Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 41 INGIÞOR GEIRSSON + Ingiþór Haf- stein Geirsson slökkviliðsstóri Brunavarna Suður- nesja fæddist í Höfn, Hópnesi í Grindavík 17.2. 1930. Hann andað- ist á Landspítalan- um 23. maí sl. For- eldrar hans voru hjónin Margrét Ey- jólfsdóttir, f. 14.12. 1905, d. 8.9. 1968, og Geir Þórarins- son vélstjóri og org- anisti, f. 3.2. 1906, d. 17.12. 1983. Ingiþór var elst- ur af fimm systkinum. Systkini hans eru: Eyjólfur Ingiberg, f. 1932, Sigurlaug, f. 1934, Karl Heiðar, f. 1938, og Siguróli, f. 1950. Ingiþór ólst upp í Grinda- vík til níu ára aldurs en þá flutti fjölskyldan til Keflavíkur. Ingi- þór kvæntist Laufeyju Jóliann- f. 8.8. 1933, frá Hlíðarhús- um í Sandgerði, og bjuggu þau alla tíð i Keflavík. Börn þeirra hjóna eru: 1) Jóhannes Margeir, f. 25.6.1953, kvænt- ur Guðbjörgu M. Jónsdóttur. Þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. 2) Ragnar, f. 8.8.1955, d. 10.10. 1983. 3) Ragnheiður Ása, f. 18.2. 1965. 4) Margrét, f. 14.12. 1962, gift Jóhanni Inga Grétarssyni og eiga þau einn son og hún eina dóttur frá fyrri sambúð. 5) Heiðar, f. 11.6.1965. 6) Ragnheiður Asa, f. 30.7. 1966. Hún á einn son. Utför Ingiþórs fer fram frá Keflavíkurkirlgu í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. AÐFARANÓTT 23. maí andaðist Ingiþór Geirsson slökkviliðsstjóri, Lyngholti 10, Keflavík. Nokkrum dögum áður heimsótti ég hann á skrifstofu hans í slökkvi- stöðinni og ræddum við um hafið eins og svo oft áður. Á veggnum gegnt skrifborði Ingaþórs var stór mynd af Keflavíkurhöfn, töluðum við oft um þessa mynd og sagði Ingiþór að hún hefði verið tekin 1949 og bátana þekkti hann alla sem voru í höfninni, og vildi hann endilega lána mér myndina af höfninni, við spurðumst fyrir um heilsufar hvor hjá öðrum því við höfðum verið saman í endurhæf- ingu á Reykjalundi og var heilsan ágæt hjá okkur báðum miðað við aðstæður. Við ræddum einnig um gamla tímann og rifjuðum upp í lokin hvor um sig þegar við unnum fyrir fyrstu aurunum sem smá pattar. Það var alltaf jafn skemmtilegt að koma á skrifstofu Ingaþórs og spjalla við hann og þetta skipti var eins og alltaf áður. En þegar ég kvaddi vin minn og gekk út af skrifstofu hans með myndina góðu hvarflaði það ekki að mér að ég ætti ekki eftir að sjá hann aftur. Ingiþór Geirsson var mikill hæfileika- og mannskapsmaður, það var afskaplega gott að vera í návist hans. Það var alveg sama á hveiju gekk, það var alltaf jafn mikil ró, léttleiki og hlýja í öllu fari hans. Árið 1963 eða fyrir 32 árum var Ingiþór í föstu starfi í landi auk þess sem hann var í slökkvilið- inu, fékk hann frí um sumarið til að fara norður á síldveiðar hans og hann hafði gert svo oft áður. Þetta sumar vorum við saman á Bergvík KE55. Ingiþór var fyrsti vélstjóri, þetta var fyrsta sumarið mitt á Bergvík, ég hygg að Bene- dikt Jónsson framkvæmdarstjóri útgerðarinnar hafi fengið IngaÞór til að fara með mér þetta sumar. Alla tíð síðan höfum við Ingiþór verið góðir vinir. Þetta sumar gerði Ingiþór við allt og lagfærði sem aflaga fór í vélbúnaðinum þannig að allt gekk snurðulaust. Á heim- leiðinni um haustið þegar við vor- um staddir á Selvogsbanka á vest- urleið kviknaði í bátnum út frá rafmagni við ljósavél og varð vél- arrúmið alelda á skammri stundu. Sjálfkrafa tók Ingiþór stjórnina gegn eldinum, slökkvitækin voru opnuð og þeim hent ofan í logandi vélarrúmið og svo var öllum bátn- um lokað aftur og frammúr, meira að segja var troðið í skráargötin, þannig var eldinum haldið niðri þangað til Mummi frá Sandgerði og Lóðsinn frá Vestmannaeyjum komu og aðstoðuðu okkur til Þor- lákshafnar þar sem slökkvilið stað- arins réð niðurlögum eldsins. Mörgum árum seinna kom aftur upp eldur í Bergvík með svipuðum hætti og aftur var bátnum bjargað með ráðum Ingaþórs. Það er mikil eftirsjá að ljúf- menni og góðum dreng en það er líka sérstakt happ og forréttindi að hafa fengið að kynnast slíkum manni og vera honum samtíða. Blessuð sé minning Ingaþórs Geirssonar. Ég votta frú Laufeyju Jóhannesdóttur, bömum þeirra og öðrum ástvinum mína dýpstu hlut- tekningu. Grímur Karlsson. Á aðeins tveimur mánuðum hafa félagar í Þroskahjálp á Suð- umesjum þurft að sjá á bak tveim- ur heiðursfélögum sínum og stofn- endum félagsins, þeim Halli Guð- mundssyni og Ingaþór Geirssyni. Árið 1992, á 15 ára afmæli fé- lagsins, vora Ingiþór og Laufey kona hans ásamt öðram stofnend- um sæmd gullmerki félagsins og gerð að heiðursfélögum. Allt þetta fólk vann ötullega að því að ryðja brautina og koma á þjónustu fyrir fötluð börn í heimabyggð. Ingiþór gegndi ýmsum trúnað- ar- og ábyrgðarstörfum fyrir fé- lagið og sat í stjórn um árabil. Hann var formaður byggingar- nefndar þegar félagið stóð í fram- kvæmdum við Suðurvelli og gegndi forystuhlutverki við aðra uppbyggingu félagsins. Félögum hans í Þ.S. var vel ljóst hve gífur- lega vinnu Ingiþór innti af hendi fyrir félagið á þessum áram. Því til staðfestingar er tilvísun í skýrslu formanns á aðalfundi fé- lagsins 23. mars 1981. Þar sagði formaður Þ.S., Einar Guðberg: „Ingiþór er óeigingjarn maður, sí- fellt með hugann við velferð og framgang félagsins. Eina sem getur vakið hann frá þessari göf- ugu hugsun og vinnu er branalúð- ur.“ Það þarf því engan að undra að sá hugsjónaandi sem einkenndi Ingaþór hafði áhrif á marga vini hans og vinnufélaga og á félagið marga velunnara og sérstaka stuðningsmenn í röðum slökkvil- -m- HflMHBEHG 'Ml ERFISDRYKKJAN \/picliicaliir I ánmi'ilo A cími ** Veislusalur Lágmúla 4, sími 588-6040 MINNINGAR iðsmanna. Þegar lokið var við að byggja þjónustukjarna Þ.S. við Suðurvelli þurfti að velja honum nafn. í virð- ingarskyni við minningu Ragnars, son Ingaþórs sem þá var nýlátinn, valdi stjórn félagsins að nefna húsin Ragnarssel. Sú starfsemi sem fram fer þar hefur síðan ver- ið mikilvægur þáttur í þeirri þjón- ustu sem fötluð börn og fjölskyld- ur þeirra njóta hér á svæðinu. Þökk sé Ingaþór og því fólki sem barðist með elju og dugnaði fyrir bættum hag fatlaðra barna og fjöl- skyldna þeirra. Það þurfti ótrúlegt hugrekki og úthald í baráttunni við fordóma og þekkingarleysi sem einkenndi málefni þroskaheftra á þessum tíma. Ingiþór var fyrsti formaður svæðisstjórnar málefna fatlaðra á Reykjanesi og gegndi því embætti um árabil. Með störfum sínum ávann Ingiþór félaginu traust og velvild sem alla tíð síðan hefur einkennt viðhorf íbúa á Suðumesj- um til Þroskahjálpar. Stjóm Þroskahjálpar á Suður- nesjum vottar eiginkonu Ingaþórs, bömum og öðram aðstandendum samúð og þakkar störf hans í þágu félagsins og skjólstæðinga þess. Blessuð sé minning Ingaþórs Geirssonar. F.h. Þ.S., Helga Margrét Guðmundsdóttir. Ingiþór slökkviliðsstjóri í Kefla- vík er látinn. Með nokkram línum kveð ég þennan ágæta mann. Kynni okkar hófust fyrir löngu, áratugum í raun. Hann reyndist alltaf yfírvegaður öðlingur og allra vinur. Hann var glettinn og smit- aði frá sér góðum siðum með fal- legu brosi alltaf þegar maður hitti hann. Ingiþór var góður leiðtogi sem hafði tileinkað sér að vera til fyrirmyndar öðrum til góðs vegar og vandaðra verka. Mikið og gott samstarf hefur ríkt í áratugi milli slökkviliðanna á Suðurnesjum og átti Ingiþór stóran þátt í að svo var. Ingiþór var orðinn slökkviliðs- stjóri er ég var enn að feta stig- ann. Alltaf gaf Ingiþór góð ráð og hafði tíma til að ræða málin. Sérstaklega minnist ég þess hversu gott var að hitta Ingaþór á eldstað þegar hann bað okkur um aðstoð við bruna eða slys. Oft var mikið um að vera og margt sem þurfti að ske fljótt, en Ingi- þór, af undraverðri ró og yfírsýn, geislaði frá sér smitandi öryggi sem gerði allt slökkvistarfið nán- ast auðvelt. Við slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli eigum fallegar og góðar minningar um Ingaþór Geirsson slökkviliðsstjóra Kefla- víkur og kveðjum hann með hjart- ans þökk fyrir áratuga samstarf. Við geymum minningu um góðan dreng. Fyrir hönd slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli votta ég ást- vinum hans öllum, og samstarfsfé- lögum okkar innilegustu samúð. Haraldur Stefánsson. Biómastofa Friöfinm Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sfmi 31099 Opið öll kvöld til ki. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. MÁR EGILSSON + Már Egilsson fæddist 23. jan- úar 1932. Hann lést á heimili sinu 21. maí sl. Foreldrar hans voru Egill Árnason stórkaup- maður og Ásta Norðmann listdans- ari, sem bæði eru látin. Systkini hans eru Árni, tónlistar- maður, og Kristín. Hálfsystir Más sam- feðra er Erla. Már kvæntist Guðrúnu Steingrímsdóttur árið 1959, en þau skildu síðar. Börn þeirra eru Egill, tölvunar- fræðingur, kvæntur Þorgerði Hönnu Hannesdóttur, Stein- grímur Dúi, kvikmyndagerðar- maður, og Már, nemi. Útför Más Egilssonar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag. Þrátt fyrir nepju og nýfallinn snjó í hlíðum kvakar lóan dátt í dapurlegu holtinu. Enn skal fagna ungu vori og nýjum söng i öllum þessum kulda, fýrirheitinu hvemig sem það rætist. (Snorri Hjartarson) Már. Dæm svo mildan dauða, drottinn þínu bami, eins og léttu laufí lyfti blær frá hjami, eins og lítill lækur ljúki sínu hjali, þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. (Matthías Jochumsson) Andlát vinar okkar Más Egils- sonar bar sviplega að, en kom þó eigi með öllu á óvart, því að hann hafði átt við mjög vaxandi van- heilsu að stríða hin síðari ár. Van- máttugir stöndum við enn einu sinni í gustinum af „manninum með ljá- inn“. Þær lyndiseinkunnir Más sem okkur eru á þessari stundu efst í huga og glæða munu minningu hans birtu og yl eru: .. kankvísin, kímnigáfan, glettnin og góðvildin og fágaður listrænn smekkur, hin mikla viðkvæmni undir niðri, hjálpsemin og örlætið sem var honum í blóð borið. Örlögin höguðu þvf svo að Már valdi sér verslun og viðskipti að starfsvettvangi. Lengi vel lék það í höndum hans, en á köflum varð einnig mótviðrasamt, og gerði él snörp. Ósagt skal hér látið um réttu eða röngu hilluna í lífinu - en á því er enginn efi að vel hefðu hentað Má, bæði listræn tjáning á ýmsum svið- um, ellegar störf að líknar- og mannúðarmálum. Þar lagði hann raunar sitthvað til málanna þótt hljótt færi. Margir munu minnast þess með þakklátum huga. Við þökkum minninguna um góð- an dreng og vottum ástvinum hans samúð. Magnús Skúlason, Kristinn Kristinsson. Stórhuga maður er fallinn í val- - inn. Upp í hugann koma minningar um glaðlyndan og örlátan heims- mann sem bæði kynntist björtum og skuggalegum hliðum mannlífs- ins. En efst í huga eru þó heimsókn- imar á heimili hans og Gunnu í gegnum tíðina því þau voru stór- kostlegir gestgjafar. Mér og mínum sýndi hann alltaf bæði elsku og áhuga og fyrir það þakka ég hér. Fjölskyldunni sendi ég mínar inniíegustu samúðarkveðjur. Vilborg. í dag er til moldar borinn Már Egilsson. í því tilefni langar okkur, fyrrverandi starfsstúlkur hans í Kosta Boda, að þakka honum fyrir hans hlýju og elskulcgheit í okkar garð. Einnig heitar óskir um bjarta verund þar sem andi hans fer frjáls. Megi góður guð styrkja og vernda ástvini hans. Kveðja frá fyrrverandi starfsstúlkum í Kosta Boda. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfí í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfír eina'og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfílega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.