byltingunni á
Kúbu og reyna ýmislegt þar. Þátttaka kostar
nálægt 100.000 krónum. Innifalið er flugfar-
gjald um London, sjö gistinætur og átta
dagar með fæði ásamt ferðum og dagskrá
í tengslum við mótið. Boðið er upp á auka-
viku fyrir eða eftir mótið.
Þátttaka tilkynnist í síma 651464 (Gunnar), 551 3695 (Sigurlaug),
666848 (Sylvía), 551 6810 (Jóhanna), eða V(K, pósthólf 318, 121
Reykjavík. Staðfestingargjald 5.000 kr. greiðist fyrir 12. júni.
Vináttufélag íslands og Kúbu, VÍK, heldur
opinn fund þriðjudaginn 30. maí ki. 20.00 á
efri hæð veitingahússins Lækjarbrekku, þar
sem tilhögun mótsins verður m.a. kynnt.
USTMUNAUPPBOÐ
Málverkauppboð
Höfum hafið móttöku á málverkum fyrir
næsta málverkauppboð, sem haldið verður
á Hótel Sögu fimmtudaginn 8. júní.
BÖRG
v/Austurvöll.
TILBOÐ - ÚTBOÐ
Útboðá gluggum
Ingvar Helgason hf. óskar eftir tilboðum í
smíði og afgreiðslu á gluggum fyrir nýbygg-
ingu að Sævarhöfða 2a í Reykjavík.
Gögn verða afhent hjá Ingvari Helgasyni hf.,
Sævarhöfða 2 á skrifstofutíma.
Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn
9. júní 1995, kl. 11.00.
VEIÐI
Laxveiðileyfi
Til sölu laxveiðileyfi í Brennu (ármót Þverár
og Hvítár) í Borgarfirði og einnig Álftá á
Mýrum.
Upplýsingar gefur Dagur Garðarsson í síma
5577840 alla virka daga frá 8.00 - 16.00.
FÉLAGSSTARF
Heimdallur
félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, heldur opinn fund um
málefni Reykjavíkurborgar á Kaffi Reykjavík, þriðjudaginn 30. maí
kl. 20.30. Framsögumenn verða Gunnar Jóhann Birgisson, borgarfull-
trúi, Þórunn Pálsdóttir og Kjartan Magnússon, varaborgarfulltrúi.
Að loknum framsögum verða almennar umræður og fyrirspurnir.
Allir verlkomnir.
Stjórn Heimdallar.
SlttCI auglýsingar
KFUM-KFUK
Lofgjörðar- og bænasamvera í
kvöld kl. 20.30 í húsi félaganna
við Floltaveg. „Ég greiði Drottni
heit min.“ Sálm. 116. Ragnar
Gunnarsson talar. Allir velkomnir.
FERÐAFÉLAG
# ÍSIANDS
MÖRKINNI 6 SÍMI 682533
Myndakvöld
Kynning á ferðum Ferðafélags-
ins. Þriðjudaginn 30. maf I stóra
salnum Mörkinni 6,
verður kynning í máli og mynd-
um á lengri ferðum sumarsins
hjá Ferðafélaginu. M.a. verður
kynnt gönguferð um Snæfjalla-
strönd - Furufjörð - Hornvík,
ferð um Eyðibyggðir á skagan-
um milli Eyjafjarðar og Skjálf-
anda, gönguferðir um Kjöl og
og fleiri ferðir. Eftir hlé verður
sagt frá fyrri ferðum FÍ til
Grænlands. Myndakvöldið hefst
kl. 20.30. Gerist félagar og eign-
ist árbók um Heklu og nágrenni
hennar (árgj. kr. 3.200).
Veitingar i hléi. Aðgangur kr.
500. Allir velkomnir, félagar og
aðrir.
Miðvikudaginn 31. mai kl. 20.00
(kvöldferð) Myllulækjartjörn
(sunnan Elliðavatns) - Þinga-
nes (gengur út í Elliðavatn).
Þægileg gönguleið - margt að
sjá.
Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni og Mörkinni 6. Verð
kr. 600,-.
Ferðafélag íslands.
FERÐAFÉLAG
® ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 SÍMI 682533
Hvitasunnuferðir Ferðafé-
lagsins 2.-5. júní:
Brottför kl. 20.00 föstudag!
1. Snæfellsnes - Snæfellsjök-
ull. Gengið á jökulinn (7-8 klst.)
og farnar skoðunarferðir m.a. á
Djúpalónssand og i Dritvík, kom-
ið við á Hellnum. Gist í svefn-
pokaplássi að Görðum í Staðar-
sveit.
2. Öræfajökull - Skaftafell.
Gengið á Öræfajökul (2119m)
og tekur gangan um 14 klst.
fram og til baka. Fá sæti laus.
Gist í svefnpokaplássi að Hofi í
Öræfasveit. Undirbúningsfund-
ur fyrir þessa ferð verður í Mörk-
inni 6 (stóra salnum) miðviku-
daginn 31. maí kl. 19.30.
3. Tindfjöll. Gengið upp í efsta
skála í Tindfjöllum og gist þar.
Gönguskíðaferðir um svæðið.
Brottför kl. 8.00 laugar-
dagsmorgun.
4. Þórsmörk - Langidalur.
Þessi ferð er sérstaklega sniðin
fyrir fjölskyldufólk með útiveru,
gönguferðum og leikjum.
5. Fimmvörðuháls - Þórs-
mörk. Gengið yfir hálsinn á laug-
ardeginum (7-8 klst. ganga). Gist
í Skagfjörösskála. Farmiðasala
og upplýsingar á skrifstofu F.(.
Ferðafélag íslands.
f, i [B
>
0/1
Hallveigarstig 1 • sími 614330
XI. 20.00: Unglingadeild
Stofnfundur að Hallveigarstíg 1.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá
krakka sem hafa áhuga á Útivist
og ævintýrum. Allir unglingar á
aldrinum 13-17 ára velkomnir.
Dagsferð mánud. 5. júní
Kl. 10.30: Frá Gjábakka að Þing-
völlum. Brottför frá BSl, bensin-
sölu, miðar við rútu. Einnig uppl.
í Textavarpi bls. 616.
Ferðir um hvítasunnuna
2.-5. júní: Öræfajökull -
Hvannadalshnúkur. Gengið á
hæsta tind landsins.
2. -5. júní: Skaftafell - Öræfa-
sveit. Fjölbreyttar gönguferðir
um þjóðgarðinn og nágrennið.
3. -5. júní: Breiðafjarðareyjar -
Flatey. Gist í Flatey, farið þaðan
i eyjasiglingu og fuglaskoðun.
Gengið um eyjuna. Uppl. og
miðasala á skrifstofu Útivistar.
Útivist.