Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ (í— M hAbkounn XFJ A AKURCVRI 1annveran í blíðu og stríðu Ráðstefiw lieilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri 12. - 13.júní 1995 Mán. 12. jiím' kl. 9.00 kl. 9.30 Afhending ráðstefnugagna, morgunkaffi - Daníel Þorsteinsson leikur á píanó Setning ráðstefnunnar - María Pétursdóttir. vemdari ráðstefnunnar, tlytur ávarp kl. 10.00 Hvað er maðurinn frammi fyrir eilífðinni ? - Dr. Sigurbjöm Einarsson biskup * Umræður kl. 11.00 Áfallahjálp - líknarþjónusta Valgerður Valgarðsdóttir, hjúkrunarfræðingur og djákni FSA. * Umræður kl. 11.45 Hádegishlé kl. 13.15 Geðheilbrigði Islendinga - Sigmundur Sigfússon, yfirlæknir geðdeildar FSA. * Untræður kl. 14.00 Fjölskylduheilbrigði * - Karólína Stefánsdóttir félagsráðgjafi * Umræður 14.45-15.15 HeUsuhlé kl. 15.15 Islenski karlmaðurinn í blíðu og stríðu - Ólafur H. Oddsson, héraðslæknir Umræður kl. 16.00 Islenska konan í blíðu og stríðu - Kristín Aðalsteinsdóttir. kennari * Umræður kl. 19.00 Samfélagsefling Þriðjud. 13.júní kl. 9.00 Kynning á rannsóknarverkefnum nýútskrifaðra hjúkrunar- fræðinga Upplifun foreldra sem hafa eignast bam með Down- heilkenni - Anna Margrét Pálsdóttir, Anna Rósa Magnúsdóttir, Eva Hjörtína Ólafsdóttir, Fríður Brandsdóttir og Ingibjörg Einarsdóttir Einelti - Anna Margrét Tryggvadóttir, Guðrún Sigurðardóttir og Hulda Guðný Finnbogadóttir Þegar ástvinur skyndilega deyr: upplifun aðstandenda á hráðamóttöku - Elín M. Hallgrímsdóttir kl. 10.00 Heilsuhlé Reynsla ofTeitra af samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk - Emilía J. Einarsdóttir, Ema Margrét Bergsdóttir, Fanney Friðriksdóttir. Guðbjörg Jónsdóttir, Ingibjörg Þórðardóttir og Sigríður Kristinsdóttir Haustlíðan - Kristín Thorberg og Valgerður Jónsdóttir Upplifun karlmanna af hjúkrunarnámi og -starfi - Þorsteinn B. Bjamason kl. 11.30 Hcídegishlé kl. 13.15 Umræðuhópar fheitt á könnunni og meðfæti) Hópur 1: Eilífðin - áfallahjálp og líknarþjónusta Stjómendur: Valgerður Valgarðsdóttir hj.fr. og djákni Elín Hallgrfmsdóttir hjúkrunarfræðingur Hópur 2: Geðheilbrigði - Fjölskylduheilbrigði Stjómendur: Sigmundur Sigfússon geðlæknir Karólína Stefánsdóttir félagsráðgjafi Hópur 3: Isienskir karlar og konur í blíðu og stríðu Stjómendur: Ólafur H. Oddsson héraðslæknir Kristín Aðalsteinsdóttir kennari kl. 15.00 Kynning á umræðum hópa kl. 16.00 Ráðsíefnuslit Mánudagskvöldið 12. júní er ætlunin að ráðstefnugestir okkar fái að njóta næringar og upplyftingar iil samfélagseflingar og verður sú dagskrá auglýst síðar. Ljóst er þó að Björg Þórhallsdóttir hjúkrunarfræðingur, lektor og söngkona mun syngja einsöng við undirleik Daníels Þorsteinssonar, Kristín Aðalsteinsdóttir kennari mun flytja minni karla og Ólafur H. Oddsson læknir mun flytja minni kvenna. Ýmislegt fleira verður þar til gamans gert og yfir sumu hvflir hin mesta leynd. T.d. hefur citthvað heyrst um „Fjóra fjöruga á Týrólabuxum". Áætlun okkar er að kvöldið kitli bragðlaukana sem og hláturtaugamar í þeirri tní okkar að „glatt hjarta veiti góða heilsubót, en dapurt geð skræli beinin". Dagskrárstjón kvöldsins verður Kristín Þórarinsdóttir lektor. Ráðstefnan verður haldin í Oddfellowhúsinu að Sjafnarstíg 3, Akureyri. Ráðstefnustjóri verður Margrét Arnadóttir lektor. Skráning á ráöstefnuna er á skrifstofu Háskólans á Akureyri s. 96-30-900 alla virka daga kl. 8-16. Ráðstefnugjald er kr. 4000 fyrir báða ráðstefnudagana, en kr. 3000 f'yrir annan daginn og greiðist það fyrir 5. júní inn á bankareikning nr. 49542 á ávísanareikning heilbrigðisdeildar t Landsbankanum á Akureyri. Athugið að nafn greiðanda verður að koma fram á kvittuninni. Veitingar í heilsuhléum eru innifaldar í ráðstefnugjaldi. AKUREYRI Morgunblaðið/Margrét Þóra ALLT slökkvilið var kallað að Glerárkirkju, en þar varð tug’milljóna tjón í bruna á sunnudag. Tugmilljóna tjón í eldsvoða í Glerárkirkju Talið að tvö börn hafi orðið völd að eldinum GRUNUR leikur á að börn hafi valdið eldsvoðanum sem varð í Krógabóli, á neðri hæð Glerár- kirkju, á sunnudag. Tugmilljóna króna tjón varð í brunanum. íbúi í húsi gegnt Glerárkirkju varð var við mikinn reyk og lét slökkvilið vita. Svo mikinn reyk lagði frá kirkjunni að slökkviliðs- menn kölluðu út allt tiltækt lið, að sögn Tómasar Búa Böðvarssonar slökkviliðsstjóra. Kórinn á æfingu Eldurinn kom upp í leikskólanum Krógabóli sem.er í kjallara hússins að vestanverðu. „Við vorum frekar fljótir að slá á eldinn en það var gífurlegur hiti þarna inni sem var til trafala til að byrja með,“ sagði Tómas Búi. Reyk lagði um nánast alla bygginguna, en fjölbreytt starf- semi fer fram í kirkjubyggingunni, m.a. hafa skátar þar aðstöðu og Síðuskóli hefur afnot af nokkrum kennslustofum en það er nánast eina plássið í húsinu sem ekki skemmdist. „Ég var með kórinn á æfingu og við fórum út úr húsinu klukkan rúmlega hálftvö," sagði Jóhann Baldvinsson, organisti Glerárkirkju, en kórfélagar urðu einskis varir er þeir yfirgáfu kirkjuna tæpum hálf- tíma áður en tilkynnt var um vld- inn. „Við vorum á ferð um húsið en sáum engin merki þess að eitt- hvað óeðlilegt væri í gangi,“ sagði Jóhann. Um 80 börn voru á leikskólanum, sem var nánast nýr, en tekinn í notkun eftir sumarieyfi í fyrra. Inn- an dyra er svo til allt ónýtt og mik- ið verk framundan að koma skólan- um í gagnið að nýju. Gripið hefur verið til bráðabirgðalausna og börn- um komið fyrir annars staðar tíma- bundið. Ekkert viðvörunarkerfi Engin lokaúttekt var gerð á hús- næðinu að sögn slökkviliðsstjóra þrátt fyrir að hann og byggingar- fulltrúi Akureyrarbæjar hefðu ósk- að eftir slíkri úttekt. „Við fórum að eigin frumkvæði í vetur til að skoða leikskólaplássið og bentum þá m.a. á að ekkert viðvörunar- kerfi er þar eins og skylda *er til. Ég er ekki í nokkrum vafa um að ef þetta kerfið hefði verið tiltækt hefði verið hægt að koma í veg fyrir að tjónið yrði svona nrikið," sagði Tómas Búi. Ljóst er að ekki verður hægt að sinna kirkjustarfi á næstunni en organisti sagði að eflaust yrði allt kapp lagt á að hraða framkvæmd- um sem kostur væri. Einkum í ljósi þess að Akureyrarkirkju verður lok- að 20. júní næstkomandi vegna við- gerða á orgeli. „Það verða samt einhverjar vikur í að hægt verði að messa hér að nýju,“ sagði Jóhann. Taiið er að tveir ungir drengir hafi valdið eldsvoðanum, en rann- sóknarlögreglan á Akureyri, sem fór með rannsókn á eldsupptökum, vildi ekki staðfesta að svo væri. Þar fengust aðeins þær upplýsingar að rannsókn á eldsupptökum væri lok- ið og málið upplýst, en ekki yrðu gefnar upplýsingar um hver niður- staðan væri. -----♦ ♦ ♦----- Bændadags- hlaup á Sval- barðsströnd BÆNDADAGSHLAUP Ung- mennasambands Eyjafjarðar, UMSE verður haldið fimmtudags- kvöldið 1. júní næstkomandi. Hlaupið verður haldið á Svalbarðs- strönd og er í umsjá Ungmennafé- lagsins Æskunnar. Það hefst kl. 20 en skráning verður á planinu fyrir framan sundlaugina á Sval- barðsströnd milli kl. 19.00 og 19.30. Bændadagshlaupið er öllum opið. Ýmsar vegalengdir eru í boði, allt frá 700 metrum upp í 4,9 kíló- metra. Búið er að bæta við eirium nýjum flokki, 8 ára og yngri. Þetta er í 23. sinn sem efnt er til bændadagshlaups en efnt er til þessa hlaups fyrsta fimmtudag, í júní ár hvert. Verðlaun, sem VÍS gefur eru veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í hveijum flokki. Háskólinn á Akureyri /ÍlL hAskóunn Aakupeyhi Opinn fyrirlesíur 31. maí 1995 Tími: Miðvikudagur, 31. maí nk. kl. 20.30. Staður: Háskólinn á Akureyri, Þingvallastræti 23, stofa 24, 2. hæð. Flytjandi: Anette Wolthers, kennslustjóri við Danmarks Forvaltnings- höjskole, og flytur hún fyrirlestur sinn á ensku. Effli: „Learning Organisations — people, technology, performance“. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Einbýlishús í fjörunni á Akureyri. Hæð, ris og kjallari. Húsið er forskalað timburhús. Á efri hæð eru 4 herbergi, snyrting og svalir. Miðhæðin er 2 samliggjandi stofur, 2 herbergi, bað, eldhús og sólskáli. í kjallara er vinnuherbergi, þvottahús og 4 geymslur m/gluggum. Húsið þarfnast endurbóta. Laust. Verð kr. 8.500.000. -1- C- € L v L L: /i 4 « 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.